Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1987, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1987, Qupperneq 6
6 MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 1987. Fréttir Akureyri 125 ára: Gyifi Kristjánssan, DV, Akuieyii Dagskrá hátíðarhaldanna á Ak- ureyri í tileíhi 125 ára afmælis Akureyrarbæjar hófet formlega kl. 8.20 er forseti íslands frú Vigdís Finnbogadóttir kom í opinbera heimsókn til bæjarins. Fjöldi bæjarbúa var mættur á flugvellinum í morgunsárið er Fokkervél Flugleiða renndi upp að flugstöðvarbyggingunni. Lúðrasveit lék létt lög og skátar og lögreglumenn stóðu heiðurs- vörð er frú Vigdís gekk niður landganginn og ungur piltur færði henni blómvönd. Afmælisnefnd Akureyrar tók á Fjöldi fólks fagnaði forseta íslands frú Vigdísi Finnbogadóttur þegar hún kom til Akureyrar. DV-mynd GK móti forsetanum, þeir Gunnar Ragnars, forseti bæjarstjómar, Sigfús Jónsson bæjarstjóri, Freyr Ófeigsson, varafoi'seti bæjarstjóm- ar, og Sigurður Jóhannesson bæjarfúlltrúi, ásamt eiginkonum þeirra. Frá flugvellinum var ekið í lög- reglufylgd að Hótel KEA þar sem forsetinn bjó á meðan heimsókn stóð yfir og stóðu skátar heiðurs- vörð á leiðinni frá flugvellinum að hótelinu. Suðaustan gola var i morgunsá- rið og örlítill rigningarúði. En menn vom i hátíðarskapi þrátt fyrir það og hátíðarhöldin vom formlega hafin. Ströng dagskrá hjá Vigdísi Gyifi Kristjánssan, DV, Akureyii Þetta var enginn venjulegur gestur á leiðinni i afmælisveisluna. Fallhlífar- maðurinn kom nefnilega færandi hendi, með hið nýja merki bæjarins. Og eins og sjá má biðu margir hans í ofvæni. DV-mynd GK 200 veislugestir á KEA Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR Innlán óverðtryggð (%) hæst Sparisjóðsbækur ób. 14-15 Ab.Bb, Lb.Sb, Sp.Úb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 15-19 Úb 6 mán. uppsögn 16-20 Ib.Vb, Úb 12 mán. uppsögn 17-26,5 Sp.vél. 18mán. uppsögn 25,5-27 Bb.lb Tékkareikningar 6-8 Allir nema Vb Sér-tékkareikningar 4-I5 Ab.lb, Vb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6 mán. uppsögn Innlán með sérkjörum 3-4 14-24.32 Ab.Úb Úb Innlán gengistryggð Bandaríkjadalir 5,5-6,5 Vb.Ab Sterlingspund 8,25-9 Ab.Úb, Vb Vestur-þýsk mörk 2,5-3,5 Ab.Vb Danskarkrónur 9-10,5 Ib ÚTLÁNSVEXTIR Útlán óverðtryggð (%) lægst Almennir víxlar(forv.) 28-28,5 Bb.Lb Viöskiptavíxlar(forv.)(1) 30-30,5 eða kge Almenn skuldabréf 29,5-31 Lb.lb. Vb Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir . Hlaupareikningaríyfirdr.) Útlán verðtryggð 30 Allir . Skuldabréf 8-9 Lb Útlán til framleiðslu isl. krónur 27-29 Bb SDR 8-8,25 Bb.Lb, Úb.Vb Bandaríkjadalir 8.5-8,75 Bb.Úb, Vb Sterlingspund 11,25- 11,75 Sp Vestur-þýsk mörk 5,5-5,75 Bb.Sp, Úb.Vb Húsnæðislán 3,5 Llfeyrissjóðslán 6-9 Dráttarvextir 40,8 MEÐALVEXTIR óverðtr. ágúst 87 28.8 Verötr. ágúst 87 VÍSITÖLUR 8,1% Lánskjaravísitala ágúst 1743stig Byggingavisitala ágúst (2) 321 stig Húsaleiguvísitala Hækkaði 9% 1. júli VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða (uppl. frá Fjárfestim arfélaginu): Avöxtunarbréf 1,2084 Einingabréf 1 2.248 Einingabréf 2 1,328 Einingabréf 3 1,396 Fjö'bjóðabréf 1,060 Gengisbréf 1,0241 Kjarabréf 2,246 Lífeyrisbróf 1,130 Markbréf 1,120 Sjóösbréf 1 1,095 Sjóðsbréf 2 1,095 Tekjubréf HLUTABRÉF 1,213 Söluverð aö lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 114 kr. Eimskip 278 kr. Flugleiöir 194 kr. Hampiöjan 118 kr. Hlutabr.sjóðurinn 118 kr. Iðnaöarbankinn 142 kr. Skagstrendingur hf. 182 kr. Verslunarbankinn 125kr. Útgerðarf. Akure. hf. 160 kr. (1) Við kaup á viöskiptavlxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aöilá, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki kaupir viðskiptavlxla gegn 30% ársvöxtum, Samv.banki og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðarbank- inn, Lb=Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, 0b = Útvegsbankinn, Vb = Versl- unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. (2) Byggingarvlsitala var sett á 100 þann 1. júll, en þá var hún í 320. Hún verður framvegis reiknuð út mánaðarlega, með einum aukastaf. Nánari upplýsingar um penlngamarkaðinn birtast f DV ð fimmtudögum. Það er óhætt að segja að hver mínúta hafi verið skipulögð í heimsókn for- seta íslands Vigdísar Finnbogadóttur er hún sótti Akureyri heim á afinælis- daginn. Vigdís kom á Akureyrarflugvöll kl. 08.20 í áætlunarflugi Flugleiða. Skömmu eftir komuna til Akureyrar sat Vigdís hátíðarfund bæjarstjómar. Þaðan var haldið til Akureyrarkirkju þar sem flutt var sérstök hátíðardag- skrá og flutti Vigdís þar ávarp. Næst lá leiðin á Hótel KEÁ í hádegisverð í boði bæjarstjómar. Strax að honum loknum biðu sjónvarpsupptökur í Ly- stigarðinum en síðan var haldið í miðbæinn þar sem Vigdís blandaði geði við bæjarbúa og tók þátt í hátíð- arhöldunum. Að því loknu var haldið á iðnsýn- Gyffi Kristjánsscm, DV, Akureyri: Það þótti við hæfi að gestir bæjar- stjómar Akureyrar snæddu kvöldverð sinn í Laxdalshúsi, elsta húsi á Akur- eyri. ingu í íþróttahöllinni og síðan gafst smátími til hvíldar þar til kvölddag- skráin hófst. Kvöldverður var í Laxdalshúsi kl. 18.45, síðan fylgdist forsetinn með af- mælisdagskrá Leikfélags Akureyrar á „Afinælisveisla handa Eyrarrós" og þaðan fór Vigdís í garðveislu í Lysti- garðinum. Komið var fram yfir miðnætti þegar dagskránni lauk og hafði Vigdís því verið á þönum á Akureyri í um 16 klukkustundir. Daginn tók hún að sjálfsögðu snemma en enginn gat merkt þreytumerki á Vigdísi. Hún virtist skemmta sér hið besta, gaf sig á tal við fólk sem á vegi hennar varð og allt viðmót hennar undirstrikaði enn einu sinni að Vigdís er þjóðhöfö- ingi fólksins sem landið byggir, enda vinsæl með afbrigðum. Matseðillinn þar samanstóð af sjáv- argulli á afinælisdiski, Laxdalsís með húsfriðunarsósu og kaffi var dmkkið í Laxdalsgarði. Með matnum var drukkið Pére Patriarche hvítvín. Gyffi Kristjánsscm, DV, Akureyri: Að lokinni hátíðardagskrá í Akur- eyrarkirkju á laugardagsmorgun gengu gestir niður kirkjutröppumar og inn á Hótel KEA þar sem hádegis- verður í boði bæjarstjómar Akureyrar beið þeirra. Til veislunnar var boðið um 200 gest- um og var þétt setinn salurinn á KEA. Meðal gesta vom forseti Islands frú Vigdís Finnbogadóttir, forsetaritari Komelíus Sigmundsson, Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra og frú, Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra og frú, Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra, Guðmundur Bjamason heilbrigðisráð- herra, allir þingmenn Norðurlands- Gyffi Kristjánssan, DV, Akuieyii Þrjú mál vom á dagskrá hátíðar- fundar bæjarstjómar Akureyrar sl. laugardag, samþykkt um stjóm Akur- eyrarbæjar og fúndarsköp bæjar- stjómar, samþykkt um skjaldarmerki Akureyrar og tilllaga um stækkun Amtsbókasafnsins. Gunnar Ragnars, forseti bæjar- stjómar, bauð gesti velkomna, forseta íslands, forsætisráðherra, viðskipta- ráðherra og þrjá fyrrverandi bæjar- kjördæmis eystra, fyrrverandi bæjarstjórar á Akureyri, þeir Magnús Guðjónsson, Bjami Einarsson og Helgi M. Bergs, Bjöm Friðfinnsson, formaður Sambands íslenskra sveitar- félaga, og sveitarstjómarmenn víðs vegar af Norðurlandi. Á matseðlinum var laxakæfa með sítrónusósu, lambahryggur með ís- lenskum fjallajurtum, skyrterta með bláberjum og kaffi. Með þessu drukku gestimir Gewurztraminer hvítvín og Piat Beaujolais rauðvín. Ávörp í veisl- unni fluttu Guðmundur Bjamason heilbrigðisráðherra, Bjöm Friðfinns- son, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og Birgir Þórðarson odd- viti. sfjóra á Akureyri, þá Magnús Guðjónsson, Bjama Einarsson og Helga M. Bergs. í samþykkt bæjarstjómarinnar um stækkun Amtsbókasafnsins em veitt- ar 2 milljónir króna til að hefjast handa við hönnun byggingarinnar. Áformað er að byggja nýtt hús norðan við núverandi safnhús sem er þegar orðið allt of lítið fyrir starfsemina en Amtsbókasafnið er prentskilasafh og veitir viðtöku öllu prentuðu máli sem gefið er út í landinu. „Ég nýt hverrar mínútu“ - sagði frú Vigdís Finnbogadottir sem tók virkan þátt í hátíðartiöldunum Gyffi Kristjánssan, DV, Akuieyii „Mér finnst þessi dagur einkennast af þeim myndarbrag og stórhug sem hefur ríkt hér á Akureyri við upp- byggingu bæjarsamfélags um langan aldur,“ sagði forseti íslands frú Vig- dís Finnbogadóttir er hún gaf sér smátíma í önnum sínum á afinæhs- daginn til að ræða við DV. „Það hefur lengi verið vitað að bæjarbragurinn hér á Akureyri hef- ur verið til mikillar fyrirmyndar, m.a. fyrir það að hér vom menn skjótir til að koma auga á nauðsyn þess að flytja gróður inn í þéttbýlið. Akureyringar hafa einnig sinnt öðm máli vel, máli sem er mér mjög hug- leikið, að vemda gömul hús. Augu manna um allt land em nú að opn- ast fyrir þeim sögulegu verðmætum sem við eigum í gömlum húsum. Að því er varðar daginn í dag sér- staklega, þá sýnast mér allir í afinælisskapi. Það er með bæi og byggðarlög sem halda upp á afinæli sín eins og heima hjá okkur einstakl- ingunum að allt það besta er fram- reitt fyrir gesti. Og ekki síst em Akureyringar þessa stundina að framreiða allt það besta fyrir sjálfa sig og hver fyrir annan. Svona hátíð- arhöld styrkja mjög böndin á milli fólksins og kærleika þess til átthag- anna,“ sagði Vigdís. Þegar hún var spurð að því í lokin hvort jafnströng dagskrá og hennar sl. laugardag á Akureyri væri ekki þreytandi svaraði hún: „Ég hef alltaf sama svarið við þessari spumingu. Það er ekkert erfitt sem er skemmti- legt og ég nýt hverrar mínútu." Hver mínúta í heimsókn Vigdisar forseta var skipulögð. Hér heilsar hún upp á lúðrasveit í göngugötuni. DV-mynd GK Laxdalsís með húsfnðunarsósu Byggt verður við Amtsbókasafriið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.