Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1987, Blaðsíða 2
20
MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1987.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 35., 45. og 51. tbl. Lögbirtingablaðsins 1986 á eigninni
Eskiholti 20, Garðakaupstað, þinglesinn eigandi Bryngeir Vattnes Kristjáns-
son, fer fram á skrifstofu minni að Strandgötu 31 fimmtudaginn 17. september
nk. kl. 15.00 og verður því síðan fram haldið eftir nánari ákvörðun upp-
boðsréttarins. Uppboósbeiðendur eru innheimta ríkissjóðs, Gjaldheimtan í
Garðakaupstað og Kópavogskaupstaður.
________________________Bæjarfógetinn í Garðakaupstað
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 105., 107. og 108. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á eign-
inni Sveinatungu, 1h + ris, Garðak., þinglesinn eigandi Bæjarsjóður Garða,
fer fram á skrifetofu minni að Strandgötu 31 fimmtudaginn 17. september
nk. kl. 15.15 og verður því síðan fram haldið eftir nánari ákvörðun upp-
boðsréttarins. Uppboðsbeiðandi er Samband almennra lífeyrissjóða.
________________________Bæjarfógetinn i Garðakaupstað
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 102. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 og 2. og 8. tbl.
þess 1985 á eigninni Brekkubyggð 83, Garðakaupstað, þinglesinn eigandi
Einar Friðþjófsson, fer fram á skrifetofu minni að Strandgötu 31 fimmtudag-
inn 17. september nk. kl. 15.45 og verður því síðan fram haldið eftir nánari
ákvörðun uppboðsréttarins. Uppboðsbeiðendur eru Verslunarbanki Islands,
Ari ísberg hdl. og Gjaldheimtan í Garðakaupstað.
___________________Bæjarfógetinn i Garðakaupstað
Nauðungaruppboð
annað og síðara sem auglýst var í 55., 66. og 72. tbl. Lögbirtingablaðsins
1985 á eigninni Þrastanesi 18 A, Garðakaupstað, þinglesinn eigandi Dögun
sf., fer fram á skrifstofu minni að Strandgötu 31 fimmtudaginn 17. septemb-
er nk. kl. 15.30 og verður síðan fram haldið eftir nánari ákvörðun upp-
boðsréttarins. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík.
Bæjarfógetinn í Garðakaupstað
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði
Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi
__________________________Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu
Nauðungaruppboð
annað og síðara sem auglýst var í 35., 45. og 51. tbl. Lögbirtingablaðsins
1986 á eigninni Fjóluhvammi 4, 2h., Hafnarf., þinglesinn eigandi Sigurþór
Aðalsteinsson, fer fram á skrifstofu minni að Strandgötu 31 fimmtudaginn
17. september nk. kl. 14.00 og verður síðan fram haldið eftir nánari ákvörð-
un uppboðsréttarins. Uppboðsbeiðendur eru Brynjólfur Kjartansson hrl. og
Veðdeild Landsbanka íslands.
__________________________Bæjarfógetinn i Hafnarfirði
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 31., 34. og 44. tbl. Lögbirtingablaðsins 1986 á eigninni
Norðurbraut 31, e.h., Hafnarf., þinglesinn eigandi Símon Björnsson, fer fram
á skrifstofu minni að Strandgötu 31 fimmtudaginn 17. september nk. kl.
14.30 og verður því síðan fram haldið eftir nánari ákvörðun uppboðsréttar-
ins. Uppboðsbeiðandi er Bæjarfógetinn í Keflavík.
______________________Bæjarfógetinn í Hafnarfirði
Nauðungaruppboð
annað og síðara sem auglýst var í 3., 5. og 8. tbl. Lögbirtingablaðsins 1986
á eigninni Litla-Landi, Mosfellshr., þinglesinn eigandi Halla Jörundsdóttir, fer
fram á skrifstofu minni að Strandgötu 31 fimmtudaginn 17. september nk.
kl. 13.45 og verður síðan fram haldið eftir nánari ákvörðun uppboðsréttar-
ins. Uppboðsbeiðendur eru Guðmundur Jónsson hdl., Jón Egilsson hdl.
og Grétar Haraldsson hrl.
Sýslumaður Kjósarsýslu
BÍLAR
BLAÐAUKI
ALLA LAUGARDAGA
BÍLAMARKAÐUR DV
er nú á fuErí ferð
Skilafrestur í bílagetraun
er til fimmtudags.
Iþróttir
^míeiufeu?
• Rúnar Kristinsson tolleraður i Broadway af félögum sinum i KR um miðnættið í gær eftir að hann hafði
verið valinn efnilegasti leikmaður íslandsmótsins.
DV-mynd GUN
Rúnar Kristinsson, KR, efnilegasti leikmaður 1. deildar:
í
,,Hef nýtft þau hest-
öfl sem fýrir eru,“
- segir Rúnar Kristinsson í DV-viðtali
„Þetta er mikill heiður fyrir mig og
ég er afskaplega ánægður með þetta.
Ég hef heyrt menn tala um að ég
yrði fyrir valinu en verð að viður-
kenna að ég hef ekki hugsað mikið
um þetta,“ sagði Rúnar Kristinsson,
knattspymumaður úr KR, en í gær-
kvöldi var hann valinn efnilegasti
leikmaður Islandsmótsins sem lauk
um helgina. Rúnar hlaut útnefning-
una á lokahófi knattspymumanna í
Broadway í gærkvöldi og er svo
sannarlega vel að þessu kominn.
Rúnar hefur sýnt smlldartakta í
sumar með KR-liðinu og ekki fer á
milli mála að þar er á ferðinni eitt
mesta efni sem lengi hefur komið
fram í íslenskri knattspymu.
„Ég get ekki sagt að ég sé ánægð-
ur með gengi KR-liðsins í sumar.
Við erum flestir ungir, leikmennimir
í liðinu og okkur vantar tilfinnan-
lega reynslu. í raun má segja að
tapleikur okkar gegn ÍBK á KR-
vellinum hafi sökkt vonum okkar
um íslandsmeistaratitil. Við lágum í
færum allan leikinn en fengum síðan
á okkur sjálfsmark. Ég held að við
þurfum ekki að kvíða framtíðinni,
það er fullt af ungum strákum í KR
sem eiga framtíðina fyrir sér.“
Byrjaði sem bakvörður í
Leikni
„Ég var sex ára þegar ég byijaði
í fótþoltanum. Ég lék með Leikni í
Breiðholti þar til á síðara árinu í 4.
flokki. Þá gekk ég í KR og hef hald-
ið þar til síðan og líkað vel. Ég hugsa
að ég hafi lært mest þegar ég var í
3. flokki og Lárus Loftsson var þjálf-
ari,“ sagði Rúnar. Hann varð 18 ára
fyrir rúmri viku og byrjaði að leika
með meistaraflokki KR í fyrra. „Ég
lék einn leik í Reykjavíkurmótinu í
fyrra og síðan marga leiki í Reykja-
víkurmótinu i ár. Ég komst síðan í
aðalliðið hjá KR í 5. eða 6. leiknum
í íslandsmótinu.
„Með boltann á tánum alla
daga“
Nú segja þeir sem allt vita um
knattspymu að þú sért með sérlega
góða tækni. Er þetta rétt og ef svo
er hverju þakkar þú það?
„Ég get varla dæmt um það hvort
ég sé með betri tækni en hver annar
á mínum aldri en eitt er víst að ég
hef verið með boltann á tánum svo
að segja alla daga frá því ég byijaði
í fótboltanum. Þegar ég var yngri fór
maður strax í fótboltann þegar skól-
anum lauk og það var hending ef
ég kom heim fyrir kvöldmat. Auðvit-
að lærði maður mikið á þessum
árum.“
„Sérstaklega góður fótbolti í
sumar“
- Hvað finnst þér um knattspym-
una í sumar?
„Fótboltinn í sumar hefur verið
sérstaklega góður hjá Val og Fram
og okkur KR-ingum lengst af. Það
hefur lítið verið um kýlingar. Liðin
em að þróa þetta með spil í huga frá
aftasta manni. Mér fannst sigur
Valsmanna í mótinu sanngjam.
Valsliðið hélt alltaf sama „stand-
ard“ og leikmenn liðsins em mjög
reyndir og vömin sterkari hluti liðs-
ins. Eftir að við duttum út úr
myndinni átti ekkert annað lið en
Valur að verða íslandsmeistari. Pét-
ur Pétursson var okkur mikill
styrkur í sumar en hann gat ekki
gert alla hluti. Við áttum að ná betra
sæti í deildinni."
„Agaleysi hjá Gordon Lee“
- Margir stuðningsmenn KR-liðs-
ins hafa gagnrýnt Gordon Lee
þjálfara liðsins. Hvað vilt þú segja
um _það?
„Ég er sammála þessari gagnrýni
að nokkm leyti. Til að mynda hefur
vantað aga í sambandi við æfingar
hjá okkur í sumar. Leikmenn hafa
komist upp með það að koma of seint
á æfingar og ég er þar engin undan-
tekning. Þetta hefur verið látið
afskiptalaust. Maður var hættur að
spá f það hvort maður mætti of seint
eða ekki. Það var ekkert gert. Hvað
varðar til að mjmda leikskipulag þá
verð ég að segja að ég var sáttur við
það. Svo má alltaf deila um liðsupp-
stillingu hverju sinni.“
„Ég hugsa um daginn í dag
og morgundaginn“
Hefur þú sett stefnuna á atvinnu-
mennsku?
„Það er númer eitt núna að reyna
að bæta sig í 1. deildinni. Ég verð
að styrkja mig líkamlega og gera
eitthvað fyrir líkamann. Mér finnst
bara svo rosalega leiðinlegt í líkams-
rækt. Ég verð að fá einhvem til að
sparka í afturendann á mér. Ég er
búinn að fullnýta þau hestöfl sem
fyrir hendi em í dag að mínu mati.
Áuðvitað stefni ég að því að bæta
mig í fótboltanum. Hvort atvinnu-
mennskan verður ofan á eða ekki
verður að koma í ljós. Mig langar
allavega ekki til Englands. Mér líst
ekkert á enskan fótbolta. Ég hefði
kannski ekkert á móti því að leika
með liði í Belgíu."
„Maður er svo undrandi
stundum yfir dómgæslunni“
- Nú hefur KR ekki fengið eitt
einasta víti í leikjunum 18 í 1. deild.
Hvað vilt þú segja um dómgæsluna
í sumar?
„Við KR-ingar erum alls ekki án-
ægðir með dómgæsluna í sumar. Það
'er rétt að við höfum ekkert víti feng-
ið í allt sumar í deildinni. Ég minnist
þess til dæmis þegar Pétur Pétursson
var klipptur niður í vítateignum
gegn Keflavík syðra og eins þegar
honum var hrint í leiknum gegn Val
á KR-velli. Þetta em einhverjar aug-
ljósustu vítaspymur sem ég hef séð.
Mér finnst þetta furðulegt en maður
er svo undrandi stundum yfir dóm-
gæslunni," sagði Rúnar Kristinsson.
Framtíðarmaður
Eins og fram kemur hér að framan
er Rúnar nýorðinn 18 ára. Hann
stundar nám í Fjölbrautaskólanum
í Breiðholti-og á heima þar en ekki
í vesturbænum. Hann hefur svo
rækilega sannað það í sumar að
góður KR-ingur þarf ekki endilega
að koma úr vesturbænum. í sumar
hefur hann sýnt umtalsverða hæfi-
leika og það yrði enginn undrandi
þó ekki liðu mörg ár þangað til
Rúnar væri farinn að leika með er-
lendu liði í atvinnumennsku. Rúnar
Kristinsson hefur leikið 18 drengja-
landsleiki, 4 landsleiki u-18 ára og 2
landsleiki með landsliði íslands,
skipuðu leikmönnum undir 21 árs.