Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1987, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1987, Blaðsíða 30
42 FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1987. Fólk í fréttum Ragnar Fjalar Sævarsson Ragnar Fjalar Sævarsson hefur verið í fréttum DV en hann vann íslandsmeistaratitil drengja í skák, 14 ára og yngri. Ragnar er fæddur 19. apríl 1974 í Reykjavík og er nú í áttunda bekk Hagaskólans. Afi Ragnars kenndi honum fimm ára gömlum að tefla og átta ára fór hann í skákskóla Taflfélags Reykjavíkur. Ragnar fór að tefla hjá Taflfélagi Reykjavíkur tíu ára og tefldi í skáksveit Haga- skólans sem varð í öðru sæti á skákmóti grunnskólanna í Reykja- vík í vor. Ragnar les mikið skák- bækur og er uppáhaldsskákmeistari hans Michael Tal. Foreldrar Ragnars eru Sævar Jónsson, byggingameistari í Rvik, og Ragnheiður Jensína Ragnars- dóttir hjúkrunarkona. Ragnar býr hjá móður sinni og sambýlismanni hennar, Eiríki Víkingssyni fram- kvæmdastjóra. Móðursystkini Ragnars eru: Guðrún Briem félags- fræðingur, er gift Eiríki Briem, fjármálastjóra hjá Rafmagnsveitum ríkisins. Þórsteinn, deildarstjóri hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, og prestur Óháða safhaðarins, er kvæntur Elsu Guðmundsdóttur. Valý Helga hjúkrunarfræðingur er gift Jóni Þorvaldssyni textahöfundi. Sonur hennar, Ingi Fjalar, var í 5.-7. sæti á drengjameistaramótinu þar sem Ragnar var sigurvegari. Lárus læknir er kvæntur Þóru Tryggvad- óttur kennara. Halldóra Anna er gift Skafta Haraldssyni prentara. Móðir Ragnars, Ragnheiður, erdótt- ir Ragnars Fjalars, prests í Rvík, Lárussonar, prests í Miklabæ í Skagafirði, Amórssonar, prests á Hesti í Borgarfirði, Þorlákssonar, systursonar Guðrúnar, ömmu Sveins Bjömssonar forseta, Þórunnar, langömmu Jóhanns Hafsteins for- sætisráðherra og bróður Þorláks, foður Jóns forsætisráðherra. Móðir Ragnars var Jensína Bjömsdóttir, prófasts í Miklabæ Jónssonar, og konu hans, Guðfinnu Jensdóttur. Móðir Ragnheiðar er Herdís Helga- dóttir, kennara á Akureyri, Ólafs- sonar, sjómanns á Sauðárkróki, Jóhannssonar, og konu hans, Guð- laugar Guðnadóttur. Móðir Herdís- ar er Valý Agústsdóttir, bryta í Rvík, Benediktssonar, og konu hans, Hall- dóm Halldórsdóttur. Föðurbróðir Ragnars er Torfi, slát- urhússtjóri á Hellu, kvæntur Soffíu Pálsdóttur. Sævar er sonur Jóns, sveitarstjóra á Hellu, Þorgilssonar, b. á Ægisíðu í Djúpárhreppi, Jóns- sonar, b. og fræðimanns á Ægisíðu, Guðmundssonar, b. á Keldum á Rangárvöllum, Biynjólfssonar, af Víkingslækjarættinni. Guðmundur á Keldum var langafi Jóns Helga- sonar prófessors, Guðrúnar Helgad- óttur, fyrrv. skólastjóra Kvenna- skólans, Sigurðar Sigurðarsonar, setts yfirdýralæknis, og einnig var Guðmundur langafi Sigurðar Lýðs- sonar, afa Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Þjóðhagsstofnunar. Móðir Þorgils var Guðrún Pálsdóttir, b. á Þingskálum á Rangárvöllum, Guð- mundssonar, bróður Jóns á Ægisíðu. Ragnar Fjalar Sævarsson. Systir Guðrúnar var Sigríður, lang- amma Jóhanns Siguijónssonar sjóvarlífiræðings. Móðir Jóns var Kristín Filippusdóttir, verkamanns á Blönduósi, Vigfússonar. Kona Jóns er Gerður Þórkatla Jónasdótt- ir, b. í Vetleifsholti í Ásahreppi, Krisfjánssonar, af Bergsættinni. Afmæli Sigrún Baldvinsdóttir Sigrún Baldvinsdóttir, Laugames- vegi 104, Reykjavík, er áttræð í dag. Sigrún er fædd að Hálsi í Köldukinn í Suður-Þingeyjarsýslu. Foreldrar hennar fluttu að Ófeigsstöðum í sömu sveit árið 1910 og þar er hún uppalin. Hún bjó í foreldrahúsum sín uppvaxtarár en var í Reykjavík hjá Jónasi frá Hriflu og Guðrúnu konu hans fyrsta ráðherravetur Jónasar. Sigrún gifti sig 1934 Erlingi, f. í Am- amesi í Kelduhverfi 2.11. 1903. Erlingur er búfræðingur frá Hvann- eyri en foreldrar hans vom Jóhann b. í Amamesi Jóhannsson og Sigur- veig frá Bakka í Kelduhverfi, Ámadóttir. Sigrún og Erlingur bjuggu lengst af í Ásbyrgi í Kelduhverfi en Erling- ur vann lengi ýmis störf samhliða búskapnum. Hann var m.a. sveitar- stjóri og oddviti og vann að bók- haldsendurskoðun fyrir Kaupfélagið á Kópaskeri. Sigrún og Erlingur eignuðust fjög- ur böm sem öll em á lífi: Sigurveig, f. 1935, er starfsmaður hjá Landmæl- ingum ríkisins. Hennar máður er Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri og eiga þau fjögur böm. Þau hjónin em sexmenningar frá Kristjáni Jónssyni b. á Illugastöðum; Hulda f. 1937, er starfsmaður hjá Mjólkursamsöl- unni. Maður hennar er Jónas Hallgrímsson, deildarstjóri hjá Toll- inum, og eiga þau tvo drengi; Kristín, fulltrúi í Samvinnubankan- um, f. 1942, er kona Hrafhs Magnús- sonar, framkvæmdastjóra Almennra lífeyrissjóða. Þau eiga þrjú böm; Baldvin Jóhann, f. 1946, er sölumað- ur, kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur, útibússtjóra Alþýðubankans við Suðurlandsbraut. Þau eiga tvo drengi. Sigrún átti þrjú systkini sem öll em látin: Baldur b. á Ófeigsstöðum, f. 1898, d. 1978. Baldur var lands- kunnur hagyrðingur. Fyrri kona hans var Hildur Friðgeirsdóttir en seinni kona Sigurbjörg Jónsdóttir; Þórir, arkitekt í Reykjavík, f.1901, d. 1986. Hann var kvæntur Borghildi Jónsdóttur Jónatanssonar alþingis- manns; Hulda, f. 1910, er einnig látin en hún var kona Einars Friðgeirs- sonar b. í Engihlíð. Foreldrar Sigrúnar vom Baldvin b. og oddviti á Óféigsstöðum Bald- vinsson og kona hans, Kristín Jónasdóttir frá Sílalæk. Föðurafi Sigrúnar var Baldvin b. í Naustavík Sigrún Baldvinsdóttir. í Kinn, Sigurðsonar b. á Hálsi í sömu sveit, Kristjánssonar b. á Illugastöð- um, sem Illugastaðaætt er kennd við, Jónssonar. Dóttir Sigurðar á Hálsi var Kristjana, móðir Bened- ikts Sveinssonar alþingisforseta, föður Bjama Benediktssonar forsæt- isráðherra. Jónas, móðurafi Sig- rúnar, var Guðmundsson b. á Sílalæk Stefánssonar sem Silalækj- arætt er kennd við. Systir Jónasar var Sigurbjörg móðir Guðmundar frá Sandi. Sigrún og Guðrún, kona Jónasar frá Hriflu, vora systradæt- ur. Ari F. Guðmundsson >■ * i Ari F. Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri starfsmannasviðs Landsbanka Islands, til heimilis að Safamýri 39, Reykjavík, er sextugur í dag. Ari er Reykvíkingur, fæddur og uppalinn á Barónsstígnum. Hann gekk í Austurbæjarskólann og Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Ari hóf störf í Landsbankanum 1943 og hefur starfað þar síðan. Hann byij- aði sem sendisveinn og hefur unnið í flestum deildum bankans en 1974 varð hann starfsmannastjóri bank- ans og 1984 framkvæmdastjóri starfsmannasviðs. Ari hefur alla tíð verið mikill áhugamaður um íþróttir og á árun- um 1945-56 var hann í hópi allra fremstu sundmanna íslendinga. Á þessu tímabili átti hann í lengri eða skemmri tíma íslandsmet í öllum vegalengdum skriðsunds frá 50 til 800 m. Ari var í stjóm Ægis frá 1944-57 og formaður félagsins frá 1952-57. Hann var í stjóm Golf- klúbbs Reykjavíkur frá 1969-78 og Sérverslun með blóm og skreytingar. Laugauegi 53, simi 20266 Sendum um land allt. formaður frá 1976-78. Jafhframt var hann ritari Golfsambandsins frá 1977-83. Ari hefur verið í stjóm íþróttabandalags Reykjavíkur frá 1981 og er ritari þess. Kona Ara er Katla, f. 1929, Ólafs- dóttir, bakara á Vesturgötu og í Þingholtsstræti í Reykjavík og víð- ar, en hann er nýlátinn, Þórarins- sonar á Melnum við Ásvallagötu í Reykjavík sem vann hjá Eimskip í sextíu ár. Móðir Kötlu er einnig lát- in en hún var Vilborg frá Drangshlíð undir Eyjafjöllum, Þorsteinsdóttir. Ari og Katla eiga tvo syni og tvær dætur: Fríða-Svala, f.1951, er gift Jeff Bolsmaier kvikmyndaleikstjóra og búa þau í New York; Atli, f.1953, er ljósmyndari að atvinnu og býr í foreldrahúsum; Vilborg, f.1959, er gift Steven Golin kvikmyndafram- leiðanda og búa þau í Hollywood í Los Angeles; Guðmundur, f.1966, býr í foreldrahúsum, stundar nám í við- skiptafræði við H.I. og hefur starfað sém flugþjónn á sumrin. Ari á einn bróður og eina systur: Halldór, f. 1925, er giftur Emelíu Guðlaugsdóttur. Halldór er fyrrv. starfsmaður Loftleiða og Flugleiða, en þau eiga fjögur böm og búa í Florida í Bandaríkjunum; Hjördís Nielsen, f.1929, er gift Ame Nielsen. Þau eiga einnig fjögur böm og búa í Danmörku. Foreldrar Ara em Guðmundur prentari, f. á Kröggólfsstöðum 1892, en hann er látinn, og kona hans Friðsemd, f.1899. Foreldrar Guð- mundar vom Halldór Guðmundsson og Þorbjörg Einarsdóttir. Foreldrar Ari F. Guðmundsson. Friðsemdar vom Ari B. Antonsson, lengi verkstjóri hjá Kol og salt, og Guðríður Bergmann, ættuð úr Skaftafellssýslu en fædd á Bæjar- skeri á Suðumesjum. Ari tekur á móti gestum í dag í Félagsheimilinu á Seltjamamesi milli kl. 17.00 og 19.00. 80 ára__________________________ Sigríður Oddsdóttir, Hringbraut 41, Reykjavík, er áttræð í dag. 70 ára Benedikt F. Þórðarson bifreiða- stjóri, Álftamýri 26, Reykjavík, er sjötugur í dag. Jónína Eggertsdóttir, Borgarbraut 28, Borgarnesi, er sjötug í dag. 40 ára Sigrún Guðmundsdóttir, Hæðar- garði 48, Reykjavík, er fertug í dag. Þóra Stella Guðjónsdóttir, Staðar- felli, Fellsstrandarhreppi, er fertug í dag. Sigurbjöm Ámason Sigurbjöm Ámason skipstjóri, til heimilis að Goðatúni 34, Garðabæ, er sextugur í dag. Sigurbjöm er fæddur á Akureyri. Hann lauk stúd- entsprófi frá M.A. 1947 og var síðan við nám við Háskólann í Osló. Með náminu hér heima var hann á síld á sumrin og síðar á togurum. Hann lauk fiskimannaprófi 1955 og hóf störf á hvalbátunum sama ár, fyrst sem háseti en síðar sem stýrimaður. Á árunum 1959-63 var hann á ýms- um fiskibátum og átti þá mb. Dreka með Guðna Sigurðssyni skipstjóra. Sigurbjöm hefur kennt við Stýri- mannaskólann í tvo vetur en 1965 fór hann aftur á hvalbátana og hefur verið þar síðan, ýmist sem stýrimað- ur eða skytta og skipstjóri. Kona Sigurbjöms er Kristjana, f. að Klængshóli í Skíðadal 13.12.1929. Foreldrar hennar em Kristján, f.1886 en nú látinn, Halldórsson og kona hans, Margrét, f.1894, Ámadóttir. Sigurbjöm átti son áður en hann gifti sig. Hann heitir Guðmundur og er hafharstjóri á Akureyri. Kona Guðmundar er Bjamey Sigvalda- dóttir hárgreiðslukona og eiga þau þijú böm. Sigurbjöm og Kristjana eiga svo sex böm: Eva, f.1950, er hótelstjóri á Djúpuvík á Ströndum ásamt manni sínum, Ásbimi Þor- kelssyni, en þau eiga þijú böm; Ámi stýrimaður, f.1951, hefur unnið hjá Tilkynningaskyldu íslenskra skipa. Kona hans er Andrea Jónheiður ísólfsdóttir og eiga þau eina dóttur, en Ámi átti fyrir tvo syni með Agn- esi Jónsdóttur; Jón Ingi, f.1953, er kennari við Menntaskólann á Egils- stöðum. Kona hans er Harpa Höskuldsdóttir kennari og eiga þau tvo syni; Kristján matsveinn, f.1955, er giftur Önnu Lísu Gunnarsdóttur sem vinnur hjá Síldarútvegsnefhd, en þau eiga eitt bam; Margrét Bima, f.1965, vinnur á veitingahúsinu Úlfar og Ljón. Hún býr í foreldrahúsum en unnusti hennar er Hermann Óskar Hermannsson; Anna, f.1968, býr einnig í foreldrahúsum en hún er að ljúka menntaskólanámi. Foreldrar Sigurbjöms em Ámi trésmíðameistari, f. að Gestsstöðum í Fáskrúðsfirði 1874, d.1946, Stefáns- son og kona hans, Jónína, fædd að Atlastöðum í Svarfaðardal 1885, d.1969, Friðfinnsdóttir. Föðurafi Sig- urbjöms var Stefán b. á Gestsstöð- um, Einarssonar á Knappeyri, Bjömssonar. Móðir Stefáns var Sig- urbjörg Sigurðardóttir, b. á Hlaup- andagerði, Brynjólfssonar, af Amheiðarstaðaætt. Sigurbjöm verður úti á sjó á af- mælisdaginn. □ín Ámadóttir Elín Ámadóttir, Birkigrund 70, Kópavogi, er sextug í dag. Elín er fædd í Vestmannaeyjum og alin þar upp hjá foreldrum sínum. Hún var í bama- og gagnfræðaskóla í Vest- mannaeyjum og hof síðan verslunar- störf þar í vefnaðarvömverslun Önnu Gunnlaugsson. Elín fór nítján ára á Sorö-húsmæðraskólann á Sjá- landi í Danmörku. Hún giftist 1947 Gunnari, f. 16.12 1922, ffá Gerði í Vestmannaeyjum, Stefánssyni frá Gerði, Guðlaugssonar frá sama stað. Móðir Gunnars var Sigurfinna Þórðardóttir, ættuð úr Mýrdalnum, en foreldrar Gunnars em bæði látin. Elín og Gunnar bjuggu í Vest- mannaeyjum fram að gosi en fluttu þá á land og hafa átt heima í Kópa- vogi. Þau eiga hins vegar þijá syni sem allir búa í Vestmannaeyjum: Leifur, f. 1947, er stýrimaður, hans kona er Ingibjörg Bfrna og eiga þau tvo syni; Ámi Gunnar, f. 1950, er rafvirkjameistari, giftur Emu Ing- ólfsdóttur og eiga þau tvo syni; Stefán Geir, f. 1953, er yfirtollvörður í Vestmannaeyjum en hans kona er Aðalheiður Sveinsdóttir og eiga þau tvo syni. Elín átti fjögur alsystkin og eitt hálfeystkin en.nú em þær þrjár syst- umar á lífi: Elísabet, f. 1930, er gift Jóhanni Möller skrifetofustjóra en þeirra böm em Ámi b. og Helga Möller söngkona, sambýliskona Pét- urs Ormslev knattspymumanns; Ragnheiður, f. 1918, er gift Ted Rogich og búa þau í Las Vegas. Son- ur þeirra er Sig Rogich, auglýsmga- stjóri hjá Ronald Reagan Banda- ríkjaforseta í síðustu forsetakosn- ingum þar vestra. Foreldrar Elínar vom Ámi Sigfus- son, kaupmaður og útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, f. 1887, en hann lést í flugslysi 1948, og Ólafía Áma- dóttir, f. 1895, d. 1963. Sigfus og Jóhann Jörgen Johnsen vom hálf- bræður, synir Guðfinnu Jónsdóttur Austmanns prests. Böm Jóhanns em Ámi Johnsen eldri en meðal bama hans em Sigfús, faðir þeirra bræðra Þórs, formanns Heimdallar, og Áma, formanns SUS, og Ingibjörg móðir Áma Johnsen yngri alþingis- manns. Ólafía, móðir Elínar, átti fjölda systra og em nú þijár þeirra á lífi: Elísabet, kona Óskars J. Þor- lákssonar, fyrrv. dómkirkjuprests; Anna, sem var gift Henrik Walge, og Eiríka, kona Þorgríms St. Eyjólfs- sonar, forstjóra í Keflavík. Andlát Guðlaug Pétursdóttir, Norður- brún 1, Reykjavík, lést miðviku- daginn 16. september. Ingigerður A. Auðunsdóttir frá Dalseli andaðist á Dvalarheimili aldraðra, Lundi, Hellu, miðviku- daginn 16. september. Kristín Kjartansdóttir frá Hraunkoti í Aðaldal andaðist 16. september.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.