Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1987, Blaðsíða 14
14
MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 1987. *
Spumingin
Hefurðu komið í Þórsmörk?
Guðlaug Auður Guðnadóttir: Nei,
aldrei, en mig langar til að fara þang-
að. Ég ferðast þó frekar lítið um
landið.
Þórir Daníelsson: Ég hef komið í
Þórsmörk, já. Það var mjög gott og
gaman að því. Ég vona að ég geti
farið þangað aftur.
Sigrún Þórarinsdóttir: Tvisvar sinn-
um og í bæði skiptin í hópferð frá
Hraðfrystistöð Vestmannaeyja. Það
var mjög gaman og ég fer örugglega
aftur.
Allan Ragnarsson: Já, já, svona 4-5
sinnum. Þar er gott að vera, gaman
og fallegt. Ég fer aftur þegar ég hef
tíma.
Berglind Rafnsdóttir: Já, einu sinni
en það er mjög langt síðan og ég man
voða lítið eftir staðnum. Ætli maður
fari ekki einhvem tíma aftur.
Gróa Ormsdóttir: Já, ég hef farið
tvisvar og ætla endilega aftur. Þama
er mjög fallegt og yndislegt í góðu
veðri.
Lesendur
„Moigunvagn fyrir nýja
miðbæinn“
H.Ö. skrifaði:
Mig langar að kvarta dálítiö yfir
strætisvagnaleið einni; leið 13. Mér
finnst það mjög furðulegt að hann
skuli ekki geta keyrt í gegn um nýja
miðbæinn (fiam hjá Borgarspítalan-
um og Verslunarskólanum) á
morgnana eins og hann gerir á
kvöldin og um helgar. Margir þurfa
að komast í vinnu á Borgarspítalann
og í skóla í Verslunarskólann.
Vonandi svarar Davíð eða fulltrúi
Stxætásvagnanna þessu. Borgar-
stjórar eru jú til þess m.a. að athuga
óskir samborgaranna og framfylgja
þeim ef hægt er.
P.S. Það mættu vera tveir vagnar
SVR:
á leið 13 kl. 7.30 og 8.00 á morgn- Leiðir 13 og 14 fóm
ana. Þessi eini er alltaf troðfrdlur. göngu Miklubrautina.
Hörður Gíslason, skrifstofustjóri hjá hraðleið milli Breiðholts
og er til þe8s ætlaður að
ki fljótt og ömgglega frá
íbúðarhverfinu niður í bæ.
beðið um það frá Borg-
. arspítalanum að tengBlin milli
spítalans og Breiðholtsins yrðu bætt
og út af því var tekin upp sú ný-
breytni að láta vagninn fara Lista-
brautina á kvöldin og um helgar en
sú þjónusta er minna notuð en búist
var við.
Vagninn er mikið notaður á anna-
tímum og það þjónar því ekki til-
gangi hans að fara út af Miklubraut-
inni á morgnana og lengja þar með
ferðina. Að svo komnu máli er ekki
fyrirhugað að breyta þessu þvi hægt
er að taka vagna neðan frá Breið-
holti og að Grensáastöðinni og
skipta þar um.
Varðandi þá spumingu að hafa tvo
vagna á morgnana á leið 13 þá er
alltaf reynt að láta annan vagn
fylgjaáeftirefsá fyrsti er að fyllast
Útvegsbankamálið:
„Pýla einkageirans“
Konráð Friðfinnsson skrifar:
Einu sinni var til banki sem kenndur
var við útveginn. Hann var í upphafí
síns ferils og lengi framan af stór og
fyrirferðarmikill, stofiiaður að ég held
á fyrstu áratugum aldarinnar til að
þjónusta sjávarsíðuna, eins og heitið
ber með sér. Það gerði Útvegsbankinn
af einstakri ræktarsemi, svo mikilli
að á endanum varð álagið á stofiiör-
yggið fúllmikið og lagði greyið lárétt
í rúmið með tíu tær upp í loft. Þannig
er ástand hans nú.
Þegar hér er komið sögu þorði eng-
inn að þekkja og því síður að eiga
viðskipti við vesalings þreytta appar-
atið sem í blóma lífsins man fífil sinn
mun fegri. Bankinn gat ekki sagt nei
við nokkum útgerðarmann og því fór
sem fór. Vanþakklætið ríður ekki við
einteyming í vorri veröld. Menn troða
og hrækja á aumingja Útvegsbankann
sem er að deyja úr skömm yfir að geta
ekki lengur lánað einhveiju Hafskipi
þó ekki væri nema faeina aura með
veði í einskis nýtu drasli hér og þar á
hnettinum.
En þegar neyðin er stærst er hjálpin
næst, segir máltækið. Dag einn birti
þessi lifandi ósköp upp. Himnesk ljós
böðuðu bankann í umtali og athygli
með þeim afleiðingum að kjaftagang-
urinn rauk beint inn í raðir hæstvirtu
ríkisstjómar íslendinga og olli þar
óskaplegum taugatitringi.
SÍS samvinnumaður var sem sagt
mættur til leiks með fúlgur fjár í hand-
arkrikanum til að gleðja lúinn,
misnotaðan og löngu þurrausinn pen-
ingaskáp og gæða hann lífi og sjálfs-
virðingu á ný. Fátt annað vakti fyrir
SÍS samvinnumanni. Hann botnar
ekki fyllilega í öllum þeim látum sem
orðin em nefndu máli að lútandi enda
hrekklaus framsóknarþegn, að eigin
sögn.
„Ríkið á að ráða hæfari stjómendur en því miður hafa setið í Útvegs-
bankanum til að gæta hagsmuna hans.“
Slíka góðmennsku þolir einkageir-
inn vitaskuld illa, sem vonlegt er.
Einkaframtakið hugðist nefrúlega
næla í Útvegsbankann með húð og
mestöllu hárinu en að sjálfeögðu án
verstu skuldanna sem á honum hvíla.
Framtakið ákvað þó að halda að sér
skönkunum í þeirri von að á endanum
gæfist ríkið upp á biðinni og færði því
Útvegsbankann á silfurfati. Margt
benti reyndar til að svo yrði á tíma-
bili og skal því engan undra þó að
einkadeildin sé um þessar mundir í
hinni verstu fylu vegna ótímabærs
upphlaups SÍS samvinnumanns sem
að mati fyrrgreindra aðila býr nú þeg-
ar við óeðlilega mikið umfang, hálf-
gerða einokim. Einkaframtakið kýs
öðruvísi einokun í höndum fárra
góðra.
Ég er þeirrar skoðunar að rangt
væri af rikinu að selja margtugginn
bankann á því verði sem í boði er.
Ríkið á að hætta þeirri leiðu iðju sinni
að gefa gæðingum en ráða þess í stað
hæfari stjómendur en þvf miður hafa
setið í Útvegsbankanum til að gæta
hagsmuna hans.
Póstur og sími:
„Guðsvoluð einokunar-
stofnun“
Bella símamær skrifar:
Alveg er hún yfirgengilega léleg
símaþjónustan hér á landi. Skyldi það
nokkurs staðar annars staðar tíðkast
fyrir vestan jámtjald að ekki sé hægt
að ná beinu símasambandi við nær-
liggjandi símasvæði klukkutímum
saman.
Ég öfúnda ekki blaðamenn og aðra
þá sem þurfa að vinna fyrir kaupinu
sínu með því að ná sambandi við fólk
í öðrum byggðarlögum. Svo virðist
þessari draugastofiiun vera í sjálfevald
sett, hvenær, hvemig og hversu mikið
hún hækkar afiiotagjöldin.
Forsvarsmenn Pósts og síma ættu
að skammast sín fyrir þá lélegu þjón-
ustu sem þeir veita viðskiptavinum
sínum.
Skipulagsleysið, ókurteisin, hrokinn
og úrræðaleysið hjá þessari guðsvol-
uðu einokunarstofriun em löngu orðin
augljós dragbítur á viðskiptalíf og
upplýsingastreymi í landinu.
Er ekki kominn tími til að stokka
upp hjá þessari stofiiun og huga að
ábyrgð þeirra sem fara með völdin?
Það er hætt við því að munnvikin fari
að síga niður á við hjá henni Bellu
símamær eftir viðskipti hennar vlð þá
„guðsvoluðu drauga- og einokunar-
stofnun" sem henni finnst Póstur og
sfmi vera.
„Radar-
mælið í
ómerktum
bílum“
Mæður hringdu:
Við viljum beina þeirri áskorun
til lögreglunnar að hafa alla bíla
sem starfa við radarmælingar
þannig að þeir séu ekki þekkjan-
legir sem lögreglubílar. Oðru vísi
ná þeir ekki ökuníðingunum.
Fólk sem býr í íbúðahverfunum
hefúr tekið eftir því að ökuníðing-
ar keyra eins og englar er merktir
lögreglubílar eru við mælingar en
taka svo upp sama aksturslagið er
mælingu lýkur.
Óskum við þess að lögreglan taki
þetta til greina. Því það sér hver
maður að það er vita gagnslaust
að reyna að ná þeim sem keyra
of hratt á merktum bílum.
Þorgrimur Guðmundsson, varð-
stjóri hjá umferðardeild lögregl-
unnar:
Stefiian hefúr ætíð verið sú að
vera með merkta bíla í radarmæl-
ingunum. Meginástæða þessa er
sú að við förum ekki í felur né
leggjum gildrur fyrir fólk. Lögregl-
an hefur oftsinnis verið ásökuð um
shka hluti og ég er hræddur um
að það yrðu einhver lætin ef við
myndum fara að radarmæla í
ómerktum bílum. Það yrði sagt að
við værum að leggja gildrur, að
hér væri lögregluríki, o.s.fr.
Það er staðreynd að það næst
aldrei jalngóður árangur í merkt-
um lögreglubílum og ómerktum.
Það hefúr verið kannað að radar-
mæla í ómerktum bílum og það gaf
góða raun en við viljum forðast
það að fara í felur.