Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1987, Qupperneq 17
FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1987.
17
Lesendur
„Framúrakstursbijálæðið11
Einn þreyttur á linkind löggunnar
skrifar:
Jónas Ólafeson skrifar grein í les-
endadálk sl. fóstudag og telur að
eitt alvarlegasta vandamálið í um-
ferðinni sé að margir aki á vinstri
akrein og skapi með því hættu-
ástand.
Nú langar mig að spyrja Jónas:
Ef ekki væri vinstri akrein á vegum
okkar þá kæmust bílamir alls ekki
fyrir á vegunum og hvar eiga þeir
þá að vera? Þegar bflafjöldinn er
orðinn eins og hann er hjá okkur
hér í þessu þéttbýli, eins og það er
oft kallaö, verða menn hreinlega að
aka á fleiri en einni akrein því að
annars kæmust þeir ekki fyrir á göt-
unum. Svona einfalt er nú þetta,
Jónas minn.
Hitt er svo annað mál að fram-
úrakstursbrjálæðið er svo geigvæn-
legt að það jaðrar við vitfirringu.
Til hvers vill Jónas hafa alla á hægri
akrein? Er það til þess að geta and-
skotast fram úr öllum? Um notkun
stefnuljósa er ég sammála, vitanlega
verða menn að sýna þá lágmarks-
tillitssemi að gera vegfarendum ljóst
hvert þeir ætla að fara. Ég sagði til-
litssemi, það er nokkuð sem Islend-
ingar eiga ekki til í umferðinni og
því fer sem fer.
Alvarlegasta vandamálið hjá okk-
ur er einfaldlega það að íslendingar
þola ekki að hafa bíl fyrir framan
sig. Þeir verða að aka fram úr,
hversu hratt sem ekið er. Þetta er
mál sem umferðarlögreglan ætti að
huga að. Framúrakstursbrjálæðið er
svo alvarlegt mál að það verður að
taka í lurginn á þeim mönnum sem
þola ekki að hafa bfl fyrir framan
sig. Taugaveiklun er þetta vissulega.
Menn verða hreinlega vitlausir ef
ekki er ekið a.m.k. 10-20 km yfir
löglegum hraða. Komi smáglufa í
umferðina æða þessir merrn fram úr
og skapa stórkostlega hættu í um-
ferðinni. Þetta eru mennimir sem
verða að breyta akstursvenjum sín-
um.
Ég ók Vesturlandsveg nú á dögun-
um og sá hvar hvítur sendiferðabíll
ók með ofsahraða fram úr hverjum
bílnum á fætur öðrum og var mesta
mildi að ekki hlutust af stórvand-
ræði og slys á fólki. Lögreglan var
hvergi sjáanleg, hún er yfirleitt á
fleygiferð í bílum sínum og þá slaka
fantamir á, gá að sér meðan þeir
mæta löggunni og svo byrjar brjál-
æðið á nýjan leik. Borgaramir verða
að kreíjast löggæslu í ómerktum bíl-
um, eða til hvers er löggæsla? Er
hún til þess að vara menn við lögg-
urrni eða er hún til þess að hafa
hendur í hári ofetopamanna sem
einskis svífast á vegunum?
Mál er að linni, dauðaslysin em
talandi tákn þess öngþveitis sem rík-
ir í umferðinni. Nú verður að herða
tökin og hlífa ekki þeim mönnum
sem gerast lögbijótar oft á dag og
taka líf annarra borgara sem þeir
ráði örlögum þeirra að eigin geð-
þótta. Hér virðist ekkert duga nema
harkan og aftur harkan ef koma á
vitinu fyrir ökufantana. Þeir skilja
ef til vill best hvað það kostar þá
að haga sér eins og bandittar í um-
ferðinni ef þeir fá að greiða ærlega
Oskemmtileg reynsla
Tvær fokvondar, 9448-0450, hringdu:
Hvemig er þetta eiginlega, er ekki
lengur hægt að fara á Borgina án þess
að vera barinn niður, traðkað á og
hent inn í fangaklefa? Það er bara
eitt dæmi en við vitum svo ótalmörg
dæmi um hrottaskap dyravarðanna á
Hótel Borg.
Annað dæmi var er ein vinkona
okkar var að labba út í sakleysi sínu,
alls ódrukkin og með engin læti. Hún
snýr sér við í dyrunum til að tala við
vinkonur sínar þegar einn dyravarð-
anna reif í hana og henti henni út svo
að skyrtan rifhaði.
Það er hægt að nota munninn til
að ræða málin í staðinn fyrir að láta
kraftana ráða en það fer ekki mikið
fyrir málamiðlunum hjá þessum dyra-
vörðum. Yfirhöfuð em þeir stressaðir
og láta skap sitt bitna á mismunandi
dmkknu eða ódmkknu fólki sem er
að skemmta sér og getur enga vöm
sér veitt.
Dyrarverðir Hótel Borgar! í guð-
anna bænum slappið af.
KENNSLUSTAÐIR:
Reykjavík: Ármúla 17a, innritun kl.
13-19, s. 38830.
Hafnarfirði: Linnetstíg 3, innritun kl. 13-19, s. 51122.
Keflavik: Stapi, innritun kl. 10-20, s. 92-11708.
Selfoss: Hótel Selfoss, innritun laugardaginn 26.9. kl.
13-16 á staðnum.
Stokkseyri: Félagsheimilinu, innritun laugardaginn
26.9. kl. 13-16 á staðnum.
Eyrarbakka: Samkomuhúsinu, innritun laugardaginn
26.9. kl. 13-16 á staðnum.
Þorlákshöfn: Félagsheimilinu, innritun 25.9. kl. 18-20
á staðnum.
nýí mxKóum
Ok....,
Nauðungaruppboð
Að kröfu ýmissa lögmanna verða eftirtaldir lausafjámiunir seldir á
nauðungaruppboði sem fram fer í porti Skiptingar sf, Vesturbraut 34
Keflavík, föstudaginn 25. september 1987 kl. 16.00.
Ö-283 Ö-1710 Ö-1711 Ö-1850 Ö-1860
Ö-3279 Ö-3417 Ö-3907 Ö-5082 Ö-5439
Ö-6037 Ö-6717 Ö-7039 Ö-7551 Ö-8025
Ö-8498 Ö-9722 Ö-8603 Öt-15 Ö-8905 Ö-8907 Ö-9165
Rafmagnslyftarar, dísillyftarar, Broyt grafa, beltagrafa, Payloader
hjólaskófla, traktorsgrafa. i beinu framhaldi verða seidar að Ás-
garði 2, Garði, International Harvester jarðýta og TD-9 jarðýta.
Uppboðshaldarinn í Keflavík, Njarðvík,
Grindavík og Gullbringusýslu.
HELGARBLAÐ
Frjálst.óháð dágblað
Á MORGUINI
Pétur Ormslev og Helga Möller eru ung hjón í sviðsljósinu. Pétur hefur verið kosinn
knattspyrnumaður íslandsmótsins í ár og Helga er að byrja með nýjan þátt á Stöð 2.
Þau eru í hressilegu viðtali í helgarblaðinu.
Það er löng sigling að fara 4000 mílur
á hægfara dráttarbát og krefst þolin-
mæði. Þannig ferð fór þó Kristján
Sveinsson með félögum sínum á Goð-
anum í sumar þegar þeir drógu
grjótpramma til ísraels. Hann segir
ferðasöguna í helgarblaðinu.
Jóhannes Jónasson er vinsælasti lög-
reglumaður landsins þessa dagana. í
spurningaþætti sjónvarpsins virtust
þekkingu hans engin takmörk sett en
hvað segir Jóhannes um allt grúskið?
Hann ræddi málið við helgarblaðið.