Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1987, Page 10
10
MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 1987.
Útlönd
300 milljónir Indverja
þjakaðar af þurrkum
Ján Oimur HaHdárascm, DV, Landan:
Einhverjir verstu þurrkar á allri
öldinni hafa dunið yfir Indland með
þeim afleiðingum að í það minnsta
þrjú hundruð milljónir manna verða
íyrir tilfinnanlegum skaða.
Monsúnrigningar sumarsins hafa
brugðist um allt norðan- og vestan-
vert landið en í austurhéruðunum
hafa gífurleg flóð skemmt heimili
milljóna manna. í einu fylki Indlands
urðu nær tvær milljónir manna að
flýja heimili sín vegna flóða í austan-
verðu fylkinu en milljónir hafa mátt
horfa á uppskeru sumarsins skrælna
í því vestanverðu.
Þessir þurrkar á Indlandi snerta
sennilega með beinum hætti tvöfalt
fleira fólk en þurrkamir í Afríku
gerðu fyrir tveimur ár.im þegar talið
var að hundrað og fimmtíu milljónir
manna hefðu beðið skaða. íbúar Ind-
lands eru að nálgast átta hundruð
milljónir og í landinu býr nær
tvöfalt fleira fólk en í allri Afr-
íku.
Gífurlegar afleiðingar
Ef þessir þurrkar heíðu dunið yfir
fyrir tveimur áratugum eða svo er
víst að milljónir manna hefðu fallið
úr hungri. Afleiðingar þeirra verða
gífurlegar fyrir efhahag Indlands og
sennilega fyrir stjómmál Indlands-
skaga en þó að vandræðin séu
umfangsmeiri erí í hungursneyðinni
í Afríku er næsta víst að mannfall
verður minna en þar gerðist.
Þegar Indland fékk sjálfstæði frá
Bretlandi fyrir réttum fjörutíu árum
nú í ágúst spáðu flestir að landinu
yrði sífellt erfiðara að sjá íbúum sín-
um fyrir mat. íbúar vom þá aðeins
um þijú hundruð og fimmtíu milljón-
ir og því var spáð af sérfræðingum
að Indverjar myndu þurfa að auka
innflutning matvæla jafnt og þétt.
Birgðasöfnun vandamál
Á síðustu tíu árum hafa hins vegar
orðið mikil umskipti í matvælabú-
skap Indverja og svo mjög að í fyrra
varð birgðasöfhun alvarlegt efha-
hagslegt vandamál. Umframbirgðir
af komi urðu þá þijátíu milljónir
tonna og Indland gaf tvö hundmð
þúsund tonn af mat til Eþíópíu og
fleiri Afríkulanda sem er meira en
nokkur af ríkustu löndum Evrópu
gáfu til samans. Síðustu mánuði hef-
ur gengið nokkuð á þessar birgðir
vegna viðvarandi þurrka í nokkrum
hémðum landsins. Enn munu þó
nær tuttugu og fjórar milljónir tonna
vera til í birgðageymslum ríkisins.
Verulegur mannfellir
Til samanburðar má nefria að í
hungursneyðinni í Eþíópíu i fyrra
og hittifyrra var matarskorturinn
talinn nema tveimur milljónum
tonna og í þeim vandræðum, sem em
að dynja yfir Eþíópíu nú, er rætt um
skort upp á rúmlega hálfa milljón
tonna. Matarbirgðir Indlands
myndu því duga fyrir tífalt umfangs-
meiri hungursneyð en varð í Eþíóp-
íu.
Þrátt fyrir þessar miklu birgðir er
ljóst að til verulegs mannfellis mun
koma á Indlandi á næstu mánuðum.
Þó samgöngukerfi Indlands sé til
mikilla muna betra og fullkomnara
en gerist í Afríku er víst að það mun
ekki anna flutningi á milljónum
tonna af mat frá birgðageymslum til
hinna hungraðu. Umfangsmikið
dreifingarkerfi er engu að síður til
staðar því fimm hundmð milljónir
manna fá að jafnaði niðurgreitt kom
úr skemmum ríkisins en stóraukið
álag rnun að líkindum trufla þetta
kerfi víða.
Erfiðara viðfangs
I hungursneyðinni í Afríku síðustu
ár hefur þetta sama vandamál reynst
mun erfiðara viðfangs en skorturinn
á mat. í flestum tilvikum var nægur
matur til í birgðageymslum eða á
hafnarbökkum eftir að matur fór að
berast í stórum stíl frá oflramleiðslu-
löndum norðursins en dreifing
matarins reyndist slíkt vandamál að
milljón féll úr hungri á einu ári.
Á hveiju ári deyja fimmtán millj-
ónir bama í þriðja heiminum úr
hungri en þessi tala breytist lítið þó
hungursneyðin dyr.ji einhvers staðar
yfir. Á Indlandsskaga, það er á Ind-
landi, Bangladesh og Pakistan, sem
er heimili eins milljarðs manna,
deyja í það minnsta fimm milljónir
bama á hveiju ári vegna beinna af-
leiðinga hungurs og fátæktar.
Hungursneyðin í Eþíópíu, sem
kallað hefur á gífurleg viðbrögð á
Vesturlöndum við hungri í þriðja
heiminum, breytti lítið tölum um
mannfall úr hungri það árið því flest
fómarlömb hungursins deyja í þeirri
daglegu baráttu um alla Asíu, Áfríku
og Suður-Ameríku sem ekki breytist
frá ári til árs og kemur veðurfari
ekkert við.
Ekki neyðarástand
Það em öllu fleiri fátæklingar á
Indlandi en sem nemur íbúum í Afr-
íku en engu að síður mun Indland
standa af sér þessa þurrka án slíks
neyðarástands sem orðið hefur um
alla Afríku síðustu ár. Ástæðumar
fyrir þessu em margar en þó einkum
tvær. Á síðustu árum hafa Indveijar
fjárfest mjög í landbúnaði og þó
stærstur hluti þessarar fjárfestingar
hafi einkum gagnast ríkari bændum
í Punjab og víðar á Norður-Indlandi
hefur indverska ríkið einnig varið
miklu fjármagni og orku í að aðstoða
smábændur um landið allt. Þessi
aðstoð er ekki sfst í formi ráðgjafar
og í formi smálána til kaupa á drátt-
aidýrum eða einfóldum verkfærum.
Um leið hefur ríkið keypt matvæli
af bændum á mun hærra verði en
bændur í Afríku fá fyrir sína fram-
leiðslu. Ríkið hefur þannig bæði
miðstýringu, styrkjakerfi og annað
sem heyrir til áætlanabúskap og um
leið beitt þeim hvata markaðskerfis-
ins að kaupa mat frá bændum á verði
sem hvetur til aukinnar framleiðslu.
Eins er land á Indlandi að mestu í
einkaeign og eitthvað hefur miðað,
þó ekki sé mikið, við uppskiptingu
á stórum jörðum til hinna fátæku
sem virkja þessar jarðir.
Niðurgreiddur matur
1 Afríku hefur stefría flestra ríkja
í landbúnaði miðast við að auka
framleiðslu á matvælum til sölu á
Evrópumarkaði og hins vegar við
að tryggja ódýr matvæli fyrir íbúa
borganna. Seinna markmiðinu hefur
í vaxandi mæli verið náð með inn-
flutningi á mat, frekar en með
framleiðslu, því bæði er oft unnt að
fá mat gefinn frá Vesturlöndum og
eins er hægt að kaupa sem næst
ótakmarkað magn af niðurgréiddum
mat frá Evrópu og Bandaríkjunum
þar sem offramleiðslan er eitt erfið-
asta vandamálið í efiiahagslífinu.
Sala á niðurgreiddum mat til Afríku
er ódýrari leið fyrir Bandaríkin og
Evrópubandalagið en að eyðileggja
offramleiðsluna eða borga bændum
styrki til að draga úr framleiðslu.
Um leið hefur mikið af besta landi
Afríku verið tekið undir ræktun á
bómull, kaffi, hnetum og fyrir kvik-
fénað sem slátrað er fyrir Evrópu-
markað. í einu landi Afríku,
Botswana, svo eitt dæmi sé tekið,
er útflutningur á kjöti til Evrópu
mikilvægasta grein landbúnaðarins
en sextíu prósent íbúanna lifa hins
vegar á matvælaaðstoð sem að
mestu kemur frá Evrópu.
Vaxandi atvinnuleysi
Stefna Indlands í efiiahagsmálum
hefur frá upphafi snúist um sjálfs-
þurftarbúskap og Indland hefur þvi
ekki með sama hætti og Afríka sog-
ast inn í þann vítahring sem við-
skipti við Vesturlönd hafa reynst
Afríku. Ef stefna landsins hefði verið
lík því sem gerst hefur í Afiíku stæði
heimurinn nú frammi fyrir einhverri
ógurlegustu hungursneyð sögunnar.
Þess í stað em áhyggjur manna
einkum bundnar við vaxandi at-
vinnuleysi í kjölfar þurrkanna
frekar en við mannfelli.
Rajiv Gandhi hefur átt erfiðara ár
en flestir stjómmálamenn heimsins.
Hvert áfallið hefur rekið annað og
andstaðan gegn forsætisráðherran-
um á Indlandi hefur magnast síðustu
mánuði svo mjög að yfirgnæfandi
meirihluti stuðningsmanna hans á
þingi dugar ekki lengur til að tryggja
setu hans á valdastóli.
Án erlendrar aðstoðar
Gandhi hefur aflýst heimsókn til
Evrópu til þess að stjóma sjálfur
skipulagningu á viðbrögðum við
þurrkunum en það hjálparstarf sem
er að fara af stað verður að líkindum
einhver umfangsmesta aðgerð af því
tagi í sögunni en Indverjar munu sjá
um þetta að mestu án aðstoðar er-
lendis frá.
Gagnrýni á sein viðbrögð stjómar-
mnar hefur aukist síðustu daga og
vikur og eins hafa miklar deilur ris-
ið milli fylkja landsins sem beijast
um peninga og aðstoð frá sambands-
stjóminni í Delhi. Flestir Indverjar
gera sér þó að líkindum ljóst við
hvert vandamál er hér að glíma og
eitt af þeim dagblöðum sem harðast
hafa gagnrýnt Rajiv Gandhi síðustu
mánuði sagði nú í vikunni að ind-
verska þjóðin yrði að standa saman
um aðgerðir gegn vandanum og
gleyma pólitískum deilumálum í bili.
Milljónir manna á vestanverðu Indlandi hafa mátt horfa á uppskeru sumarsins skrælna og
þola skort á neysluvatni vegna þurrka. Áhyggjur manna eru þó einkum bundnar við vaxandi
atvinnuleysi en við mannfall af völdum þurrkanna.
Umsjón: Halldór Valdimarsson og Ingibjörg Bára Sveinsdóttir
Stundum
GULLI
verður bókvitið í askana látið
Það á við um
BUNAÐARBANKINN
TRAUSTUR BAINIKI