Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.1987, Page 30
-42
MÁNUDAGUR 31. ÁGÚST 1987.
Jarðarfaiir
Vilhjálœur Sveinsson (áður Willum
t Aage Andersen), Jórufelli 4, Reykja-
vík, sem lést á Borgarspítalanum 23.
ágúst sl., verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju mánudaginn 31.
ágúst kl. 15.00.
Ólafía Haraldsdóttir, Faxabraut 5,
Keflavík, verður jarðsungin frá
Keflavíkurkirkju mánudaginn 31.
ágúst kl. 15.00.
Þórey Heiðberg (fædd Eyþórsdóttir)
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni
mánudaginn 31. ágúst kl. 13.30.
Ingunn Maria Friðriksdóttir, Skrið-
ustekk 3, Reykjavík, verður jarð-
sungin frá Fossvogskirkju
mánudaginn 31. ágúst kl. 13.30. Jarð-
sett verður í Gufuneskirkjugarði.
Tilkynningai
Tónleikar ungra einieikara í
Norræna húsinu
Þriðjudaginn 1. september kl. 20.30 fara
fram í Norræna húsinu síðari tónleikarnir
í annarri umferð í keppni ungra einleikara
á Norðurlöndum. Þessi umferð fer fram
sem tónleikar og er öllum heimill aðgang-
ur.
PARKET
NÝK0MIÐ
Ljóst og dökkt
eikarparket.
Góð vara.
Verð frá kr.
1.485,- m2
PANILL
Furu- og grenipanill, ,
ofnþurrkaður
og fullpússaður.
Verð frá kr. 690,- m2
LOFTBITAR
Falskir loftbitar, 8, 10
og 12 cm. Verð frá
kr. 420,- Im.
HÚSTRÉ
ÁRMÚLA 38,
simi 681818.
Þetta er íslenski hluti keppninnar og að
henni lokinni mun einn eða fleiri íslenskir
einleikarar verða valdir til að koma fram
á samnorrænu hátíðinni sem haldin er
annað hvert ár. Næsta hátíð verður haldin
í Reykjavík haustið 1988.
Tveir eiil'eikarar koma fram á þessum
tónleikum: Pétur Jónasson gitarleikari
og Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari.
Guðríður S. Sigurðardóttir leikur undir á
píanó.
Pétur Jónasson leikur verk eftir Manuel
Maria Ponce, Kjartan Ólafsson og Heitor
Villa-Lobos. Auður Hafsteinsdóttir leikur
verk eftir Brahms, Karólínu Eiríksdóttur
og H. Wieniawski.
Söngnámskeið
verður haldið í sal Tónlistarskólans í
Reykjavík að Laugavegi 178 (Stekk) frá
31. ágúst til 12. sept. Svanhvít Egilsdóttir,
sem kennt hefur söng sl. 25 ár við Tónlist-
arháskólann í Vínarborg, kemur nú í
þriðja sinn heim til fslands til að halda
söngnámskeið. Henni til aðstoðar verða
píanóleikarinn Wassilis Kotulas sem jafn-
framt heldur námskeið fyrir píanóleikara.
Námskeiðið er opið til hlustunar og því
lýkur með tónleikum laugardaginn 12.
sept. í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi.
Fréttatilkynning
Frá 1. september nk. verður fellt niður
skilyrði um bankastimplun innflutnings-
skjala til þess að tollafgreiðsla geti farið
fram. Var þetta ákveðið með breytingu á
lögum um skipan gjaldeyris- og viðskipta-
mála í tengslum við samþykkt nýrra
tollalaga.
Vakin er athygli á þvi að reglum um
greiðslufrest erlendis var í engu breytt
þótt bankastimplun væri afnumin þannig
að fara þarf eftir þeim hér eftir sem hingað
til. Gjaldeyrisyfirvöld halda uppi nauðsyn-
legu eftirliti með þvi við sölu gjaldeyris
að farið sé eftir settum reglum um
greiðslufrestinn.
Um heimild til setningar skilyrða um inn-
flutning og gjaldeyrissölu og viðurlög, ef
út af þeim er brugðið, vísast að öðru leyti
til laga nr. 63/1979 um skipan gjaldeyris-
og viðskiptamála.
Skátaskálinn Þristur endur-
reistur
Uppi í Þverádal, við rætur Esju, rétt vest-
an Móskarðshnjúka, byggði skátafélagið
Kópar sér útileguskála fyrir rúmum tutt-
ugu árum. Þristur, eins og skálinn var
nefndur, hefur frá upphafi verið mikið
notaður og gegnt mikilvægu hlutverki í
útilífi skátanna í Kópavogi. Eftir tuttugu
ára notkun hafði Þristur þörf fyrir gagn-
gerar endurbætur svo að hann gæti þjónað
sínu hlutverki áfram. I sumar hafa skála-
stjórnin og tveir ágætir smiðir endumýjað
skálann og er hann sem nýr væri og fær
um að taka á móti skátum í leit að ævintýr-
um í skjóli Esjunnar.
Til að fagna endurnýjun skálans býður
skálastjóm skáta, fjölskyldur þeirra og
alla velunnara velkomna í Þrist sunnu-
daginn 30. ágúst kl. 15.00.
Vetraráætlun SVR -fjölgun
ferða
Mánudaginn 31. ágúst tekur vetraráætlun
SVR gildi. Þá fjölgar ferðum á 9 leiðum.
Vagnar á leiðum 2-7 og 10-12 munu aka
á 15 mín. fresti kl. 07-19 mánudaga til
föstudaga. Akstur á kvöldin og inn helgar
er óbreyttur. Vagnar á leiðum 8 og 9 aka
á 30 mín. fresti alla daga.
Ný leiðabók kom út í júní sl. og fæst hún
á skiptistöðvum SVR á Lækjartorgi,
Hlemmi og Grensási. Leiðabókin hefur
þegar verið seld í 8 þúsund eintökum og
kostar 30 kr.
Borgarbúar em hvattir til að kynna sér
hverra kosta er völ um ferðir með vögnum
SVR en kostimir em oft fleiri en sýnist í
fljótu bragði.
Fréttatilkynning frá Verzlun-
arskóla Islands
Kennslustjóri Tölvuháskóla V.l. hefur ve-
rið ráðinn Nicholas J.G. Hall.
Nicholas, sem er fæddur í London árið
1951, flutti til íslands árið 1976. Hann lauk
M.A. gráðu í eðlisfræði frá háskólanum í
Oxford árið 1973 og M.Sc. gráðu í eðlis-
fræði fastra efna frá háskólanum f
Manitoba í Kanada árið 1976.
Nicholas hefur unnið sem kerfisfræðingur
bæði hér á landi og í Englandi auk þess
sem hann hefur verið við kennslustörf við
Háskóla íslands og í Kanada.
Frá árinu 1981 hefur hann starfað sem
kerfisfræðingur og meðeigandi Verk- og
kerfisfræðistofunnar.
Nicholas er kvæntur Áslaugu Helgadótt-
ur.
Tapað - fundið
Tapað fundið
Páfagaukur týndist frá Norðurbraut 26,
Hafnarfirði. Fuglinn er ljósblár og grár
með hvíta hettu. Þeir sem kynnu að verða
hans varir, láti vinsamlegast vita í síma
52393.
Tapaöfundið
Þriggja ára gömul síamslæða tapað-
ist frá Reykási 43. Finnandi er
vinsamlegast beðinn að láta vita í
síma 671496. Fundarlaun.
I gærkvöldi
Elín Gardarsdóttir nemi
Sjónvarpið mitt með takka
Ég fylgdist ekki mikið með fjöl-
miðlum um helgina því ég er að lesa
undir próf. Ég sá þó Derrick á föstu-
dagskvöld og finnst hann alltaf
góður. Ég horfði líka á bíómynd
sjónvarps sama kvöld, Lárentíusar-
nótt, og hafði gaman af. Mér finnst
alltaf gott að sjá eitthvað annað en
bandarískt efrii.
Á laugardagskvöld sá ég glefsur
úr Dadda, sem átti mjög bágt. Það
er gaman að Dadda en þar sem ég
nennti hvorki að horfa á mann vik-
unnar né afrnæli Akureyrar slökkti
ég en sjónvarpið mitt er búið takka
sem gerir það að verkum að ég ræð
því sjálf hvenær dagskránni lýkur.
Það þarf víst ekki að taka það fram
að ég á ekki afruglara.
í útvarpi heyrði ég síðustu tónana
í þætti sem Kristján R. Krisfjánsson
var með en hann kom að norðan.
Mér líkaði vel það litla sem ég heyrði
og þar sem þátturinn verður endur-
tekinn í dag ætla ég að hlusta á
hann í heild.
Það eina sem ég horfði á í sjón-
varpi í gærkvöldi var breskur
framhaldsþáttur um lækna. Ég hef
séð þennan þátt svona af og til en
svona þætti er nóg að horfa á í ann-
að hvert skipti, maður veit alltaf
hvað er að gerast. Ég hlustaði á
þátt með klassískri tónlist í útvarpi
en hún er eina tónlistin sem truflar
mig ekki þegar ég er að læra. Leik-
inn var Boléro eftir Ravel og
hækkaði ég. I kynningu var sagt að
öll tónlist, sem leikin var, væri af
diskum en útvarpið mitt er það slakt
að ég heyri ekki muninn.
Merming
I biðsal dauðans
Ur sýningu Leikfélags Húsavíkur á Ofurefli
DV-mynd JAK
Gestaleikur i Iðnó: Leikfélag Húsavikur
sýnir OFUREFLI (The Shadowbox).
Höfundun Michael Cristofer.
Leikstjóri: María Sigurðardóttir.
Þýðing: Karl Ágúst Úlfsson.
Leikmynd: Ámi Páll.
Búningar Ámi Páll, Steinunn Áskelsdóttir.
Ljós og tækni: Jón Amkelsson, Grétar
Ragnarsson og Bent Jonker.
Leikfélag Húsavíkur lagði nú fyrir
helgina land undir fót og hélt áleiðis
til Danmerkur með sýningu sína á
leikritinu Ofurefli eftir bandarískan
leikara og rithöfund, Michael Cri-
stofer. L.H. gerði stuttan stans í
Reykjavík og gafst sunnanmönnum
kostur á að sjá verkið í Iðnó á laug-
ardagskvöldið.
Leiklist
Auður Eydal
Þetta er i annað sinn á leikárinu sem
þetta þróttmikla áhugamannafélag
heimsækir suðvesturhomið en söng-
og gamanleikurinn Sfldin kemur og
síldin fer var sýndur í Hafharfirði í
febrúar sl.
Það kann mörgum að finnast mik-
ið í ráðist að taka leikrit eins og
Ofurefli til sýningar hjá áhugahóp.
Hefðin er jú sú að gutla svona held-
ur á grunnmiðum og velja gjama
léttmeti til meðferðar ef menn eru
ekki með atvinnulífið á sviðinu.
Á sýningu L.H. á Sfldinni mátti
sjá ágæta takta og sannaði hún að
þar vom liðsmenn á heimavelli.
{ seinna verkefrii leikársins, Ofur-
efli, er aftur á móti fjallað um
háalvarlegt efrii en þó á mannlegan,
stundum dálítið kímilegan, hátt.
María Sigurðardóttir leikstjóri legg-
ur áherslu á tempraðan leikmáta og
þó að leikendum takist misjafhlega
að glæða persónumar lífi er sýning-
in í heild vel unnin og happ fyrir
Húsvíkinga að hafa fengið Maríu til
liðs við sig. Sviðsmynd Áma Páls
er stflhrein og köld, í tempruðum
litum og undirstrikar nálægð sjúkra-
húss og læknismeðferðar. Ljósabeit-
ing er mjög mikilvæg því að sviðið
er þrískipt og leikurinn fer fram ó
fjórum stöðum þó að ekki séu af-
mörkuð ákveðin skil á milli þeirra á
sviðinu.
Karl Ágúst Úlfsson hefur þýtt
verkið, víðast á lipurt og eðlilegt
talmál þó að á einstöku stað brygði
fyrir stirðlegu orðavali.
Þetta er frumflutningur verksins á
leiksviði hér á landi. Hins vegar var
það flutt í Ríkisútvarpinu 1982 og
þandaríska kvikmynd hef ég séð
byggða á þessu verki. Það var fyrst
sett upp 1977 og það læddist stundum
að mér á sýningunni að heldur bæri
það aldurinn illa, þó að ekki sé hann
hár. Víst er um það að höfundurinn
myndi skrifa það öðmvísi í dag,
kannske vegna þess að einmitt á síð-
ustu árum hefur víða um lönd farið
fram opinská umræða um dauðann
og viðhorf til dauðvona sjúklinga
sem hefur orðið til þess að þetta svið
er ekki lengur nánast bannsvið í
almennri umræðu eins og áður vildi
brenna við.
í þessu verki reynir mun meira á
leikarana heldur en í sprellinu um
sfldarárin. Hér er fjallað um við-
kvæm mál, viðbrögð dauðvona
sjúklinga og aðstandenda þein-a við
þeirri staðreynd að öll von er úti.
Spumingin er ekki lengur hvort
sjúklingurinn deyi heldur hversu
marga daga eða vikur hann eigi ólif-
aðar og hvort hann og hans nánustu
geti axlað þá byrði sem þessi vitn-
eskja er.
Á einhveijum ótilgreindum stað, á
mótum lífs og dauða, er reynt að
gera þann tíma, sem eftir er, létt-
þærari fyrir sjúklingana og aðstand-
endur þeirra. Þeir þrír sjúklingar
sem bíða dauðans eiga það þó allir
sameiginlegt að hafa hjá sér ástvini
síná sem reyna að létta þeim byrð-
ina, örvænta með þeim, bugast
jafhvel, en em alltaf til staðar. Eng-
inn þessara sjúklinga þarf að beijast
einn.
Eins og fyrr sagði þótti mér leik-
endum takast misjafhlega að skapa
trúverðugar persónur. Bestum tök-
um fannst mér þeir ná á hlutverkum
sínum Þorkell Bjömsson og Jón Fr.
Benónýsson. Þorkell var einkar
sannfærandi sem Joe og tókst að
vekja skilning á persónunni. Sama
má segja um Jón í hlutverki skyndi-
mannsins Marks. Þær Herdís Birgis-
dóttir og Margrét Halldórsdóttir
léku mæðgumar Felicity og Agnesi
og gerðu um margt vel, sérstaklega
náði Margrét dýpt í túlkun sinni
þegar á leið.
Þær Hrefiia Jónsdóttir, sem lék
Maggie, og Guðný Þorgeirsdóttir,
Beverly, vom báðar á köflum dálítið
þvingaðar á sýningunni í Iðnó en
áttu á milli góða spretti. Einar Njáls-
son lék Brian en sú persóna þótti
mér einhvem veginn detta í parta í
verkinu. Anna Ragnarsdóttir lék
viðmælanda og Víðir Pétursson
unglinginn Steve,
Saxófónleikur Grétars Sigurðsson-
ar og önnur tónlist féll vel að gangi
verksins.
Og í dag og næstu daga geta svo
frændur okkar Danir bmgðið sér í
leikhús og látið hugann reika frá
kosningaþrasi að eilífarmálunum (ef
þeir skilja þá baun í því sem fram
fer) og séð jafnframt hvers áhuga-
leikhópurinn frá Húsavík er
megnugur.
AE