Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1987, Blaðsíða 18
18
FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1987.
LUKKUDAGAR
FYRIR NÓVEMBER 1987
‘1.76416 2.27256 3.65509 4.30551 5.32473
6.40033 7.20816 8.32469 9.58082 10.32474
11.21907 12.27255 13. 2563 14.5815 15.52582
16.76076 17.75882 18.44590 19.65586 20.9307
21.18736 22.32752 23.32365 24.23351 25.28399
26.60245 27.3581 28.49340 29.20049 30.17658
TIL AFGREIÐSLU STRAX
ÆÐISLEGIRINNISKÓR
Mjúkir og þægilegir.
Litir: brúnn, grár, rauður og blár.
Þetta eru
Papuffi afaskórnir
og kosta aðeins 695,-
Þeir eru fin jólagjöf fyrir barnabarnið.
Sendum í póstkröfu
FLEX
Laugavegi 48, sími 13930
Flatahrauni 29, 220 Hafnarfjörður. sími 91-651800
Menning
„Eg er a leið
til landamæra“
Heiörekur Guömundsson:
Landamæri.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1987.
í fáeinum eftirmálsoröum meö
þeim kvæðum sem nú birtast segir
Heiðrekur: „Fyrsta ljóðabók mín,
Arfur öreiganna, kom út 1947 og
þar var elsta kvæðið 10 ára gam-
alt. Ég er því búinn að fondra við
ljóðagerð í háifa öld og er nú mál
að linni.“
Af þesum orðum má ráða að
skáldið hugsi sér að láta nú staðar
numið - hætta að yrkja. Þessi nýja
bók ber þess samt lítil merki að það
sé knýjandi þörf - það er nú síður
en svo. Heiðrekur kaUar hana
Landamæri. Með því vísar hann til
þess að ævi hans hallar nú að átt-
ræðu og auðvitað er það hár aldur
manni sem ekki hefur gengið heill
til skógar síðustu áratugina. En
menn eldast nú ekki allir með sama
hætti og ég get ekki betur séð en
þeir líkamspartar sem helst nýtast
mönnum til ljóðagerða haldi vel
sínu hjá Heiðreki Guðmundssyni í
þessum síðustu ljóöum. Ég er
hreint ekki viss um að hann hafl
ort öllu betur í annan tíma. Auðvit-
aö breytast ljóðin með aldrinum
svo að þau verða lítt sambærileg
þegar hálfa öld ber á milli, og hvað
eina á sitt markaða skeið á manns-
ævinni - líka ljóðin. Manni kemur
í hug vísa annars skálds:
Láttu hug þinn aldrei eldast -
eða hjartað
Vinur aftansólar sértu
sonur morgunroðans vertu.
Heiðrekur Guðmundsson heldur
þessi boðorð af fullum trúnaði og
reisn í þessari bók, svo aðdáun
hlýtur að vekja, einkum jafnaldra
hans. Hér er Heiðrekur „vinur aft-
ansólar" en þó enn dyggur sonur
morgunroðans. Hugur hans er enn
ÁHEIT
TIL HJÁLPAR
GfRÓNflMERtÐ
62 • 10 • 05
KRÝSUVÍKURSAMTÖKIN
ÞVERHOLTI 20 • 105 REYKJAVÍK
© 62 10 05 OG 62 35 50
Verum
viðbúin
Heiðrekur Guðmundsson.
Bókmenntir
Andrés Kristjánsson
frjór og hvass, hver ályktun skýr
og markvís, fegurðarskynið sár-
næmt og samleikur máls og skáld-
sýnar nánari en nokkru sinni fyrr.
Snorri Hjartarson kallaði kvöldljóð
sín Hauströkkrið yfir mér, Heið-
rekur nefnii* sín Landamæri og
segir:
Ég er á leið
til landamæra
aldraður maður
og einn á ferð.
Það er mistur framundan
og fátt um kennileiti,
að baki mér
bjarmar enn af degi.
Þar hverfa þeir
einn af öðrum
áningarstaðir mínir
síðast við sjóndeildarhring.
Þessi ljóð Heiðreks eru mörg hver
brot úr ferðasögunni til landamær-
anna. Hann segir í einu þeirra.
Skáld sem óttast bilið breiða
brúar það í ljóðagerð.
Það er gömul og ný saga skálda.
En þrátt fyrir þessi einlægniorð er
óttinn ekki það sem setur mestan
svip sinn á þessi kvöldljóð heldur
rósemi, yfirvegun og skörp skáld-
sýn. Skáldið er ekki að fárast að
leiðarlokum, ekki að forðast það
sem að sækir heldur gengur til
móts viö það og nýtur þess sem
þetta æviskeið hefur að bjóða,
fundvís á töfra þess og sáttmála við
liðnar stundir. Hann uppgötvar að
þetta æviskeið á líka sína töfra,
jafnvel nýtt fegurðarskyn svo að
margt blasir við í nýju og skýrara
ljósi:
Ég dró mig í hlé
þegar heilsan varð tæp.
Og brugðið getur enn
til beggja vona. -
Nú bíö ég og horfi
á himin og jörð
í hljóðri spum:
Var öll þessi fegurð
hér áður?
Þrátt fyrir allt á þessi tíð fagnað-
argjafir að færa skáldi sínu.
Þótt atburður sá sem gerðist í gær
sé gleymdur á næsta degi glitra
æskuminningarnar viða í þessum
Ijóðum í nýjum og mildum Ijóma,
eins og eðlilegt er öldnu skáldi og
það er jafnvel hægt að hlakka til
andvökunætur:
Ég ætla að vera
einn á ferð í nótt
og endurlifa það
sem hefur skeð:
Og þótt mig beri
lítið eitt af leið,
þá hggja allir vegir
heim til þín.
Það er líka hægt að bera saman
tímana tvenna og sýna aldir og
augnablik í sjónauka örfárra visu-
orða. Það hefur verið skipt um
fjölmiðil í stofuhominu:
Þar átti sér afdrep forðum
elsta konan á bænum,
sat með prjóna og sagði
þér sögur og ævintýri.
En farin.er hún að heiman
í húsið tíi jafnaldra sinna.
Þá sóttir þú sjónvarpstæki
og settír í stofuhornið.
Ekki mqira um það en brosglett-
an í þessum línum er hörð og
nokkuð nærgöngul.
Þessi mjúku og sterku ljóö höfða
flest mjögtil þeirra sem komnir em
nokkuð til ára sinna og dijúgan
spöl áleiðis til landamæranna - en
hver er ekki á þeirri leið þegar alls
er gáð, hver sem aldurinn er?
Skáldið Heiðrekur Guömundsson
hefur með þessari síðustu bók sinni
tekið landróðurinn fagurlega og
honum bregðast hvergi áratökin.
Hugur hans skýrir og hann skynjar
það ljóst sem fyrir ber, nýtur þess
með rósemi og jafnvægi og leiðir
hugsanir sínar og lífsmyndir úr
hlaði í fagurbúnum skáldskap.
Hann er enn þá ungur í máli, leyfir
sér meira að segja að sveigja ofur-
lítíð í átt tíl nýrrar Ijóðatísku og
lætur endarímið laust, en gætir vei
stuðla og hrynjandi. Og ljóðmál
hans á allar sínar fegurstu tíðir til
í þessum kvæðum. Með þessari
Ijóðabók hefur Heiðrekur Guð-
mundsson aukið nýjum og sterkum
þætti í skáldskap sinn.
A.K.