Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1987, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1987. Tveir leikir í úrva]sdeildinni og heil umferð í 2. deild karla í handknatú.eik Um helgina eru'tveir leikir á dag- skrá í úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik. Á laugardag leika Haukar og KR í íþróttahúsinu í Hafnarfirði og hefst viðureign liðanna klukkan 15.30. • Valsmenn taka síðan á móti ÍR-ingum á heimavelli sínum að Hlíðarenda á sunnudagskvöld og hefst leikurinn klukkan 20.00. • í 1. deild kvenna í körfuknatt- leik eru þrír leikir um helgina. Á laugardag leika Haukar og Grinda- vík í Hafnarfirði kíukkan 14.00. Á sunnudag leika síðan KR-UMFN klukkan 14.00 í Hagaskóla og ÍR og ÍS leika á sama tíma í íþróttahúsi Seljaskóla. Handknattleikur í 2. deild karla eru fimm leikir um helgina, heil umferð. í kvöld, fóstudag, leika HK og Fylkir í Di- granesi klukkan 21.30 og í Sand- gerði leika Reynir og Grótta klukkan 20.00. Á morgun, laugar- dag, leika Afturelding og ÍBV að Varmá klukkan 14.00. Tveir leikir eru síðan á dagskrá á sunnudag. Þá leika Haukar og Njarðvík í Hafnarfirði klukkan 15.15 og Ár- mann og Selfoss í Laugardalshöll klukkan 19.00. TIL SÖLU ER ALLT SEM ÞARF í GRILL, s.s. kjúklingadjúpsteikingarpottur, hitaskápur fyrir kjúklinga eða annað, 3 djúpsteikingarpottar, kæli- skápur, 3 frystikistur, loftræstiháfur, kartöfIuhitari og steikingarpanna og annað sem þarf til grillreksturs. Góð greiðslukjör. Upplýsingar í síma 96-26866 eftir kl. 4 og 96-2491 3. Skautar á góðu verði Stærðir 34-40 k Kr. 1.895,- ' » Leðurfóðraðir ? ^ PÓSTSENDUM SAMDÆGURS LAUGAVEGI 62 - SÍMI 13508 HELGARBLAÐ Frjálst.óháö dágblaö Á MORGUN Hvað heldur Ómar Ragnarsson? Ja, hann hélt í það minnsta uppi fjörinu í Borgarnesi þegar spurningaþáttur sjónvarpsins Hvað heldurðu? var tekinn þar upp. Helgarblaðið var að sjálf- sögðu á staðnum og færir ykkur fréttir af æsispennandi keppni. Guðlaugur Pálsson, á Eyrar- ■ bakka, hefur staðið við búðarborðið í verslun sinni í 70 ár. Hann er nú kominn á tíræðis- aldur en lætur það ekki aftra sér frá verslunar- Íferðum til útlanda enda hefur honum ekki orðið misdægurt síðan hann reis upp úr spönsku veikinni árið 1918. Helgarblaðið heimsótti hann í tilefni af af- mælinu. Af hverju að byggja nýtt ráðhús þeg- ar nóg er af gömlum og virðulegum húsum til að hýsa það? Helgarblaðið kannaði úrvalið af hugsanlegum ráð- húsum. Guðrún Helgadóttir segist vera af- skaplega óskáldleg í þinghúsinu enda skrifar hún bækur sínar utan þess. í helgarblaðinu ræðir hún um nýjustu bók sína og við birtum kafla úr henni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.