Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1987, Page 6
6
FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1987.
Fréttir
Heiladingulsaðgerð
á Boigarspítalanum
..Við gerðum fyrstu heiladinguls-
aðgerðina hér á landi á þriðjudag-
inn. Borgarspítalinn hefur nú
eignast nauðsynleg tæki og útbúnað
og því þurfum við í framtíðinni ekki
að senda sjúklinga utan til að gang-
ast undir slíkar aðgerðir," sagði
Þórir Ragnarsson heilaskurðlæknir
sem íiarlægði heiladingulsæxli úr
liðlega fertugri konu á Borgarspítal-
anum á þriðjudaginn.
- fývsta aðgerðin var framkvæmd í vikunni
,.Það er sem betur fer mjög ó;.’
gengt að æxli myndist við heilading-
ulinn en það eru þó þetta 2-6 tilfelli
á ári hér á landi. “
„Heiladingullinn framleiðir marg-
ar gerðir hormóna og það er breyti-
legt hvers konar hormónabrenglun
kemur fram,“ sagði Þórir. „Brengl-
unin getur til dæmis komið fram í
ofvexti lima eða líffæra en einnig í
vanframleiðslu hormóna."
Er skemmst að minnast frásagnar
DV sl. þriðjudag af manninum sem
íéKic slíka veiki með þeim afleiðing-
um að nef og hendur tútnuðu út. Sá
maður hefur nú gengist undir heila-
dingulsaðgerð og er á batavegi.
„Ef æxlin eru ekki fjarlægð geta
þau vaxið og stækkað og valdið
þrýstingi, til dæmis á sjóntaug og
aðrar taugar í heilanum. Mikill
þrýstingur á sjóntaug getur orsakað
blindu. Þá veldur þrýstingurinn oft
langvarandi og slæmum höfuðverk
og sjóntruflunum,“ sagði Þórir.
Þórir sagði að með þeim tækjum
og búnaði sem Borgarspítalinn eign-
aðist nú í sumar væri i flestum
tilfellum hægt að íjarlægja heila-
dingulsæxli í gegnum nefið sem er
mun áhættuminni og þægilegri að-
ferð en þegar fara þarf í gegnum
hauskúpuna.
„Þessi aðgerð er áhættulítil og oft-
ast árangursrík. Sjúklingamir eru
yfirleitt um þrjá tíma á skurðarborð-
inu og eru oftast komnir heim til sín
innan viku og aðgerðin tekur ekki
mikið á sjúklingana."
Heiladingulsaðgerðina á þriðju-
daginn framkvæmdi Þórir í sam-
vinnu við ólaf Bjamason, háls-, nef-
og eymalækni, og tókst aðgerðin
vel. -ATA
Deila Islendinga og Bandaríkjamanna í hvalamálinu:
Fjarvera Steingríms
laðaði fram lausn
Það hefur mikið mætt á þeim Steingrími Hermannssyni utanrikisráð-
herra og Halldóri Ásgrímssyni sjávarútvegsráðherra. Þeir brostu ekki
svona blitt þegar mestrar svartsýni gætti í deilunni við Bandarikjamenn.
Pemngamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverötryggö
Sparisjóösbækur ób. 14 16 lb
Sparireikningar
3ia mán. uppsögn 15-19 Úb
6 mán. uppsögn 16-24 Ib
12mán. uppsögn 17 26,5 Sp.vél.
18mán. tppsögn 25.5-27 Bb.lb
Tékkareikningar 6-8 Allir
Sér-tékkareikningar 6-17 nema Vb lb
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3jamán. uppsögn 2 Allir
6 mán. uppsögn Innlán með sérkjörum 3-4 Ab.Úb
14 24.32 Úb
Innlán gengistryggð
Bandaríkjadalir 5.5-6,5 Ab.Vb
Sterlingspund 8.25-9 Ab.Úb.
Vestur-þýsk mörk 2.5-3.5 Vb Ab.Vb
Danskar krónur 9-10.5 Ib
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennir víxlar(forv.) 28 29,5 Bb.Lb
Viöskiptavíxlar(forv.)(1) 30.5-31
Almennskuldabréf eða kge 29.5-31 Lb
Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir
Hlaupareikningar(yfirdr) 30 Allir
Utlan verðtryggð
Skuldabréf 8-9 Lb
Útlántilframleiðslu
Isl. krónur 28-29 Vb
SDR 8-8.25 Bb.Lb,
Bandaríkjadalir 8,5-8,75 Úb.Vb Bb.Úb.
Sterlingspund 11.25- Vb Sp
Vestur-þýsk mörk 11.75 5.5-5.75 Bb.Sp,
Húsnæðislán 3.5 Úb.Vb
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 42
MEÐALVEXTIR
óverðtr. sept. 87 29.9
J Verðtr. sept. 87 8.4%
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitala sept. 1778 stig
Byggingavísitala 1 sept. 324 stig
Byggingavisitala 2 sept. 101.3stig
Húsaleiguvísitala Hækkaði 9%1.júli
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
(uppl. frá Fjárfestingarfélaginu):
Ávöxtunarbréf 1.2375
Eini.igabréf 1 2.301
Einingabréf 2 1,356
Einingabréf 3 1.422
Fjölþjóðabréf 1.060
Gengisbréf 1,0295
Kjarabréf 2,296
Lífeyrisbréf 1,157
Markbréf 1.150
Sjóðsbréf 1 1.120
Sjóðsbréf 2 1.180
Tekjubréf 1,251
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 114 kr.
Eimskip 278 kr.
Flugleiðir 196kr.
Hampiðjan 118 kr.
Hlutabr.sjóðurinn 119 kr.
Iðnaðarbankinn 143 kr.
Skagstrendingur hf. 182 kr.
Verslunarbankinn 126 kr.
Útgerðarf. Akure. hf. 160 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum,, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaukpa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank-
inn, Lb=Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Versl-
unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.
Nánari upplýsingar um penlngamarkaðinn
blrtast i OV á Dmmtudögum.
Helgi Ágústsson, skrifstofustjóri
utanríkisráðuneytisins, telur víst að
fjarvera Steingríms Hermannssonar
utanríkisráðherra á fundinum fræga
í Ottawa hafi orðið til þess að hvala-
deilan við Bandríkjamenn leystist,
að dr. Calio og hans menn settust
niður í fundarhléi og komu með
skriflegar tillögur. Helgi segir að
fyrir fundinn hafi þeir ekki verið
með neinar tillögur. Fundurinn átti
að vera um utanríkismál þjóðanna
á breiðum grundvelli þar sem sjálft
hvalamálið væri orðið aukaatriði,
það væri á þessu augnabliki séð í
öðru ljósi.
Miklar umræður hafa verið að
undanfömu um það hvemig at-
burðarásin miðvikudaginn 9. sept-
ember í Ottawa hafi verið. Sitt sýnist
hverjum. Því hefur verið haldið fram
að gert hafi verið of mikið úr málinu
og þýðingu þess að Steingrímur Her-
mannsson mætti ekki á fúndinn við
dr. Calio. Spurt hefur verið hvers
vegna tónninn breyttist í viðræðum
á jafnskömmum tíma og raun ber
vitni. Helgi Ágústsson, skrifstofú-
stjóri utanríkisráðuneytisins, sat
fundinn sögulega í Ottawa. Gefum
honum orðið.
Forvinna málsins
„Til að rekja söguna og atburða-
rásina hafði lögfræðingur okkar í
Washington unnið að málinu með
bandaríska utanríkisráðuneytinu.
Þar var sá flötur á málinu kominn
upp að málin fengju fyrst og fremst
umfjöllun í vísindanefnd Alþjóða
hválveiðiráðsins en yrðu ekki af-
greidd af sjálfu Alþjóða hvalveiði-
ráðinu. Við höfðum alltaf sagt að
við værum tilbúnir að vinna með
vísindanefndinni og því sá utanríkis-
ráðuneytið bandaríska í þessu
ákveðna möguleika en bandaríska
viðskiptaráðuneytið tók þetta ekki
í mál,“ segir Helgi við DV.
Helgi segir ennfremur að 11 manna
nefndin, sem mætti á fundinn í
Ottawa, hafi samkvæmt öruggum
heimildum sínum ekki verið með
neinar tillögur í pokahominu þegar
hún kom til Ottawa. „Ég vissi ekki
til hvers þeir voru eiginlega að koma
á fundinn."
Fréttaljós:
Jón G. Hauksson
og Ólafur Arnarson
Þjóðaröryggisráðið
í viðbragðsstöðu
Vissa er fyrir því að bæði Wein-
berger vamarmálaráðherra og
George Shultz utanríkisráðherra
fylgdust mjög grannt með málinu á
þessari stirndu og í loftinu lá ákvörð-
un um að þjóðaröry'ggisráðið
bandaríska gæti komið saman með
stuttum fyrirvara. Ástæða þessa er
bréf Þorsteins Pálssonar forsætis-
ráðherra til Reagans Bandaríkjafor-
seta um að Steingrímur væri kominn
til að ræða utanríkismálin á breiðum
grundvelli en ekki sérstaklega
hvalamálið. Þar með hafði vamar-
liðið á Keflavíkurflugvelli óbeint
blandast málinu.
Þegar það fréttist að Steingrímur
ætlaði ekki að mæta á fúndinn í
Ottawa báðu Bandaríkjamenn um
fúndarsalinn í hótelinu. Þar var hinn
sögulegi fundur haldinn. Hann sátu
af íslands hálfu Ingvi S. Ingvarsson,
sendiherra fslendinga í Bandaríkj-
unum, Helgi Ágústsson, skrifstofu-
stjóri utanríkisráðuneytisins, og
Kjartan Júlíusson, deildarstjóri í
sjávarútvegsráðuneytinu.
Minnt á minna fylgi
varnarliðsins
í skoðanakönnun
Helgi segir að á fundinum hafi
komið skýrt fram að dr. Calio og
föruneyti hafi ekki haft umboð til
að ræða utanríkismál, aðeins hvala-
málið. „Ingvi flutti í upphafi fundar-
ins þau boð frá utanríkisráðherra
að í bréfi Þorsteins Pálssonar forsæt-
isráðherra hefði verið óskað eftir
viðræðum milli Steingríms Her-
mannssonar utanríkisráðherra og
George P. Shultz, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, eða fulltrúa hans.
Ætlunin hefði verið, eins og Banda-
ríkjamönnum væri kunnugt, að
ræða utanríkismál á breiðum gmnd-
velli og hvalamálið sem slíkt væri
aðeins einn hluti af því máli. Ingvi
sagði síðan að við værum ekki
komnir til að ræða hvalamálið en
við værum reiðubúnir að hlusta ef
Bandaríkjamenn hefðu eitthvað
firam að færa. Hann minntist einnig
á nýgerða skoðanakönnun á íslandi
um minnkandi fylgi við veru vamar-
liðsins á íslandi og væri talið hægt
að rekja ástæðumar til hvalamáls-
ins.
„Dr. Calio fór þá að reifa hug-
myndir að tillögum um að auka trú
á vísindanefnd Alþjóða hvalveiði-
ráðsins. Við sögðum þá að við
vildum fá þetta skriflegt. Þá var gert
hálftíma fimdarhlé. Þeir settust nið-
ur og komu hugmyndum sínum á
blað. Daginn eftir gerðum við orða-
lagsbreytingar sem komið var á
framfæri í gegnum sendiráðið í
Washington og það vom einmitt
þessar tillögur, sem komu fram í
fúndarhléinu, sem urðu grundvöllur-
inn að samkomulaginu,“ segir Helgi.
Aðeins utanríkismál
á fundinum
Áður en til fúndarins í Ottawa kom
hafði utanríkisráðuneytið íslenska
rætt við bandaríska sendiherrann á
íslandi og gert honum grein fyrir því
að ætlunin væri að ræða utanríkis-
mál á breiðum grundvelli. Sendi-
herra okkar í Washington, Ingvi S.
Ingvarsson flutti sömuleiðis skilaboð
þess efnis er hann afhenti bréf for-
sætisráðherra í bandaríska utanrík-
isráðuneytinu.
„Ég er sannfærður um að fjarvera
Steingríms á fundinum í Ottawa
varð til þess að Bandaríkjamenn sáu
alvöru málsins og breyttu um stefnu.
Fjarvera hans kallaði fram tillögur
Bandaríkjamanna sem urðu síðar
grundvöllurinn að samkomulaginu,"
segir Helgi.
Samkvæmt þessu er ekki hægt að
leggja annað mat á lausn málsins
en að Bandaríkjamenn hafi gert sér
grein fyrir alvöru málsins þegar
Steingrímur Heimannsson mætti
ekki á fundinn. í uppsiglingu gat
verið mjög alvarleg og eldfim staða
í samskiptum ríkjanna. Endanlegt
samkomulag var svo gert nokkrum
dögum sfðar.
-JGH/ÓA