Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1987, Side 19
LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1987.
1«^
einu sinn hvar ritvélina hans Her-
manns var eða stúdíóið. Nú, ég tók
saman íþróttafréttir dagsins og það
var líka úr einhverjum skákfréttum
að moða. Síðan las ég þennan pistil
í beinni útsendingu klukkan rúmlega
sjö og hafði þá aldrei áður inn í
stúdíó komið. Þetta gekk það fljótt
fyrir sig að ég hafði engan tíma til
að kvíða fyrir.
Ég var hjá útvarpinu í þrjú ár, fyrst
íslandsmeistari
- En nú er íþróttafréttamennska
ekki það eina sem þú hefur af íþrótt-
um að segja:
„Nei, ég hef verið í svona smá-
sprikli í fótbolta og sundi og sund-
knattleik. Ég byrjaði ungur að æfa
sund hjá Ármanni. í fótboltanum var
ég með Val alla yngri flokkana og
Islandsmeistari með þeim í fimmta
og fjórða flokki.
í mörg ár þannig að það er ákaflega
auðvelt að verja titilinn.
Ég fór að æfa sund vegna þess að
ég ætlaði að verða eins góður og fað-
ir minn í sundi. Hann var ósigrandi
í sundi í mörg ár og kallaður sund-
kóngur Islands. Þá varð ég auðvitað
að verða það líka. Mér fannst það
liggja beinast við að þetta gengi í
erfðir.
Þetta gekk nú ekki alveg upp í
ist bil á milli þess að krakkar hættu
að æfa sund og þeir gátu farið að
keppa í sundknattleik. I þessum lið-
um byrjuðu menn yfirleitt ekki fyrr
en á þrítugsaldri. Þetta er mjög erfið
íþróttagrein en skemmtileg."
Aukastarfið
- Þótt þú sért hættur í íþróttafrétt-
unum þá ertu ekki alveg hættur hjá
útvarpinu:
landið. Þetta er algert aukastarf og
ekki að fullu sinnt nema menn séu
í hálfu starfi eða fullu við þetta. Það
er alltaf nóg að gerast hér á Suður-
nesjum en ég hef bara ekki haft tíma
til að sinna því.“
- Nú ertu búinn að vera á Suður-
nesjum í nokkur ár. Ertu orðinn
Suðurnesjamaður?
„Já, já. Til marks um það er að ég
DV-mynd GVA
Ragnar Örn Pétursson,
sem afleysingamaður Hermanns og
síðan íþróttafréttamaður. Eftir að
fyrirtækið í Keflavík tók að vaxa
varð ég enn á ný að fara að hugsa
mér til hreyfings. Ég ákvað að hætta
hjá útvarpinu og flytja til Keflavík-
ur. Þá voru Ingólfur Hannesson og
Samúel Örn ráðnir. Ég var ákaflega
hreykinn af því að það þurfti tvo til
að taka við.“
Þegar ég var kominn upp í annan
flokk þá hætti ég. Þá var ég byrjaður
í þjóninum og því fylgdi vaktavinna
sem fór ekki vel saman við að æfa
fótbolta. Eftir það lék ég með Gróttu
í þriðju deildinni.
Þá fór ég yfir í sundknattleikinn
og keppti með Ármanni og er núver-
andi íslandsmeistarí í greininni. Það
hefur að vísu ekki verið keppt í þessu
sundinu en hann var einnig í sund-
knattleik. Ég fór á alla leiki sem þá
voru mikið sóttir í Sundhöllinni. Ég
lét mig auðvitað ekki vanta og
öskraði mig hásan þegar Ármann var
að keppa við KR og Ægi og þessi lið
sem þá voru á toppnum.
Nú er þessi grein alveg úr sög-
unni. Það varð engin endurnýjun í
liðunum vegna þess að það myndað-
„Nei, ég er svona að nafninu til
fréttaritari á Suðurnesjum. Eins og
gefur að skilja þá hef ég haft ákaf-
lega lítinn tíma undanfarna mánuði
til að senda fréttir í útvarpið. Ég fylg-
ist með ef eitthvað mikilvægt er að
gerast og reyni þá að vera á staðnum
en það gefst lítill tími til að afla
frétta. Það hefur ekki verið auðvelt
að fá fréttaritara víðsvegar um
er farinn að halda með Keflavík á
móti Val. Yfirleitt gekk ég með
veggjum þegar Valur og Keflavík
spiluðu og lét lítið á því bera að ég
óskaði að Valur sigraði. En nú hefur
þetta snúist við. Nú er Keflavík núm-
er eitt, tvö og þrjú og þá gildir einu
hvort leikið er við Val eða eitthvert
annað félag.“
-GK