Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1988, Side 8
,30
FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1988.
Mynd-
bönd
Umsjón:
Sigurður M.
Jónsson
Hilmar Karlsson
K
DV-LISTINN
Nokkrar breytingar eru á listan-
um aö þessu sinni enda hefur hann
ekki birst síðan 23. desember. Hæst
stekkur stríðsmyndin Platoon sem
er komin í 2. sæti þrátt fyrir að
vera tiltölulega nýútkomin.
Forvitnilegt er að fylgjast með
íslensku myndinni Eins og skepn-
an deyr sem er gefin út undir
erlendu merki en íslenskar myndir
eru sjaldséðar á listanum. Djöfla-
þrillerinn Angel Heart er í efsta
sæti listans en myndin hefur vakið
mikla athygh þótt umdeild sé.
1.
2.
(9)
(-)
3- (1)
4. (4)
5.
6.
(-)
(8)
7. (3)
8. (-)
9. (-)
10. (5)
Angel Heart
Platoon
Tres Amigos
Let’s Get Harry
Wisdom
Peggy Sue Got
Married
52 Pick up
Half Moon Street
Eins og skepnan
deyr
Golden Child
★★★
Á amerískri
heljarslóð
MAJOR DUNDEE
Útgefandi: Skifan.
Leikstjóri: Sam Peckinpha. Framleið-
andi: Jerry Bresler. Aðalhlutverk:
Charlton Heston, Richard Harris, Jim
Hutton, James Coburn og Michael And-
erson.
Bandarisk 1964. 115 mín.
Það er ótvírætt að saga Sam Peck-
inpah verður skrifuð samhhða
sögu bandarísku vestranna, svo
nátengdur er þessi gamli harðjaxl
kvikmyndasögunni. Peckinpah,
sem lést fyrir þrem árum, þótti
ávallt mjög óheflaður leikstjóri, allt
að því grófur. Getur það stafað af
því aö hann sýndi yfirleitt ofbeldi
í myndum sínum á ákaflega mark-
vissan hátt - svo mjög að stundum
fór hann yfir velssæmismörk og
átti þá til að velta sér upp úr hæg-
gengum (slow-motion) atriðum þar
til þolimæði áhorfandans þraut.
Hér heitir hann hins vegar engum
slíkum tilþrifum heldur segir sögu
Major Dundee á kraftmikinn og
einfaldan hátt.
Dundee leggur upp í ferð með
samansafn af fyllibyttum, Suður-
ríkjamönnum og hermönnum.
Hann fer í leit að illræmdum in-
díánahöfðingja sem hefur murkað
niður hersveit og stolið þrem böm-
um, svo fátt eitt sé upptalið af hans
illvirkjum. í hefndarreiö sinni
tekst Dundee á við bæði menn og
máttarvöld.
Heston og Harris era báðir kraft-
mikhr vestraleikarar og samspil
þeirra með ágætum. Myndin er að
vísu ofhlaðin í efni en fyrir vestra-
aðdáendur hefur hún inni að halda
flest það sem vestra má prýða.
-SMJ
★★★
Nútímavestri
EXTREME PREJUDICE
Útgefandi: JB-myndbönd.
Leikstjóri: Walter Hill.
Aðalleikarar: Nick Nolte, Powers
Boothe og Maria Conchita Alonso.
Bandarísk 1987-Sýningartími: 97 mín.
Extreme Prejudice er hröö og
spennandi mynd sem helst mætti
hkja við vestra að. uppbyggingu
þótt hún gerist í nútímanum. Aðal-
breytingin er að bhar eru í stað
. hesta.
Myndin fjahar um tvo *skufé-
laga, Jack Benteen og Cash Bailey,
sem hafa farið hvor í sína áttina;
Jack er lögreglumaður og er hinn
ötulasti í baráttu við glæpamenn,
Cash er aftur á móti eiturlyfja-
smyglari og fantur hinn versti.
Eins og í sönnum vestra eru báðir
hrifnir af sömu stúlkunni og hefur
með árunum myndast óstöðvandi
hatur sem ekki er hægt aö uppræta
nema í banvænu uppgjöri.
Inn í þennan söguþráð blandast
svo víkingasveit frá alríkislögregl-
unni sem er að reyna að ná tangar-
haldi á Cash. Jack hefur samstarf
við víkingasveitina en hann grunar
þó að ekki sé allt eins og eigi að
vera með starfsemi sveitarinnar....
Extreme Prejudice er hin besta
afþreying, alltaf eitthvað að gerast,
nóg af ofbeldi og öðru álíka og Nick
Nolte, sem gerist betri með hverju
ári sem færist yfir hann, veldur
ekki vonbrigðum frekar en fyrri
daginn. Einnig standa þeir velfyrir
sínu, Powers Boothe í hlutverki
hins úrkynjaða Cash og Michael
Ironside í hlutverki hins tvöfalda
foringja víkingasveitarinnar.
Sem sagt ákjósanleg kvikmynd
fyrir alla spennumyndaaðdáendur.
HK
DraumastúJkan
GINAN (MANNEQUIN).
Útgefandi: Háskólabió.
Leíkstjóri: Michael Gottlieb.
Aðalhlutverk: Andrew McCarthy og Kim
Cattrall.
Bandarísk 1987 - Sýningartimi: 89 mín.
Það er víst óhætt að segja að hug-
myndin að baki Gínunni er nokkuð
frumleg. Hveijum nema Banda-
ríkjamönnum dytti í hug að láta
gínu vera í aðalhlutverki í gaman-
mynd?
Að vísu er ekki um neina venju-
lega gínu að ræða í þessu tilfelli
heldur er hún prinssessa sem uppi
var nokkrum öldum fyrir Krists
burð og hefur í aldanna rás þurft
að bera þann kross að vera gína á
daginn en vakna til lífsins af og til.
En einn maður í senn er aðeins
aðnjótandi þeirrar gæfu að njóta
félagsskapar hennar.
Emmy, en svo nefnist gínan, hef-
ur lifað margt og mikið á löngu
lífshlaupi. Fórnarlamb hennar í
þetta skiptið er Jonathan, ungur
og vægast sagt misheppnaður mað-
ur sem nýhúinn er að fá starf sem
búðarþjónn í stórri verslun. Nótt
eina uppgötvar hann að ein gínan
lifnar við og er sú aldeilis til í
tuskið.
Með tímanum verður Jonathan
alvarlega ástfanginn og starfsfélag-
ar hans skilja ekkert í því að hann
skuli oft á daginn þvælast um með
gínu í annarri hendinni. Honum
stendur á sama og með aðstoð gín-
unnar kemur hann í veg fyrir að
völdin í versluninni eru tekin úr
hendi gamallar konu af samkeppn-
isaðilum með hjálp aðstoðarfor-
stjóra verslunarinnar.
Gínan er saklaust grín og
Andrew McCarthy og Kim Cattrall
eru sjarmerandi í hlutverkum sín-
um. Alhr þeir sem geta leitt hjá sér
fáránlegan söguþráð ættu aö geta
skemmt sér sæmilega.
HK.
Berrassaður diplómat
HALF MOON STREET
Útgefandi: Skífan
Leikstjóri: Bob Swaim. Handrit: Bob
Swaim og Edward Behr, byggt á sögu
Pauls Theroux. Aðalhlutverk: Siogour-
ney Weaver og Michael Caine.
Bresk 1986. 86 min.
Lúxusvændi hefur öðru hvoru
borið á góma víða um lönd og við
íslendingar ekki einu sinni farið
varhluta af því. Hvað það er sem
rekur konur í þægilegri þjóðfélags-
stétt til að leggja þessa fomu
atvinnugrein fyrir sig vita liklega
fáir fyrir víst en hér er fyrst og
fremst gefið í skyn að það stafi af
peningaleysi og _er það líklega
nokkuð nærri lagi. Hér segir frá
dr. Slaugter sem er sérfræðingur í
alþjóðastjómmálum. Hún vinnur
fyrir lúsarlaunum hjá hinu opin-
hera og finnst hún líða fyrir kyn
sitt hvað starfsframa varðar. Til
að tryggja efnahagslega hagsæld
sína fer hún að vinna hjá fyrirtæki
sem leigir „fylgdarkonur". Henni
★★
Bonney og Clyde nútímans
WISDOM
Útgefandi: Háskólabíó.
Leikstjóri og handritshöfundur: Emilo
Estevez. Aðalhlutverk: Emilio Estevez
og Demi Moore.
Bandarísk 1987. Bönnuð yngri en 16
ára.
Esteves skortir ekki sjálfstraus-
tið því þrátt fyrir ungan aldur
heldur hann um flesta þræði sem
skipta máli í þessari mynd. Það er
greinilegt að einhverjir hafa trú á
pilti því varla hefur hann fengið
allt fé til framleiðslu myndarinnar
frá karli fóður sínum, Martin She-
en.
Myndin segir frá ungum pilti úr
efnamannastétt sem hefur litillega
komist í kast við lögin. Hann vill
ekki fara að beðni foreldra og leggja
á menntabrautina en gengur hins
vegar illa að fá vinnu sem honum
líkar. Honum fmnst þjóðfélagið
vera sér andsnúið og að lokum
ákveður hann að feta glæpabraut-
ina, enda þykir honum sem allir
vísi honum þann veg. Hann byrjar
á að ráðast á banka - ekki tíl að
stela heldur til að eyðileggja gögn
um skuldara. Við það nýtur hann
aðstoðar elsku sinnar og fyrr en
varir eru þau orðin að alþýðuhetj-
um í ætt við Hróa Hött.
Það er ekki að ósekju sem mynd
Arthurs Penn um Bonney og Clyde
kemur upp í hugann þegar horft
er á þessa mynd því mikla samlík-
ingu má fmna með þessum ungu
skötuhjúum og því fræga glæpap-
ari. Hér er hins vegar skotið mildar
þannig að jaðrar við væmni. Upp-
hafning á þessu glæpadóti er
hvimleið og þó að vissulega megi
finna smá skírskotun í þjóðfélag
nútímans í USA, jafnvel með gagn-
rýnisbroddi, þá ristir það allt .of
grunnt til að vera tekið alvarlega.
Estevez á þó tvímælalaust framtíð
fyrir sér.
-SMJ
líkar starfið vel, að því er virðist,
og kynnist mörgum mönnum í
gegnum starf sitt sem vonlegt er.
Einn þeirra er valdamikil maður
og þegar takast með þeim góð
kynni. Um síðir virðist samband
þeirra ætla að stofna honum í voða
enda dr. Slaugter aðeins peð í
valdatafli óprúttinna náunga.
Þessi þriller, sem á að saman-
standa af pólitík og kynlífi, verður
því miður aldrei mjög hragðmikill.
Þrátt fyrir bragðmikið talmál
skortir allan kraft og spennu í
handritið en höfundar þess virðast
ekki hafa skoðað endinn í upphafi.
Um frammistöðu leikara er fátt að
segja. Weaver striplast heilmikið
en Caine virðist áhugalaus um það
og annað.
-SMJ