Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1987, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1987, Qupperneq 34
~>46 FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1987. Kvikmyndahús - Leikhús Bíóborgin Svarta ekkjan Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Betty blue Sýnd kl. 9. Sérsveitin Sýnd kl. 5, 7 og 11.05. Tveir á toppnum Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bíóhúsið Sannar sögur Sýnd kl. 5, 7, 9, og 11. Bíóhöllin Geimskólinn Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Geggjað sumar Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 The Living Daylights Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Lögregluskólinn 4. Sýnd kl. 5 og 7. Tveir á toppnum Sýnd kl. 9 og 11. Angel Heart Sýnd kl. 5 og 7.30. Blátt flauel Sýnd kl. 10. Háskólabíó Hinn útvaldi Sýnd kl. 9 og 11.05. Súpermann IV. Svnd kl. 5 og 7. Laugarásbíó Hver er ég? Synd kl. 5. 7. 9 og 11. Valhöll Sýnd kl. 5. 7. 9 og 11. Rugl í Hollywood Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Regnboginn Malcom Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Herklaeði Guðs Sýnd kl. 3. 5, 7, 9 og 11.15. Vilðú værir hér Synd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Herdeúdin Sýnd kl. 5 og 9. Otto Sýnd kl. 3.05, 5.05. 7.05, 9.05 og 11.15 Ginan Sýnd kl. 3, 7.15 og 11.15. Stjömubíó Óvænt stefnumót Sýnd kl. 5, 7. 9 og 11. Neðanjarðarstöðin Sýnd kl. 7 ng 11. Wisdom Sýnd kl. 5 og 9. LUKKUDAGAR 18. september 32942 Hljómplata frá FÁLKANUM að verðmæti kr. 800,- Vinningshafar hringi í sima 91-32580. LEIKFÉLAG WmÆt REYKJAVlKUR PHI ÞAR SF.M KIS Faðirinn frumsýning þriðjudag kl. 20.30 2. sýning fimmtudag kl. 20.30. Grá kort gilda. 3. sýning laugardag kl. 20.30. Rauð kort gilda. Dagur vonar 51. sýning föstudag 25/9 kl. 20. Aðagangskort Uppselt á 1.-3, sýningu. Ennþá til kort á 4. -10. sýningu. Siðasta söluvika. Forsala Auk ofangreindra sýninga er nú tekið á móti pöntunum á allar sýningar til 15. okt. í síma 1-66-20 á virkum dögum frá kl. 10 og frá kl. 14 um helgar. Upplýsingar, pantanir og miðasala á allar sýningar félagsins daglega i miðasölunni í Iðnó kl. 14-19 og fram að sýningu þá daga sem leikið er. Sími 1-66-20. Sýningar í Leikskemmu LR við Meist- aravelli i kvöld kl. 20. Laugardag kl. 20.00. Fimmtudag kl. 20.00. Miðasala i Leikskemmu sýningardaga kl. 16-20. Sími 1-56-10 ATH! Veitingahús á staðnum. Opið frá kl. 18 sýningardaga. Þjóðleikhúsið mm Rómúlus mikli eftir Friedrich Durrenmatt. Þýðing: Bjarni Benediktsson frá Hof- teigi. Leikmynd og búningar: Gunnar Bjarna- son. Lýsing: Páll Ragnarsson. Aðstoðarm. leikstjóra: Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Leikstjórn: Gisli Halldórsson. Leikarar: Arnar Jónsson, Árni Tryggvason, Baldvin Halldórsson, Benedikt Árna- son, Eyvindur Erlendsson, Flosi Ólafsson, Gunnar Eyjólfsson. Jóhann Sigurðarson, Jón Gunnarsson, Karl Ágúst Úlfsson, Lilja Þórisdóttir, Magnús Ólafsson, Randver Þorláks- son, RÚRIK HARALDSSON. Sigurður Skúlason, Sigurveig Jónsdóttir, Valdemar Lárusson, Þórhallur Sig- urðsson, Þórir Steingrimsson, o.f'. Frumsýning laugard. 19. sept. kl. 20.00. 2. sýning sunnud. 20. sept. kl. 20.00. Uppselt I sal og á neðri svölum. Enn er hægt að fá aögangskort á 5.-9. sýningu. Miðasala opin alla daga nema mánu- daga kl. 13.15-20.00. Simi 11200. I EUOCXtAHD GÓÐA HELGI Þú átt það skilið PlZZA HÚSIÐ Grensásvegi 10 Sími: 39933. HÁDEGISLEIKHÚS ALÞÝÐU- LEIKHÚSIÐ ERU TÍGRISDÝR f KONGO? Laugardag kl. 13.00. Sunnudag kl. 13.00. LEIKSÝNING HÁDEGISVERÐUR Miðapantanir allan sól- arhringinn í síma 15185 og í Kvosinni sími 11340. Sýningarstaður: Kvikmyndir Úr kvikmynd Ettore Scola, Le Bal, eða Dansinn dunar. Maccheroni Kvikmyndahátíð hefst á sýningu ítölsku myndarinnar, Maccheroni, en leikstjóri hennar, Ettore Scola, er einn af gestum hátíðarinnar. Ettore Scola er fremur nýtt nafn í ítalskri kvikmyndagerð en hann náði heimsfrægð íyrir kvikmyndina Le Bal en í henni var saga þessarar aldar færð upp sem dansleikur. Myndin fékk einróma lof gagnrýn- enda sem þótti mikið til nýstárlegra efnistaka koma. Kviltmyndin Maccheroni er nokk- uð með öðrum hætti þótt söguþráð- urinn sé engu að síður frumlegur. Hann er í stuttu máli þessi: - eftir Ettore Scola Sextugur Bandaríkjamaður, Ro- bert Traven (Jack Lemmon) að naini, kemur til Napólí en þar dvald- ist hann um tíma við herþjónustu í stríðslok. Fyrsta kvöldið fær hann óvenjulega heimsókn á hótelið en það er maður nokkur, Antonio Jasi- ello (Marcello Mastroianni) að nafni. Jasiello sýnir honum gamla ljósmynd sem sannar að Traven hafi verið í tygjum við systur hans, Mar- íu (Laura di Falco), fjörutíu árum áður. Er Traven lauk herþjónustu hvarf hann aftur til Bandaríkjanna en María varð eftir í mikilli ástarsorg. Jasiello sá aumur á systur sinni og hóf að skrifa henni bréf í nafni Trav- ens og stóðu þær skriftir í íjörutíu ár. í bréfunum hafði Jasiello skáldað frægðarsögur af Traven og dregið upp mynd af honum sem miklum landkönnuði og rithöfundi. Traven fellst á að taka þátt í blekk- ingunni og samþykkir að hitta Maríu. Ekki er rétt að rekja söguþráðinn nánar en ekki er að efa að óvenjuleg vinnubrögð Scola gera það að verk- imi að vel er þess virði að sjá myndina. -PLP Á ferðaJagi Hvert á að fara í réttir? Misjafn sauður i mörgu fé. Haustið er komið. Það fer ekki framhjá neinum. Eftir afburðagott sumar styttast dagar á ný og rigning- in byijar að hrjá landsmenn. Með haustinu koma göngur og réttir. Réttir og sláturtíð eru óijúfan- legur hluti sveitalífsins á hverju hausti og mikið tilhlökkunarefrii sökum gleðskaparins sem oftast fylg- ir. Ungir sem aldnir hópast í réttir og hjálpa til við að draga í dilka. Að loknu góðu dagsverki er svo oft- ast slegið upp réttarballi. Þar er ærlega slett úr klaufunum og athug- að hvort raddböndin hafa nokkuð ryðgað síðan á síðasta réttarballi. Á Islandi eru eitthvað um milljón kindur. Sauðburður byrjar fyrst í maí og um miðjan júní, þegar lömb- in eru orðin nógu kraftmikil, er allur fjárhópurinn rekinn til fjalla þar sem hann rífur í sig heilnæman fjalla- gróðurinn við misjafhar undirtektir mannanna. Um miðjan september taka bændur úr hverri sveit og hér- aði sig saman, kjósa fjallkóng og skipa gangnamenn sem fara á göll og leita fjárins. Göngur taka alveg frá einum og upp í sjö daga. Þegar gangnamenn koma með féð niður af fjöllum taka þeir sem heima sátu á móti og sameiginlega er rekið í réttina. Réttin skiptist í almenning og dilka. Allar kindur fara fyrst í al- menninginn sem er stærsta hólfið í réttinni og venjulegast í miðjunni. Þaðan draga bændur sínar kindur í minni hólf sem kallast dilkar. Þegar X-4Í-I .1* almenningurinn er tómur og búið að draga í dilkana rekur hver bóndi sínar kindur heim til sín. Nú í seinni tíð hefur það færst í vöxt að vörubíl- ar sjái um að koma kindunum til síns heima úr réttinni en ennþá sem betur fer eru hestar og hundar not- aðir í þetta verk. Strax í réttunum er byijað að dreypa á íslenska brennivíninu og æfa samsöng en þegar búið er að sporðrenna réttarsúpunni, sem að sjálfeögðu er íslensk kjötsúpa af ný- slátruðu, er þeyst á réttarball og fjörinu haldið áfram. Þeir sem búa í þéttbýlinu gera sér oft ferð í nærliggjandi réttir þegar réttað er og þá oftar en ekki til að i ( /1 6f):Í? h 9 #11 S A3.I; I bÍÍJiC J J.CS leyfa bömunum rétt að fá nasaþefinn af sveitalífinu og sjá me me sem gef- ur okkur kjötið. Við látum hér fylgja upplýsingar um nokkrar réttir í nágrenni Reykjavíkur þar sem réttað verður um helgina. Fossvallarétt v/Lækjarbotna, (Rvík/Kóp.), sunnudaginn 20. sept., Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, Ám., laugardaginn 19. sept., Húsmúlarétt v/Kolviðarhól, Ám., laugardaginn 19. sept., Kaldárrétt v/Hafiiar§örð laugardag- inn 19. sept. og Nesjavallarétt í Grafhingi, Ám., laugardaginn 19. sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.