Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1987, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1987, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987. 23 t Evrópukeppninni aÓ þessu sinni. Talið (rá vinstri: Péiur Ormsiev, Ragnar Margeirsson, Sævar Jónsson, Pétur Pétursson, Sigurður Jónsson, Olafur Þórðarson, Guömundur Torfason, Viðar Þorkelsson, Friðrik Friðriksson, Bjarni Sigurðsson og Ingvar Guðmundsson. DV-mynd GUN KR, lyfti í gærkvöldi 155 kg i snörun og 192,5 kg i jafn- höttun og setti íslandsmet sa sjaiagæn atDiuflur gerðist í gærkvöldi að sett var nýtt íslandemet i ólympískum lyft- ingum. Aírekið vann KR-ing- urinn Guðmundur Helgason. Guðraundur lyfti 155 kg í enörun og jafi)hattaði 192,6 kg og lyfti því samtals 347,5 kg. Eldra metið átti Birgir Þór Borgþórsson. Þetta mun vera í fyreta skípti í þrjú ár að sett er met í ólympíekum lyftingum hér á landi. -SK Klæðist Palli Óiafs peysu Þróttara á ný? „Ef Páll á heimangengt mætir hann fyrstur manna‘ ‘ - og spilar með fýmim félögum sínum gegn Leíffari á föstudag Þróttur Reykjavík leggur nú kapp á að styrkja lið sitt fyrir lokaátökin í annarri deild. Er það vonlegt því ógæf- an hefúr fylgt liðinu um allnokkurt skeið. Fjórir af máttarstólpum félagsins eru meiddir og sá fimmti er í leikbanni. Óvirkir eru þeir Ásmundur og Atli Helgasynir, Sigfús Kárason og Nikul- ás Jónsson. Sigurður Hallvarðsson er í banni í kjölfar brottreksturs um síðustu helgi. Að sögn varaformanns knattspymu- deildar, Eiríks Eiríkssonar, verður reynt að fá Pál Ólafsson lausan frá Dússeldorf í V-Þýskalandi. Hann spil- aði nokkra leiki með Þrótti í fyrra og var þá jafiian á meðal bestu manna. Ljóst er að Páll er styrkur hverju liði enda náttúrubam í íþróttum. Hann er til alls vís í knattspymu með sama lagi og í handknattleik. „Ef Páll á heimangengt verður hann fyrstur manna til að mæta í leikinn," sagði Eiríkur í spjalli við DV. Þá hyggjast Þróttarar leika heima í Sæviðarsundi en þar er völlur talsvert stærri en í Laugardal. Þess má geta að forkólfar Þróttar reyndu ákaft að fá leik sínum gegn Leiftri frestað fram til sunnudags. Lið- in eiga að mætast á föstudag sam- kvæmt mótaskrá. Vildu þeir fyrrtöldu ekki slaka á spennu þeirri sem nú ærir nánast alla í annarri deild, leik- menn sem stuðningsfólk. Landsliðið > * ■ ■ ah PmfireY „Ég verð ekki með í þeim tveim- ur leikjum sem eftir eru í Evrópu- keppninni. Ég hef ákveðið það fyrir nokkru að vera á brúðkaupe- ferðalagi á þeim tíma sem leikimir fara fram. Við ætlum að eyða hveitihrauðsdögunum á Spáni og jafhvel einnig í Hollandi,“sagði Pétur Péturason í samtali við DV eftir landsleikinn í gærkvöldi. kemur til með að sakna Péturs í þeim tveimur erfiðu leikjum sem eftir em í keppninni. Hann hefúr ætíð staðið sig vel í leikjura lands- liðsins eins og bersýnilega kom í ljós í leiknum í gærkvöldi en þar skoraði Pétur eitt marka íslenska liðsins. Næsti leikur íslenska liðs- ins er gegn Norðmönnum 24. verður gegn Sovéfanönnum við Svartahaf 28. október. -JKS Eitthvað mun kyrrast í lok nefndrar viðureignar. Þá verður nefnilega víst hverjir hreppa fyrstir sæti í heiðurs- deild íslenskrar knattspymu. Hvaða lið siglir í kjölfarið verður hins vegar hulið fram á sunnudag. -JÖG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.