Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1987, Side 23
FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1987.
23'
Menning
Myndir í myndum
Myndlist
Þorgeir Ólafsson
Agjöf
Sveinn hefur að eigin sögn staðið
af sér marga ágjöfina í listavolkinu
og látið sér fátt um finnast. Hann
hefur þörf fyrir að mála og þá málar
hann á hverju sem dynur. Þörfin
fyrir að tjá sig víkur til hliðar óþarfa
nuddi og rjátli og það duga ekki
aðrir penslar en þeir sem draga
breiðar og sterkar línur. Stundum
bylgjast þær eins og starfsvettvang-
ur Sveins um langa hríð og stundum
mynda þær ferhyming á myndinni,
eins konar glugga að hugskoti lista-
mannsins. Aferðin er hijúf er þó hlý.
Sveinn Björnsson: Heimur málarans I.
Sveinn Bjömsson í Gallerí Svait á hvítu
Það er ekki til neinn einhlítur mæli-
kvarði á listina og ekki heldur hverjir eru
listamenn og hverjir ekki. En ef við notum
sem viðmiðun afstöðu viökomandi til starfs
sins, hversu einlægur hann er i sköpun
sinni, þá er enginn vafi á þvi að Sveinn
Bjömsson er mikill listamaður.
Þessi formáli ætti í rauninni að
standa sem lokaorð þessarar greinar
um sýningu Sveins Bjömssonar í
Gallerí Svart á hvítu, en þar sem
eínlægni Sveins er drifkrafturinn í
starfi hans sem málara, að mínu
mati, þá er óhjákvæmilegt að hafa
þessi endaskipti á greininni.
Myndir í myndum
Gluggamir í mjmdum Sveins em
hugskot hans sem hann veitir okkur
innsýn í. Hann er óhræddur við að
sýna okkur sinn heim og það kemur
meðal annars fram í nafhgiftum
myndanna. Þetta er ekki sá heimur
sem við greinum að öllu jöfnu í hita
og þunga hvunndagsins, heldur
heimur drauma og fantasíu. Hann
væri okkur áhorfendum þó lítils
virði ef hann væri ekki birtur okkur
með þeirri einlægni sem ég minntist
á í upphafi.
Bömin mín em óþæg
Amgunnur Ýr í viðtali við DV
Að undanfómu hefur sýnt í Ný-
listasafhinu ung íslensk listakona sem
er búsett í San Francisco. Listakonan
heitir Amgunnur Ýr Gylfadóttir og
verður hún hér á landi í þrjár vikur
vegna sýningarinnar. DV hafði af
henni tal er hún var að vinna að því
að setja sýninguna upp.
„Ég hóf minn feril með sýningu í
„cozy comer“ Myndlista- og handíða-
skóla Islands en þar var ég við nám
um tveggja ára skeið. Síðan tók ég
þátt í samsýningu íslenskra kvenna á
Kjarvalsstöðum og sýndi ásamt Krist-
ínu Maríu Ingimarsdóttur í Sam-
kvæmispáfanum á Egilsstöðum. Em
þá upp taldar þær sýningar sem að ég
hef haldið hér á landi.
Ég fékkst áður við tónlist og spilaði
á þverflautu. Ég fór siðan að mála og
reyndi í fyrstu að vera í hvom tveggja.
Það gekk ekki og lagði ég þá flautuna
á hilluna.
Eftir tvö á í Myndlistaskólanum fór
ég til San Francisco. Þar lærði ég í
tvö ár, tók BFA gráðu. Síðan tók við
mikið flakk. Ég fór til Spánar, til Egils-
staða, Kanada og nú er ég aftur í San
Francisco.
Ástæða þess að ég er hingað komin
er að það er skemmtilegt að sýna hér.
Það er mikilvægt að hafa góða tilfinn-
ingu fyrir staðnum sem að maður sýnir
á. Islendingar em áhugasamir um
myndlist en í San Francisco em það
aðeins fáir útvaldir sem áhuga hafa
á myndlist. Hér höfðar listin meira til
almennings, fólk kemur við á sýningu
þegar það kemur úr mjólkurbúðinni.
Ég hef haldið talsvert af sýningum
þama úti, verið að smá byggja mig
upp. Þetta er erfitt í fyrstu, en þegar
maður er á annað borð bvrjaður þá
verður allt auðveldara, fólk er farið
að vita af manni. Nú og svo var ég
svo heppin að komast í samband við
ágætan aðila sem gerðist umboðsmað-
ur minn.
Fólk kaupir ekki mikið af málverk-
um úti. Það em helst safnarar,
peningamenn sem em að fjárfesta, sem'
kaupa. Ég hef selt talsvert til svona
manna. Stundum gerist það að einhver
kaupir án þess að ég viti hver á í hlut;
það er skrýtið að vita ekki hvar böm-
in mín em niðurkomin.
Bömin mín ráða sér að mestu sjálf,
sum em óþekk en önnur ekki. Mynd-
irnar mínar em alltaf tengdar því sem
að ég geng í gegnum hveiju sinni. Ég
er ekki að predika eitthvað í gegnum
myndimar, þær em eitthvað sem verð-
ur að gerast til að komast í nánd við
einhvem sannleik. Samviskan levfir
mér ekki að hafa mikla stjórn á við-
fangsefinu. Það væri gaman að gefa
þeim algildari merkingu, skírskota til
ástandsins í heiminum, fást við fólk
og hef ég mikinn hug á að byrja á
því. Það er hins vegar erfitt að sjá
fyrir hversu mikið kemst til skila af
eigin hugsunum.
Viðfangsefnin em síbreytileg. Það
skjóta upp kollinum viss mynstur sem
að siðan endurtaka sig þar til skyndi-
lega viðfangsefnið er búið og við tekur
erfiður tími. Þá hef ég kannski málað
heilu seríumar um þetta viðfangsefni.
Annað sem brevtir miklu í málverk-
inu em staðir. Ég hef flakkað mikið
og það er eins og á hveijum stað breyt-
ist allt. Þá tekur það mig talsverðan
tíma að komast í gang en þegar það
er komið, þá er viðfangsefnið skyndi-
lega orðið allt annað. Þetta sést vel í
þessum myndum sem ég er að sýna
hér. Þetta em allt mvndir sem ég hef
verið að mála síðastliðið ár. ýmist
hér, í Kanada, eða í San Francisco.
Þannig em myndirnar sem ég málaði
í Kanada, þungar, hálfgerðar einka-
myndir, meðan inyndimar sem eru
málaðar í San Francisco síðasta vor
em kátar, sólríkar.
Það er mikið líf í íslenskri myndlist.
Uti er sagt að Islendingar séu draum-
kenndir í málverkinu, mikið fyrir
goðsögur og þátíðarþanka. Ég veit
ekki en það er heilmikil angist, Spum-
ingin er bara hvað verður svo úr öllu
þessu maleríi.
-PLP
DV-mynd PLP
Arngunnur með eitt verka sinna.
Hárgraiðslustofan Klapparstíg
Pantanasími 13010
Rakarastofan Klapparstíg
Pantanasími 12725
Litakynning.
Permanettkynning.
Strípukynning.
Ólsal hf
Hreinlætis- og ráðgjafarþjónusta auglýsireft-
ir starfsfólki, körlum og konum, til starfa í
Kringlunni.
1. Dagleg þrif frá kl. 11.00 til lokunar verslana.
2. Hreinsun á bílastæðum.
3. Almenn ræsting eftir lokun verslana.
Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu
Ólsals hf.,
Dugguvogi 7.
Réttindanám skv. lögum nr. 112/1984.
Skólasetning Stýrimannaskólans
Síðasta 80 rúmlesta réttindanámskeið skv. lögum nr.
112/1984 hefst við Stýrimannaskólann í Reykjavík
3. september nk. og lýkur 11. desember; 200 rúm-
lesta framhaldsnámskeið hefst að því loknu.
200 rúmlesta framhaldsnámskeið hefst á Ólafsfirði,
Sauðárkróki og í Vestmannaeyjum 1. október nk.
Stýrimannaskólinn í Reykjavík verður settur 1. sept-
ember nk.
Stýrimannaskólinn í Reykjavík.
Menntamálaráðuneytið.
Garðyrkjuvörur—Útsala
30%
afsláttur
af garðyrkjuvörum meðan birgðir endast,
svo sem skóflum,
hrífum, hjólbörum,
slöngum, slöngutengjum o.þ.h.
Gríptu tækifærið
VATNSVIRKINN/J
Ármúla 21, s. 685966
Lynghálsi 3, s. 673415
RÝMINGARSALA
Nýir vörubílahjólbarðar.
Mikil verðlækkun.
900x20 8.500,- nælon frá kr.
1000x20 10.500,- nælon frá kr.
1100x20 11.500,- nælon frá kr.
1200x20 12.500,- nælon frá kr.
1000x20 radial frá kr. 12.600,-
1100x20 radial frá kr. 14.500,-
1200x20 radial frá kr. 16.600,-
Gerið kjarakaup. Sendum
um allt land.
BARÐINN HF.,
Skútuvogi 2 - Reykjavík.
Sími 30501 og 84844.