Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1987, Síða 30
FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1987.
30
Fréttir________________________________________________________________________________dv
Þýski fiskmarkaðurinn:
Litil von til þess að
birti til á næstu vikum
- þýski fiskiðnaðurinn hefur tapað 300 milljónum marka á ormafárinu
„Enn situr allt við það sama eftir
'■‘ormafárið í sjónvarpinu á dögunum.
Fiskneyslan er 60% minni en áður en
ormaumræðan hófst og það er talið
að þýski fiskiðnaðurinn hafi tapað 300
milljónum marka síðan fiskneyslan
hrapaði. Ég held því að einhverjar
vikur líði þar til vænta má þess að
neyslan fari upp aftur en það mun hún
auðvitað gera eftir einhvem tíma,“
sagði Þórarinn Guðbergsson, fiskum-
boðsmaður í Bremerhaven, í samtali
við DV í gær.
Þórarinn sagði að nú væri sáralítið
framboð af fiski á markaðnum í Cux-
haven og Bremerhaven. Sem dæmi
nefridi hann að í síðustu viku hefðu
aðeins 5 gámar verið seldir í Bremer-
haven og verðið verið rúmar 40 krónur
fyrir kílóið af ufsa og karfa.
Ráðamenn í Bremerhaven hafa
ákveðið að reiða af hendi styrki til að
bjarga fiskiðnaðinum eftir ormafárið.
Sömuleiðis hafa stjómvöld í Bonn
Ragnar Örn Pétursson, til vinstri, skrifar undir samninginn fyrir hönd Glaum-
bergs en Sigfús Eyjólfssson fyrir Flugleiðir. DV-mynd JAK
Leifsstöð:
Veitingarekstur í
höndum Glaumbergs
„Þetta er verktakasamningur til
loka ársins 1988 og er hægt að fram-
lengja óbreyttan ef báðir aðilar vilja.
jjÉg mun sjá um rekstur á allri veitinga-
sölu í flugstöðinni nema í mötuneyti
starfsfólks. Frá og með 1. september
verður Laufskálinn svokallaði opnað-
ur og þá verður matsala fyrir alla i
Leifsstöð, bæði farþega og aðra,“ sagði
Ragnar Öm Pétursson, veitingamaður
og eigandi Glaumbergs i Keflavík.
Eins og komið hefur áður fram í DV
átti Ragnar frumkvæði að því að ræða
við Flugleiðamenn um að gerast und-
irverktaki. Flugleiðir höfðu fengið
veitingareksturinn til sín gegn boði
sem hljóðaði upp á 10,6 milljónir og
8% af þeirri veltu sem færi umfram
106 milljónir. Einar Helgason hjá
Flugleiðum sagði að þeir teldu þetta
fyrirkomulag hagkvæmara og því
hefði samningurinn verið gerður.
Þetta væri ekkert einsdæmi, til dæmis
væri hreinsun flugvéla í Keflavík í
höndum undirverktaka.
Ragnar sagði að hann mundi hafa
um 30 manns í vinnu hjá sér og það
væri ekkert launungarmál að hann
teldi þetta styrkja fyrirtækið. Um
samningskjörin sagðist Ragnar ekki
vilja segja annað en það að kostnaði
og tekjum væri skipt í ákveðnu hlut-
falli en hann vonaðist til þess að
farþegamir myndu nú samt bera mest
úr býtum.
-JFJ
Til ritstjóra DV
Varðandi frásögn í blaði yðar,
dags. 28. og 29. júlí sl„ um atvik í
anddyri lögreglustöðvarinnar, skal
eftirfarandi tekið fram.
1. Tveir piltar komu á lögreglustöð-
ina, annar nokkuð ölvaður, og
óskuðu eftir aðstoð til að komast
inn á vínveitingastað. Þá aðstoð
var ekki unnt að veita.
2. Piltamir bmgðust ókvæða við og
sýndu af sér ósæmilegá hegðun,
þó einkum sá ölvaði.
3. Þeim var vísað á dyr eftir nokk-
urt málþóf.
4. Þeir létu sér ekki segjast við svo
búið og leiddi það til þess að lög-
reglumaður hugðist færa þann
ölvaða inn á lögreglustöðina í því
skyni að taka ákvörðun um
geymslu á honum. Við það upp-
hófúst handalögmál á milli þeirra,
sem stóðu í um 'A mínútu. Lauk
þeim þannig að lögreglumaðurinn
stjakaði piltinum út um dyr lög-
reglustöðvarinnar og féll hann við
það á stéttina.
5. Engin meiðsl hlutust í átökunum
og ekki ástæða fyrir aðstoð lækn-
is.
6. Piltámir hafa ekki komið á fram-
færi kvörtun við yfirmenn lög-
reglu.
7. Af athugun lögreglu er ljóst að
hér er um að ræða atvik sem leysa
hefði átt með öðrum hætti.
8. I viðræðum við Óla Kristjánsson,
upplýsingamann DV, hefúr komið
fram að i blaðinu er ofsagt um
atvik þetta hvað varðar mis-
þyrmingar af hálfu lögreglu.
Lögreglustjórinn í Reykjavík,
Böðvar Bragason.
haft á orði að veita þýska fiskiðnaðin-
um neyðarstyrki vegna þessa.
Þórarinn sagði að umræðan um
þetta mál héldi áfram í fjölmiðlum.
Nú væri aðeins farið að bera á jákvæð-
ari röddum en verið hefði og væri það
góðs viti. Samt sem áður væri það
óraunhæft að ætla að ástandið lagað-
ist fljótlega.
„Menn verða bara að bíða og láta
gleymskuna bjarga málinu. Það er
ekki langt síðan upp komst að vín-
framleiðendur hefðu sett frostlög í
vínin. Þá hrapaði sala þeirra til botns.
í dag man enginn lengur eftir þessu.
Þannig verður það líka með orminn í
fiskinum," sagði Þórarinn Guðbergs-
son. -S.dór
Menning___________________
Völuspá enn
Gísla Sigurðssyni svarað
30. júlí sl. birti Gísli Sigurðsson at-
hugasemd við ritdóm minn (frá 27.7)
um útgáfu hans á Völuspá og Háva-
málum. Óþarft er að afsaka það, ég
hefi aldrei getað séð að það sé fráleit-
ara að andmæla ritdómum en öðru
sem mönnum finnst rangt í blöðum.
Ég held að sá fordómur hafi komið
upp vegna þess að skáldum var er-
fitt að svara órökstuddum fullyrð-
ingum ritdómara um að skáldverk
væri misheppnað. En það er þá rit-
dómaranum að kenna ef ekki verða
umræður, yfirleitt er ekkert á órök-
studdum fullyrðingum að græða.
Þetta ætti því ekki að hamla mönn-
um að fjalk um útgáfuhátt fom-
kvæða, og þá ekki Gísla.
Varðveisla
Ekki skulum við deila um orð.
Gísli segist rökstyðja það „beinlín-
is“ í eftirmála að taka texta Völuspár
úr Konungsbók eingöngu, í stað þess
að flétta inn í þann texta þeim erind-
um sem eingöngu em í gerð
Hauksbókar, en það er oft gert. Ég
taldi þann rökstuðning óbeinan, en
þó kæmi ástæðan glöggt fram. Hún
kemur einna skýrast fram í þessum
orðum eftirmálans (bls. 91):
„Aðhyllist maður til dæmis
þá hugmynd að kvæðin hafi
varðveist nokkum veginn
orðrétt í munnlegri geymd
nema hvað smámolnað hafi
úr þeim eftir því sem þau
velktust lengur um í ótraustu
minni fólksins þá verður
maður að líta á Völuspá sem
brotakennt kvæði sem sífellt
var að kvamast úr og rann-
sóknir okkar fara að beinast
að því hvað hafi upphaflega
staðið hér og hvað þar. Lítum
við hins vegar á kvæðin frá
því sjónarhomi að þau hafi
verið lifandi kveðskapur á
vörum fólks allt fram undir
ritunartímann losnum við
undan öllum slíkum vanga-
veltum og getum einbeitt
okkur að Völuspá eins og
hún er og um leið hætt að
rannsaka hana af því að hún
varðveiti brot af einhveiju
öðm og eldra. Þar með opn-
ast leið til að meta Völuspá
og önnur eddukvæði sem
sjálfstæð listaverk."
Áður rekur Gísli (bls. 89) að jafn-
vel þótt gleymska valdi breytingum
á kvæðinu þá fylgi henni jafhan
nýsköpun, ort sé í eyðumar, því
kvæðið verði að hafa merkingu
hverju sinni sem það er flutt og sá
flutningur ráðist og gjaman af
smekk áheyrenda hverju sinni. Þessi
kenning gerir ráð fyrir að kvæðin
séu fljótandi að formi (og að nokkru
leyti efhi) líkt og þjóðsögur. Kenn-
inguna gerðu bandarískir fræði-
menn eftir að hafa rannsakað
kvæðaflutning júgóslavneskra þula
og þóttust geta leitt að því líkur að
hún ætti vel við Hómerskviður og
fleiri gömul kvæði sem ort voru fyr-
ir ritöld eða áður en hún náði til
kvæða. Kenning þessi virðist eiga
vel við foma dansa, svo sem Ólaf
liljurós, en þeir em varðveittir í
mörgum mismunandi gerðum. Einn-
ig sýnist mér hún eiga við um
hetjukvæði Eddu og væri þarft verk
að rannsaka það. En öll þessi kvæði
em frásögn af ævintýrum einhvers
konar hetju. Það er Völuspá ekki.
Er þá víst að kenningin eigi eins vel
við um hana? Það er óvíst, til þess
em kenningar að prófa þær á tiltæk-
an efhivið. Ekki held ég að neinum
detti í hug að kenningin eigi við um
öll kvæði sem geymast í minni
manna, t.d. ekki dróttkvæði, sem em
þó varðveitt allt frá 9. öld, en ekki
skrifuð fyrr en á 13. öld, en texti
þeirra er allur njörvaður af stuðlum,
rími og kenningum.
Bókmermtir
Örn Ólafsson
Textinn
Hér er ekki svigrúm til að bera
saman mismunandi texta Völuspár,
en mér sýnist augljóst eins og ég
sagði fyrr að munur þeirra sé fyrst
og fremst á röð erinda, ennfremur
hefur hvor gerð erindi sem vantar í
hina. Þetta em ekki tvær ósamræ-
manlegar hliðstæður eins og Atla-
mál/Atlakviða eða hin ýmsu kvæði
um Ólaf liljurós. Þvert á móti, þau
fáu erindi sem Hauksbók hefur fram
yfir texta Konungsbókar falla mjög
vel inn í hann, það er augljóst hvar
þau eiga að koma og þau bæta hann.
Þetta er ekki hægt að rökstyðja hér
nema um eitt erindi: „Gín loft yfir/
lindi jarðar./ Gapa ýgs kjaftar/ orms
í hæðum./ Mun Óðins sonur/ eitri
mæta/ vargs að dauða/ Viðars
niðja.“ Bæði ber erindið sama svip
og kvæðið almennt og er þó umfram
önnur erindi skáldleg mynd þeirrar
ógnar sem er að tortíma ásum í
ragnarökum. Erindið fellur því
glæsilega inn í hátind kvæðisins
(milli .53. og 54. erindis í útgáfu
Gísla). Á undan fara tvö erindi sem
segja frá baráttu Óðins og Fenrisúlfs
og dauða beggja, þetta erindi og
næsta á eftir segja þá frá því að Þór
og Miðgarðsormur verða hvor öðr-
um að bana en eftir það sortnar sólin
og jörð sekkur í sæ. Við þetta inn-
skot þarf að vísu að breyta úlf í orm
í næsta erindi svo sem oft er gert,
enda eru önnur sterk rök til þess (á
þennan hátt er kvæðið birt í útgáfú
Ólafs Briem: Eddukvæði, sem mikið
er lesin í skólum). Mér sýnast því
miklar líkur á að þetta erindi hafi
alltaf átt heima í þeim texta sem
skráður er í Konungsbók en hafi
fallið niður af gleymsku og þyrfti
sérstök efnisleg og stílleg rök til að
sleppa því nú. Slík rök gegn texta
Hauksbókar færir Gísli (bls. 96) ein-
ungis varðandi erindið: „Þá kemur
hinn ríki/ að regindómi/ öflugur of-
an/ sá er öllu ræður.“ - en ræðir þó
ekki rök Sigurðar Nordals fyrir því
að það sé fomt í kvæðinu. Hér er
ekki rúm til að ræða þetta frekar
en framangreint dæmi sýnir að það
nær ekki nokkurri átt að segja að
kvæðið verði „miklu heilsteyptara
listaverk" með því að halda sig ein-
göngu við Konungsbók.
Það verður ekki fyrirfram sagt að
ósamræmi sé í því að taka sumt úr
Hauksbók inn í texta Konungsbókar
en annað ekki. Ég ítreka að tilviljun
hefur ráðið því hvað hver gat munað
úr sextíu erinda kvæði, það geta les-
endur þessa prófað á sjálfum sér með
því að reyna að rifja upp miklu
styttri kvæði sem þeir hafa lært.
Vissulega munu þó fommenn hafa
haft meiri þörf fyrir að nfja upp
kvæði svo sem Völuspá, þegar allt
varð að geyma í minni, áður en rit-
öld hófst. Og hvað sem líður al-
mennu gildi kenninga um varðveislu
kvæða í minni manna þá stenst það
ekki að líta á þessa tvo texta Völu-
spár sem ósamræmanlegar gerðir.
Ósamræmið
Ég sagði að það væri ósamræmi í
því hjá Gísla að hafria á einu bretti
erindunum sem Hauksbók hefur
fram yfir Konungsbók, en taka þó
„stundum" texta Hauksbókar fram
yfir texta Konungsbókar, í einstök-
um línum. í svari sínu vill Gísli
aðeins kannast við að hann geri
þetta einu sinni, í 58. erindi. En ann-
að dæmi blasir þó við þegar í upphafi
kvæðisins þótt þess sé ekki getið í
skýringum. Gísli prentar 2. erindi
(s.hl.): „Níu man ég heima,/ níu íviðj-
ur/ mjötvið mæran/ fyr mold neðan“
eftir Hauksbók, en í Konungsbók
stendur: „Níu man eg heima/ níu
íviði. . sem er torskilið mjög. Nú
er ég auðvitað síst að lá Gísla að
fylgja hér Hauksbók, þvert á móti,
það er „stundum" réttmætt, og þarf
að meta hveiju sinni, einmitt með
því að líta á Völuspá sem heilsteypt
kvæði.
Hitt vil ég að lokum ítreka að Gísli
skýrir margt betur í kvæðinu en ég
hefi áður séð og það er vegna þess
að hann heldur sig sem mest við
texta Konungsbókar, reynir frekar
að skýra hann en að hlaupa undan
þeim erfiðleikum í auðveldari texta
eða tilgátu. En fræðimaður á að vega
og meta allan tiltækan efrúvið.