Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1987, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1987, Side 5
LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1987. 5 Fréttir Svartidauði Ungfrú Island tekur við verð laununum „Þetta verður örugglega mjög gam- an, þetta verður flott samkoma þar sem verðlaunin verða veitt og ný reynsla. Nei, ég held að þetta komi ekki til með að bjóða upp á nein tæki- færi,“ sagði Anna Margrét Jónsdóttir, fegurðardrottning íslands og Reykja- víkur. Eins og komið hefur fram í DV hlaut snafs Valgeirs Sigurðssonar, veitinga- manns í Lúxemborg, gullverðlaun í hinni alþjóðlegu vínsamkeppni, Monde Selection í Brussel. Verðlauna- afhending fer fram 15. október og mun Valgeir hafa fengið Önnu Margréti til að taka við verðlaununum fyrir sína hönd. „Þetta verður stór veisla á Hil- ton-hótelinu í Brussel sem verður sjónvarpað af belgíska sjónvarpinu. Eg er að þessu til að vekja meiri at- hygli á Islandi og leiða með því athyglina að okkur, en hún verður þama með sinn borða,“ sagði Valgeir Sigurðsson. Anna Margrét sagði að hún myndi auk þess að taka við verðlaununum sitja fyrir á auglýsingamyndum fyrir „Black Death“ en textinn myndi vera eitthvað á þessa leið: „Three winners: Miss Iceland, Miss Reykjavik, Black Death.“ Aðspurð um það hvort hún óttaðist ekki að einhveijum þætti þátt- taka hennar í svona áfengisauglýsingu sagði Anna Margrét Jónsdóttir: „Þeim sem þykir eitthvað að þessu verða bara að halda því fyrir sig. Ég er ekki að auglýsa áfengi sem eitthvað stór- kostlegt heldur umbúðimar og mér þykir ekkert athugavert við þetta.“ -JFJ . ^ÉgP Kirkjan á Raufarhöfn komin með Hallgrímskirkjustillansa. Enginn prestur hefur verið á staðnum siðastliðin tvö ár. DV-mynd JGH DV á Raufavtiöfh: Kirkjan minnir á Hallgrímskirkju Jón G. Hauksson, DV, Akureyri: Þetta er kirkjan á Raufarhöfn. Virðu- leikinn leynir sér ekki, hvað þá vinnupallamir sem hafa verið settir upp við hana. Það em einmitt þeir sem valda því að kirkjan minnir á Hall- grímskirkju í Reykjavík. Utan á henni vom stillansar í áraraðir. Enginn prestur er á Raufarhöfn og hefur ekki verið síðustu tvö árin. Nýlega var brauðið auglýst en enginn sótti um. Vonandi rætist úr því fyn- en seinna á Raufó. Atvinnu tilboð Um miðjan október n.k. opnum við nýtískulega stóiverslun á 2. hæö í glæsilegri nýbyggingu okkar í Mjóddinni. Þess vegna viljum viö ráöa hóp af áhugasömu og frísku fólki (helst meö reynslu) í ýmis störf. Athugið aö um hlutastörf getur veriö aö ræöa. Svæðisstjóra í þessar deildir: Herrafatnaöur, dömufatnaöur, ungbamafatnaöur, skófatnaður, sportvörur, heimilisvörur. Við afgreiðslu: Herrafatnaður, dömufatnaöur, unglingafatnaöur, ungbamafatnaöur, skófatnaður, snyrtivömr, raftæki, bækur, leikföng, sportvömr, skólavörur, búsáhöld, gjafavömr, heimilisvömr, kaffitería. Önnur störf: Vörumóttaka, skráning. Þetta eru lifandi störf sem bjóða upp á góð laun og umtalsverð fríðindi. Umsækjendur sæki um á sérstöku umsóknareyðublaði sem fæst í Kaupstað, öllum KRON verslunum og á skrifstofu KRON, Laugavegi 91,4. hæö. Frekari upplýsingar veitir starfsmannastjóri í síma 22110 alla daga milli klukkan 10 og 12. W-A 3 STADUR ÍMJÓDD Spennandi vinnustaður fyrir hresst fólk. Njóttu ferðarinnar! Aktu eins og þú vilt að aðrir aki. '€3> Goöa ferð! ||SífDreB0AB BILASYNING NISSAN LINAN Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 HE INGVAR HELGASON HF Sýningarsalurinn/Rauðagerði, sími 33560.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.