Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1987, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1987, Blaðsíða 28
40 FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1987. Jarðarfarir Vilborg Torfadóttir lést 12. sept- ember sl. Hún fæddist í Kollsvík í Rauðasandshreppi 5. júní 1896. For- eldrar hennar voru hjónin Guðbjörg Ólína Guðbjartsdóttir og Torfi Jóns- son. Vilborg giftist Eyjólfi Sveins- syni en hann lést árið 1941. Þeim hjónum varð þriggja sona auðið, einnig ólu þau upp systurson Vil- borgar. Kveðjuathöfn um Vilborgu verður í Hallgrímskirkju í dag kl. 13.30. Jarðsett verður frá Saurbæjar- kirkju á Rauðasandi fimmtudaginn 24. september kl. 14. Jósep Jón Jóhannsson lést 8. sept- ember sl. Hann fæddist 18. desember 1919 að Skógsmúla í Miðdalahreppi í Dalasýslu, sonur hjónanna Jóhann- esar Jónssonar og Sigurbjargar Sigurðardóttur. Árið 1921 fluttist Jósep með foreldrum sínum að Gilja- landi í Haukadal þar sem hann bjó fram á dánardægur. Jósep útskrifað- ist sem búfræðingur frá Hvanneyri 1939. Auk þess að stunda búskap starfaði hann við kennslu og skóla- stjórn í 14 -vetur, var farkennari víða og skólastjóri á Súðavík og Grenivík. Sl. áratug hefur hann starfað á skrif- stofu Kaupfélags Hvammsfjarðar. Utför hans verður gerð frá Stóra- Vatnshorni í Haukadal í dag kl. 14. Grímsey: Jarðskjálfta- hrinunni tokið Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri; „Þetta er greinilega búið núna,“ sagði Alfreð Jónsson í Grímsey í morg- un er DV spurði hann hvort vart hefði orðið við jarðskjálfta í nótt. Alfreð sagði að ekki hefði orðið vart við skjálfta síðan í gærmorgun og menn væru vissir um að þeim '-geri lokið, að sinni að minnsta kosti. Ekki hefðu orðið neinar skemmdir á mann- virkjum í þessari skjálftahrinu og nú væri glaðasólskin og prýðisveður í Grímsey og létt yfir fólkinu. Nafnabrengl I DV í gær var farið rangt með nafri matsveinsins á Guðmundi VE. Hann heitir Gústaf Guðlaugsson. Er hér með beðist velvirðingar á mistökunum. Leiðrétting Á getraunasíðunni Tippað á tólf á fimmtudaginrpvar urðu þau mistök að dálkar fjölmiðlanna Stöðvar 2 og Stjömunnar víxluðust. Þar sem Stjaman hefúr náð bestum árangri fjölmiðla það sem af er keppninni er undirrituðum skylt og ljúft að biðja kollega og alnafiia afsökunar á þessum mistökum. Hið rétta er að Eiríkur Jónsson, fréttastjóri Stjömunnar, sem hefur tippað fyrir sinn fjölmiðil í haust, er með 16 réttar lausnir eftir þrjár umferðir, en Stöð 2 er með 11 réttar lausnir. E.J. I gærkvöldi Hafsteinn Oskarsson framkvæmdastjóri: Stjömumar hæpnar Hafsteinn Oskarsson. Ég horfði auðvitað á 19.19 í gær- kvöldi og þó að líklega sé lítið að marka þennan fyrsta þátt þá líst mér vel á þetta. Það var dálítill byrjenda- bragur á þættinum í gærkvöldi sem kom meðal annars fram í því að þátturinn fór fram úr áætlun og u.þ. b. 10 mínútur fóru bara í kynningu. Ég hef þó á tilfinningunni að þetta eigi eftir að vera skemmtilegt ef Stöðvarmenn fá þetta til að renna í gegn. Formið er vikvæmt en athygl- isvert. Það var helst að listagagn- rýnin styngi mig. Ég leyfi mér að draga í efa að það eigi rétt á sér að gefa stjömur í listagagnrýni. Það er eðlilegra að gagnrýnandinn orði álit sitt á verkunum. Þá horfði ég á Heilsubælið og er svo sannarlega hægt að segja að þetta hafi verið léttgeggjað. Það vom góðir kaflar inni í þessu en þó verður að segjast eins og er að full- margir brandarar vom þama á stuttum tíma til að hægt væri að hafa gaman af þeim. Það hefði mátt gera þetta undir aðeins eðlilegri kringumstæðum. Þá horfði ég á breska þáttinn King & Castle og sannaðist enn einu sinni lagni Breta við að gera svona þætti og ekki annað hægt að segja en að þátturinn hafi farið vel af stað. Einn þátt náði ég að hlusta á á rás 2 í gærkvöldi en það vom Kvöldsyrp- ur með Þorgeiri Ólafssyni. Þorgeir spjallaði um sín unglingsár og hvemig þau tengdust John Lennon og boðskap hans. Þama fékk maður skemmtilegt sjónarhom á Lennon og skoðanir hans. Það var greinilegt að boðskapurinn náði til Þorgeirs og félaga hans og var virkilega gam- an að þessum þætti. Þá hefði ég viljað geta hlustað betur á þátt Ara Trausta Guðmunds- sonar, I landi kondórsins, en samkvæmt því sem ég heyrði þá hefur það verið mjög athyglisverður þáttur. Fíkniefhasmygl: Fimm fengu dóm Einar Eggertsson kafari lést 9. september sl. Hann fæddist í Reykja- vík 15. október 1902. Einar hóf störf hjá Vita- og hafnamálaskrifstofunni árið 1929 og starfaði þar í hálfa öld. Eftirlifandi eiginkona hans er Svein- biörg Árnadóttir. Þeim hjónum varð fimm barna auðið. Útför Éinars verð- ur gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Helene K. Hjartarson lést 12. sept- ember sl. Hún fæddist í Leipzig, Þýskalandi, 28. apríl 1901. Foreldrar hennar vom Anna og Paul Kummer. Helene kom til íslands 1923. Hún vann við hárgreiðslu og rak um skeið eigin stofu. Eftirlifandi eiginmaður Helene er Oddgeir Hjartarson. Þau hjónin eignuðust 3 börn og ólu einn- ig upp tvö bræðrabörn Helene. Útför hennar verður gerð frá Bústaða- kirkju í dag kl. 15. Jóhann Ágúst Gunnarsson lést 7. september sl. Hann fæddist í Reykja- vík 5. mars 1932, sonur hjónanna Gunnars B. Halldórssonar og Aðal- heiðar M. Jóhannsdóttur. Að loknu fullnaðarprófi hóf hann nám í raf- virkjun við Iðnskólann í Reykjavík og hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Lauk hann síðan prófi frá Vélskóla íslands, Rafmagnsdeild, 1953. Starf- aði hann hjá Rafmagnsveitu Reykja- vfkur frá 1947 til 1974 en frá þeim tíma sem sjálfstæður rafverktaki. Eftirlifandi eiginkóna hans er Ingi- björg Sigurðardóttir. Þau hjónin eignuðust þrjár dætur. Útför Jó- hanns verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Björg Ólafsdóttir, Hamraborg 26, Kópavogi, lést að heimili sínu fimmtudaginn 10. september. Jarðar- förin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ögmundur Guðmundsson, fyrr- verandi bóndi, Þórarinsstöðum, Hrunamannahreppi, verður jarð- sunginn frá Hrunakirkju laugardag- inn 19. septernber kl. 14. Kristjana Árnadóttir, Grímshús- um, Aðaldal, verður jarðsungin frá Grenjaðarstaðarkirkju laugardag- inn 19. september kl. 14. Ágústa Þórðardóttir verður jarð- sungin frá Eyrarbakkakirkju laugar- daginn 19. september kl. 14. Tilkyimingar Erindi á vegum Náttúrulækn- ingafélags Reykjavíkur Á vegum Náttúrulækningafélags Reykja- víkur flytur yfirlæknir heilsuhælisins Tallmogárden í Svíþjóð, dr. Karl-Otto Aly, erindi á Hótel Sögu laugardaginn 19. september kl. 14 í B-sal. Erindið íjallar um kenningar hans og reynslu af náttúru- lækningum. Allir áhugamenn eru vel- komnir á meðan húsrúm ieyfir. Fimm menn hafa verið dæmdir vegna smygls og aðildar að smygli á amfetamíni til landsins á árinu 1985. Mennimir smygluðu amfetamíninu til landsins með þeim hætti að koma því fyrir í togurum sem voru í erlendum höíhum. Áhafnir togaranna voru ekki viðriðnar smyglið. Mennimir, sem dæmdir vom, em Magnús Einarsson, en hann var Alvarlegt umferðarslys varð í Bakk- aselsbrekku á Öxnadalsheiði í gær. Bíll valt þar út af veginum og vom ökumaður og farþegi íluttir á sjúkra- hús á Akureyri. Bíllinn var á leið til Akureyrar og efst í brekkunni missti ökumaður vald á bílnum sem snerist og fór út af vegin- um vinstra megin og valt síðan tíu dæmdur til 28 mánaða fangelsisvistar, Magnús hefur áður hlotið 24 refsi- dóma. Ævar Agnarsson var dæmdur til 24 mánaða fangelssisvistar og sama dóm hlaut Friðþjófur Bragason. Mönnunum var gert að greiða 10 þús- und króna sekt. Dómur þeirra er ekki skilorðsbundinn. Tveir menn vom dæmdir í 5 mánaða fangelsi, skilorðsbundið, vegna aðildar metra. Ökumaðurinn slasaðist alvar- lega en er ekki í lífshættu en meiðsli farþegans vom lítils háttar. Daníel Snorrason rannsóknarlög- reglumaður sagði að öryggisbelti hefðu ekki verið notuð í þessu tilviki en sennilega hefðu þau getað bjargað miklu ef þau heföu verið spennt. Yfir- bygging bílsins var heilleg eftir velt- una en ökumaðurinn haföi kastast aftur í bílinn og það heföi ekki gerst að smyglinu. Þeir sáu um að íjár- magna kaupin. Það var Guðjón Marteinsson, fúlltrúi hjá sakadómi í ávana- og fíknieínamálum, sem kvað upp dóminn. Mikla athygli vakti þegar mennfrnir vom handteknir eftir eltingarleik á Grandagarði í byrjun nóvember 1985. -sme heföi hann notað öryggisbelti. Þetta slys er það fimmta sem verður á Öxnadalsheiðinni í um mánaðartíma og virðast menn ekki haga akstri sín- um eftir aðstæðum. Á meðan lögreglu- menn unnu að rannsókn slyssins í gær kom til dæmis bíll niður brekkuna á mjög mikilli ferð og heföi ökumaður hans ömgglega lent í miklum vand- ræðum hefði hann þurft að beita hemlunum. Sönn barátta Þá er farið að líða á seinnihluta UNM-hátíðarinnar sem hófst um síðustu helgi. Fram að þessu hafa verið haldnir sex tónleikar með verkum unga fólksins á Norðurlönd- um og tvennir em eftir. { gærkvöldi vom tónleikar í Menntaskólanum við Hamrahlíð og vom flutt þar sex tónverk frá fimm löndum, Svíar áttu tvö. Besta verkið var að mínum dómi strengjakvartett frá Finnlandi, Jeusikvartette (hvað sem það þýðir) eftir Jukka Koskin- en. í stað laglína og tónbila er þar lögð mest áhersla á samspil tóna og hljóða með óákveðna tónhæð (skrap og skellir með og án boga), sem er auðvitað ekkert nýnæmi, en var framkvæmt af sérstöku músíkalíteti og merkilegri formvissu. Það væri gaman að fylgjast með þessu tón- skáldi í framtíðinni. Reyndar var margt fallegt og áhugavert að heyra i tveim sólóverkum, sem þama var skotið inn (höföu fallið niður annars staðar, bæði í Meles 1 fyrir fiðlu eft- ir Ari Vakkilainen frá Finnlandi og enn frekar In Between fyrir óbó og raftæki eftir Nils Henrik Asheim, sem kemur frá Noregi). Síðasta verkið fyrir hlé var svo eftir kvenmann frá Svíþjóð, Madel- eine Isaksson, Löp, með eigin kveðskap sem ég skildi ekki. En það er sama, það var sönn barátta í þessu stykki og hljóðfæraskipanin var óvenjuJeg; ásláttarhljóðfæri alls konar og harmóníka, ásamt raf- mögnuðum söngkonum tveim. Gott og blessað svo langt sem það nær. Seinni hluti tónleikanna var hins Tónlist Leifur Þórarinsson vegar öllu lakari og get ég ekki sagt að neitt hinna þriggja verka sem þar voru (kvartett eftir Engström, Sví- þjóð, Lífdagatal fyrir bassaklarínett og ljóðalesara eftir Tryggva M. Baldvinsson, íslandi, AF fyrir 5 hljóðfæraleikara eftir Hans Peter Stubbe- Tegbjærg, Danmörku), hafa náð upp í meðallagið. En það getur allteins verið á misskilningi byggt. Annað kvöld kl. 20.30 verða einu sinfóníutónleikar UNM-hátíðarinn- ar. Þeir verða í Langholtskirkju og verða flutt hvorki meira né minna en 8 tónverk, þar af tvö eftfr íslend- inga. -LÞ Enn ertt slys á Öxnadalsheiðinni Gyifi Kristjánssan, DV, Akureyri:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.