Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1987, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1987, Blaðsíða 42
'54 FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987. Merming Menn Undir húfu tollarans er önnur skáldsaga Kristjáns Jóhanns Jóns- sonar en 1981 kom út eftir hann skáldsagan Haustið er rautt. Sagan gerist í hugarheimi Eilífs tollara sem tekur ofan húfuna skamma hríð og bregður sér austan af landi til Reykjavíkur undir því yfirskini að hann ætli í fermingarveislu systurdóttur sinnar. í fermingar- veislunni kynnist lesandinn svo fjölskyldu og tengdafólki Eiiifs, en um þau snýst sagan. Við fylgjumst með lífi þeirra í nokkra mánuði, samskiptum þeirra og átökum við tilveruna, og fáum fréttir af öllum þeim tíðindum sem geta oröið í stórri flölskyldu frá vori fram á haust. - Krístján, þú lýsir þarna fimm mönnum og því fólki sem þeim tengist. Eru þessir fimm á einhvern hátt hugsaðir sem dæmigerðir nú- tímamenn, til dæmis hvað varðar þessi vandamál sem þeir takast ó við og hvernig þeir leysa þau? - Nei, þetta er ekki hugsað þann- ig. Ég kynni þama sögumann, Eilíf, sem er í ákveðinni klípu, konan snýst gegn honum og hann leggur á flótta. Það kemur fram þama í byxjun að hann hefur sett upp húfu tollarans til að losna undan öllum þessum sögum sem voru alltaf að ásækja hann, nú tekur hann ofan húfuna og fer aftur að upplifa sög- ur, meðal annars þessa sögu sem er sögð í bókinni. Hann er náttúr- lega engin aðalpersóna, hann ekur þennan hring og dregur þannig hring um söguna, er ekki oft sagt að hringurinn sé táknrænn? Er eiga að taka frumkvæðið hann ekki tákn konunnar til dæm- is? En þó að Eilífur sé þarna í ákveðinni klípu og þó að til hans komi saga um þessa menn og þeirra lausnir er ekki þar með sagt að þetta sé hvers manns staða. Hugs- anlega hefur hann lært eitthvað af sögunni og snýr aftur til að takast á við eitthvað sem hann á óupp- gert, ég veit það ekki. - Eiga þessir menn eitthvað sam- eiginlegt? - Þeir eiga náttúrlega sameigin- legt að þeir lifa í svipuðu umhverfi og á sama tíma. Það má kannski Bókmenntaviötaliö Lilja Gunnarsdóttir segja að það séu vissir hlutir í sam- félagsþróun undanfarinna ára sem hafa valdið karlmönnum vandræð- um, til dæmis breytt staða konunn- ar. Áður unnu þær á heimilunum og hjálpuðu körlunum að vera til, sögðu þeim hvað þeir væru fallegir og gáfaðir og góðir, en nú er ekki lengur neinn til að passa okkur og það sem mér finnst hafa gerst með karlmennina er að þeir hafa ekki almennilega fótað sig í þessum nýja veruleika sem nú blasir við. Dæmi um viðbrögð við þessu er til dæmis öll dýrkunin á sterkasta manni heimsins og öll líkamsræktardell- an sem getur farið út í öfgar, Þetta er barningur manna við að búa sér til einhvers konar styrk, einhvern kraft sem þeir hafa ekki í sér. Ein- hvers konar uppbót á skorti á skapstyrk. Það sem er sameiginlegt þessum mönnum í sögunni er að þeir gera allir eitthvað, þeir grípa til aðgerða vegna þess að þeim fmnst vanta eitthvað, eða vegna þess að þeim er nóg boðið. Kannski má segja að boðskapurinn sé aö menn eigi að taka frumkvæðið. Gera eitthvað frekar en að leggjast í passívítet og þunglyndi. Það er ekki eins mikilvægt að gera endi- lega það sem er rétt, - viö getum sjaldnast hitt á nákvæmlega réttu lausnina, það mikilvæga er að gera það sem manni finnst vera rétt, þá hlýtur alltaf að koma eitthvað gagnlegt út úr þvi. Menn eiga að vinna vinnuna sína. Alveg eins og Voltaire segir í Birtingi, menn eiga að rækta garðinn sinn. - Nú ferð þú frekar óvenjulegar leiðir við að segja söguna, þú setur þig í spor flestra persónanna og við fáum að vita hvað þeim finnst og hvað þær eru að hugsa. Er einhver sérstök ástæða til þess að þú velur þessa leið frekar en einhverja aðra? - Já, þetta ruglaði einmitt ein- hvern gagnrýnandann. Hann gat alls ekki skilið hvernig höfundur gæti vitað svona mikiö um persón- umar. En hinn alvitri höfundur var mjög algengur hér áður fyrr, áður en þróunin varð sú að það ætti að skera niður sjónarhomið. Þróun sem náöi hámarki með Hemingway og Henry James. Það eru eiginlega allir búnir að gleyma Henry James en afturganga hans lifir ennþá á meðal vor. Það er við- tekið að úr þessu verði flottari bókmenntir. Og bókmenntirnar Kristján Jóhann Jónsson. DV-mynd Brynjar Gauti hljóta alltaf að tengjast þjóðfélag- inu þannig að þetta er lika hluti af sjálíhverfu nútímamannsins. Lið- ur í samfélagsþróuninni sem hefur fengið okkur til að gleyma því að aðrir menn hugsi líka. Mér finnst heillandi að nota mér þessar and- stæður. Að draga það fram í dagsljósiö að hinir hugsi líka og ég vorkenni ekkert vel læsu fólki aö ráða fram úr því. Þaö má kannski kalla þetta póst módernisma. Menn eru að glíma við það eftir módern- ismann að finna aðferðir til að sýna margbrotinn raunveruleika nútím- ans. Mig langaði til að skrifa nýstárlega skáldsögu og það gerist ekki nema brotnar séu einhverjar reglur sem menn taka sem gefnar, og mér sýnist á þeirri gagnrýni sem ég hef fengið að mér hafi tekist þetta. - Já, vel á minnst. Hvað finnst þér um þær viðtökur sem bókin hefur fengið? - Mér finnst nokkuð hafa borið á því að menn hafi ekki tekið þessa bók eins og hún er heldur reynt að lesa hana eins og raunsæja skáld- sögu frá fjórða eða fimmta áratugn- um. En ég hef líka fengið jákvæð viðbrögð, og það verður að vera því skáldskapur lifir ekki nema ein- hver taki við honum á jákvæðan hátt. Þó að ég sé ánægður með við- tökurnar í heild og vilji taka fram að mér finnst gagnrýnendur vera gott fólk og veit að þeirra starf er erfitt, þá er ég kannski ekki ánægð- ur með sumt sem hefur verið sagt. Það er ljóst að sumir hafa fundið mjög gagnlegar leiðir til að skilja bókina og aðrir hafa ekki gert það. Hins voear var ekkert nýtilegt í ritdómi Lagblaðsins hér á dögun- um því þar var ekkert sem var hægt að taka upp og ræöa nánar. Þetta er eiginlega spuming um ögr- un, og það hvernig menn bregðast við þegar þeim er ögrað, geta menn velt við einhverjum steini og vakið umræðu? - En mér finnst mikil- vægt að það er hægt nú til dags að láta heyra í sér, svara gagnrýni og koma fram með sín eigin sjónar- mið, gagnstætt því sem var fyrir nokkrum árum þegar rödd gagn- rýnandans var sú eina sem heyrð- ist. LG Jólagetraun DV - 10. hluti: Hvar er jólasveinninn? Þá er komið að síðásta staðnum sem jólasveinninn okkar þarf að fara á að þessu sinni og jafnframt lokum jólagetraunar DV. Jóla- sveinninn hefur nú reynt íjölmörg mismunandi farartæki og er kom- inn á þá skoðun að hreindýr og þar sem jólasveinninn er staddur sleði sé það allra besta sem völ er núna. á. Þiö merkið við rétt-svar á seðlin- En til þess að hægt sé að nota umí, klippið hann út og sendið hann sleðann þarf auðvitað snjóbreiður, ásamt hinum níu sem áður höfðu og þær er svo sannarlega að finna birst til DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík, merkt: „Jólagetraun“. Fljótlega eftir áramótin verður svo dregið úr réttum úrlausnum. En spurningin er: Hvar er jóla- sveinninn staddur? Ferðageislaspilari er einn af vinningum DV að þessu sinni. Verð- mæti hans er rúmlega 27.000 krónur. Nairobi NAFN: Bonn Nuuk HEIMILISFANG: SIMI:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.