Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1987, Page 29
MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 1987.
41
dv Fólk í fréttum
Guðmundur J.
Guðmundsson
Guðmundur J. Guðmundsson,
formaður Verkamannasambands Is-
lands, var í fréttum DV að nýafstað-
inni ráðstefhu Verkamannasam-
bands Islands.
Guðmundur Jóhann Guðmunds-
son er fæddur 22. janúar 1927 í Rvík
og stundaði nám í gagnfræðaskóla
þar 1941-1944. Hann hefúr unnið
ýmis störf frá 1944, aðallega verka-
mannavinnu, en var lögregluþjónn
á Siglufirði á sumrin 1946-1950. Guð-
mundur var starfsmaður Verka-
mannafélagsins Dagsbrúnar í Rvík
frá 1953 og var í stjóm þess frá 1953.
, Hann var varaformaður Dagsbrúnar
1961-1982 og formaður frá 1982. Guð-
mundur hefur verið formaður
Verkamannasambands Islands frá
1976. Hann hefur setið í miðstjóm
ASÍ frá 1980 og var borgarfulltrúi í
Rvík 1958-1962. Guðmundur var al-
þingismaður Reykvíkinga
1979-1987. Hann var forseti Æsku-
lýðsfylkingarinnar, sambands ungra
sósíalista, 1950-1952 og í miðstjóm
Sósíalistaflokksins frá 1954 og síðan
Alþýðubandalagsins 1966-1976.
Kona Guðmundar er Elín for-
stöðukona Torfadóttir, G. stjómar-
ráðsfulltrúa í Rvík Þórðarsonar, og
konu hans, Önnu Úrsúlu Bjöms-
dóttur. Böm þeirra em Gunnar Öm,
Sólveig, Guðmundur Halldór og Elín
Helena.
Foreldrar Guðmundar em Guð-
mundur Halldór Guðmundsson,
sjómaður í Rvík, og kona hans, Sól-
veig Jóhannsdóttir.
Faðir Guðmundar, Guðmundur
Halldór, var sonur Guðmundar, b.
og sjómanns á Hjallkárseyri við
Arnarfjörð, Friðrikssonar, b. á
Hrafnseyrarhúsum, Jónssonar,
prests á Hrafhseyri, Ásgeirssonar,
prófasts í Holti í Önundarfirði, Jóns-
sonar, bróður Þórdísar, móður Jóns
forseta, og Jens Sigurðssonar rekt-
ors, langafa Jóhannesar Nordal
seðlabankastjóra. Móðir Jóns, prests
á Hrafnseyri, var Rannveig Matthí-
asdóttir, sonarsonar Ólafs lögsagn-
ara á Eyri, systir Jóns, prests í
Amarbæli, langafa Áma, fóður
Matthíasar Á. Mathiesen ráðherra.
Bróðfr Friðriks á Hrafnseyrarhúsum
var Ásgeir, afi Matthíasar Jónasson-
ar sálfrseðings, föður Bjöms hag-
fræðings. Hálfbróðir Friðriks var
Auðun, langafi Styrmis Gunnars-
sonar ritstjóra og Haraldar Blöndal
lögfræðings. Systfr Guðmundar á
Hjallkárseyn var Bjamey, amma
Hrafns yfirlæknis og Bjama júdó-
kappa sem vann bronsverðlaun í
júdó á síðustu ólympíuleikum, Frið-
rikssona. Bróðir Guðmundar var
Jón, langafi Geirs Waage, prests í
Reykholti, fv. formanns Prestafélags
íslands.
Móðir Guðmundar var Sólveig
Jóhannsdóttir, b. í Heysholti í Borg-
arfirði, Jóhannessonar, b. á Narfeyri
Þórðarsonar, en móðir Sólveigar var
Friðsemd fkaboðsdóttir, b. á Krossi
í Haukadal í Dölum, Þorgrímssonar.
Guðmundur J. Guðmundsson, for-
maður Verkamannasambands
Íslands.
Afmæli
Ágúst Jóhannsson
Ágúst Jóhannsson, Birkivöllum
19, Selfossi, verður sextugur í dag.
Hann er fæddur og uppalinn á
Teigi í Fljótshlíð. Ágúst varð gagn-
fræðingur frá Héraðsskólanum á
Laugarvatni og var í búfræðinámi í
Danmörku 1952-1953. Hann var
bóndi á Teigi í Fljótshlíð 1955-1972
en hefur síðan unnið hjá Kaupfélagi
Ámesinga á Selfossi, fyrst sem lager-
stjóri og síðan við innheimtu, og er
auk þess mikill hestaáhugamaðm-.
Kona Ágústs er Sigrún Runólfs-
dóttir, vélstjóra og útgerðarmanns í
Bræðratungu í Vestmanneyjum,
Runólfssonar og konu hans, Únnar
Þorsteinsdóttur. Böm þeirra em
Unnur, sem vinnur hjá Þjóðviljan-
um, sambýlismaður hennar er Atli
Bergmann, hjúkrunarmaður á Von,
Margrét bókagerðamemi, Runólfur
laganemi, giftur Ástu Björku Stef-
ánsdóttur, og Jóhann, húsasmiður
og tækniskólanemi á Selfossi.
Systkini Ágústs em Albert, kenn-
ari á Skógum, giftur Erlu Þorbergs-
dóttur, Guðni, tryggingafúlltrúi á
Selfossi, giftur Svanlaugu Sigurjóns-
dóttur, Sigrún, gift Nikulási
Guðmundssyni, bifreiðarstjóra á
Hvolsvelli, Ámi, b. á Teigi II, giftur
Jónínu Jónsdóttur, og Jens, b. á
Teigi I, giftur Auði Ágústsdóttur.
Foreldrar þeirra vom Jóhann
Jensson, b. á Teigi í Fljótshlíð, og
Margrét Albertsdóttir.
Faðir Ágústs, Jóhann, er sonur Jens,
b. í Ámagerði í Fljótshlíð, Guðna-
sonar, b. á Torfastöðum í Fljótshlíð,
Jónssonar, b. á Sauðtúni í Fljótshlíð,
Eyvindssonar, en langafi Jóns var
Eyvindur duggusmiður er smíðaði
einna fyrstur haffæra duggu á seinni
öldum. Móðir Jóhanns var Sigrún
Sigurðardóttir, b. á Torfastöðum,
Ólafssonar, b. á Kvoslæk í Fljóts-
hlíð, Ambjamarsonar. Móðir Sig-
rúnar var Guðrún Ólafsdóttir, b. á
Múlakoti í Fljótshlíð, Ámasonar, og
konu hans, Þómnnar ljósmóður
Þorsteinsdóttur, b. og smiðs á Vatns-
skarðshólum í Mýrdal, Eyjólfssonar.
Móðir Ágústar, Margrét, er dóttir
Alberts, b. á Teigi, Eyvindssonar, b.
á Skipagerði í Landeyjum, Þor-
steinssonar, sem kominn var í fjórða
70 ára__________________________
Karólína Stefánsdóttir, Bergþóru-
götu 6b, Reykjavík, er 70 ára í dag.
Þórður Guðmundsson bifreiðar-
stjóri, Víðigrund 25, Kópavogi, er
70 ára í dag.
Sigríður Kristbjörnsdóttir, Meltröð
4, Kópavogi, er 70 ára í dag.
60 ára__________________________
Kristín Jóhanna Eiríksdóttir,
Sogavegi 94, Kópavogi, er 60 ára í
dag.
Jóna G. Einarsdóttir, Ystabæ 9,
Reykjavík, er 60 ára í dag.
Jón Árni Egilsson, Hátúni 29,
Reykjavík, er 60 ára í dag.
50 ára
Bolli Kjartansson viðskiptafræð-
ingur, Hjarðarhaga 13, Reykjavík,
er 50 ára í dag.
Bjarni Ásgeirsson fjármálastjóri,
Barðaströnd 41, Seltjarnamesi, er
50 ára í dag.
Elsa Georgsdóttir, Hátúni 12,
Reykjavík, er 50 ára í dag.
Júlía Sigurgeirsdóttir, Þverholti 7,
Keflavík, er 50 ára í dag.
Inga Valdis Tómasdóttir, Smára-
grund 2 , Sauðárkróki, er 50 ára í
dag.
Helgi Jónsson, Merkigili, Akra-
hreppi, er 50 ára í dag.
Sigurjón Þórarinsson rafvélavirki,
Mýrarseli 11, Reykjavík, er 50 ára
í dag.
Ágúst Jóhannsson.
lið af Fjalla-Eyvindi, og konu hans
Ambjargar Andrésdóttur, b. á
Hemlu í Landeyjum, Andréssonar.
Móðir Margrétar var Salbjörg Tóm-
asdóttir, b. á Amarhóli i Landeyjum,
Jónssonar, b. á Heylæk í Fljótshlíð,
Tómassonar, b. á Teigi í Fljótshlíð,
Jónssonar, dóttursonur Þorbjargar,
systur Jóns Þorlákssonar, prests og
skálds á Bægisá.
Margrét Teitsdóttir, Garðabraut
45, Akranesi, er 50 ára í dag.
Elín Skarphéðinsdóttir, Austur-
gerði 4, Kópavogi, er 50 ára í dag.
40 ára____________________________
Þórður Þórðarson, Garðabraut 20,
Akranesi, er 40 ára í dag.
Ragnar Jónasson, Hofteigi 40,
Reykjavík, er 40 ára í dag.
Edda Farestveit, Hjallavegi 34,
Reykjavík, er 40 ára í dag.
Brynja Pálmadóttir, Heiðargerði
11, Húsavík, er 40 ára í dag.
Rannveig Hjaltadóttir, Einibergi 5,
Hafnarfirði, er 40 ára í dag.
Haraldur Sigurðsson, Bergsholti 9,
Mosfellsbæ, er 40 ára í dag.
Guðrún Ása Þorvaldsdóttir, Móa-
síðu 8e, Akureyri, er 40 ára í dag.
Bogi Þórðarson
Bogi Þórðarson, fyrrv. kaupfé-
lagsstjóri, Hraunhólum 9, Garðabæ,
er sjötugur í dag. Bogi er fæddur að
Haugum i Stafholtstungum í Mýra-
sýslu. Hann ólst upp hjá foreldrum
sínum sem fluttu í Borgames þegar
hann var bam að aldri. Þar bjó Bogi
hjá foreldrum sínum til þijátíu og
tveggja ára aldurs. Bogi stundaði
nám við V.í. og lauk þaðan prófi
árið 1937. Árið 1950 flutti Bogi vest-
ur á Patreksfjörð og var kaupfélags-
stjóri hjá Kaupfélagi Patreksfjarðar
í tuttugu ár, jafnframt því sem hann
var framkvæmdastjóri Hraðfrysti-
húss Patreksfjarðar. I árslok 1970
flutti Bogi suður og gerðist starfs-
maður SÍS í Reykjavík. Bogi var
stjómarformaður Meitilsins í Þor-
lákshöfn í fjölda ára og hann hefúr
verið stjómarformaður Hraðfrysti-
húss Grundarfjarðar í fimmtán ár.
Hann var varaþingmaður frá
1974-78 og aðstoðarmaður sjávarút-
vegsráðherra í fjögur ár, auk þess
sem hann hefur gegnt fjölda annarra
trúnaðarstarfa.
Árið 1949 giftist Bogi Jóhönnu
Katrínu Eggertsdóttur, f. 1924, en
hún lést 1970. Foreldrar hennar vom
Eggert Einarsson og Magnea Jóns-
dóttir frá Stykkishólmi.
Böm Boga og Jóhönnu em fjögur:
Hróðný, f. 1953, gift Jóhannesi Soph-
aníazsyni bifreiðarstjóra. Þau eiga
Qögur böm og em búsett í Reykja-
vík. Jóhanna, f. 1954, gift Áma
Snorrasyni, verkfræðingi og starfs-
manni Orkustofnunar. Þau eiga þrjú
böm. Þórður rafmagnstæknifræð-
ingur, f. 1958, giftur Huldu Jóns-
dóttur. Þau eiga tvo böm. Loks
Eggert Ólafur, f. 1960. Hann stundar
nám í íþróttafræðum í Bandarikjun-
um og hefúr keppt í frjálsum íþrótt-
um með FH en unnusta hans er
Ragnheiður Ólafsdóttir.
Seinni kona Boga er Jódís Jóns-
dóttir, f. 1927, en þau giftu sig árið
Bogi Þórðarson.
1973. Foreldrar hennar vom Val-
gerður Sveinsdóttir og Jón læknir á
Kópaskeri, Ámason, b. í Garði, en
systir Jóns var Þura í Garði.
Foreldrar Boga vom Þórður Guð-
mundsson, trésmiðameistari í
Borgamesi, og kona hans, Jóhanna
Bogadóttir, systir Boga er Kristín.
gift Hafeteini Kröyer, b. á Árbakka
í Hróarstungu. Faðir Boga, Þórður,
var sonur Guðmundar, b. á Álftá í
Hraunhreppi, Benediktssonar. Móð-
ir Boga, Jóhanna, var dóttir Boga,
b. á Brennistöðum í Borgarhreppi,
Sigurðssonar, og Guðrúnar Bjama-
dóttur, b. á Knarramesi í Álftanes-
hreppi, Benediktssonar, prests í
Hvammi í Norðurárdal, Bjömsson-
ar.
Andlát
Guðjón Klemenzson
Guðjón Klemenzson læknir an-
daðist í Borgarspítalanum 26. ágúst.
Hann var fæddur á Bjamastöðum
á Álftanesi 4. janúar 1911 og lauk
embættisprófi í læknisfræði 1942 og
var við nám í Medical College í Virg-
inia sjúkrahúsinu í Richmond í
Bandaríkjunum 1942-1943. Guðjón
var aðstoðarlæknir á Akureyri
1943-1944. Hann var héraðlæknir í
Hofsóshéraði 1945-1954 og var starf-
andi læknir í Keflavíkurhéraði frá
1955 með búsetu í Njarðvík.
Kona Guðjóns var Margrét Hall-
grímsdóttir, verkamanns í Hafriar-
firði, Jónssonar, og konu hans,
Jónínu Jónsdóttur, þau eignuðust
fimm böm, Margréti Jónu, Auð-
björgu, Védísi, sem lést, 1951.
Hallgrím og Guðnýju Védísi.
Systkini Guðjóns: Jón, sjómaður,
Eggert, skipstjóri á Skógtjöm,
GuðnýÞorbjörg, húsmóðir á Hofi á
Álftanesi, Sveinbjöm, vélvirki á Sól-
barði á Álftanesi, Sigurfinnur, b.
Vestur-Skógtjöm, Gunnar stýrimað-
ur, Guðlaug, húsmóðir í Rvík.
Sveinn Helgi, b. Vestur-Skógtjöm
og Sigurður múrari.
Foreldrar Guðjóns voru Klemenz
Jónsson, b. og kennari á Vestur-
Skógtjöm á Álftanesi, og konu hans,
Auðbjargar Jónsdóttur. Faðir Guð-
jóns, Klemenz, var sonur Jóns, b. í
Jórvík í Álftaveri í Vestur-Skafta-
fellssýslu, Jónssonar, b. þar, Einars-
sonar. Móðir Jóns í Jórvík, var
Þórey Gísladóttir, b. í Holti á Síðu,
Jónssonar og Sigríðar Lýðsdóttur,
sýslumanns í Suður-Vík í Mýrdal,
Guðmundssonar. Föðuramma
Guðjóns var Guðríður Klemenzdótt-
ir, b. á Fossi í Mýrdal, Jónssonar, b.
í Suður-Hvammi í Mýrdal, Helga-
sonar. Móðir Klemenzar á Fossi var
Guðríður Klemenzdóttir, b. í Kerl-
ingadal í Mýrdal, Hallgrímssonar,
af Höfðabrekkuættinni í Mýrdal.
Móðir Guðríðar var Oddný Ólafs-
dóttir, b. á Suður-Fossi í Mýrdal
Péturssonar.
Móðir Guðjóns var Auðbjörg
Jónsdóttir, b. á Skálmarbæ í Álfta-
veri, Sigurðssonar, b. á Borgarfelli í
Guðjón Klemenzson læknir.
Skaftártungum, Jónssonar. Móður-
amma Guðjóns var Guðný Sveins-
dóttir, b. á Skarðshlíð undir
Eyjafjöllum, Sigurðssonar, og konu
hans, Auðbjargar Einarsdóttur, b. í
Pétursey í Mýrdal Brandssonar.
Ingileif Malmberg, Smyrlahrauni
56, Hafnarfirði, lést í Borgarspítal-
anum föstudaginn 28. ágúst.
Valdimar Guðmundsson, fyrrver-
andi bóndi á Kílhrauni á Skeiðum,
andaðist 25. ágúst sl. í Sjúkrahús-
inu á Selfossi.
Þorkell Bjarnason skipstjóri,
Gmndartúni 6, Akranesi, lést á
Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn
28. ágúst.