Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1987, Síða 19
FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1987.
19
í 3. skipti á 4 áram sem
Þór vinniir KR, 3-1, heima
- Guðmundur Valur Sigurðsson skoraði 2 marka Þórs og sín fyrstu í 1. deild
Gylfi Kristjgnsson, DV, Akureyri
„Við áttum að vera komnir í 2-0
eftir fimmtán mínútur. Við áttum
fyrsta hálftímann algerlega, fengum
síðan mark á okkur úr þeirra fyrstu
sókn og vorum ekki búnir að jafna
okkur á því þegar þeir skoruðu aftur.
Að við skyldum vera 0-2 undjr í leik-
hléi var mjög ósanngjamt. Úr þessu
held ég að erfitt verði að stöðva Vals-
menn. Þeir eru með það reynslumikið
lið. Við erum hins vegar með yngsta
lið deildarinnar en strákamir í liðinu
hafa fengið ómetanlega reynslu í sum-
ar.“
Þetta sagði Gordon Lee, þjálfari
KR-inga, í samtali við DV í gærkvöldi
eftir að KR-ingar höfðu tapað fyrir
Þórsurum á Akureyri með einu marki
gegn þremur. Er þetta í þriðja skipti
á fjórum árum sem KR tapar 1-3 á
heimavelli Þórsara.
KR-ingar byijuðu mun betur og
strax á fjórðu mínútu átti Þorsteinn
Halldórsson skot að marki Þórs sem
'fór í vamarmann og þaðan rétt fram-
hjá. Skömmu síðar munaði ekki nema
hársbreidd að Birni Rafhssyni tækist
að skora og KR-ingar réðu lögum og
lofum á vellinum fyrstu tuttugu mínút-
umar.
Fyrsta mark Guðmundar Vals
í 1. deild
Á 20. mínútu skomðu Þórsarar
fyrsta mark sitt. Kristján Kristjánsson
gaf fyrir mark KR og knötturinn barst
til Guðmundar Vals Sigurðssonar sem
þrumaði honum með glæsibrag í mark
gestanna. Var þetta fyrsta mark Guð-
mundar í 1. deild og fyrsta sömuleiðis
fyrir Þór en Guðmundur lék áður með
Breiðabliki f Kópavogi. „Það var rosa-
leg tilfinning að sjá knöttinn hafna í
netinu," sagði Guðmundur eftir leik-
inn.
Guðmundur Valur hafði ekki sagt
sitt síðasta orð. Á 24. mínútu var hann
aftur á ferðinni og skoraði með góðu
skoti eftir sendingu frá Einari Arasyni.
Páll varði víti
Þórsarar hófu síðari hálfleik af
krafti og litlu munaði að þeim Sigur-
óla og Einari tækist að skora f upphafi
hálfleiksins og Ágúst Már var rétt
búinn að skora sjálfsmark.
Á 63. mínútu leiksins var dæmd víta-
spyma á KR eftir að Jósteinn hafði
haldið Hlyni Birgissyni innan víta-
teigs. Guðmundur Valur fékk nú
tækifæri til að skora sitt þriðja mark
í leiknum en Páll Ólafsson, markvörð-
ur KR-inga, gerði sér lítið fyrir og
varði fast skot hans. „Ég hitti boltann
vel en skotið var ekki nægilega utar-
lega,“ sagði Guðmundur Valur um
vítaspymuna.
Þórsarar vom nú komnir á fleygiferð
og KR-ingar geta þakkað Páli mark-
verði að Þórsarar skomðu ekki
tvívegis skömmu eftir vftaspymuna.
Kristján Kristjánsson og Hlynur Birg-
isson komust báðir einir inn fyrir vöm
KR en Páll varði í bæði skiptin.
Stuttgart mætir Köln
Stuttgart mætir Köln í fyrstu
umferð v-þýsku bikarkeppninnar í
knattspymu. Leikurinn fer fram í
Köln 29. ágúst. Kaiserslautem
(Lárus Guðmundsson) leikur gegn
Mannheim á heimavelli og Uerd-
ingen (Atli Eðvaldsson) leikur
gegn áhugamannafélaginu SV
Heidingsfeld Wúrznurg á útivelli.
Bikarmeistarar Bayem
Múnchen leika gegn Rot-Weiss
Essen. Hamburger leikur gegn
Homburg, Mönchengladbach gegn
Leverkusen og Frankfurt gegn
Schalke.
-SOS
Kristján skoraði með hægri
Þriðja mark Þórsara var skorað
fimm mfnútum fyrir leikslok. Halldór
Áskelsson renndi þá knettinum á
Kristján Kristjánsson eftir að hafa
fengið sendingu frá Jónasi Róberts-
syni og Kristján, sem er örvfættur,
skoraði með hægri fæti eftir að hafa
snúið á einn vamarmann KR.
Það var svo á síðustu sekúndum
leiksins að Willum Þór Þórsson náði
að laga stöðuna fyrir KR með skalla-
marki eftir sendingu frá Pétri Péturs-
syni.
Þegar á heildina er litið var leikur
liðanna þokkalegur. KR-ingar áber-
andi betri fyrstu tuttugu mínútumar
en eftir það vom Þórsarar yfirleitt
með undirtökin og sigur þeirra var
sanngjam. Þeir Júlíus Tryggvason,
Einar Arason og Guðmundur Valur
Sigurðsson vom bestir hjá Þór en hjá
KR bar mest á þeim Páli Ólafssyni og
Ágúst Má Jónssyni.
Leikinn dæmdi Eyjólfur Ólafsson að
viðstöddum um 1100 áhorfendum.
Hann sýndi þeim Pétri Péturssvni og
Nóa Bjömssyni gula spjaldið.
-SK
• Pétur Pétursson fékk að sjá gula spjaldið á Akureyri. Eyjólfur Ólafsson
sýnd Pétri spjaldið eftir að hann mótmælti vitaspyrnudómi hans.
DV-mynd GK, Akureyri
með í Róm
Ólympíumeistarinn í 5.000 m
hlaupi frá OL í Los Angles, Mar-
okkómaðurinn Said Mouita, til-
kynnti í gær að hann gæti ekki
tekið þátt í heimsmeistarakeppn-
inni í frjálsum íþróttum í Róm.
Hann á við meiðsli á vinstri fæti
að stríða. Það er sjónarsviptir að
þessum snjalla hlaupara, sem hefur
sett fjögur heimsmet í 5.000 m
hlaupi, geti hann ekki keppt í Róm.
-sos
Aouita ekki
Waddle með þnimu-
fleyg aff 25 m færi
- þegar Tottenham lagði Newcastle að velli, 3-1
Clive Allen og Chris Waddle hjálp-
uðu áhengendum Tottenham að
gleyma brottför Glenn Hoddle í gær-
kvöldi þegar þeir fóru á kostum á
White Hart Lane, þar sem Tottenham
vann sigur, 3-1, yfir Newcastle. Allen,
sem skoraði 49 mörk sl. kepppnistíma-
bil, opnaði leikinn með því að skora
gott mark á 21. mínútu. Waddle lét
ekki eftir sitt liggja og sendi knöttinn
með þrumufleyg af 25 m færi, aðeins
fjórum mín. seinna. Það var svo Steve
Hodge sem skoraði þriðja mark Tott-
enham með skalla á 34. mín. David
McCreery skoraði mark Newcastle í
seinni hálfleik.
David Pleat, framkvæmdastjóri
Tottenham, sem sá á eftir Glenn
Hoddle til Monaco í Frakklandi í sum-
ar, lét fimm leikmenn leika á miðjunni.
Þetta gerði hann eftir að Tottenham
tapaði fyrir Coventry um sl. helgi.
• Clive Allen hefur tekið fram skot-
skóna á ný.
•Mistök hjá Peter Shilton, mark-
verði Derbv. kostaði nýliðana sigur
gegn QPR á gervigrasinu í London.
Phil Gee kom Derby yfir, 1-0, eftir sjö
mín. Gary Bannister jafnaði, 1-1, fyrir
QPR eftir að Shilton hafði slegið
knöttinn til hans.
•Arsenal náði jaftitefli, 0-0, gegn
Manchester únited á Old Trafford.
• Kevin Moore tryggði Norwich sig-
ur, 1-0, gegn Southampton. Stuart
Pearce skoraði sigurmark Nottingham
Forest úr vítaspymu, 1-0, gegn Wat-
ford.
•Chelsea, Coventry og Nottingham
Forest eru með fullt hús í ensku 1.
deildar keppninni eftir tvær umferðir.
•Leeds lagði Leicester að velli, 1-0,
á Elland Road í 2. deild.
-sos
íþróttir
• lan Rush kominn á fulla ferð.
Jón Röski
er skæður
á Ítalíu
Ian Rush hefur farið hamförum
með Juventus í síðustu vdðureign-
um liðsins. Hefur hann gert 8 mörk
í 5 æfingaleikjum og skoraði garp-
urinn síðast gegn Genova í fy'rra-
kvöld.
Eru forráðamenn Juventus skýj-
um ofai' vegna fi'amgöngu piltsins.
Hafa þeir því gefið hann lausan í
landsleik Wales og Danmerkur
sem fram fer 9. september í Bret-
landi.
Þá hafa forkólfamir heimilað
Dananum Mikjáh Laudmp að
glíma í sömu rimmu.
Stjómarformaður Juventus,
Francesco Morini, sagðist ekki
óttast að sínir menn fæm illa í
nefhdum leik.
„Menn geta rétt eins meiðst við
það eitt að fara yfir götu,“ sagði
hann og brosti við skríbentum.
-JÖG/JKS
Tungumála-
vandamál hjá
lan Rush
Markaskorarinn Ian Rush hefui-
átt erfitt með að tjá sig á Ítalíu
þar sem hann er nú leikmaður hjá
Juventus. ..Það hefur komið upp
vandamál vegna málsins. Leik-
menn Juventus tala htið eitt í
ensku. Það verður mikil hjálp fyTÍr
mig, þegar ég læri ítölskuna,“
sagði Ian Rush, sem segist hafa
náð tökum á nokkrum orðum í ít-
ölsku. „Ég hef verið að læra ítölsku
frá því í janúar. Máhð er nokkuð
strembið." sagði Rush. -SOS
Aðeins tvö
ensk félög í
UEFA-keppni
Knattspvmusamband Evrópu,
UEFA, tilkynnti það i gær að Eng-
lendingar fengju aðeins að senda
tvö lið í UEFA-keppnina þegar
ensk lið fá aftur að leika í Evrópu-
keppninni, 1988. Fjögur ensk félög
léku i UEFA-keppninni áður en
bann var sett á ensk knattspymu-
félög. Það em fjögur lið ftá
Rússlandi, V-Þýskalandi og ítalíu
í UEFA-keppninni. -SOS
Bann sett á
ólátabelgi
Belgíska knattspymufélagið
Antverpen setti i gær bann á 24
ólátabelgi sem hafa sótt leiki fé-
lagsins. Þessir pömpiltar hafa oft
komið við sögu á heima- og úti-
leikjum félagsins. önnur félög í
Belgíu hafa hug á að setja bann á
ólátabelgi. FC Bmgge er t.d. með
nöfh á 300 mönnum á svörtum lista
hjá sér. -SOS