Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1987, Page 13
FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1987.
13
Neytendur
Réttur þeirra
sem leigja
HÚSALEIGU
SAMNINGAR
UPPLÝSINGARTT
HÚSNÆDISSTOFNUNAR RÍKISINS
Margir þeirra sem blaðið ræddi við
er DV kannaði húsaleigumarkaðinn,
sögðu að ómögulegt væri að fá húseig-
endur til að gera samning. Húsaleigu-
samningur er nefnilega það eina sem
leigutaki getur veifað sé á hann hall-
að, án samnings er hann gjörsamlega
réttlaus.
Þetta er hins vegar misskilningur
af hálfú húseigenda. Sé samningur
gerður þá vemdar hann rétt beggja.
Við litum á það sem löggjafinn hefur
um þessi mál að segja, en upplýsingar
um það er að finna í bæklingi Hús-
næðisstoínunar ríkisins sem nefnist
húsaleigusamningar.
Þar stendur fyrst að leigusala og
leigutaka sé skylt að gera samning.
Hafi þetta ákvæði verið brotið þá lítur
löggjafinn svo á að stofiiað hafi verið
til ótímabundins leigusamnings. Það
er því einhver misskilningm1 hjá hús-
eigendum ef þeir halda að þeir geti
sloppið við að veita leigjendum rétt
með því að gera ekki samning, ef í
hart fer gildir þetta ákvæði.
En hvað er ótímabundinn leigu-
samningur? í bæklingnum segir að
ótímabundinn samningur sé samning-
ur án tiltekins tíma. Báðum aðilum
er hins vegar heimilt að segja upp slík-
um samningi, með lögskipuðum
uppsagnarfresti. Þetta þýðir að leigj-
andi verður að segja upp með þriggja
mánaða fyrirvara en af hálfú leigusala
horfir málið svolítið öðruvísi við. Upp-
sagnartími hans miðast við það hversu
lengi leigjandi hefur búið í íbúðinni.
Þannig er hann þrír mánuðir fyrsta
árið, sex mánuðir eftir 1-5 ára sam-
fellda leigu og tólf mánuðir ef leigjandi
hefur búið í íbúðinni fimm ár eða leng-
ur.
Þar að auki er réttur þessi bundinn
við fardaga sem eru tveir 1. júní og
1. október. Leigjendum er þvi aðeins
skylt og heimilt að fara úr húsnæði
þessa tvo daga, séu þeir með ótíma-
bundna samninga. Það getur því orðið
erfitt að losna við leigjandann, sé því
sleppt að gera samning, hafi hann
r
VIÐ
GETUM
LÉTT ÞÉR
SPORIN
OG AUÐVELDAÐ
ÞÉR FYRIRHÖFN
SMÁAUGLÝSINGADEILD
ekki áhuga á að yfirgefa húsið.
Annað sem mikið virðist stundað er
að láta leigjendur greiða fyrirfram.
Er þá oft mikið fé sett í fyrirfram-
greiðslu, jafnvel ár eða tvö. En það
fylgir þama böggull skammrifi. í lög-
unum segir: Eigi sér stað fyrirfram-
greiðsla húsaleigu til lengri tíma en
þriggja mánaða, þá á leigjandinn rétt
á íbúðinni fjórfáldan þann tíma er
leiga var greidd fyrir. Þetta er byggt
á ákvæði sem segir að leigusala sé
óheimilt að krefjast fyrirframgreiðslu
til lengri tíma en fjórðung hins ums-
amda leigutíma. Auglýsingar sem að
oft sjást um að íbúð sé til leigu í eitt
ár, allt fyrirfram standast ekki, leigj-
anda er í lófa lagið að neita að hreyfa
sig úr íbúðinni fyrr en að fjórum árum
liðnum og er þá fátt til ráða fyrir leigu-
sala, annað en að reyna að standa
leigutaka að því að brjóta verulega
skyldur sína gagnvart íbúðinni.
I bæklingnum eru einnig reglugerðir
um réttindi og skyldur beggja aðila
og er vel þess virði fyrir menn að
kynna sér efni hans, hvort sem þeir
hyggja á að leigja út eða taka á leigu
húsnæði.
-PLP
cR]
□
WirfMi
Bæklingur Húsnæðisstofnunar um réttindi og skyldur leigusala og leigutaka
Vikan
Fjölbreytt efni sem fyrr
Ástin fer ekki í manngreinar-
álit og hún gerir heldur
ekki upp á milli þjóða
Viðtöl við nokkra einstaklinga sem staðfesta það
Frábær kjúklingaréttur
í eldhúsinu
Heklaður dúkur
í handavinnuþættinum
Nýir bílar
Nafn Vikunnar:
Haraldur Kristjánsson
I fimmta gír með
Jóni Ragnarssyni,
Islandsmeistara
í rallakstri
M/L
Strokumaðurinn
af Kleppi og systir
Rikku rugluðu,
smásaga eftir
Helga Má Barðason
Elvis Presley,
kóngurinn á
Glæsivöllum
Vikan í pílagrímsferð
á slóðum Elvis
tíu árum eftir lát hans