Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1987, Blaðsíða 47
FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987.
ÁSGEIR JAKOBSS O N
iiifxiir
FJAtOÞAMt
JAMtÆJXX
iiv.ii:svií;.i
IHHUMSSONíUt
S K lí G G S i A '
Hafnarfjarðarjarlinn -
Einars saga Þorgilssonar
Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnar-
firði, hefur geflð út bókina Hafnar-
íjarðarjarlinn - Einars saga
Þorgilssonar - sem Ásgeir Jakobsson
skráði.
Hafnarfjarðarjarlinn er ævisaga
Einars Þorgilssonar og segir frá for-
eldrum Einars, æsku hans í þurra-
búð í Garðahverfi og síðan frá Einari
sem formanni og útvegsbónda á ára-
bátatímanum, kútteraútgerðar-
manni á kútteratímanum og
útgerðarmanni fyrsta íslenska togar-
ans. Bókin er einnig 100 ára útgerð-
arsaga Einars Þorgilssonar og þess
fyrirtækis sem lifði eftir hans dag og
er elsta starfandi útgerð í landinu,
rekin samfellt í heila öld og byrjuð
önnur öldin.
Hafnarfjarðarjarlinn er 317 bls.
Bókin var sett og prentuð í Prismu,
Hafnarfirði, og bundin í Bókfelli.
Verð kr. 2590.
indartak í
ini getur kostað
andvökunætur.
UMFERDAR
RAD
5T(/-L
HVERFISQÖTU 39.
S: 13069
Mjög falleg
ítölsk rúmteppi
frá Missoni
og Caleffi.
Nýjar bækur
Olympia frottésloppar, litir: hvitur, Ijósblár, bleikur,
aprikósulitur, stærðir 38-48.
Barnasloppar. margir litir og gerðir, stærðir 92-176.
Chantal úr bómull og modal, Ijósblár, Ijósgrár og
livitur, bleikur, Ijósgrár og hvitur, stærðir 38-48.
Stórskemmtileg
strákasaga
Klukkuþjófurinn klóki
Höfundur: Guðmundur Ólafsson
Myndskreyting: Grétar Reynisson
Útgefandi: Vaka-Helgafell 1987.
Guðmundur Ólafsson lofaði góðu
sem höfundur í fyrstu barnabók
sínni, Emil og Skunda, sem hlaut
verðlaunin í fyrsta skipti sem
Verðlaunasjóður íslenskra barna-
bóka efndi til samkeppni. Önnur
bók Guðmundar, Klukkuþjófurinn
klóki, veldur sannarlega ekki von-
brigðum því með henni sannar
höfundurinn að hann er ekki að-
eins efnilegur og góður penni
heldur líka fjölhæfur.
Hreinn farsi
Emil og Skundi er raunsæissaga
en hér beitir höfundur þeirri aðferð
að teygja dálítið á raunveruleikan-
um og skrumskæla hlutina í þá
veru að gera þá sem fyndnasta.
Ætla má að hér komi leikhæfileik-
ar og reynsla Guðmundar að
góðum notum en hann hefur, eins
og flestir vita, getið sér gott orð sem
leikari, ekki síst gamanleikari. Sag-
an er hreinn farsi frá upphafi til
enda þar sem atburðarásin er
byggð upp á ærslagangi, misskiln-
ingi og mannlegum mistökum sem
valda óvæntum uppákomum sem
greitt er úr í lokin. Fyndnir at-
burðir ganga fyrir djúpri persónu-
sköpun og nánum lýsingum á
félagslegu umhverfi. Þessi farsi er
jafnframt strákasaga og ganga þær
hér með í endurnýjun lífdaganna
því strákasögur (prakkarasögur)
hafa verið í lægð í nokkum tíma,
líklega síðan Polli, ég og allir hinir
kom út 1973. Þessi strákasaga er
Bókmermtir
Hildur Hermóðsdóttir
reyndar með öðrum blæ en þær
sem menn þekkja kannski best eða
laus við upprifjunar- og karla-
grobbstóninn sem margar þær
gömlu einkennast af. Hér ræður
myndræn sviðsetning farsans ferð-
inni og ironiskíafstaða til atburð-
anna.
í þorpi við sjó
Sagan gerist í þorpi við sjó og er
tileinkuð strákunum í Ólafsfirði.
Hún fjallar um hóp stráka sem
standa í ýmsum stórræðum í kær-
komnu sumarfríi frá skólanum.
Ekki er getiö um aldur en skv. á-
giskun gætu þeir verið 9-10 ára
(mér sýnast vera 10 kerti á af-
mælisköku Magga Lóu), einmitt á
þeim aldri þegar hugsað er stórt
og frarpkvæmt mikið þó kjarkur-
inn eigi það til að bila. Svenni
Mundu og Kobbi Rósu eru n.k.
forsprakkar sem kynntir eru fyrst-
ir til sögu. Helstu vinir þeirra,
Gunni alvitri, alltaf með fræðin á
takteinum, Gulli feiti sem fær hins
vegar hörmulegar einkunnir og
ætlar að drepa alla sem ógna hon-
um, Himmi þrasari sem kann ekki
að þegja og gerir athugasemdir við
alla hluti, Siggi Öddu, Maggi Lóu
o.fl. o.fl. koma við sögu, að
ógleymdum ógnvaldinu sjálfum,
Skapta Skúlasyni: „Langur og
bólugrafinn með hárstrýið út í loft-
ið var hann sannkallað óskaverk-
efni frúnna í barnaverndarnefnd-
inni.“ Sláninn er á ferðinni á
skellinöðrutík sinni um síður bók-
arinnar frá upphafi til enda og
verður ein kostulegasta uppákom-
an í kringum dónann í nætur-
myrkri á svörtu síðum bókarinnar
(mjög áhrifarrúkið að vera með í
myrkrinu). Önnur mesta uppá-
koma er afmæli Magga Lóu en
báðir þessir atburðir eru drep-
fyndnir (drepfyndinn kalla ég texta
sem stressaöur gagnrýnandi í jóla-
bókaflóði getur hlegið að upphátt í
einrúmi). Hér verður ekki rakin
Ein af teikningum Grétars Reynissonar i bókinni.
atburðarás þessarar sögu en til
nánari glöggvunar á efninu má
taka fram að höfundur hefur tínt
til ýmsa þá atburöi úr lífi stráka-
hópsins, sem ólst upp í þorpinu úti
á landi fyrir u.þ.b. 20-30 árum, sem
hægt er að hlæja að eftir á.
„Og yfir þessu iðandi lífi krakka-
stóösins ríktu valdamestu persón-
ur bæjarins: Mömmurnar.“ (20)
Þær ráða öllu og eru innbyrðis
tengdar „ósýnilegu upplýsinga-
kerfi“. Feður eru hins vegar flestir
á sjó og koma lítið við sögu.
Kraftmikill stíll
Guðmundur skrifar kraftmikinn
stíl og hefur mergjað orðfæri. Þetta
hæfir mjög vel - frásagnaraðferð
hans hér sem um margt minnir á
Ole Lund Kirkegaard hvað varðar
skrumskælingu á fullorðnu fólki,
upphrópanir (setningar og orð,
letruð stórum stöfum) og yfirvof-
andi hættur sem búa undir niðri
og allt í kringum söguhetjumar.
Myndskreyting bókarinnar er
óaöskiljanlegur hluti textans. Hún
lyftir honum upp og gefur fáránleik-
anum, gríninu, háskanum aukinn
kraft. Hér hefur höfundurinn
stuðning leikhúsmanns sem kann
að undirstrika stemninguna. Mynd-
irnar eru n.k. rammi utan um
textann, líkt og sviösmynd, og þær
er að finna á ólíklegustu stöðum:
úti á spássíu, undir eða ofan ýið
textann eða jafnvel allt í kring. Frá-
bær texti, frábær myndskreyting og
útgefandinn hefur þoraö að lofa
hugmyndasmiöunum að leika laus-
um hala. Loksins eitthvað nýtt. -HH