Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1987, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1987, Qupperneq 12
12 MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1987. Neytendur Gömul Ijósmynd úr Hafnarstræti. Hægt er að láta taka eftir slíkum myndum laga þær aðeins til. og er þá oft ekki vanþörf á að Effirtökur gamalla Ijósmynda Til okkar kom kona sem undrað- ist mjög hátt verð á ljósmyndaþjón- ustu hér á landi. Hún haföi ætlað að láta taka eftir gamalli ljósmynd og stækka, en er hún heyrði verðið ákvað hún að láta gera það annars staðar en hún ætlaöi til Þýskalands skömmu síðar. í Þýskalandi lét hún svo taka eft- ir myndinni og kostaði það hana um 40 krónur eða 1,90 mörk. Til gamans má geta þess að hún var á hraðferð og lét senda sér myndina og kostaði frímerkið á myndina nánast það sama eða 34 krónur (1,60 mörk). Það er rétt að geta þess að mynd- in var stækkuð á plastpappír og ekki löguð til á nokkum hátt. Hér á landi kostar sama þjónusta nokkm meira. Þannig kostar filmugerö yfirleitt 500-600 krónur en stækkun fer alveg eftir hvaða vinna er lögð í verkið. Þeir ljós- myndarar, sem rætt var við, virtust allir leggja mikinn faglegan metnað í þetta verk. Þeir virtust tregir til að nota plastpappír, báru því við að endingu slíkra mynda væri ábótavant. Þess í stað er notaður hefðbundinn ljósmyndapappír og myndin löguð öll tÚ, „reduseruð" eins og það er kallað á fagmáli. Út úr svona vinnubrögðum kemur oft- ast mynd sem er hæf til uppheng- ingar enda er þá yfirleitt búið að má burt alla galla sem gætu hafa verið á fmmmyndinni. Eins og fyrr segir virtust ljós- myndarar tregir til að bendla nafn sitt við að láta nægja að smella bara mynd af gamla eintakinu og stækka það á plastpappír eins og gert var við áðurnefnda ljósmynd í Þýskalandi. Hins vegar tókst okk- ur að fá nokkra þeirra til aö gefa okkur hugmynd um verð á slíkri vinnu og er það þá mun lægra eða í kringum 300 krónur sé miðað við mynd af stærðinni 13X18. Við þetta bætist svo filmuvinnsla og getur þá slík eftirtaka kostað á bilinu 800 til 1.000 krónur. -PLP Ljtir brúnt, verð 3.415. Litir brúnt, verð 3.511 >'• ’ Dömu- og unglingaskór Litir svart, verð 2.972. Herraskór Litir svart, verð 3.537. Dömu- og unglingaskór Litir svart, Verð 3.721. Herraskór V - ^ Litir svart, verð 3.438. Austurstræti 6 - sími 22450 - Laugavegi 89 - sími 22453 KULDASKOR Á FRÁBÆRU VERÐI Áhrif geislunar á matvæli Dr. Bjöm Sigurbjömsson hjá FAO, matvælastofium Sameinuðu þjóð- anna, hélt fyrirlestur um geislameð- ferð á alþjóðlegu málþingi næringar- fræðinga nýverið og kom þar fram margt sem vert er að líta nánar á. Geislameðferð matvæla hefur nú verið rannsökuð um nærfellt fjögurra áratuga skeið. Niðurstöður þessara rannsókna benda eindregið til þess að sé rétt farið að þá er geislun einhver öruggasta leið tÚL að auka geymsluþol matvæla sé henni beitt á réttan máta. Lengi vel vom menn hikandi við að beita þessari tækni vegna þess að ekki var vitað með vissu hvort hún gæti haft einhverjar skaðlegar aukaverk- anir og settu mörg lönd geislun stólinn fyrir dymar með reglugerðum. Nú hefur matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna hins vegar lagt línumar með því að gefa út staðal um notkun á geisl- un og er þess því vart langt að bíða að ýmis iíld samræmi reglugerðir sín- ar staðlinum. Það myndi þá leiða til stóraukinnar notkunar geislunar í matvælaframleiðslu, enda spáir Dr. Bjöm því að við lok þessa áratugar muni geislameðferð matvæla stórauk- ast og því ekki seinna vænna að fara að kynna neytendum þessa tækni. En hvað gerir geislun? Geislun getur hægt á þroska mat- væla og þannig seinkað spírun t.d. kartaflna og lauks, auk þess sem kjöt, fiskur, ávextir og ferskt grænmeti varðveitist sem nýtt mun lengri tíma. Hún drepur sníkjudýr og hindrar að egg skordýra geti klakist út. Hún drep- ur sýkla og gerlagróður og kemur þannig í veg fyrir aDs kyns matareitr- anir og það án þess að varan missi nokkuð af næringargildi sínu en það gerir hún ef öðrum aðferðum er beitt. Ekkert bendir til þess að geislun matvæla geti á nokkum hátt verið skaðleg mannfólki. Þó munu ýmsir, bæði ríkisstjómir og framleiðendur, vera tvístígandi við að taka upp þessa tækni þar sem óttast er að neytendur vantreysti geislun og jafiivel rugli henni saman við geislavirkni. Slíkur misskilningur gæti haft mjög neikvæð áhrif á markaðsetningu geislaðra mat- væla því aö fólk myndi einfaldlega sniðganga slíka vöm. Kannanir hafa þó sýnt að ef geislun er útskýrð vand- lega fyrir fólki þá er hægt að eyða allri tortryggni í flestum tilfellum. Dr. Bjöm kemst þannig að þeirri niðurstöðu að hægt sé að markaðsetja þessa aðferð smám saman og þá með öflugu átaki ríkisstjóma og alþjóða- stofnana til neytendafræðslu. Og það er mikið í húfi. Talið er að allt að því 25 % fæðuframleiðslu heimsins fari í súginn vegna skemmda. Hægt væri að koma í veg fyrir þessar skemmdir með geislun. Auk þess að hægt er að halda mat- vælum ferskum mun lengur er geislun mjög ódýr aðferð til að auka geymslu- þol. Manneldisþátturinn er einnig ótvíræður því ólíkt hefðbundnum geymsluaðferðum þá dregur geislun sáralítið úr næringargildi fæðu auk þess sem unnt verður að koma í veg fyrir ýmsa sjúkdóma af völdum sýkla og snfiqudýra og auka þannig almennt hefibrigði. ' -PLP Dr. Bjöm Sigurbjömsson hjá FAO, matvælastofnun Sameinuðu þjóöanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.