Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1987, Síða 32
32
FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1987.
Erlendir fréttaritarar
Gandhi færir sig til vinstri
Jón Onruir HaDdóisscai, DV, Landon:
Rajiv Gandhi, forsætisráðherra
Indlands, sem átt hefur mjög undir
högg að sækja heima fyrir á síðustu
mánuðum, hefur lofað breytingum á
e&iahagsstefiiunni sem miða eiga að
því að bæta kjör fátækra í landinu.
Fram til þessa hefur stefna Gand-
his einkennst af tilraunum til þess
að innleiða aukið markaðsfrelsi á
Indlandi og auka innflutning á vest-
rænni tækni. Stefna Gandhis fram
til þessa hefur í reynd miðast við að
örva þann hluta efnahagskerfisins
sem nær til þeirra tvö hundruð og
fimmtíu milljóna Indverja sem eiga
einhverja peninga og kallast geta
neytendur vöru og þjónustu. Hinar
rúmlega fimm hundruð milljónir
Indveija, sem aldrei sjá peninga og
ekki kaupa iðnaðarvörur, hafa síður
verið á dagskrá stjómar Rajivs en
gerðist í stjómartíð móður hans,
Indiru.
Aukin samstaða hægri afla
I ræðu sem Gandhi flutti um helg-
ina af því tilefhi að fjömtíu ár em
liðin frá sjálfstæði Indlands frá Bret-
landi lofaði hann auknum aðgerðum
til þess að bæta kjör fátæklinga í
borgum og sveitum landsins og til
aukins jafhaðar í þjóðfélaginu. I fyrri
ræðum hefur Gandhi minna talað
um jöfhuð og aðstoð við þá fátæk-
ustu en meira um markaðsfrelsi og
aukna tæknivæðingu. Ræður Gand-
his að undanfömu hafa þótt minna
sífellt meira á ræður Indiru móður
hans en hún sótti pólítískan styrk
sinn fyrst og fremst til fátæklinga á
Indlandi og var andstaðan gegn
henni alla tíð frá ríkari stéttum Ind-
lands. Að undanfomu hefur margt
bent til aukinnar samstöðu hægri
afla á Indlandi en staða Rajiv Gand-
his hefur veikst svo mjög að margir
telja hugsanlegt að honum verði
bolað frá völdum á næstu mánuðum.
Ungir ráðgjafar
Þegar Rajiv Gandhi komst til
valda, eftir morðið á móður hans
fyrir tæpum þremur árum, valdi
hann sér unga ráðgjafa sem vildu
breyta indversku efiiahagslífi meir
að markaðshyggju og vestrænni
tækni. Þessir menn vom flestir
Einangraðistfrá flokknum
Um leið og Gandhi studdist við
ungu mennina einangraðist hann frá
stjómmálamönnum í Congress-
flokknum. Þetta kom ekki að sök á
meðan hann átti sína hveitibrauðs-
daga á valdastóli en eftir að erfið-
leikamir byijuðu að dynja yfir í lok
síðasta árs gerði Gandhi sér ljóst að
hann komst ekki af án margra þeirra
stjómmálamanna sem hann hafði
áður lýst fyrirlitningu sinni á. Marg-
ir leiðtogar flokksins em taldir illa
spilltir en þeir ráða flokksmaskín-
unni sem er forsætisráðherranum
nauðsynleg.
Margir telja að stefnubreyting
Gandhis og aukin áhersla hans á
vandamálum fátæklinga eigi sér
skýringar i þessum pólítísku aðstæð-
um frekar en breyttu hjartalagi
forsætisráðherrans, því stjómmálin
við grasrótina á Indlandi, þar sem
spilltir stjómmálamenn ráða mestu,
snúast verulega um kaup og afkomu
fátæklinga með loforðum sem er
skiptimynt í slíkum viðskiptum.
Siðferðisleg krossferð
Gandhi virðist nauðugur sá kostur
að taka höndum saman við marga
stjómmálamenn af hæpnara tagi til
þess að halda völdum og um leið
gera raunvemlega breytingu á
stefiiu sinni þannig að einhver hluti
af hundmðum milljóna fátæklinga
landsins muni finna. Um leið lendir
hann í þeirri hættu að hægri menn
og aðrir andstæðingar hans geti far-
ið í siðferðislega krossferð gegn
honum fyrir samvinnu við spilling-
aröflin en hættulegasti andstæðing-
ur hans, Singh, fyrrum fjármálaráð-
herra og síðar vamarmálaráðherra,
fer nú um Indland og lýsir sig sem
krossfara gegn spillingu.
Um leið er einnig ljóst að Gandhi
þarf á auknum stuðningi vinstri
manna að halda þvi hægri menn
hafa í auknum mæli náð saman í
andstöðu við hann. Fyrir fáum vik-
um björguðu til að mynda þingmenn
kommúnista Gandhi frá verulegum
vandræðum við forsetakosningar á
Indlandi. Um leið hefur vinskapur
Gandhis við Gorbatsjov aukist og í
síðustu heimsókn hans til Moskvu
var honum fagnað með meiri viðhöfri
en sést hefur þar í borg um langa
hríð.
menntaðir í Bretlandi, eins og Rajiv
sjálfur, eða í Bandaríkjunum, og
voru þegar frá unphafi sakaðir um
litla þekkingu á öllu því sem að er
sérstætt á Indlandi og gerir þetta
land svo gersamlega öðruvísi en
Vesturlönd.
Allt frá sjálfstæði Indlands hafa
ríkisstjómir móður Gandhis og Nem
afa hans fylgt stefhu sem nefna
mætti indverskan sósíalisma og
byggðist á sjálfsþurftarbúskap, mið-
stýrðri áætlanagerð, jöfnuði í tekju-
skiptingu, banni við útlendri
fjárfestingu og fleira af sama toga.
Um leið byggðist utanríkisstefha
Indlands á náinni vináttu við Sovét-
menn.
Sakaðir um spillingu
Gandhi reyndi að breyta mörgu
af þessu á skömmlim tíma, hann
opnaði glufu fyrir erlenda fjárfest-
ingu, sem þó er hverfandi lítil, hann
dró úr miðstýringu og úr þeim miklu
hömlum sem ríkið setur á einka-
rekstur í landinu. Um leið reyndi
hann að auka innflutning á útlendri
tæknivöm og örva framleiðslu á
tæknivöm í landinu sjálfu. Um leið
færðust hinarfimm hundmð milljón-
ir fátæklinga í landinu eitthvað
neðar á dagskrá stjómarinnar.
Á síðustu mánuðum hafa hver
vandræðin af öðrum dunið yfir Rajiv
Gandhi og meðal annars með þeim
afleiðingum að hann hefiir orðið að
ýta til hliðar mörgum af fyrri ráð-
gjöfum sínum. Sumir þeirra hafa lent
i vandræðum vegna ásakana um
spillingu en aðrir hafa lent skökku
megin við borðið í flóknu valdatafli
innan Congressflokksins og enn aðr-
ir hafa sýnt, svo ekki verður um
villst, að vestræn menntun þeirra
má lítils við skilning á indverskum
vandamálum.
Staða Rajiv Gandhis hefur veikst svo mjög að margir telja hugsanlegt að honum verði bolað frá völdum á næstu
mánuðum. Simamynd Reuter
Kosningabaráttan
hafin í Noregi
Björg Eva Erlendsdóttu-, DV, Osló:
Nú liður að kosningum í Noregi.
Um miðjan september verður koaið
til bæjar- og sveitarstjóma.
Kosningabarátta hinna ýmsu
flokka hefur verið í fullum gangi
nú seinni part sumars. Hæst heyr-
ist í tveimur stæretu flokkunum,
Verkamaimaflokknum og Hægri
flokknum.
Hjartans mál allra flokkanna eru
aö vanda heilbrigðismál, skólamál
og fjárhagur fólks og þjóðar. En
velferðarþjóðfélagið Noregúr á við
vaxandi vandamál að stríða á öll-
um þessum sviðum. Biðraðimar við
sjúkrahúsin lengjast í sífellu og
bráðum er svo komið að til þess
að komast á sjúkrahús þarf fólk
að vera í bráðri lífshættu.
Margir spítalar þurfa að loka
deildum og sumir hóta að leggja
uiður starfsemina. Ástæðumar eru
tvær. í fyrsta lagi of lágar fjárveit-
ingar og í öðru lagi skortur á
starfefólki sem skapast af lágum
launum hjúkrunarfólks og miklu
vinnuálagi.
Kennaraflótti
Skólarnir líða líka vegna fjár-
skorts og námsárangri nemenda fer
hrakandi. Kennararnir flýja stétt-
ina vegna lágra launa. Viðhaldi
skólabygginga er einnig meir
ábótavant en oft áður og að
minnsta kosti einn grunnskóli varð
að fresta opnun í haust vegna þess
að hann var að hruni kominn. En
skólar hér í Noregi byrja kringum
18. ágúst.
Fjárhagur unga fólksins á hús-
næðÍ8markaðinum verður sífellt
erfiðari. Vextir af lánum fara hrað-
vaxandi, verðlag hækkandi en
kaupmáttur eykst ekki að sama
skapi. Þeir einu sem aldrei tapa em
bankamir. Með vöxtum og vaxta-
vöxtum og auknum kostnaði við
beina þjónustu hafa þeir ráð undir
rifi hverju til þess að ná öllum þeim
pening sem hægt er úr vösum al-
mennings.
Óráðsíu kennt um
Gunnar Berge fjármálaráðherra
hefur haft á orði að setja lög á
bankana til þess að halda vöxtun-
um niðri. En þeir hafa svarað með
því að kenna óráðsíupólitík ríkis-
stjórnarinnar um vaxtahækkan-
imar.
Hægri flokkurinn tekur málstað
bankanna í þessu máli. Lofar hann
bæði lækkun skatta og bættum lífe-
kjörum ef flokkurinn kemst að í
kosningunum. Vandamál skóla og
sjúkrahúsa vill Hægri flokkurinn
leysa með því að gefa reksturinn
frjálsan fyrir einkaaðila.
En Verkamannaflokkurinn vill
áfram reyna félagslegu leiðina þó
að árangurinn hafi ekki verið sem
allra bestur upp á síðkastið. Og
eftir skoðanakönnunum að dæma
styður meirihluti landsmanna póli-
tík Verkamannaflokksins en ekki
stjórnarandstöðuna.
Bílþjófar skotnir
á italíu
Baldnr Rciieilsgan, DV, Genúa:
Lögreglan í Novara á Norður-
Ítalíu stöðvaði nýlega fjóra flækinga
á nýjum, stolnum bíl. Flækingamir
voru ekki á því að láta lögregluna
ná sér fyrirhafharlaust og hófii því
skothríð að laganna vörðum.
Lögreglan svaraði fyrir sig og stóð
skotbardaginn yfir í rúmlega fjórar
klukkustundir. Tveir flækinganna
létust, einn þeirra særðist illa og sá
fjórði slapp.
Atburðurinn átti sér stað í miðborg
Novara en þar er hinn þekkti glæpa-
maður Renato geymdur í fangelsi
um þessar mundir og héldu íbúar
borgarinnar að hann væri að gera
aðra tilraun til þess að sleppa úr
fangelsinu.
200 hótel
á hausinn
Baklur Röbertssan, DV, Genúa:
Síðustu ftmm árin hefur fjöldi
ferðamanna, sem lagt hafa leið sína
til Liguriu á norðvesturströnd Ítalíu,
farið minnkandi en búist hafði verið
við að þeim fjölgaði. Hafa rúmlega
tvö hundruð hótel farið á hausinn
vegna þess.
Ástæðan er talin vera léleg lána-
fyrirgreiðsla ítölsku stjórnarinnar
þannig að eigendur hótela geta ekki
endurbætt hótel sín til að standast
kröfur ferðamanna.