Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1987, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1987, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1987. Iþróttir I-----------------------------1 Dómarinn varð að! fara á sjúkrahús j - þegar Keflavik og Víðir gerðu jafntefli, 0-0 I , Magnús GSsbsan, DV, Suðurnea Magnús Jónatansson, knatt- spymudómari frá Akureyri, varð að yfirgefa grasvöllinn i Keflavík | þegar fimm mín. voru eftir af leik ■ Keflvíkinga og Víðismanna sem I lauk með jafrtefli, 0-0. Magnús og ■ Guðjón Guðmundsson, fyrirliði Víðismanna, skullu saman með þeim afleiðingum að Magnús fékk skurð á ennið. Hann ákvað að fara strax af leikvefli og var farið með - hann á Sjúkrahúsið í Keflavík þar sem lokað var skurði á enni hans ■ með nokkrum saumsporum. I Magnús Theódórsson, annar línu- I___________________________________ vörður leiksins, tók við flautunni og áhorfandi var fenginn til að taka við starfi línuverðar. Það var Bjami Pétursson, héraðsdómari frá Húsavík. Leikur liðanna einkenndist af mikiUi baráttu eins og alltaf þegar þau glíma. Það var hart barist á miðjunni og vamir liðanna vom sterkar. Fátt var um marktækifæri en þau skot sem komu að marki vörðu þeir Þorsteinn Bjamason, markvörður KeflavikurUðsins, og Jón örvar Arason, markvörður -1 • Ásgeir Sigurvinsson sést hér skora eitt af eldflaugamörkum sínum i ieik gegn Mönchengladbach um sl. helgi, Ásgeir meiddist í Frankfurt - verður frá æfingum í þrjár vikur. Leikur ekki með íslandi gegn Noregi í EM Urðuað víkja fyrir Madonnu SSguiður ^ömsson, DV, V-þýakaJandi; Ástæðan fyrir því að Frankftirt og Stuttgart léku í Frankfurt í gærkvöldi, en ekki á laugardaginn kcmur, er að rokksöngkonan Ma- donna verður með tónleika f Frankfurt á laugardaginn. Tón- leikamir fara fram á heimavelli Frankfurthðsins, Waldstadion. -sos Rossi til Spánska knattepymufélagið FC Malaga hefiu- gert ítalska knatt- spymukappanum Rossi tilboð, boðið honum að koma og leika með félaginu. Rossi, sem er 31 árs, hefur átt við meiðsli að stríða í hné. Hann hefur ekki komist í lið Verona á ftalíu. Boltinn er nú hjá Rossi, sem hefiu- ekki gefið Malaga svar. -sos Sigurður Bjömssan, DV, V-Þýskalandi; Stuttgart og íslenska landsliðið i knattspymu urðu fyrir geysilegu áfalli á Waldstadion í Frankfurt í gær- kvöldi. Ásgeir Sigurvinsson, knatt- spymukappinn kunni og fyrirliði Stuttgart, var þar borinn af leikvelli meiddur og mun hann verða frá æfing- um í þrjár til fjórar vikur. Ásgeir mun því ekki leika með íslenska landsliðinu gegn Norðmönnum í Evrópukeppni landsliða á Laugardalsvellinum 9. september. Vöðvaþræðir í hægra læri Ásgeirs slitnuðu. „Það er alltaf slæmt þegar lið missa fyrirliða sinn og sérstaklega þegar hann leikur stórt hlutverk, sem leikstjómandi liðsins," sagði Arie Ha- an, þjálfari Stuttgart, en Haan hefur sagt það í blöðum að hann væri hepp- inn að hafa leikmann eins og Ásgeir í liði sínu. Stuttgart er spáð miklum frama hér i V-Þýskalandi. Liðið leikur frábæra knattspyrnu. -sos • Leikmenn Stuttgart hafa fagnað sigrum að undanförnu. Asgeir er annar frá hægri, Walter lék aðalhlut- verkið hjá Stuttgart - þegar félagið vann góðan sigur, 2-0, í Frankfurt Pólskur sigur í Varsjá Pólverjar unnu sigur, 2-0, yfir A- Þjóðverjum í vináttulandsleik í knatt- spymu í gærkvöldi. 30 þús. áhorfendur sáu leikinn sem fór fram í Varsjá. Pawel Krol og Waldemar Pmsik skor- uðu mörk Pólverja. -SOS Ólafiir Bjömssan, DV, V-Þýskalandi' „Það er stórkostlegt að hafa sóknar- leikmenn á borð við Jiirgen Klins- mann og Fritz Walter í liði sínu. Síðast sló Klinsmann til en nú var Walter í aðalhlutverkinu. Mér er sama hvor þeirra er á skotskónum, aðeins ef það gengur svona,“ sagði Arie Haan, þjálf- ari Stuttgart, eftir að félagið hafði unnið góðan sigur, 2-0, yfir Frankfurt í Frankfurt í gærkvöldi. Leikmenn Frankfurt léku vel í fyrri hálfleik, áttu stangarskot og Immer, markvörður Stuttgart, varði oft meist- aralega. í seinni hálfleik komu leik- menn Stuttgart ákveðnir til leiks en félagið varð síðan fyrir þvi óhappi að missa Ásgeir af leikvelli á 62. mínútu. Hinn ungi Poschner tók stöðu Ásgeirs og lék mjög vel. Hann lagði upp fyrra markið, sem Walter skoraði á 67. mín„ en síðan bætti Walter öðm marki við eftir skyndisókn á 76. mínútu. „Það er mikið áfall fyrir okkur að missa Ásgeir, sem hefur leikið stór- kostlega. Nú verða aðrir leikmenn að standa saman og vinna upp það skarð sem Ásgeir skilur eftir sig,“ sagði Haan. Stuttgart er nú á toppnum í V- Þýskalandi og Fritz Walter er marka- hæstur með fjögur mörk. -SOS Frábær enda- sprettur hjá Gross Jón K. SSgurössan, DV, Strasbourg: Michael Gross lék aðalhlutverkið í v-þýsku sundsveitinni sem setti heims- met í 4x200 m skriðsundi á EM í gær. Gross synti endasprettinn og synti frá- bærlega. Það má segja að hann hafi bjargað andlitinu hér i Strasbourg eft- ir slæmt gengi áður. Sigursveit V-Þjóðverja var þannig skipuð (sjá mynd); Peter Sitt, Michael Gross, Ra- iner Henkel og Thomas Fáhmer, sem syntu á 7:13,10 mín. Bandarísk sveit átti gamla metið, 7:15,69 mín., sem var sett á ólympíu- leikunum í Los Angeles 1984. -SOS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.