Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1987, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1987, Blaðsíða 34
MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 1987. ALSTIGAR ALLAR GERÐIR SÉRSMÍÐUM BRUNASTIGA O.FL. Kaplahrauni 7, S 651960 Aðeins á kr. 2.390.- settið, meðan birgðir endast. rrr. HJÓLKOPPAR Kvikmyndahús Kvikmyndir Á ferðalagi Breyttur og betri Superman Óðum styttist í að fjórða Superman- myndin berist hingað til lands. FVrst verða menn að sjá hvemig löggumar á hæðum Beverly Hills leggjast í landann, hvort hún verður sýnd um lengri eða skemmri tíma. Ef marka má vinsældir hennar vestanhafs mun hún falla vel í kramið hér á landi. Því er enn óákveðið hvenær Christopher Reeve í hlutverki ofur- mennsins hefur flugið í Háskólabíói, fyrr en síðar kemur kappinn. Superman er enn sem áður allur af vilja gerður til þess að rétta fram hjálparhönd og jafnvel mannlegri nú en nokkru sinni. Ekki veitir af á kjamorkuöld. í raun hafði Christo- pher Reeve þessi mannlegu tilmæli í frammi því ella myndi hann ekki hafa klæðst búningi ofúrmennisins að nýju. Þetta var samþykkt af Cannon bræðrum, en þeir keyptu kvikmyndaréttinn af Alexsander Salskind er framleitt hafði þijár fyrri myndimar. Söguþráðurinn er í stuttu máli á þessa leið: Á ungan skóladreng að nafiú Jeremy leggjast allar áhyggjur heimsins eða hugarangur vegna kjamorkuvígbúnaðarins. Leiðtogar heimsins funda og koma sér ekki saman um eyðingu kjamavopna. Ákveður hann því að senda eina manninum, sem mögulega getur bjargað heiminum, bréf og biðja hann að aðstoða. Bréfið sannfærir Superman og blaðamanninn og hann býður fram hjálp sína. Superman mætir á fund Samein- uðu þjóðanna og er reiðubúinn til að leggja til atlögu úti í geimnum og sprengja kjamavopnin í loft upp. Mikill friðarvilji býr innst með leið- togunum og samþykkja þeir tillögu hans og allur heimurinn gleðst. En alltaf em mikil illmenni til staðar, ekki síst í Supermanmynd- um. Að þessu sinni er það Lex Luthor, hann gleðst yfir uppátæki Superman og sér sér nú loks fært að selja kjamorkuvopn. Hefst mikill hasar og sem fyrr sigrast ofúrmennið á andstæðingnum, ellegar væri ekki hægt að framleiða fleiri Superman- myndir. Mikið væri nú gott að hafa eins og einn Superman í okkar heimi. Mörg stór nöfn koma ævinlega fyrir í þessum myndum, þar á meðal muna menn eftir Marlon Brando sem lék föður Superman í fyrstu myndinni, en nú verður það Gene Hackman, Mariel Hemingway, að venju Margot Kidder í hlutverki Louis Lane og Jackie Cooper. Leik- stjóri er Sidney J. Furie. Hann hefur komið viða við í spennumyndum. Við megum sumsé vænta þess að Superman komi við hér á landi er laufin taka að falla af trjánum. Þau renna ennþá hýru auga hvort til annars, Louis Lane og Superman. Hvrtárvatn og Hvítámes I Karlsdrætti. I bakgrunni má sjá Norðurjökulinn þar sem hann fellur ofan í Hvitárvatn og Skriðufell lengst til vinstri. Fljótlega eftir að komið er yfir Sandá sunnarlega á Kjalveginum er komið að Grjótá sem er óbrúuð á en yfir- leitt góð yfirferðar og ekki til trafala. Fyrir ofan Gijótána blasir heljarm- ikið fjall við. Það er Bláfell sem er 1204 metra hátt og er hæsta fjafi á Suðvesturlandi. Þetta er eitt svip- mesta fjall sem sést úr byggð á Suðurlandi þegar Hekla og Eyja- fjallajökull eru undanskilin. Útsýni af toppi Bláfells er mikil- fenglegt og vítt. Af veginum, sem liggur yfir Bláfellsháls, er ekki síður stórfenglegt útsýni til vesturs. Ber þar hæst Jarlhettumar, svartir tind- ar og í gegnum skörðin sér í drif- hvítan Langjökulinn. Þegar litið er 10 ARA ABYRGÐ í suðurátt má greina úðamökk yfir Gullfossi og í norðri liggur Hvítár- vatnið. Rétt eftir að komið er niður af hábungu Bláfellshálsins er stór varða á vinstri hönd. Sú trú hefúr myndast að í þessa vörðu þurfi að bæta nokkrum steinum eigi förin að heppnast vel. Vegurinn hggur nú í sveigju niður að Hvítá og þar má segja að hinn eiginlegi fomi Kjalvegur byiji. Hvítáin var alstærsti farartálminn á Kili til foma áður en feijubátar komu á ána. Ekki var fært yfir ána fyrr en snjóa hafði leyst og vorflóð- um var lokið. Þá var riðið yfir á svonefndu Skagfirðingavaði en naf- nið sýnir berlega hveijir notuðu leiðina mest. Nú þurfa ferðalangar ekki að hafa áhyggjur af neinu slíku því áin er brúuð. Hvítámes, Hvítárvatn og nánasta umhverfi era einn tilkomumesti og fegursti staður í óbyggðum íslands. Þar hðast niðandi ár, sumar kristals- tærar, aðrar mórauðar af jökul- raðningi. Stöðuvatnið er langt og breitt, fimmta stærsta vatn á ís- landi. Jöklar liggja að svæðinu og falla niður í vatnið og hin svipmiklu fjöll og iðgrænar engjalendur era einsdæmi svo langt uppi á öræfum. Vestan við Hvítárvatn ganga tveir stórir skriðjöklar fram úr Langjökh; SuðuijökuU og Norðurjökull. Suð- uijökull hefur hörfað mikið og nú fellur hann ekki lengur ofan í vat- nið. Á milli skriðjöklanna tveggja er Skriðufell með íshvel Langjökuls, alls 1235 m hátt, ofan á sér. Norður- jökull fellur svo hægra megin við Skriðufellið ofan í vatnið, brattur og sprunginn. Oft heyrist á sumrin urg og sarg í jökulsprungunum þeg- ar jakabákn ýtast til. Stundum detta stórir jakar fram af jöklinum, ofan í vatnið og standa í botninum en aðrir fljóta um. Frá Kjalveginum liggur afleggjari inn að Hvítámesi en þar stendur fyrsta sæluhús Ferðafélags Islands reist árið 1930 og endurbyggt árið 1977. Sögur fara af miklum reimleik- um í húsinu en eigi verður lagður dómur á það hér. Hvítámes, sem er víðáttumikið, blautt graslendi er orðið til við framburð Fúlukvíslar. Inn með Hvítárvatni upp við Norð- uijökul er vogur sem heitir Karls- dráttur. Vogurinn heitir svo því þar dvaldist eitt sinn karl nokkur eins- amall við veiðiskap. Hann lét fol- aldsmeri synda með nettogið yfir fjörðinn og dró svo fiskinn í netið. í brekkunum upp af Karlsdráttum er sólríkt og þar vex kjarr og blóm- skrúð er þar óvenjumikið svo hátt til ijalla. Þar hafa fundist einar 80 til 90 háplöntur á litlum bletti. Þjóðleikhúsið ■II Sala aðgangskorta hefst fimmtudag- inn 3. september. Verkefni í áskrift leik- árið 1987-1988. Rómúlus mikli eftir Friedrich Durrenmatt. Brúðarmyndin ^aftir Guðmund Steinsson. Vesalingarnir, Les Miserables, söngleikur byggður á skáldsögu eftir Victor Hugo. Listdanssýning Islenska dansflokksins. A Lie of the Mind eftir Sam Shepard. Fjalla-Eyvindur eftir Jóhann Sigurjónsson. Lygarinn eftir Goldoni. Verð pr. sæti á aðgangskorti með 20% afs- lætti kr. 4320. Ath! Fjölgað hefur verið sætum á aðgang- skortum á 2.-9. sýningu. Nýjung fyrir ellilifeyrisþega: Aðgangskort fyrir ellilífeyrisþega á 9. sýn- ingu kr. 3300. Kortagestir leikárið 1986-1987: Vinsamlegast hafið samband við miðasölu fyrir 10. september, en þá fara öll óseld aðgangskort i sölu. Fyrsta frumsýning leikársins, Hómúlus mikli, verður 19. september. Almenn miðasala hefst laugardaginn 12. september. Miðasala opin alla daga kl. 13.15-19 á meðan sala aðgangskorta stendur yfir. Sími í miðasölu 11200. LUKKUDAGAR 31. ágúst 16853 Hljómplata frá FÁLKANUM að verðmæti kr. 800. Vinningshafar hringi í sima 91-82580. Bíóborgin Tveir á toppnum Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Sérsveitin Sýnd kl. 5, 7,9 og 11. Bláa Bettý Sýnd kl. 5, 7.10 og 9.20. Bíóhúsið Undir eldfjallinu Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Bíóhöllin Tveir á toppnum Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. The Living Daylights Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Angel Heart Sýnd kl. 5 og 10. Lögregluskólinn 4. Sýnd kl. 5 og 7. Innbrotsþjófurinn Sýnd kl. 9 og 11. t* Blátt flauel Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Um miðnætti Sýnd kl. 7.30. Háskólabíó Gínan Sýnd kl. 7, 9 og 11. Laugarásbíó Rugl í Hollywood Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Valhöll Sýnd kl. 5, 7,9 og 11. Foli Sýnd kl. 5, 7,9 og 11. Regnboginn Vildi að þú værir hér Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Kvennabúrið Sýnd kl. 9 og 11.15. Villtir dagar Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Herdeildin Sýnd kl. 3, 5.20, 9 og 11.15. Þrír vinir Sýnd kl. 3, 5 og 7. Otto Sýnd kl. 3.05, 5.05, 9.06 og 11.15. Herbergi með útsýni Sýnd kl. 7. Stjömubíó Óvænt stefnumót Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 Neðanjarðarstöðin Sýnd kl. 7 og 11. Wisdom Sýnd kl. 5 og 9. BINGO! Hefstkl. 19.30 Aðalvlnnlnqur að verðmaetl kr,40 bús. Helldarverðmaetl vlnnlnga kr.180 bús. TEMPLARAHÖLUN Eiríksgötu 5 - S. 20010 iubn3 .Ifem iQðipsd .iBpnirfi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.