Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1987, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1987, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1987. Neytendur____________________ Merktir kassastrimlar Það hefur sem betur fer færst í vóxt að verslanir taki upp viðunandi merk- ingar á sundurliðuðum kassakvittun- um, að hver vara sé nefnd og verðið á henni. Mikligarður varð fyrst mat- vöruverslana til að bjóða upp á slíka strimla en að auki bjóða ýmsar sér- verslanir upp á þetta, s.s. Ikea, Útilíf og ÁTVR í Kringlunni. Þetta kernur í kjölfar svokallaðra rákamerkinga en þá er varan merkt rákaröð sem gerir tölvu kleift að lesa allar upplýsingar, þar á meðal verð. Þar sem verslanir hafa yfir að ráða slíkum tölvubúnaði kemur fram heiti vöm og verð á kassakvittunum. Önnur leið til að gefa viðunandi sundurliðun á strimli er að varan sé merkt sérstöku númeri sem er þá stimplað inn í kassann í stað verðs og prentast þá bæði heiti og verð á kass- astrimil. DV hafði samband við Guðstein Guðmundsson hjá Neytendasamtök- unum og spurði hann um þessi mál: ..Ef litið er á rákamerkingu sem ein- angrað fyrirbrigði þá er hún til mikilla hagsbóta fyrir þann neytanda sem vill fylgjast með sínum innkaupum. Fyrir hinn, sem hendir kvittuninni um leið og hann fær hana í hendur, hefur þessi merking náttúrlega ekkert gildi. Það fylgir þessum merkingum þó ein v I!_ I F AilT TIL vT:vE".L; 12S56 #: •.wÍATw^*.; PITL j. jLw c 5.20. tcaM'.K FVP. IR fullv:m vj*vC vjl •• í;-j-c -ð- -s- -n- -ö- -f í? 0 * M) K'EH.-t HÍRD TOY CRATE SIG LAGER 0UILT-6AG SE tinto bed-base cov LÍN 0V94 0001 20. LÍN . .1 t SYREN PILLOU CAÍii J 1 4 > SKVETT CUSHI0H-C0V 1 SKVETT CUSHI0N-C0V 1 SYREN 0UILT C0VER 1 SAGIS CDAT-HANGER I BAGIS CHILD COATHA 2 SUJ HANDLE UHITE 4 1 •SAHTALS A90 1.780 550 1.190 150 605 665 1.395 165 280 195 7.545 PUKAS BACK PAD S 1 1,195 '•ALLAS/PUKAS SET 0 1 340 T JiO'-S JUNI0R CHAIR 1 2.295 EALUN >,:■ PT1 HI CA 1 6.850 EALUN.HS PRT 2 H1 1 4,900 SULTAN FAST 90X200 1 9,490 SULTAN 90 105 120 ' 1 1.390 EHIR STANDARD 90X2 1 2,190 BOJ 11 FRAHE PINE 1 1,940 B0J 21 N DRAUER SE 1 2.200 60J DESK 70P 120X6 1 1.385 BOJ 51 SUPPORTING 1 840 *S|HTAIS ,2.600 SKULDABRÉF 1 28,400' NR. REIKNINGS 0100000000444142250381 AVÍSUN 14.000 Sýnishorn af kassakvittunum nokkurra verslana. Eins og sjá má er ekki alltaf gott að átta sig á hvað hefur verið keypt. hætta, sú að verðmerking inni í versl- ununum sjálfum verði ekki sem best. Reynslan frá hinum Norðurlöndunum hefur sýnt að verslanir sem hafa þessa rákamerkinguunerki verðið í hilluna þar sem varan er geymd og virðist það þvi miður oft vilja gleymast að breyta þvi verði ef varan sjálf hækkar í verði. Ef hins vegar er merkt með númeri í stað verðs er alltaf fyrir hendi sú hætta að mistök verði þegar talan er stimp- luð inn í kassann og neytandinn borgi allt aðra vöru heldur en hann er með í höndunum. Þessar kassakvittanir eru hins vegar mjög handhægar fyrir þann sem vill fylgjast vel með því sem hann kaupir inn og skoðar strimilinn þegar heim er komið.“ Félag íslenskra iðnrekenda kynnti félagsmönnum sínum rákamerkingar fyrir nokkru. Samkvæmt upplýsingum þaðan er allur gangur á þessum merk- ingum hér á landi, sumir eru með þessar rákir eða gera ráð fyrir þeim á nýjum umbúðum meðan aðrir heillast ekki. Þetta er hins vegar engin skylda hér á landi eins og sums staðar erlend- is heldur er mönnum það í sjálfsvald sett hvort þeir taka upp þessa merk- ingu eður ei. Rákimar hafa mikla Lambakjötið er Ijúffengur matur. Það er á mjög góðu verði í KRON verslunum núna. Úrval af lambakjöti í allskonar rétti. Frampartar Marinerað kjöt Læri Úrbeinaðkjöt Lærissneiðar London lamb Hryggur Hangikjöt Kótilettur Saltkjöt Svið | Kauptu inn hjá KRON, það er hagstætt. v/Norðurfell v/Stakkahlíð Stórmarkaður, v/Tunguveg v/Dunhaga Skemmuvegi i v/Langholtsveg v/Furugrund, Kóp. Kaupstaður í Mjódd. DV Rákamerking sem hægt er að lesa með sérstökum Ijósapenna. í rákun- um eru allar helstu upplýsingar um vöruna hagræðingu í för með sér við birgða- bókhald því að tölvan skráir út lesnar vörur jafnóðum. Það má því búast við að þetta færist í vöxt í náinni framtíð og ættu þvi neytendur að geta nýtt sér vel sundur- liðaða og merkta kassastrimla til að fylgjast með sínum innkaupum mun meira en áður hefur verið hægt. -PLP Þegar landinn ætiar að spara og pantar beint Því hefur stundum verið haldið fram að óprúttnir aðilar smyrji lið- ugt á vörur sem þeir selja fólki við dymar, eins og það er kailað. En hið opinbera or ekki síður duglegt að smyrja ofan á vörumar sem landsmenn festa kaup á. Bréf frá lesanda okkar segir sína sogu um slíkt og getur orðið öðrum til við- vörunar. Héma er bréfið: Fyrst er að segja sögu af því að ég hugðist spara mér stórfé og ná um leið almennilogum eldhúshníf- um. í áskriftartilboði í norsku blaði, sem ég kaupi, áttu áskrifendur kost á að kaupa 5 Sheffield Laser hnífa á aðeins Nkr. 230 G.330 kr. ísL). Þetta sýndist mér hin mestu reyf- arakaup og sendi pöntun nær samdægurs og ég fékk blaðíð. Svo fór ég í sumarfrí. Þegar ég kom aftur beið mín póstkrafa frá tollinum og hljóðaði hún upp á 1895 kr. En þá átti ég eftir að borga andvirði hnífanna. Þetta urðu mér mikil vonbrigði því satt að segja hafði raér láðst að reikna með þessu. Ég vil því vara fólk við að panta svona vörur beint til þess að lenda ekki í stórum fjárútlátum. Tollverð er fundið út á þennan hátt: Verð á vöru_= 230 Nkr; gengi 5, 7592 = 1.325 íkr. + burðargöld, 63 kr., og vátrygging, 14 kr. Við þetta bætist eftirfarandi: 40 % tollur = 561 kr. 30 % vörugjald = 589 ki-. 1 % eitthvað = 14 kr. 27,5% sölugjald = 706 kr. tollmeðferð = 25 kr. Þá var enn eftir að greiða and- virði hnifanna eða 230 Nkr. Ég held að hní&mir hafi orðið mér nokkuð dýrir og mun alltaf minnast þessa þegar ég nota þá. Það er hins vegar huggun harmi gegn að það er ljómandí gott að nota hnífana, annað h vort væri nú! Svípað og verð út úr búð hér Svona getur farið fyrir fólki þeg- ar það ætlar að spara. Ég man eftir dæmi þar sem íslensk kona sendi inn lausn á getraun í dönsku viku- blaði og var ein af þcim heppnu sem fékk vinning. Vinningurinn, sem var jólakarfa full af alls konar jólagóðgæti, var sendur til íslands en viðtakanda gert að greiða toll af ÖIlu saman! Við getum einnig upplýst að þetta verð, sem bréfiátari þurfti að greiða fyrir hnífasettið aitt, er aðeins lægra en sams konar sett kostar í verslun í Reykjavxk en þá em hni- famir í plastblokk. Þessi tilboð, sem boðin eru í er- lendu blöðunum, koraa því aðeins til góða fyrir eigin landsmenn sem þuifa ekki að greiða toll af vörun- um. -A.BJ,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.