Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1987, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1987, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1987. 21 íþróttir Víkingur í 1. deild t - eftir 3-2 sigur gegn Setfossi „Þetta tókst,“ sagði Jóhann Þor- varðarson, íyrirliði Víkinga, eftir að þeir höfðu tryggt sér íslandsmeistara- titilinn í 2. deild og endurheimt 1. deildar sæti sitt eftir tveggja ára veru í 2. deild. Sigur Víkinga er fyllilega verðskuldaður en hætt er við að liðið þurfi á liðsauka að halda fyrir hina hörðu baráttu 1. deildar. Reyndar hef- ur Sedov sýnt að hann hann er manna færastur í þvi að byggja upp sterka liðsheild og vissulega er efniviðurinn fyrir hendi hjá Víkingunum. Leikurinn í gær einkenndist af mik- ilvægi hans fyrir bæði liðin. Selfyss- ingar, sem áttu góða möguleika á þvi að komast í 1. deild í fyrsta skipti, léku undan sterkri norðanátt í fyrri hálf- leik, vel studdir af fjölmörgum stuðn- ingsmönnum liðsins sem lagt höfðu leið sína til Reykjavíkur. Þeir byrjuðu mjög vel og sóttu stift að marki Vík- inga og á 20. mínútu skoraði hinn hávaxni Jón Gunnar Bergs með góð- um skalla eftir homspymu. Við markið var eins og doði færðist yfir Selfossliðið og Víkingar gengu á lagið. Jöfhunarmark þeirra kom fimm mínútum síðar og var þar að verki Bjöm Bjartmarz eftir sendingu frá Trausta Ómarssyni. Skömmu síðar varð Trausti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Á 31. mínútu náðu svo Vík- ingar forystu þegar Atli Einarsson skoraði af stuttu færi. 1 seinni hálfleik léku Víkingar með vindinn í bakið og á 52. mínútu átti Jóhann skot í slá úr aukaspymu. Leik- urinn var nokkuð fjörugur og færi á báða bóga. Það var síðana á 75. mín- útu sem Víkingar gerðu út um leikinn og var það einstaklingsframtak Bjöms Bjartmarz. Hann einlék í gegnum vöm Selfoss, sem svaf á verðinum, og skor- aði sitt fimmta mark í tveim leikjum. Á síðustu mínútu leiksins tókst Bimi Axelssyni að minnka muninn en þá vom úrslitin ráðin. Eins og áður sagði em Víkingar vel að sigrinum komnir í 2. deild. Þeir hafa yfir samstilltum hópi að ráða og hafa metnað til að leika í 1. deild - metnað sem Selfyssinga virtist skorta i gær. Bestir Víkinga í gær vom Bjöm Bjartmarz og Einar Einarsson. -SMJ „Við þurfum liðsauka“ - segir Juri Sedov, þjálfari Víkinga „Jú, auðvitað hlakka ég til að leika aftur í 1. deild,“ sagði Juri Sedov, hinn frábæri þjálfari Vík- inga, glaðbeittur á svip, eftir að Víkingar höfðu endurheimt sæti sitt í 1. deild. Já, Sedovævintýrin halda áfram að gerast. Gleði Vík- inga var mikil að leikslokum og var fljótlega kallað: „Upp með kallinn" og síðan var Sedov toller- aður enda hefur hann öðrum fremur lagt gmnninn að þessum sigri. En hvemig skyldi Sedov lít- ast á 1. deildar baráttuna? „Við gerum okkur grein fyrir að Mikið skorað í 2. deild Auk leiks Víkings og Selfoss í 2. deild í gær fóm fram þrír aðrir leikir. Úrslit þeirra urðu þessi og markaskor- arar vom eftirtaldir: Einherji - Breiðablik, 2-5. Mörk Einheija: Halldór Guðmundsson, 2 mörk, UBK: Jón Þórir 2, Guðmundur Guðmundsson, Þorsteinn Hilmarsson, Andrés Davíðsson, 1 hver. ÍBÍ - ÍBV, 2-5. Mörk ÍBÍ: Stefán Tryggvason og Kristinn Kristjánsson. Mörk ÍBV: Friðrik Sæbjömsson, Óm- ar Jóhannsson, Tómas Ingi Tómasson, Ingi Sigurðsson og Hlynur Stefánsson. KS - IR, 6-3. Mörk KS: Jónas Bjömsson 2, Róbert Haraldsson 2, Baldur Benónýsson og Gústaf Bjöms- son. Mörk ÍR: Heimir Karlsson 3. -JKS það þarf að leggja ýmislegt á sig til að leika i 1. deild. Þó að við höfum ágætan mannskap núna þá þurfum við á liðsauka að halda og ég hef trú á því að við fáum hann. Auðvitað setjum við stefriuna á titilinn en raumhæf markmið verða í því fólgin að halda sér í deildinni." Sedov kvað leikinn gegn Selfossi hafa einkennst af taugaspennu leikmanna liðanna en sigur hefði unnist og það væri fyrir mestu. SMJ Lokastaðan í 2. deild Lokastaðan í 2. deild er þannig eftir síðustu leikina um helgina: Víkineur - Selfoss 3-2 tBt-ÍBV £-5 KS-ÍR 6-3 Einheiji-UBK 2-5 Þróttur-Leiftur .2-1 Víkingur .........18 11 2 5 35-26 35 Leiftur...l8 9 5 4 32-22 32 Selfoss ...18 8 5 5 35-28 29 UBK......18 9 2 7 34-23 29 Þróttur.,18 9 1 8 35-31 28 ÍBV......18 7 5 6 35-30 26 KS.......18 7 4 7 33-32 25 tR.......18 7 4 7 33-34 25 Einheiji 18 5 4 9 21-35 19 ÍBt......18 2 0 16 22-54 6 • Juri Sedov, þjálfari Vikinga, og Jóhann Þorvarðarson, fyrirliði liðsins, sjást hér ánægðir með sigurlaunin eftir sigur Vikings gegn Selfossi. Árangur Sedovs með Vikingsliðið er einkar glæsilegur. DV-mynd GUN JL Ný spennandi snyrti- vöruverslun í Seljahverfi Af helstu vörutegundum, sem í boði eru, má nefna: Clarins, Helena Rubinstein, Lancome, Jean d’Avéze og Margaret Astor. Auk snyrtivara fœst í versluninni fjölbreytt úrval skartgripa KLEIFARSELI 18, og wargt fleira. sÍMI 72525 10% OPNUNARAFSLÁTTUR ★ ÚT ÞESSA VIKU ★ HÖFUM OPNAÐ GLÆSILEGA FATAVERSLUN MEÐ ÞEKKTUM VÖRUMERKJUM -- viaíRR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.