Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1987, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1987, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1987. Neytendux Húsaleigu- markaðurinn Ef að litið er á smáauglýsingar hér aftar í blaðinu má sjá svart á hvítu hina gííurlegu ásókn í leigu- íbúðir sem hefur verið undanfarið. Dag hvem er dálkurinn húsnæði óskast fullur af auglýsingum frá fólki sem nánast rekur ævisögu sína og sinna í þeirri veiku von að ein- hver bíti á agnið og svari. Á hinn bóginn er dálkurinn hús- næði í boði býsna fátæklegur ásýndum. Þeir sem þar falbjóða gefa sem minnstar upplýsingar. Auglýs- ingamar minna helst á símskeyti; íbúð til leigu, tilboð er greini frá stöðu, nafhi, fjölskyldustíerð og greiðslugetu sendist DV merkt stór og góð. Þannig er ætlast til að fólk bjóði í húsnæði án þess að hafa hug- mynd um hvar, hvemig og hvað það er. Og athyglisvert þetta með greiðslugetuna. Þama er ekki verið að spyrja hvað fólk vill borga fyrir íbúð, heldur hvað það getur borgað fyrir þak yfir höfuðið. 50 tilboð í hverja íbúð Um tvöleytið á daginn fyllist smá- auglýsingadeild DV af fólki sem er að leggja inn tilboð í þær íbúðir sem auglýstar em þann sama dag. Inga Ingadóttir hjá smáauglýsingadeild- inni sagði að það bæmst 50 tilboð að jafhaði í hveija íbúð. Þannig ber- ast um 300 tilboð á dag. Það er mikið sama fólkið sem kemur dag eftir dag og svarar öllum auglýsingum, þann- ig að ekki er óvarlegt að ætla að um 50 manns séu í vemlegri íbúðamauð. Það em fleiri sem alltaf em að leita, en liggur ekki jafn mikið á og leggja því ekki inn tilboð. Einnig sögðust margir sem blaðið ræddi við ekki ansa slíkum auglýsingum, það væri ekki hægt að gera tilboð í íbúð án þess að hafa upplýsingar um hana. Slæmt ástand Víst er að það hefur löngum verið erfitt að finna sér leiguhúsnæði í Reykjavík, en það er mál manna að nú sé húsnæðiseklan meiri en oftast áður. En hvað veldur? Nærtækasta skýringin virðist liggja í því að lán urðu verðtryggð á mesta verðbólgutímanum. Þannig varð vaxtabyrði meiri en nokkur gat ráðið við og snarminnkuðu því hús- byggingar. Við þetta bætist svo að undanfarin ár hafa stærstu árgang- amir verið að koma út á leigumark- aðinn. Að líkindum leika húsnæðis- stjómarlán einnig stórt hlutverk í þessu en biðtími eftir því að fá lán lengist sífellt. Önnur ástæða virðist vera sú að landsbyggðarfólk leggur nú sífellt meira af fé sínu í íbúðir í Reykjavík og láta þær þá borga sig sjálfar með því að leigja þær út. Og að lokum þá hefur fjárfesting í húnæði nær eingöngu verið í versl- unarhúsnæði að undanfómu. Okrað á ástandinu Vegna þessarar miklu eftirspumar sjá ýmsir sér leik á borði og ætla sér að maka krókinn á því að leigja íbúðir á uppsprengdu verði. Heyrst hafa ótrúlegar tölur í því sambandi. Þannig virðist ekki óalgengt að fólk fari fram á 25-30 þúsund í mánaðar- leigu fyrir tveggja herbergja íbúð og árið fyrirfram. Sem betur fer er þetta þó lítill hluti leigusala, en hann fer stækkandi. Algengasta verðið er þó hátt, 15-17 þúsund krónur á mán- uði. En hvað er það sem skapar þetta háa verð? Dýrt að leigja út Eins og áður sagði er það að fær- ast í vöxt að utanbæjarfólk fjárfesti í íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Þær em svo látnar borga sig upp smátt og smátt í leigu. En til þess að þær geti borgað sig þarf leiga að vera nokkuð há. Reiknum með að til kaupa á íbúðinni hafi verið tekið húsnæðistjómarlán. Afborganir af því nema tæpum 10 þúsund krónum á mánuði. Þá má reikna með einhverju viðhaldi á íbúðinni en leigusali getur aldrei vitað hvemig væntanlegir leigjend- ur koma til með að ganga um íbúðina. Hann tekur enga áhættu og leigir íbúðina á 15 þúsund krónur á mánuði. Þannig fær hann bæði nægilegt fjármagn til að standa straum af af- borgunum og að auki tryggingu gegn skemmdum sem að væntanlegir leigutakar gætu valdið á íbúðinni. Ekki orð á skattskýrslu! Þetta gæti skýrt að hluta hina háu húsaleigu á höfuðborgarsvæðinu. En ekki nægilega. Megnið af leigu- húsnæði er gamalt húsnæði, oftast löngu orðið skuldlaust og er leigan nær eingöngu hugsuð sem tekjuöfl- un. Þannig er gjaman skilyrði fyrir leigu að leigutaki gefi ekki upp húsa- leigu til skatts og er þá um skatt- fijálsar tekjur að ræða. Mikið virðist vera um niðumítt húsnæði sem leigt er á þennan hátt og þá ósjaldan á uppsprengdu verði. Þama er að sjálf- sögðu verið að gera út á húsnæðis- ekluna með sem minnstum tilkostn- aði, enda veiðieðlið ríkt í íslendingnum. Einnig virðist vera mikið um að fólk hreinlega leigi út íbúðina sína meðan að það skreppur í sumarfrí. Það var a.m.k. ekki annað að sjá í smáauglýsingum DV í sumarbyijun. Þar voru auglýstar íbúðir með öllu innbúi í einn til tvo mánuði, allt fyr- irfram. Ég er á götunni Blaðið tók tali nokkra sem eru að leita sér að íbúð. 1 mörgum tilvikum er um að ræða námsfólk, fólk sem hefur nýlokið námi og aðra sem ekki eiga næga peninga til að huga að Bunki af tilboðum í auglýstar íbúðir í smáauglýsingum DV. Fjöldi tilboða er oft ótrúlegur. DV-mynd JAK húsnæðisauglýsingar vegna þess að ekkert símakerfi stenst slfkt álag. DV-mynd JAK „Ég fæ hvergi höfði að halla, ég er á götunni," sagði i rokktexta 1981. Ástandið hefur versnað ef eitthvað er síðan. verið að leita í u.þ.b. tvo mánuði. Hann hefur sent inn tilboð við allar auglýsingar sem hann hefur séð en aðeins verið svarað tvisvar. I báðum tilvikum var um að ræða húsnæði sem hann sagðist efast um að fengist samþykkt sem mannabústaðir og i báðum tilvikum sagði hann að leig- an hefði átt að vera 25 þúsund krónur á mánuði og heilt ár fyrir- fram. „Fólk er eitthvað bilað ef að það heldur að einhver geti gengið að þessum afarkostum, þetta er næstum eins og útborgun í eigin íbúð,“ sagði hann. Maður þekkir mann, sem þekkir mann, sem.... Þessi viðmælandi okkar var þó heppinn því að hann frétti af fólki sem að var að fara úr leiguhúsnæði í eigið og tókst honum að fá þar inni. Þetta virðist mjög algeng leið til að komast í leiguhúsnæði. Einhver þekkir einhvem sem að er að flytja. Húseigendur virðast alveg logandi hræddir við að fá inn í íbúðir sínar hvem sem er og taka því fegins hendi ef að fyrri leigandi getur bent þeim á einhvem sem er í húsnæðisleit. Einn viðmælandi blaðsins gekk svo langt að telja að það væm nær ein- göngu okrarar sem fæm svo langt að auglýsa íbúð til leigu, húsnæði- seklan væri orðin svo almenn að allir þekktu einhvem sem- að væri að leita. -PLP U pplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks Kostnaður í júlí 1987: Matur og hreinlætisvörur kr. Annað kr. Alls kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.