Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1987, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1987. Ferðamál 9 Covadonga Farið er um Gijon og e.t.v. komið við í Oviedo en leiðin liggur þó til þjóðgarðsins Covadonga sem liggur við rætur fjallgarðsins Kcos de Europa, Evróputinds. Fjallgarður- inn er paradís fjallgöngumannsins og einn vinsælasti ferðamannastað- ur fyrir Spánverja í innanlandsferð- um. Þama er parador, ríkisrekinn áningarstaður í Fuente Dé, en þessi hótel eru yfirleitt í gömlum höllum og glæsihýsum og eru á hóflegu verði. Þama hlaupa villigeltir um ósnortna náttúruna og fleiri dýrateg- undir eiga þar sitt griðland. Baskahéruð Nú taka við Baskahémðin. Baskar em rtierkileg þjóð og er ekkert vitað um uppruna þeirra. Menjar um þá hafa fundist um öll Pýreneafjöll en nú em þeir helst búsettir við Atlants- hafsströndina. Þeir tala eigin timgu og hefur málvísindamönnum ekki enn tekist að finna tungumál skylt henni. Baskar hafa staðið í harðri sjálf- stæðisbaráttu allt frá tímum Rómverja en hefur orðið lítið ágengt. Nú em spönsku Baskahéruðin heimastjómarsvæði með sjálfsstjóm í eigin málum en lúta forsjá spænska ríkisins í öllum mikilvægari málum. Til gamans má geta þess að þeir stunduðu mikið hvalveiðar við ís- málverk frá steinöld en þessi mynd- list þykir með ólíkindum háþróuð. Nú mun vera hægt að skoða hellana ef farið er í hóp og þarf að panta með góðum fyrirvara. AUar upplýs- ingar um hellana er best að fá hjá upplýsingamiðstöð ferðamálaráðu- neytis í Estación Marítima í Sant- ander. Santander Santander er höfuðstaður Kantabríu. Þessi baskneska borg er með þeim glæsilegri á Spáni og ber sérstaklega að geta um Menéndez Pelayo sumarháskólann en á hverju sumri er hann haldinn, risastórt málþing um margvísleg efni með þátttöku sérfræðinga hvaðanæva úr heiminum Við þessa 181 þúsund manna glæsi- borg eru einhverjar bestu baðstrend- ur Spánar. Borgin liggur við Santanderfjörð og eru sendnar strendur fjarðarins einkar vel fallnar til sjóbaða. Þetta er sumardvalar- staður efhameiri Spánverja. Miðborg Santander eyðilagðist í eldi 1941 og hefur verið endurbyggð. Hún er nú skipuð nýtískulegum glæsibyggingum og eru mörg húsin talin til afreka í byggingarlist. Söfh eru mörg í borginni en þó ber af forsögulega safhið enda hafa margar menjar fiá forsögulegum Magdalenahöll i Santander. Þarna er sumarháskóli Menéndez Pelayo haldinn ár hvert. land fyrr á öldum og eru varðveitt basknesk íslensk orðasöfn frá þeim tíma. Altamira Rétt áður en komið er til Santand- er er farið hjá Altamira hellunum. Hellar þessir eru frægir fyrir vegg- tíma fundist á svæðinu. Einnig er vel þess virði að heimsækja listasafnið, Velarde Muriedas þjóðháttasafiúð og Menéndez Pelayo bókasafhið. í um 18 kílómetra fjarlægð frá Santander er svo Santillana del mar, miðaldaborg sem hefur varðveist mjög vel. -PLP Þorp í Astúriashéraði. Hækkun á milli- landaflugi „Verðbólgan virðist komin á fullt skrið,“ sagði Sigurður Helgason for- stjóri um kostnaðarauka í innan- landsflugi en Flugleiðir eru nú með hækkun á millilandafargjöldum i athugun. Að sögn Sigurðar þá eru helstu ástæðumar að kostnaðarliðir í innanlandsflugi eru komnir langt fram úr áætlun. „Einnig er talsverður kostnaðar- auki húsaleigu og starfsemi í nýju flugstöðinni en bygging hennar var dýr og er kostnaðinum velt yfir á þá sem þar hafa aðstöðu og þar með á farþega." Sigurður sagði að lokum að ekkert væri orðið ljóst enn um það hversu mikil hækkun gæti orðið en það myndi skýrast fljótlega. -PLP (marþy Mf f?zr\t(/ ctd $e(p bi(? SMA-AUGLYSING I DV GETUR LEYST VANDANN Smáauglýsingadeild EUOOCAno - sími 27022. V/S4 LAND-ROVER á leið um landið! Mv TTIa Söluferð með Land-Rover um landið Sýningarstaðir hjá ESSO-söluskálum á landsbyggðinni! Sölumenn okkar kynna nýju Land-Rover bílana næstu vikur víða um landið og á sýningu bændasamtakanna BÚ ’87. Nú er Land-Roverinn gjörbreyttur: Nýtt útlit, sami undirvagn og er í Range-Rover, nýtt mæla- borð og klæðningar. „Langi Land-Roverinn er besti akstursbíll sem ég hef prófað“, segir Ómar Ragnarsson. - Komið og kynnist nýju Land-Rover 90 og 110 gerðunum. - Þér gerið ekki betri jeppakaup. - Eigum bíla á kynningarverði. Vesturland Mánudagur 24. ágúst: Akranes Borgarnes kl. 10.00 - 14.00 kl. 15.00- 22.00 Norðurland vestra Þriðjudagur 25. ágúst: Borðeyri kl. 10.00 - 12.00 Hvammstangi kl. 13.00 - 16.00 Víðihlíð kl. 17.00- 20.00 Miðvikudagur 26. ágúst: Blönduós kl. Varmahlíð kl. Sauðárkrókur kl. 09.00- 13.00 14.00-16.00 17.00 - 22.00 Bændur og aðrir athafnamenn: - Komið og heilsið ■ ■ kunningja! nöldursf. Umboðsaðili Heklu á Norðurlandi Tryggvabraut 12 • Akureyri Símar 96-23515, 96-21715 og 96-27015

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.