Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1987, Qupperneq 34
FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1987.
34
Jarðarfarir
Matthildur Björg Matthíasdóttir
lést 12. ágúst sl. Hún fæddist 12. sept-
ember 1921, dóttir Matthíasar
Eyjólfssonar og Guðríðar Ólafsdótt-
ur. Eftirlifandi eiginmaður Matthild-
ar er Guðmundur Eyjólfsson. Þau
hjón eignuðust íjögur börn. Útför
hennar verður gerð frá Bústaða-
kirkju í dag kl. 15.
Útför Sölva Ólafssonar, fyrrv. kaup-
manns, Hringbraut 99, Keflavík, sem
lést 12. ágúst sl., fer fram frá Kefla-
víkurkirkju fostudaginn 21. ágúst kl.
14.
Aðalbjörg Þórðardóttir, Norður-
brún 1, Reykjavík, er lést 17. ágúst
sl., verður jarðsungin frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík 21. ágúst nk. kl.
10.30.
Guðmunda Sigríður Jónsdóttir
verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju föstudaginn 21. ágúst kl. 15.
Jórunn Svava Árnadóttir, Sigtúni
53, Reykjavík, verður jarðsungin frá
Akraneskirkju föstudaginn 21. ágúst
kl. 11.30.
Steinunn Sturludóttir, Kleppsvegi
26, verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju föstudaginn 21. ágúst kl. 13.30.
Útför Sigríðar Gísladóttur, Drop-
laugarstöðum, fer fram frá Fossvogs-
kapellu föstudaginn 21. ágúst kl.
10.30.
Pétur Pétursson, Fjólugötu lla,
verður jarðsunginn frá Dómkirkj-
unni á morgun, föstudaginn 21.
ágúst, kl. 13.30.
Guðmundur Á. Ingólfsson fram-
kvæmdastjóri, Lyngholti 22, Kefla-
vík, sem lést á sjúkrahúsi í London
13. ágúst, verður jarðsunginn frá
Keflavíkurkirkju laugardaginn 22.
ágúst kl. 14.
Tilkyimingar
Erindi um fóðrun fiska
Föstudaginn 28. ágúst kl. 14 mun Dr. H.
George Ketola halda erindi í fundarsal
Rannsóknarstofnunnar landbúnaðarins á
Keldnaholti um „The influence ofdiet and
peroxidative rancidity on fry of Atlantic
and coho salmon" Dr. Ketola lauk dokt-
orsprófi í fóðurfræði frá Cornell háskóla
1973. Hann er nú einn helsti vísindamaður
National Fisheries Center, Tunison La-
boratory of fich Nutrition, Cortland, New
York ríki í Bandaríkjunum, sem rekið er
af U.S. Fish & Wildlife Service. Auk þess
er hann aðstoðarprófessor við Cornell
háskólann. Undanfarið hefur hann aðal-
lega starfað við og rannsakað áhrif fóðuijis
á fosfór í afrennslivatni frá fiskeldisstöðv-
um, fóðrun undaneldisfiska, amínosýru-
og steinefnaþarfir, praktískt fóður og
óhefðbundna próteingjafa í fóðri laxa og
silunga. Alit áhugafólk um fiskeldi er
hvatt til að koma og hlýða á erindið.
Bolli Þór Bollason ráðinn
í fjármálaráðuneytið
Bolli Þór Boilason hagfræðingur hefur
verið ráðinn til starfa sem sérfræðingur í
fjármálaráðuneytinu frá 1. september nk.
Hann mun starfa að hagrannsóknum og
áætlanagerð varðandi ríkisbúskapinn og
vinna að heildarendurskoðun skattakerf-
isins. Bolli Þór hefur unnið hjá Þjóð-
hagsstofnun síðan 1974, þar af sl. þrjú ár
sem aðstoðarforstjóri.
NÝDÖNSK sigraði í hljóm-
sveitarkeppninni í Húsafelli
Hljómsveitin Nýdönsk lenti í fyrsta sæti
í hljómsveitarkeppninni í Húsafelli um
verslunarmannahelgina. Alls tók þátt í
keppninni 21 hljómsveit víðs vegar af
landinu og komust þrjár í úrslit. I öðru
sæti lenti hljómsveitin Blátt áfram frá
Reykjavík og í þriðja sæti varð hljómsveit-
in Hvass frá Snæfellsnesi. 1 dómnefnd sátu
sex manns, einn fulltrúi frá MX21, einn
frá Stuðmönnum, einn frá Stuðkompaní-
inu, einn frá Sveitinni milli sanda og loks
tveir úr hópi mótshaldara. Hljómsveitin
Nýdönsk er skipuð fimm hljóðfæraleikur-
um og einum söngvara en meðlimir
hljómsveitarinnar eru allir við nám í
menntaskólum í Reykjavík. Söngvari
sveitarinnar er Daníel Ágúst Haraldsson,
hljómborðsleikarar eru þeir Einar Sig-
urðsson og Bergur Bernburg en hann lék
áður með Rauðum Flötum. Slagverksmað-
urinn er Ólafur Hólm Einarsson, gítar-
sláttumaðurinn Valdimar Bragason og
bassaleikarinn Björn Friðbjörnsson. Nýd-
önsk er um þessar mundir í hljóðveri að
taka upp tveggja laga plötu en það fylgdi
sigrinum í Húsafelli.
Norræn kennslumiðstöð
Dagana 13. og 14. ágúst var haldin á hótel
Sögu í Reykjavík ráðstefna um kennslu í
norrænum málum á Islandi, í Færeyjum
og á Grænlandi. Þátttakendur voru um
50 og komu frá Finnlandi, Svíðþjóð, Nor-
egi, Danmörku, Færeyjum, Grænlandi og
Norður-Þýskalandi auk íslensku þátttak-
endanna. Norræna málstöðin í Osló stóð
fyrir ráðstefnunni og meginverkefni henn-
ar var að fjalla um hvernig við gætum
best styrkt og bætt kennslu í Norðurlanda-
Hjartans þakkir færi ég börnum mínum, tengdabörn-
um, barnabörnum og öllum sem sýndu mér vinarhug
á 85 ára afmæli mínu.
Sérstakar þakkir færi ég Birgi og starfsfólki Gullna
hanans fyrir frábæran mat og góða þjónustu.
Guð blessi ykkur öll.
Jónína Þórðardóttir
Suðurgötu 14
Keflavík
Greifynjan
veitir velföan
Andlitsböö Húöhreinsun
Handsnyrting Föröun
Litun, plokkun Vaxmeöferö
Fótsnyrting Fótaaðgeröir
Handsnyrting o.fl.
SNYPTIVORUP í ÚPVAI I
VERILÓ VELKOMIN
Hulda Jónsdóttir snyrtifrœöingur
Sœunn Halldórsdóttir snyrtifrœöingur
í gærkvöldi d
Jónas Fr. Jónsson:
Vantar „vakna og í vinnuna“
Það kom vel á vondan að vera
spurður álits á dagskrá útvarps og
sjónvarps í gærkveldi þar sem hvor-
ugan miðilinn bar fyrir augu mín
né eyru. Á dagskránni var heldur
lítið sem höfðaði til mín nema þá
þátturinn um Pétur mikla.
Yfirhöfuð fylgist ég lítið með þess-
um miðlum en þó eru nokkrir liðir
sem maður reynir helst að missa
ekki af. Fréttimar reynir maður að
sjá á báðum stöðvum sjónvarpsins,
strax og ríkisútvarpsfréttunum er
lokið. Fær Stöð 2 fyrstu einkunn af
þessum aðilum fyrir sína frétta-
mennsku sem er bæði málefnaleg og
hnitmiðuð. íþróttaþættir, Miami
Vice, Churchill og Dagbækur Cian-
o’s greifa eru dagskrárliðir sem ég
vil alls ekki missa af. Annars er með
höppum og glöppum hvað er séð eða
heyrt en þó er stundum horfandi á
kvikmyndimar á Stöð 2 en sjaldan
í ríkissjónvarpinu.
Dagskrá útvarps og sjónvarps
finnst mér í heildina nokkuð flöt.
Útvarpsrásimar em flestar líkar og
„gufan“ höfðar ekki til mín nema á
fréttatímum. Of margir dauðir liðir
em í dagskrá sjónvarpsstöðvanna til
að gott sé. Hins vegar er það eitt sem
ég sakna meira en annars á dag-
skránni og það em góðir „Vakna og
í vinnu“ þættir með fréttatengdu
efhi, viðtölum, léttri tónlist og fleim
sem væri tilvalið til að koma manni
af stað inn í hversdagsleikann eftir
ljúfa drauma næturinnar.
málum í þessum þrem löndum. Mörg mjög
fróðleg erindi voru haldin og umræður
voru fjörugar og leiddu til margra hug-
mynda sem til bóta horfa. Meðal hug-
mynda bar eina hæst og fékk hún stuðning
allra, sú að stofna „Norræna kennslumið-
stöð“ á Islandi. Miðstöðin á að veita
íslenskum kennurum upplýsingar um
námsefni um Norðurlönd og vera tengilið-
ur við að útvega námsefni einkum út-
varpsefni og myndbandaefni. Einnig á hún
að stuðla að því að nemendur á Islandi
kynnist jafnöldrum á Norðurlöndum með
nemendaskiptum, bekkjaheimsóknum,
bréfaskriftum og dvöl í skólabúðum. Nú
þegar starfar Norræn kennslumiðstöð í
Helsingfors. Slík miðstöð á að þjóna
kennslu á öllum skólastigum og í öllum
námsgreinum, t.d. landafræði, sögu og líf-
fræði. Á ráðstefnunni voru menn sammála
um að styrkja bæri stöðu Norðurlanda í
hugum íslenskra unglinga og að þetta
gerðist helst með beinum tengslum við
jafnaldra. Þörf er því á fé til að brúa At-
landshafið með bekkjaheimsóknum og
nemendaskiptum. Auk þess settu menn
fram óskir um að sjónvarpið tæki oftar til
sýningar vinsælt efni frá Norðurlöndun-
um.
Færeyskir þjóðdansar í opnu
húsi
I dag, fimmtudag 20. ágúst, verður fær-
eyskur dans á dagskrá í opnu húsi í
Norræna húsinu, en það er breyting frá
áður auglýstri dagskrá. Félagar í þjóð-
dansafélagi frá Færeyjum ætla að sýna
færeyskan dans og syngja kvæði í hefð-
bundnum færeyskum stíl. Flokkurinn
kemur hingað frá Færeyjum og ætlar að
dveljast á íslandi næstu viku og sýna fær-
eyskan dans. Hér gefst ágætt tækifæri að
kynnast þessari þjóðlegu hefð Færeyinga
og ættu menn ekki að missa af þessari
þjóðdansasýningu nágranna okkar. Að-
gangur er ókeypis og allir velkomnir. Að
venju býður kaffistofan upp á ljúfengar
veitingar og bókasafn hússins er opið til
kl. 22.
Foringjarnir á tónleikum
Rokkkvöld verður í Evrópu í kvöld,
fimmtudagskvöld. Hljómsveitimar For-
ingjamir og Exizt rokka grimmt fyrir
gesti. Hljómsveitin Foringjamir hefur ný-
lega sent frá sér sína fyrstu plötu og hefur
lag af henni verið á vinsældalistum. Einn-
ig munu Foringjamir heimsækja Akureyri
21. ágúst og vera með tónleika í H-100 það
kvöld. Síðan heimsækja þeir Skagafjörð
og verða þar með dansleik í Miðgarði á
laugardagskvöld.
Ferðalög
Útivistarferðir
Símar: 14606 og 23732.
Helgarferðir 21.-23. ágúst.
1. Þórsmörk - Goðaland. Góð gisting
í Útivistarskálanum Básum. Ennþá
er möguleiki á sumardvöl í heila eða
hálfa viku. Skpipulagðar gönguferð-
ir með fararstjóra.
2. Gljúfurleit - Þjórsárfossar. Ferð
um afréttarsvæðið vestan Þjórsár,
inn af Þjórsárdal.
3. Skógar - Fimmvörðuháls - Básar,
22.-23. ág. Brottför kl. 8.00 laugard.
Gengið yfir á laugardeginum. Gist í
Básum.
Helgarferð 28.-30. ágúst.
Eldgjá - Langisjór - Sveinstindur.
Gist í húsi.
Sumarleyfisferð í Núpsstaðarskóg
27.-30. ágúst. Brottför kl.8.00. Einn
af skoðunarverðustu stöðum á Suð-
urlandi. Gönguferðir m.a. að Tvílita-
hyl. Tjöld.
Uppl. og farm. á skrifst. Grófinni 1,
símar: 14606 og 23732.
Dagsferðir sunnudag 23. ágúst:
Kl. 8.00 Þórsmörk, einsdagsferð.
KL. 13.00 Strompahellar (Bláfjalla-
Bobbys Blues band
Bobby Harryson er orðinn löngu kunnur
fyrir ýmsan tónlistarílutning. Hann er
þekktur fyrir að hóa saman hinum ýsmu
tónlistarmönnum. Hans nýjasta afkvæmi
er nýstofnuð blues hljómsveit sem sam-
anstendur af Guðmundi Ingólfssyni
píanóleikara, Friðriki Karlssyni gítarleik-
Gítartónleikar í Askirkju
Gítarleikaramir Paul Galbraith og Einar
Kristján Einarsson halda tónleika í Ás-
kirkju í kvöld 20. ágúst kl. 20.30. Á efnis-
skránni eru verk eftir Bach, Bartók,
hellar). Sérstæðar hellamyndir.
Hafið ljós með. Verð kr. 600. Frítt f.
böm m. fullorðnum. Brottför frá
BSÍ, bensínsölu.
Engin sveppaferð á laugardag.
Sveppaferð verður auglýst síðar.
Helgarferðir Ferðafélagsins
21.-23. ágúst
1. Hítardalur - gengið á Klifsborg.
Gist í tjöldum í Hítardal. Gönguferð-
ir í skemmtilegu umhverfi.
2. Landmannalaugar - Krakatindur
(1025 m).
Gist í sæluhúsi Ferðafélagsins í
Laugum og farin þaðan dagsferð á
Krakatind.
3. Þórsmörk - gist í Skagfjörðsskála/
Langadal.
Gönguferðir við allra hæfi - ratleik-
ur. Það er ekki síður ánægjulegt að
ferðast um óbyggðir þegar sumri tek-
ur að halla. Komið með í helgarferðir
Ferðafélagsins.
21. - 26. ágúst (6 dagar): Landmanna-
laugar - Þórsmörk.
Gengið milli gönguhúsa F.I. frá
Landmannalaugum til Þórsmerkur.
Fararstjóri: Jóhannes I. Jónsson.
Upplýsingar og farmiðasala á skrif-
stofunni, Öldugötu 3. Kynnið ykkur
verð og tilhögun ferðanna.
Dagsferðir Ferðafélgsins:
Laugardagur 22. ágúst:
kl. 10 - Berjaferð -
Tínt verður í landi Ingunnarstaða í
Brynjudal. Verð kr. 800.00 (berjaleyfi
innifalið).
Sunnudagur 23.ágúst:
Afmælisganga nr. 6
Gengið verður yfir hálsinn milli
Flókadals og Reykholtsdals. Létt
ganga, en þeir sem vilja geta haldið
áfram með rútunni að Rauðsgili í
Reykholtsdal og gengið þar um, en
ara, Jóhanni Ásmundssyni bassaleikara
og Gunnlaugi Briem trommuleikara.
Munu þeir félagar frumflytja blues eftir
Bobby Harryson af væntanlegri blues
plötu þeirra félaga sem hljóðrituð mun
verða á tónleikum hljómsveitarinnar.
Fyrstu tónleikarnir verða haldnir á Hótel
Borg í kvöld 20. apríl kl. 22.
Haydn, Brahms, Rave og Hans Werner
Henze, en þeir félagar hafa undanfarið
flutt hluta úr henni á sumartónleikum á
Akureyri og víðar norðánlands.
Rauðsgil er sérstaklega skoðunar-
vert. I Reykholti mun Snorri Jó-
hannesson segja frá sögu staðarins.
Verið með í síðustu afmælis-
göngunni. Verð kr. 1000.00
ATH.: Kl.13 sunnudag verður engin
ferð.
Miðvikudagur 26. ágúst:
Kl. 08. - Þórsmörk - dagsferð. Verð
kr. 1.000.
Þetta verður síðasta miðvikudags-
ferðin á þessu sumri. Notið tækifærið
og dveljið milli ferða í Þósmörk.
Brottför í dagsferðirnar er frá Um-
ferðarmiðstöðinni, austanmegin.
Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í
fylgd fullorðinna.
Faxamarkaðurinn:
Metverð
í morgun
Á uppboði Faxamarkaðarins í morg-
un fékkst hæsta meðalverð fyrir þorsk
sem fengist hefúr frá því fiskmarkað-
imir hófu starfsemi sína. Seldar vom
24,5 lestir af þorski og var meðalverð-
ið 40,30 krónur fyrir kílóið. Þetta
samsvarar 60 til 62 krónum fyrir kíló-
ið á breska markaðnum.
I allt vom seldar 30 lestir af fiski á
Faxamarkaðnum í morgun og var
meðalverðið 40 krónur. Fyrir utan
þorsk var seld ýsa, koli og hlýri.
Bjami Thors, framkvæmdastjóri
markaðarins sagðist ekki vita hvort
haustkippur væri að koma í söluna
ellegar hvort hér væri aðeins um ein-
stakt tilfelli að ræða, það kæmi í ljós
á næstu dögum.
-S.dór