Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1987, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1987, Síða 5
MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 1987. 5 ViðtaJið Guömundur Jónsson DV-mynd GVA Skemmti- legast að tjalda í rigningu - segirGuðmundurJónsson „Mér líður mjög vfel núna eftir að sýningin er komin í gang, ekki síst vegna þess að hún er jafnglæsileg og raun ber vitni. Síðustu dagana fyrir opnun sýningarinnar var í hræðilega mörgu að snúast og streituverkir gerðu vart við sig,“ sagði Guðmundur Jónsson, framkvæmdastjóri Kaup- steihunnar, sem skipulagði og stendur fyrir sýningunni Veröldin 87. „Við stefhdum að því að breyta þess- um sýningum og koma þeim á hærra plan. Því urðum við að velja mikið og hafna og margir sem höfðu áhuga á því að vera með bása á sýningunni fengu afsvar. Okkur tókst að ná mark- miði okkar því sýningin er einkar glæsileg og viðbrögð sýningargesta endurspegla það. Það eru næstum all- ir hressir með sýninguna og mjög jákvæðir. Það finnst mér ánægjulegt eftir þá miklu vinnu sem í sýninguna var lögð.“ Guðmundur er einn af eigendum Kaupstefnunnar og hann varð fram- kvæmdastjóri hennar í febrúar síðast- liðnum. Áður en hann tók það starf að sér var hann auglýsingastjóri Sam- bandsins og þar áður tómstundafull- trúi hjá Vamarliðinu. En hvað gerir fyrirtæki eins og Kaupstefnan? „Við skipuleggjum og höldum sýn- ingar. Þetta er önnur sýningin sem við höldum, sú fyrri var Sumarið 87. Þá aðstoðum við fyrirtæki og samtök með minni sýningar, veitum ráðlegg- ingar og hjálpum til við að setja þær upp. Þetta er oft á tíðum mikil vinna en hún er bæði skemmtileg og hvetjandi." Guðmundur sagðist búast við að sýningargestir yrðu aldrei færri en 40 þúsund en til að standa undir kostn- aði mættu þeir ekki verða færri en 30 þúsund. Guðmundur er 33 ára gamall, kvænt- ur Lám Sigfúsdóttur og eiga þau þijú böm á aldrinum 2-10 ára. I tómstund- um starfar Guðmundur mikið með Kiwanishreyfingunni en fyrst og fremst þó með skátahreyfingunni en hann er gildismeistari St. Georgsskáta sem er hópur eldri skáta. „Ætli ég sé ekki útiverufrík. Mér finnst afskaplega gaman að fara í úti- legu og sofa í tjaldi, sérstaklega þegar rignir. Samt hef ég aðeins einu sinni vaknað blautur i útilegu. Það var á fyrstu árum mínum í skátunum. Ég tjaldaði í uppþomuðum árfarvegi á skátamóti. Um nóttina fór að rigna og lækurinn varð aftur til og stöðvað- ist í tjaldinu mínu. Ætli ég skreppi ekki í útilegu með fjölskylduna þegar sýningin er yfir- staðin," sagði Guðmundur. -ATA Kynninga.'VCT^á rne^n 4410 settið (4 stk.) „VERÖLDIN Sýningarverdaðem BásnoJ^ x/eRÖLÐ'.NS7 innan veggja C$w<aC'- FERÐATÖSKUR EKTA LEÐUR Pöntunarsími 91-651414 Símapantanir alla daga vikunnar kl. 9.00-22.00. Póstverslunin Príma, box 63,222 Hafnarfirði. © VISA ® EUROCARD • Ekta leðursaumur • Vel unnið • Klassísk tískuvara • Nuggat brúnar • Glæsilegar og varan legar • Léttar, fyrirferðarlitl ar en mjög rúmgóðar 1. Rúmgóð ferðataska, tvískipt, rennilás allan hringinn. Stærð: ca 57x42x12 cm 2. Helgarferðataska með framhólfi m/ rennilás. Stærð: ca 47x28,5x12 cm 3. Axlartaska með hliðarhólfi. Stærð: ca 28x32x17 cm 4. Þarfaþing (snyrtitaska) fyrir persónu lega hluti. Stærð: ca 24x16,5x10,5 cm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.