Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1987, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1987, Síða 4
22 FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987. FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987. 27 Messur Dómprófasturinn í Reykjavík Guðsþjónustur í Reykjavíkurpróf- astsdæmi sunnudag 22. nóv. 1987. Árbæjarprestakall: Barnasamkoma í Foldaskóla í Grafarvogshverfi laug- ardag kl. 11 árdegis. Barnasamkoma í safnaðarheimili Árbæjarsóknar sunnudag kl. 10.30 árdegis. Guðs- þjónusta í Árbæjarkirkju kl. 14. Organleikari Jón Mýrdal. Opið hús fyrir eldri íbúa Árbæjarsafnaðar í safnaðarheimilinu á þriðjudag kl. 15.00. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Áskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Einar Sigur- björnsson prófessor messar. Sr. Arni Bergur Sigurbjörnsson. Breiðholtsprestakall: Barnaguðs- þjónusta í Breiðholtsskóla kl. 11. Guösþjónusta kl. 14. Organisti Daníel Jónasson. Sóknarprestur. Bústaðakirkja: Barnasamkoma kl. 11. Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Elín Anna Antonsdóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Organleikari Jónas Þórir. Æsku- lýösfélagsfundur þriðjudagskvöld. Félagsstarf aldraðra miðvikudags- eftirmiðdag. Sr. Ólafur Skúlason. Digranesprestakall: Barnasamkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhóla- stíg ki. 11. Guðsþjónusta í Kópavogs- kirkju kl. 11.00. Sr. Þorbergur Kristjánsson. Dómkirkjan: Laugardagur: Barna- samkoma í kirkjunni kl. 10.30. Egill og Ólafía. Sunnudagur: Messa kl. 11.00. Sr. Þórir Stephensen. Messa kl. 2.00. Sr. Hjalti Guðmundsson. Dómkórinn syngur við báðar mess- urnar, organleikari Marteinn H. Friðriksson. Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 10. Sr. Árelíus Níelsson. Fella- og Hólakirkja: Barnasamkoma kl. 11. Ragnheiður Sverrisdóttir. Guðsþjónusta kl. 2.00. Prestur sr. Magnús B. Björnsson. Mánudags- kvöld: Æskulýðsfundur kl. 20.30. Miðvikudagur: Guðsþjónusta með altarisgöngu kl. 20.00. Organleikari Guðný Magnúsdóttir. Sóknarprest- ar. Fríkirkjan í Reykjavík: Guðsþjón- usta kl. 14. Ræðuefni: „Framlag ekkjunnar'1. Fríkirkjukórinn syng- ur. Söngstjóri og organisti Pavel Smid. Sr. Gunnar Björnsson. Grensáskirkja: Barnasamkoma kl. 11.00. Messa kl. 14.00. Organleikari Árni Arinbjarnar. Kvöldmessa kl. 20.30. Altarisganga. Ný tónlist. Þor- valdur Halldórsson stjórnar söng. UFMH tekur þátt í messunni. Kaffí- sopi á eftir. Allir hjartanlega vel- komnir. Sr. Halldór Gröndal. Hallgrímskirkja: Laugardagur: Sam- vera fermingarbarna kl. 10. Sunnu- dagur: Messa kl. 11.00. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriðjudagur: Fyrir- bænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Fimmtudagur: Opið hús fyrir aldraða kl. 14.30. Landspitalinn: Messa kl. 10.00 Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Háteigskirkja: Morgunmessa kl. 10. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Organisti Orthulf Prunner. Sr. Arngrímur Jónsson. Hjallaprestakall í Kópavogi: Barna- samkoma kl. 11. í Digranesskóla. Foreldrar eru hvattir til að koma með börnunum. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson. Kársnesprestakall: Barnsamkoma í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. árdegis. Guðsþjónusta í Kópavogs- kirkju kl. 14.00. Sr. Ámi Pálsson. Langholtskirkja: Kirkja Guðbrands biskups. Óskastund barnanna kl. 11. Söngur - sögur - myndir. Þórhallur Heimisson og Jón Stefánsson sjá um stundina. Guðsþjónusta kl. 2.00. Prestur sr. Sigurður H. Guðjónsson. Organleikari Jón Stefánsson. í guðs- þjónustunni flytja Anna Hafberg (á blokkflautu) og Erna Þórðardóttir (með söng) lag eftir Atla Heimi Píanó og fiðla í Garðabæ Martin Frewer fíðluleikari og Martin Knowles píanóleikari halda tónleika í safnaðarheimilinu Kirkju- hvoh í Garðabæ á sunnudag kl. 16. Þeir eru báðir kennarar við Tónlist- arskóla Garöabæjar og rennur ágóði tónleikanna til hstasjóðs skólans en úr honum eru m.a. veittir ferðastyrk- ir til nemenda seni hyggja á nám erlendis. Á efnisskrá eru verk eftir Bach, Beethoven, Wieniawski, Ponce og de Falla. Tryggvi Ólaísson: Málverka- sýning og listaverka- bók Málverkasýning Tryggva Ólafs- sonar hefst á laugardag í Listasafni ASÍ, Grensásvegi 16. Sama dag kem- ur út listaverkabók um Tryggva. Flest verkanna á sýningunni eru unnin á þessu ári en listamaðurinn hefur einnig valið nokkur eldri verk sem birtast í listaverkabókinni sem út kemur á laugardag. Útgefendur bókarinnar eru Listasafn ASÍ og bókaforlagið Lögberg og er þetta sjö- unda bókin í bókaflokknum íslensk myndlist. Sýningin er opin aha virka daga kl. 16-20 en um helgar kl. 14-22. Henni lýkur sunnudaginn 6. desemb- er. Sovésk bókasýning Sovésk bókasýning hefst á laugardag hjá Menningar- tengslum íslands og Ráðstjórnarríkjanna, Vatnsstíg 10. Það er sovéska utanríkisviðskiptastofnunin, skrifstofa viöskiptafulltrúa Sovétríkjanna á íslandi og MÍR sem standa fyrir sýningunni í tilefni 70 ára afmælis Október- byltingarinnar í Rússlandi. Á sýningunni eru á fjórða hundrað bækur sem gefnar hafa verið út í Sovétríkjunum á liðnum mánuðum og eru þær á rússnesku, ensku og fleiri tungumálum. Einnig eru sýnishorn af sovéskum hljómplötum, frímerkjum og pla- kötum. Auk bókasýningarinnar eru sovéskir listmunir og kvik- myndir til sýnis hjá MÍR. Aðgangur að sýningunum er ókeypis og öllum heimill. Sýningarsalir eru opnir til 6. des., virka daga kl. 17-18.30 og um helgar kl. 14-19. Revíuleikhúsið: Sætabrauðskarliim á förum Sýningum Reviuleikhússins á ævintýrasöngleiknum Sætabrauðskarlinum fer nú óðum fækkandi. Revíuleik- húsið frumsýndi söngleikinn í Gamla bíói fyrir fullu húsi 1. nóvember síðasthðinn og hafa síðan verið 6 sýningar sem fengið hafa góðar undirtektir. En sýningarfjöldi verð- ur takmarkaður þar sem engar sýningar geta orðið eftir áramót. Allir sem hafa áhuga á að sjá leikritið ættu því að fara sem fyrst svo þeir missi ekki af sýningunni. Næstu sýningar verða í dag, föstudag, og á sunnudag. Tríóið Hinsegin blús heldur djass- tónleika í Iðnó á laugardagskvöld en samnefnd hljómplata þess kom út í vikunni. Meðlimir tríósins eru þeir Eyþór Gunnarsson á hljómborð, Tómas R. Einarsson á kontrabassa og Gunnlaugur Briem á trommur. Á tónleikunum koma fram tveir gestir, danski trompetleikarinn Jens Winther og Rúnar Georgsson tenór- saxófónleikari. Jens Winther hefur um nokkurt skeið verið tahnn í hópi efnilegustu trompetleikara Evrópu. Hann er trompetsólóisti í Radioens Big Band og kvintett hans vann til verðlauna í keppni Alþjóðadjasssambandsins meðal yngri kynslóðar djassista. Auk þess hefur Jens Winther komið fram með ýmsum stórstjömum s.s. Dizzy Gihespie og Mhes Davis. Rúnar Georgsson hefur um langt árabh verið í fremstu röð meöal ís- lenskra djasstónhstarmanna. Hann hefur leikið á fjölmörgum hljómplöt- um og komið fram sem einleikari með Radioens Big Band í Kaup- mannahöfn. Tónleikamir heíjast kl. 14 og verða þar aðallega flutt lög af nýrri hljóm- plötu tríósins. Tónhstin er eftir þá Tómas R. Einarsson og Eyþór Gunn- arsson. Gítar, orgelog klavíkord á Hvammstanga Símon H. ívarsson gítarleikari og dr. Orthulf Prunner orgeheikari munu halda tónleika í Hvamms- tangakirkju á laugardag kl. 14. Þeir munu kynna verk af nýútkominni hljómplötu sinni með verkum eftir Bach, Vivaldi og Rodrigo. Auk þess taka þeir með sér hljóðfæri sem ekki hefur heyrst til á tónleikum á íslandi áður en það kahast klavíkord. Klaví- kord var uppáhaldshljóðfæri Bachs og mun samleikur á það og gítar vera mjög sérstök samsetning. 20 ára afmæ]istónleikar kóranna við Hamrahlíð Sigurþór Jakobsson íGaM61 Sigurþór Jakobsson sýnir nú 20 olíu- og akrýlmálverk í Gaherí 61 (Víðimel 61). Þetta er sjöunda einka- sýning Sigurþórs og stendur hún fram í desember. Málverkin eru öll unnin á síðastliðnum tveimur árum. Opið er aha virka daga frá kl. 14-19 nema mánudaga. Sigurþor Jakobsson við eitt verka sinna. Tríóið Hinsegin blús ásamt danska trompetleikaranum Jens Winther (lengst til vinstri). Gamanleikhúsið fmmsýnir: Gúmmí-Tarsan Gamanleikhúsið, sem er bama-leikhús, frumsýnir á laugardag bamaleikritið Gúmmí-Tarsan eftir Ole Lund Kirkegaard. Margir kannast við söguna af Gúmmí-Tarsan - stráknum sem var pínuhtih og aumur en varð stór og sterkur af því hann hitti galdranom sem hjálpaði honum. Leikarar em ahir börn eða unglingar. Með aðaihlutverk fara Magnús Geir Þórðarson, Inga Freyja Amardóttir, Guðmundur Eyfehs, Erla Kristín Árna- dóttir, Hallgrímur Sveinn Sævarsson og Sigurveig Margrét Stefánsdóttir. Leikstjóri er Magnús Geir Þórðarson. Leikritið verður sýnt í Galdraloftinu aö Hafnarstræti 9 og verður frumsýn- ingin eins og áður segir á laugardag. Farið verður í leiki með áhorfendum eftír sýningu. Miðaverð er 200 kr. Miðasalan er opin frá kl. 13 en nánari upplýsingar fást í síma 24650 milli kl. 15 og 19. Hamrahlíðarkórinn (útskrifaðir nemendur MH) og Kór Menntaskól- ans við Hamrahlíð (núverandi nemendur MH) eiga 20 ára afmæli um þessar mundir. Af því tílefni halda kóramir tónleika í sal mennta- skólans á sunnudag kl. 15. Margir fyrrverandi meðlimir kóranna munu koma fram á tónleikunum, má t.d. nefna Jakob Magnússon, Valgeir Guðjónsson, Egil Olafsson og Krist- inn Sigmundsson, sem syngur einsöng. Þorgerður Ingólfsdóttir er stjómandi kóranna nú sem endra- nær. Aðgangur er ókeypis og öhum heimill. Frá sýningu Gamanleikhússins á Gúmmí-Tarsan. Frá æfingu fyrir tónleikana. Diass í Iðnó Israelskur fiðlu- snillingur í íslensku óperunni Á laugardag mun ísraelski fiðlu- snihingurinn Yuval Yaron leika í íslensku óperunni á vegum Tónhst- arfélagsins. Hann mun leika tvær partíur eftir Bach og fjögur verk eft- ir tónskáld sem þekkt em sem afburða fiðluleikarar; Ysaye, Kreisl- er, Paganini og Ernst. Yuval Yaron er einn af eftirsóttustu fiðluleikurum heims af yngri kynslóðinni en hann er fæddur 1953. Tónleikarnir hefjast kl. 14.30 og verða aðgöngumiðar seldir við inn- ganginn. Sveinsson við sálminn „Festing víða hrein og há“. Sóknarnefndin. Laugarnesprestakall: Laugardagur 21.11. Guðsþjónusta í Hátúni lOb, 9. hæð, kl. 11.00. Sunnudagur: Guðs- þjónusta fyrir alla ijölskylduna kl. 11.00. Barnastarf um leið. Ferming- arbörn aðstoða. Létt máltíð verður til sölu eftir guðsþjónustuna í safnað- arheimilinu. Helgistund með vand- aðri tónlist verður kl. 17.00, sönghópurinn Hljómeyki flytur. Á dagskrá er Ave Maria eftir De Prés, Exultate Deo eftir A. Scharlatti og Aldasöng eftir Jón Nordal. Einnig mun Ann Toril Lindstad leika einleik á orgel kirkjunnar. Þá verður ritn- ingarorð og bæn. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Mánudagur 23.11. Æskulýðsstarf kl. 20.00. Sóknar- prestur. Neskirkja: Laugardagur: Æskulýðs- félagsfundur fyrir 11-12 ára kl. 13. Samverustund aldraðra kl. 15. Björn Jónsson skólastj. sýnir litskyggnur. Reynir Guðsteinsson syngur ein- söng. Sunnudagur: Bamasamkoma kl. 11. Munið kirkjubílinn. Guðs- þjónusta kl. 14. Organisti Reynir Jónasson. Guðmundur Óskar Ólafs- son. Mánudagur: Æskulýðsfélags- fundur kl. 19.30. Afmæhsfundur Kvenfélags Nessóknar kl. 20.30. Gest- ur fundarins er sr. Bernharður Guðmundsson. Þriðjudaga og fimmtudaga er opið hús fyrir aldraða kl. 13-17. Miðvikudagur: Fyrirbæna- messa kl. 18.20. Guðmundur Óskar Ólafsson. Fimmtudagur: Fundur hjá þjónustuhópi kl. 18.00. Seljasókn: Barnaguðsþjónusta í kirkjumiðstöðinni kl. 11. Guðsþjón- usta í Ölduselsskóla kl. 14. Sóknar- prestur. Seltj arnarneskirkj a: Barnaguðsþj ón- usta kl. 11. Eimý og Solveig Lára tala við börnin og stjóma söng. Guðs- þjónusta kl. 14. Organisti Sighvatur Jónasson. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Kaffisopi á eftir. Æskulýösfélagsfundur mánudags- kvöld kl. 20.30. Opið hús fyrir 10-12 ára þriðjudag kl. 17.30. Biblíulestur í kirkjunni miðvikudagskvöld kl. 20.00. Sóknarprestur. Fríkirkjan í Hafnarfirði: Barnasam- koma kl. 11. Sr. Einar Eyjólfsson. Eyrarbakkakirkja: Barnamessa kl. 10.30. Messa kl. 2.00. Aðalsafnaðar- fundur eftir messu. Sóknarnefndin. Tilkyimingar Kleinusala í tilefni af 20 ára afmæli kvenfélagsins Seltjarnar, Seltjamamesi, ætla félags- konur að baka í 20 klukkustundir klein- ur. Þær byrja kl. 17 í dag og baka til kl. 13 á morgun í eldhúsi Mýrarhúsaskóla. Þar er hægt að fá keyptar kleinur og einn- ig munu konar vera við sölu á Eiðistorgi eftir hádegi á laugardag meðan eitthvað er óselt. Húnvetningafélagið í Reykjavík Félagsvist laugardaginn 21. nóvember kl. 14. Spilað í félagsheimilinu, Skeifunni 17. Veitingar og verðlaun. Allir velkomnir. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Frístunda- hópsins Hana nú í Kópavogi verður á morgun, laugardaginn 21. nóvember. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. í góðum félagsskap skiptir veðrið ekki máh. Samvera, súrefni, hreyfmg. Nýlag- að molakaffi. Allir velkomnir. Borgfirðingafélagið Spiluð verður félagsvist á morgun, 22. nóvember, að Hótel Lind við Rauðarár- stíg. Byrjað verður að spila kl. 14. Sólheimasalan Sunnudaginn 22. nóvember verður hin árlega Sólheimasala haldin í Templara- höllinni í Reykjavík og hefst kl. 14. Á boðstólum verða framleiðsluvömr Sól- heima til sölu, kerti, tréleikfóng, mottur og ofnir dúkar. Foreldra- og vinafélag Sólheima verðm- með kökubasar, kaffi- veitingar og flóamarkað. Allur ágóði af sölunni fer til uppbyggingar starfsins á Sólheimum. Breiðfirðingafélagið verður með félagsvist í Sóknarsalnum, Skipholti 50a, nk. sunnudag, 22. nóvemb- er, kl. 14.30. Síðasta skiptið fyrir jól. Neskirkja -félagsstarf aldr- aðra Samvemstund á morgun, laugardag, kl. 15. Björn Jónsson skólastjóri sýnir lit- skyggnur og Reynir Guðsteinsson syngur einsöng. Fjölbreytt helgihald í Laugar- neskirkju Sunnudaginn 22. nóvember verður tjöl- breytt helgihald í Laugameskirkju. Kl. 11 verður guðsþjónusta fyrir alla fjöl- skylduna, hægt að kaupa léttar veitingar eftir guðsþjónustu. Konur úr kvenfélagi kirkjunnar sjá um veitingarn- ar. Þennan sama dag verður helgistund kl. 17 með vandaðri tónhst. Sönghópur- inn Hljómeyki flytur söngdagskrá. Enginn aðgangseyrir verður og aUir em velkomnir. Doktorsvörn Laugardaginn 21. nóv. fer fram doktors- vöm við læknadeild Háskóla íslánds. Ólafur Grétar Guðmundsson ver dokt- orsritgerð sina sem læknadeild hafði áöur metið hæfa til doktorsprófs. Heiti ritgerðarinnar er: „Immunologic Aspects of the Lacrimal Gland and Tears". And- mælendur af hálfu læknadeildar verða prófessor dr. Alec Garner, MRCP., FRCPath., University of London, og pró- fessor Helgi Valdimarsson. Deildarforseti læknadeildar, prófessor Ásmundur Brekkan, stjórnar athöfninni. Doktors- vörnin fer fram í Odda, stofu 101, og hefst kl. 14. Öllum er heimill aðgangur. Reykjavíkurmeistaramót í lyftingum A opna Reykjavíkurmeistaramótinu, sem fram fer laugardaginn 21. nóv. í Garðaskóla og hefst kl. 13, verða margir góöir keppendur. Nægir þar að nefna Skúla Óskarsson fyrrum heimsmethafa. Einnig keppa margir ungir og efnilegir lyftingamenn. Fundir Kynningarfundur AA samtak- ana Opinn kynningarfundur AA deildanna í Reykjavík verður haldinn í Háskólabíói sunnudaginn 22. nóvember kl. 14. Allir velkomnir. Málfreyjudeildirnar Björkin, Reykjvík og Fífa, Kópavogi keppa í mælsku- og rökræðukeppni laug- ardaginn 21. nóvember kl. 14 aö Hótel Lind, Rauðarárstíg 18, Reykjavík. Lagt er til að unnið skuli að þátttöku karla í ITC. Fundurinn er öllum opinn. Fræðslufundur Ólympíu- nefndar íslands Fræðsluráð Ólympíunefndar íslands efn- ir í samráði vð nefndina til fyrsta fræðslufundar ráðsins laugardaginn 21. nóvember nk. kl. 17 í stofu 101 í Odda, húsnæði hugvísindadeildar Háskóla ís- lands. Aðalfyrirlestur fundarins flytur þekktur breskur fræðimaður, Jim Parry, prófessor við íþróttadeild Leeds háskóla. Hann mun fjalla um ólympíuleika í nútíð og framtíð, hugsjónir þær sem ólympíu- leikarnir byggjast á í ljósi raunveruleika samtímans. Avörp og erindi verða flutt. Öllum er heimill aðgangur og aðgangs- eyrir enginn. Kvenfélag Kópavogs heldur fund sunnudaginn 22. nóvember kl. 15. Borgfirskar konur verða gestir fundarins. Basar Kökubasar 4. árs nemar í hjúkrunarfræði halda kökubasar sunnudaginn 22. nóvember kl. 14 í Eirbergi (gamla þjúkrunarskólan- um við Landspítalann). Gómsætar kökur á góöu verði. Allir velkomnir. Flóamarkaður á vegum D-ll, Kleppsspítala verður hald- inn nk. laugardag 21. nóvember kl. 14-16 í samkomusal Kleppsspítala. Mikið úrval góðra hluta og ódýrra. Ágóðinn rennur í ferðasjóð vistmanna. Systrafélagið Alfa heldur sinn árlega basar sunnudaginn 22. nóvember kl. 14 í Ingólfsstræti 19. Mikið úrval góðra muna, kökur, prjóna- vörur og fl. Kristniboðsfélag kvenna heldur basar í Betaníu, Laufásvegi 13, laugardaginn 21. nóvember kl. 14. Seldir verða ýmsir góðir munir ásamt heima- bökuðum kökum. Allur ágóði rennur til starfsins í Eþíópíu og Kenýa. Tónleikar Tónleikar á Isafirði Kolbeinn Bjarnason flautuleikari og Páll Eyjólfsson gítarleikari munu halda tón- leika í sal grunnskólans á ísafirði laugar- daginn 21. nóv. kl. 17. Á efnisskrá þeirra félaga eru tónverk frá flestum tímabilum sögunnar. Ilelgina 28.-29. nóv. munu þeir Páll og Kolbeinn spila á Akranesi og í Stykkishólmi. Tónleikar í Undirheimum Tónleikar verða í Undirheimum, Fjöl- brautaskóla Breiðholts, í kvöld, 20. nóvember. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og leika hljómsveitirnar Blátt áfram, Atlot og Yesmines Pestis. Guðjón Kristinsson les ljóð. Kjell Bækkelund í Norræna húsinu Norski píanóleikarinn Kjell Bækkelund heldur pianótónleika í Norræna húsinu sunnudaginn 22. nóvember kl. 20.30. Hann er Islendingum að góðu kunnur því aö hann hefur oft komið hingað til lands og leikið hjá Tónlistarfélaginu. með Sin- fóníuhljómsveit íslands og í Norræna húsinu. Á efnisskrá tónleikanna verða eingöngu verk eftir norræn tónskáld. Aðgöngumiðar verða seldir við inngang- inn. Ferðalög Ferðafélag íslands Kl. 13 Keilisnes - Staðarborg. Keilisnes er milli Flekkavíkur og Kálfatjarnar- hverfis. Ekið verður sem leið liggur suður með sjó og farið úr bílnum á gamla Suðurnesjaveginum upp að Flekkuvík og gengið þaðan fyrir nesið. Á leiðinni frá Kálfatjörn (áður prestsetur á Vatnsleysu- strönd) verður gengið að Staðarborg, sem er gömul fjárborg í Strandarheiði, 2-3 km frá Kálfatjörn. Brottfór frá Umferðarmið- stöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Fritt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Verð kr. 600. ATH. 4.-6. des. verður helgarferð á jólaföstu til Þórsmerkur. Það er vissara að tryggja sér far tímanlega. Farmiðasala og uppl. á skrifstofu FÍ, Oldugötu 3. Útivistarferðir Sunnudagsferð 22. nóv. kl. 13. Þjóðleið mánaðarins: Undirhliðarveg- ur - Gvendarselshæð. Létt og skemmti- leg ganga frá Vatnsskarði við Krísuvík- urveg yfir í Kaldársel. Fjölbreyttar eldstöðvar við leiöina. Brottför frá BSÍ, bensínsölu, Kópavogshálsi, Sjóminja- safninu Hafnarfirði. Munið tilboð á ársritum Útivistar frá upphafi. Alls 12 rit. Aðventuferð í Þórsmörk 27.-29. nóv. Kvikmyndir Dostoévski-myndir sýndar íbíósal MÍR Kvikmyndasýningar verða að vepju næstu sunnudaga í bíósal MÍR. Vatnsstig 10. Meðan á sovésku bókasvningunni stendur í húsakynnum félagsins verða sýndar tvær kvikmvndir tengdar verk- um rússneskra rithöfundarins Fjodors Dostoévskís - mvndir sem áður hafa ve- rið sýndar í MÍR við mikla aðsókn. Nk. sunnudag, 22. nóv.. kl. 16 verður Fávitinn sýndur. mynd frá árinu 1958 sem bvggð er á samnefndri skáldsögu Dostoévskís. Sunnudaginn 29. nóv. verður svo sýnd kvikmyndin 26 dagar í lífi Dostoévskís. Báðar myndirnar eru með íslenskum skýringartexta. Aðgangur að kvik- myndasýningum MIR er ókevpis og öllum heimill meðan húsrúm levfir. Leikhús Leikfélag Reykjavíkur Dagur vonar, sýning í kvöld kl. 20. Djöflaeyjan, sýnd í kvöld og sunnudags- kvöld kl. 20 í Leikskemmu LR við Meistaravelli. Hremming, svning laugardagskvöld kl. 20.30. Faðirinn, sýning sunnudagskvöld kl. 20.30. Þjóðleikhúsið Yrma, allra síðasta sýning í kvöld. Brúðarmyndin, sýning á laugardags- kvöld. Bílaverkstæði Badda. Tvær sýningar verða á laugardag og ein á sunnudag. Flaksandi faldar. Íslenski dansflokkur- inn frumsýmr á sunnudagskvöld tvö ballettverk eftir Hlíf Svavarsdóttur og Angelu Linsen frá Hollandi. Eih-leikhúsið frumsýnir tvo einþáttunga á sunnudag, „Bónorðið" eftir Á. Tsjékhov í þýðingu Vals Gíslasonar og „Um skaðsemi tó- baksins" í þýðingu Geirs Kristjánssonar. Sýningar Eih-leikhússins eru í Djúpinu, kjallara veitingastaðarins Homsins, Hafnarstræti 15, Reykjavík, og er boðið upp á veitingar ef sýningargestir óska þess. Alþýðuleikhúsið Eru tígrisdýr í Kongó?, sýning á laugar- dag og sunnudag kl. 13. Ennfremur sýnir Alþýðuleikhúsið tvo einþáttunga eflir Harold Pinter í Hlaðvarpanum, Einskon- ar Alaska og Kveðjuskál. Leikhús kirkjunnar Leikritið um Kaj Munk, síðustu sýning- ar verða á sunnudag kl. 15 og mánudag kl. 20.30. Miðasala er í kirkjunni sýning- ardaga og einnig er hægt að panta miða allan sólarhringinn í síma 14455. „Gaman leikhúsið“ frumsýnir Gúmmí-Tarsan eftir danska rithöfundinn Ole Lund Kirkegaard á laugardag og er önnur sýning á sunnu- dag. Leikritið verður sýnt á Galdraloft- inu, Hafnarstræti 9. Leikfélag Akureyrar Lokaæfmg, sýningar föstudag og laugar- dag kl. 20.30. Næstsíðasta sýningarhelgi. Halló, Einar Áskell, allra síðasta sýning á sunnudag kl. 15. Sýningar Árbæjarsafn Árbæjarsafn er opið eftir samkomulagi. Sími 84412. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74 Safnið er opið sunnudaga. þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13.30-16. Ásmundarsafn við Sigtún Um þessar mundir stendur vfir sýningin Abstraktlist Ásmundar Sveinssonar. Þar gefur að líta 26 höggmyndir og 10 vatns- litamvndir og teikningar. Þá er einnig til sýnis videomvnd sem fjallar um konuna í list Ásmundar Sveinssonar. Þá eru til sölu bækur. kort. litskyggnur. videomyndir og afstevpur af verkum listamannsins. Safnið er opið daglega kl. 10-16. FÍM-salurinn, Garðastræti 6. Bjarni Ragnar opnar sýningu á verkum sinum í kvöld kl. 20. Sýningin verður opin virka daga kl. 16-21 og um helgar kl. 14-22. Sýningunni lýkur 6. desember. Gallerí Borg, Pósthússtræti 9 Jóhanna Kristín Yngvadóttir sýnir olíu- málverk í Gallerí Borg. Á sýningunni eru nýleg olíumálverk. Þetta er seinni sýning- arhelgin og er opið virka daga frá kl. 10-18 og um helgina kl. 14-18. Sýningunni lýkur 24. nóvember. Gallerí Grjót, Skólavörðustig Samsýning í tilefni 4 ára starfsafmælis gallerísins stendur vfir. .4 sýningunni eru skúlptúrar. málverk og grafík. Þeir sem að sýningunni standa eru Jónína Guðna- dóttir. Magnús Tómasson. Ófeigur Bjöms- son. Ragnheiður Jónsdóttir. Steinunn Þórarinsdóttir. Þorbjörg Höskuldsdóttir og Örn Þorsteinsson. Sýningin er opin virka daga frá kl. 12-18. Gallerí Gangskör Sigríður Laufey Guðmundsdóttir sýnir keramikmuni í Gallerí Gangskör. Sýning- in er opin virka daga kl. 12-18 og um helgar kl. 14-18. Gallerí Gangurinn Um þessar mundir sýnir finnski listamað- urinn Jussi Kivi verk sin í Gallerí Ganginum. Hann er einn af þekktustu ungu listamönnum Finnlands og hefur sýnt nokkuð víða fyrir hönd Finnlands. Verkin í Ganginum eru 16 ljósmyndir þar sem leikföng og tilbúin náttúra koma við sögu. Gallerí íslensk list Einar G. Baldvinsson sýnir 30 olíumálverk í Gallerí List. Sýningin er opin virka daga kl. 9-17 og 14-18 um helgar. Þetta er sölu- sýning. Gallerí List, Skipholti 50, nýr sýningarsalur og listmunaverslun. Þar stendur yfir sýning á keramikmunum Margrétar Jónsdóttur. Hún starfrækir verkstæði á Akureyri og eru allir munim- ir á sýningunni brenndir í Raku brennslu sem er ævaforn aðferð og er talin komin frá Kóreu. Sýningin er opin frá kl. 10-18 alla daga nema sunnudaga frá kl. 14-18 og lýkur henni 22. nóvember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.