Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.1987, Síða 37
FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1987.
37
Sviðsljós
Nýtt
gaÚerí
„Ég er ákaflega bjartsýn á að
þetta gangi vel,“ sagði Elísa Jóns-
dóttir leirlistarkona í samtali við
DV en hún opnaði í vikunni nýjan
sýningarsal og listmunaverslun,
Gallerí list, að Skipholti 50b.
„íslendingar eru svo vandlátir og
vilja yfírleitt það allra besta. Þeir
velja frekar sérkennilega og vand-
aðavöru en þá sem er fjöldafram-
leidd. Hér munu fást listmunir, sem
fást hvergi annars staðar, eftir ís-
lenska og erlenda listamenn."
Nú við opnun salarins eru til sýn-
is verk eftir fjórtán íslenska lista-
menn, málverk, keramik, postulín,
grafík, vefnaður, skúlptúr og gler-
list. Er ætlunin að í hinum nýja
sýningarsal verði jafnan að fínna
úrval verka eftir íslenska myndlist-
armenn. Öðru hvoru verður svo
efnt til nokkurra daga sýninga á
verkum einstakra listamanna í
húsakynnum gallerísins.
DV-mynd JAK
Vel notaðir stigar
Óliklegt er að nokkrir stigar á landinu hafi verið jafntroðnir um helgina og
rúllustigarnir í Kringlunni. Kringlunni þar sem „allt fólkið er“. „Fólk á hlaup-
um, í innkaupum," eins og Laddi segir einhvers staðar.
DV-mynd S
Hawn við upptökur nýrrar kvikmyndar - „Overboard“.
Goldie Hawn
í nýrri mynd
I sumar hafa staðið vfir upptökur
á nýrri kvikmvnd þar sem Goldie
Hawn fer með aðalhlutverkið. Og í
annað sinn á leikferli sínum leikur
hún á móti raunverulegum eigin-
manni sínum, Kurt Russell. Myndin
er gamanmvnd eins og flestar þær
myndir sem Goldie leikur í. En með
„alvarlegu yfirbragði" eins og segir
í frétt um kvikmvndina.
Goldie leikur fína ríka konu sem
hefur allt til alls. Hún fellur fvrir
borð af skútu og rekur á land
skömmu síðar. Vissulega illa á sig
komin. Búin að missa minnið og
hvaðeina. Það er fjögurra barna ein-
stæður faðir sem finnur Goldie og fer
með hana heim til sín. Þar tekur hún
við húsmóðurhlutverkinu og finnst
sent hún hafi alla tíð verið hússtýran
á heimilinu og rnóðir óstýrilátu
strákanna tjögurra. Allt mjög frá-
brugðið hennar fyrra og raunveru-
lega lífi. En aðalpunkturinn í
mvndinni er. að sögn Goldie sjálfrar,
hve henni líkar vel við þessar að-
stæður þótt þar sé allt af skornum
skammti og börnin og heimilið það
sem hún berst fyrir.
En það er Kurt sem leikur hús-
bóndann heppna.
Ólyginn
ði...
Timothy Dalton
hefur getið ser (Dað helst til
frægðar að leika James
Bond í nýjustu kvikmynd
njósnarans, „The Living Da-
ylights". Þar þykir hörkukarl-
inn vera eitthvað að mýkjast
og er orðinn öllu aðgætnari
í kvennamálum en hann hef-
ur verið í fyrri myndum
sínum. Timothy hefur látið
frá sér fara að honum líki
betur við James Bond þann-
ig og að hann vilji endilega
að njósnarinn haldi áfram á
þeirri braut. En komið hafa
upp raddir þess efnis að
nokkurs tvískinnungs gæti í
máli Timothys. Hann þykir
nefnilega svifast einskis í
sínu einkalífi og sambönd-
um við konur.
Greta Garbo
hefur vakið athygli fyrir það
hve litla athygli hún vill vekja
á sjálfri sér. Hún hefur hrein-
lega lokað sig inni og fer
ekki út á meðal fólks. í gegn-
um tíðina hefur fólk verið að
velta því fyrir sér hvort hún
eigi við geðræn vandamál
að stríða. Þeir sem til hennar
þekkja segja að svo sé ekki.
Hún sé einungis mjög sér-
stakur persónuleiki og kýs
það að vera í friði. Að und-
anförnu hefur fólk rætt um
það sín á milli að hún sé að
skrifa æfisögu sína og bíða
átekta. Greta hefur vitanlega
ekkert gefið út á það. En hún
eyðir tíma sínum víst i það
að lesa bækur og horfa á
kvikmyndir.
Mick Jagger
rokksöngvarinn mikH hefur
tekið til við heilbrigðari lifn-
aðarhætti en hann hefur átt
að venjast. Hann er að reyna
að hætta að reykja og geng-
ur það víst þokkalega. Þá
drekkur hann minna en oft
áður og hugsar meira um
mataræðið. Það er kærastan
sem hefur leitt hann í allan
sannleik um mikilvægi þess
að lifa heilbrigðu lífi og tekur
hann hana náttúrulega á
orðinu. Mick stundar skokk
og fótbolta af miklum krafti,
allt til að stuðla að bættri
heilsu.