Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1988, Síða 7
FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1988.
29
• Kvenfólkið lætur ekki deigan síga um helgina en þá verða fjórir leikir
á dagskrá i 1. deild kvenna. Á myndinni sést Ingunn Bernódusdóttir úr
Fram skora í leik gegn KR fyrr í vetur.
Röleg helgi
á sviði íþrótta
Lítið verður um að vera á sviði
íþrótta hér innanlands um þessa
helgi. íþróttafólk er varla komið af
stað eftir hátíðirnar. íslenska
landsliðið í handknattleik tekur
þátt í World Cup í Svíþjóð og af
þeim sökum verður ekkert leikiö í
1. deild karla. Hins vegar verða
leikir á dagskrá í 2. deild karla og
1. deild kvenna.
• í kvöld leika í 2. deild karla
Grótta og Ármann og hefst leikur-
inn kl. 20.00 í íþróttahúsinu á
Seltjarnamesi. Á sunnudag leika
að Varmá kl. 14.00 Afturelding og
HK.
• í 1. deild kvenna verða fjórir
leikir á dagskrá. Á laugardag verð-
ur einn leikur og eigast þá við
Stjarnan og Valur í íþróttahúsinu
á Digranesi kl. 14.00. Á sunnudag
verða þrír leikir. í Hafnarfirði kl.
14.00 leika Haukar og Víkingur og
á sama tíma leika Þróttur og Fram
í Laugardalshöllinni. Strax að þeim
leik loknum leika KR og FH.
-JKS
■jf ^
í
t 1?
BLAD
BURDARFÓLK
t, ejjtx/tt&jíiw /weAsjjC :
Nýlendugötu
Tryggvagötu 1-9
Mýrargötu
********************
Eskihlíð
Blönduhlíð
********************
Brávallagötu
Ásvallagötu 1-17
Sólvallagötu 1-10
Blómvallagötu
*******************
Eiríksgötu
Barónstig 49-út
Fjölnisveg
*****************
Hverfisgötu 2-66
Smiðjustíg
*****************
Sörlaskjól
Faxaskjól
Nesveg 21 út
*****************
Skagasel
Skriðusel
Skógarsel
Staðarsel
Stafnasel
Stekkjarsel
******************
Miklubraut
******************
Hraunbæ 100-150
******************
í t if í
ÞVERHOLTI 11
AFGREIÐSLA
í it i
SIMI 27022
HELGARBLAÐ
Frjálst, óháö dágblað
Á MORGUN
Anna Bjarnason og Atli Steinarsson hafa um árabil verið í röð fremstu blaðamanna á Is-
landi. Nú um áramótin ákváðu þau að söðla um og yfirgefa landið til að setjast að í
Bandaríkjunum. Þau segja frá þessu uppátæki sínu í helgarblaðinu.
Ólafur Unnsteinsson, íþróttakappi af gamla skólanum, fór í
frægðarför til Ástralíu og lagði þar margan kappann í harðri
keppni öldunga. Hann segir frá víkingaför sinni í helgarblaðinu.
Jóhannes Kristjánsson eft-
irherma sló í gegn í gervi
Halls Hallssonar í ára-
mótaskaupi sjónvarpsins.
En hvernig brást Hallur
við? Þeir félagar taka létta
syrpu í helgarblaðinu.
Á síðustu árum hafa íslenskar stúlkur
náð frama sem fyrirsætur eftir að hafa
tekið þátt í keppni sem umboðsfyrir-
tæki kennt við Eileen Ford efnir árlega
til. í ár hefur DV veg og vanda af
keppninni hér á landi og I helgarblað-
inu á morgun hefst kynning hennar.