Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1988, Blaðsíða 2
20 FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988. Ef þú vilt út að borða VEITINGAHÚS - MEÐ VÍNI Abracadabra, Laugavegi 116, sími 10312. A. Hansen, Vesturgötu 4, Hf„ sími 651693. Alex, Laugavegi 126, sími 24631. Arnarhóll, Hverfisgötu 8-10, sími 18833. Bangkok, Síðumúla 3-5, simi 35708. Broadway, Álfabakka 8, sími 77500. Café Hressó, Austurstræti 18, sími 15292. Café Rósenberg Lækjargötu 2, símar 621625 11340 Duus hús, v/Fischersund, sími 14446. El Sombrero, Laugavegi 73, sími 23433. Eldvagninn, Laugavegi 73, simi 622631. Evrópa, Borgartúni 32, slmi 35355. Fjaran, Strandgötu 55, sími 651890. Fógetinn, indverska veitingastofan Taj Mahal Aðalstræti 10, sími 16323. Gaukur á Stöng, Tryggvagötu 22, sími 11556. ölver v/Alfheima, sími 686220. Greifinn af Monte Christo, Laugavegi 11, simi 24630. Gullni haninn, Laugavegi 178, simi 34780. Hallargarðurinn, Húsi verslunarinnar, simi 30400. Hard rock café, Kringlan, sími 689888. Haukur í horni, Hagamel 67, sími 26070. Holiday Inn, Teigur og Lundur, Sigtúni 38, sími 688960. Hornið, Hafnarstræti 1 5, slmi 1 3340. Hótel Borg, Pósthússtræti 11, sími 11440. Hótel Esja/Esjuberg, Suðurlandsbraut 2, sími 82200. Hótel Holt, Bergstaðastræti 37, simi 25700. Hótel ísland v/Armúla, sími 687111. Hótel Lind, Rauðarárstíg 18, simi 623350. Hótel Loftleiðir, Reykjavíkurflugvelli, sími 22322. Hótel Óðinsvé (Brauðbær) v/Óðinstorg, sími 25224. Hótel Saga, Grillið, s. 25033, Súlnasalur, s. 20221. Hrafninn, Skipholti 37, simi 685670. Kaffivagninn, Grandagarði, sími 15932. Kínahofið, Nýbýlavegi 20, sími 45022. Kína-Húsið, Lækjargötu 8, sími 11014. Krákan, Laugavegi 22, simi 13628. Lamb og fiskur, Nýbýlavegi 26, sími 46080. Lækjarbrekka, Bankastræti 2, slmi 14430. Mandarininn, Tryggvagötu 26, sími 23950. Myllan, kaffihús, Kringlunni, simi 689040. Naustið, Vesturgötu 6-8, simi 17759. Ópera, Lækjargötu 2, sími 29499. Sjanghæ, Laugavegi 28, sími 16513. Sælkerinn, Austurstræti 22, slmi 11633. Torfan, Amtmannsstig 1, simi 13303. Við sjávarsíðuna, Hamarshúsinu v/Tryggvagötu, sfmi 15520. Víð Tjörnina, Templarasundi 3, sími 18666. Þórscafé, Brautarholti 20, simi 23333. Þrir Frakkar, Baldursgötu 14, slmi 23939. ölkeldan, Laugavegi 22, sfmi 621036. AKUREYRI: Bautinn, Hafnarstræti 92, sími 21818. Fiðlarinn, Skipagötu 14, sími 21216. H 100, Hafnarstræti 100, sími 25500. Hótel KEA, Hafnarstræti 87-89, sími 22200. Laxdalshús, Aðalstræti 11, slmi 26680. Restaurant Laut/Hótel Akureyri, Hafnarstræti 98, sími 22525. Sjallinn, Geislagötu 14, sími 22970. Smiðjan, Kaupvangsstræti 3, sími 21818. VESTMANNAEYJAR: Hallarlundur/Mylluhóll v/Vestmannabraut, simi 2233. Skansinn/Gestgjafinn, Heiðarvegi 1, sími 2577. Skútinn, Kirkjuvegi 21, sími 1420. KEFLAVÍK: Glaumberg/Sjávargull, Vesturbraut 17, sími 4040. Glóðin, Hafnargötu 62, slmi 4777. AKRANES: Hótel Akranes/Báran, Bárugötu, sími 2020. SUÐURLAND: Gjáin, Austurvegi 2, Selfossi, simi 2555. Hótel Örk, Nóagrill, Breiðumörk 1, Hverag., s. 4700. Inghóll, Austurvegi 46, Self., sími 1356. Skíðaskálinn, Hveradölum v/Suðurlandsveg, sími 99-4414. VEITINGAHÚS - ÁN VÍNS American Style, Skipholti 70, sími 686838. Askur, Suðurlandsbraut 14, simi 81344. Árberg, Armúla 21, sími 686022. Blásteinn, Hraunbæ 102, s 67 33 11. Bigga - bar - pizza, Tryggvagötu 18, sími 28060. Bleiki pardusinn, Gnoðarvogi 44, sími 32005, og Hringbraut 119, simi 19280. Brauðstofan Gleymmérei, Nóatúni 17, slmi 15355. Eldsmiðjan, Bragagötu 38 A, sími 14248. Gafl-inn, Dalshrauni 13, sími 34424. Hér-inn, Laugavegi 72, sími 19144. Hjá Kim, Armúla 34, sími 31 381. Höfðakaffi, Vagnhöfða 11, simi 696075. Ingólfsbrunnur, Aðalstræti 9, simi 1 3620. Kabarett, Austurstræti 4, simi 10292. Kentucky Fried Chicken, Hjallahrauni 15, sími 50828. Konditori Sveins bakara, Álfabakka, sími 71818. Kútter Haraldur, Hlemmtorgi, sími 19505. Lauga-ás, Laugarásvegi 1, slmi 31620. Madonna, Rauðarárstig 27-29, simi 621988 Marinós Pizza, Njálsgötu 26, sími 22610. Matargatið, □alshrauni 11, sími 651577. Matstofa NLFÍ, Laugavegi 26, simi 28410. Múlakaffi v/Hallarmúla, slmi 37737. Norræna húsið, Hringbraut, sími 21522. Næturgrillið, heimsendingarþj., simi 25200. Pizzahúsið, Grensásvegi 10, sími 39933. Pítan, Skipholti 50 C, sími 6881 50. Pítuhornið, Bergstaöastræti 21, sími 12400. Pítuhúsið, Iðnbúð 8, slmi 641290. Potturinn og pannan, Brautarholti 22, simi 11690. Selbitinn, Eiðistorgi 13-15, slmi 611070. Smáréttir, Lækjargötu 2, sími 13480. Smiðjukaffi, Smiðjuvegi 14d, sími 72177. Sólarkaffi, Skólavörðust. 1 3a, sími 621739. Sprengisandur, Bústaðavegi 1 53, sími 33679. Stjörnugrill, Stigahlíð 7, sími 38890. Sundakaffi, Sundahöfn, slmi 36320. Svarta pannan, Hafnarstræti 17, simi 16480. T ommaha mborgara r, Grensásvegi 7, simi 84405 Laugavegi 26, sími 19912 Lækjartorgi, sími 12277 Reykjavíkurvegi 68, sími 54999 Uxinn Álfheimum 74, slmi 685660. Úlfar og Ljón, Grensásvegi 7, slmi 688311. Veitingahöllin, Húsi verslunarinnar, simi 30400. Vogakaffi, Smiðjuvegi 50, simi 38533. Western Fried, Mosfellssveit v/Vesturlandsveg, sími 667373. Winny’s, Laugavegi 116, slmi 25171. AKUREYRI: Crown Chicken, Skipagötu 12, slmi 21464. Veitingahús vikunnar: I DV-mynd Brynjar Gauti. Roseriberg Café Rosenberg. Café Veitingahúsið Café Rosenberg, sem hét raunar áður í Kvosinni, er til húsa í kjallara skemmtistað- arins Lækjartungls. Nýlega tóku nýir eigendur við rekstri staðarins og þá var ákveðið aö breyta nafni hans. Raunar fer ágætlega á því vegna þess að á árunum 1922-1927 var veitingastaðurinn Rosenberg rekinn í þessum sama kjallara og var í daglegu tali nefndur Rosen- bergkjallarinn. En staðnum var lokað og hann var lokaður í því sem næst sex áratugi. Þegar staðurinn var endurupp- gerður var haldið í gamlar innrétt- ingar eftir fóngum, til dæmis eru fallegar gifsskreytingar í lofti stað- arins og hafa þær engum breyting- um tekið í gegnum tíðina utan þess að þær voru hreinsaðar upp og málaðar. Borð og stólar eru úr dökkum viði sem ljá staðnum virðulegt yfirbragð og mynda skemmtilega andstæðu við hvít- málaða veggina. Fyrir dyrum standa nokkrar breytingar á útliti staðarins, skipta á um gólfteppi, stækka barborð í hliðarsal og rýmka til í koníaksstofunni. Á rekstri og opnunartíma staðar- ins hafa og orðið allnokkrar breyt- ingar, staðurinn er opinn í hádeginu virka daga. Er þá boðið upp á sérstakan hádegisréttaseðil sem skipt er um vikulega. Þar er lögð áhersla á fiskrétti og ýmsa létt- ari rétti, svo sem grænmetis- og síldardiska sem óhætt er aö full- yrða að enginn verður svikinn af. Staðnum er lokaö fyrir hádegis- verð kl. 14.30 og er lokaður til kl. 18.00. Þá er boðiö upp á rétti af A la carte, meðal annars hvítlauks- ristaða snigla í forrétt eða koníkas- grafið nautafilé, í aðalrétt er m.a. boðið upp á pönnusteikta önd með rjómasósu, grísalundir með möndl- um og jurtasósu, skötusel í camembertsósu og smjörsteiktan lax með hvítvínssósu. í eftirrétt er m.a. boðið upp á rjómaísþrennu og blandaðan ostabakka. Einnig er boðið upp á fjögurra rétta veislu- máltíð: rjómalagaða sveppasúpu, hvitlauksristaða snigla, Rosen- bergnautasteik með piparþrennu, ís-þrennu og kaffi. Um helgar er staðurinn opinn til klukkan 02.00. Frá miðnætti og til þess tíma er staönum er lokað eru teknar pant- anir af smáréttaseðli staðarins en á honum er m.a. að finna koníaks- grafið nautafilé með súrum gúrk- um og tartarsósu, lambasteik með malíbúsósu og pönnugratíneraðan hörpudisk. Um helgar er fyrirhugað að vera með ýmsar stuttar uppákomur fyr- ir gesti, til dæmis mun í kvöld, föstudagskvöld, grínistinn „Diddi“ koma fram og skemmta matargest- um með gamansögum um lífið og tilveruna. Það er óhætt að fullyröa að Ros- enbergkjallarinn er virðulegur staður, vel staðsettur fyrir þá sem ætla að fara í leikhús og vilja fá sér að borða fyrir eða eftir sýn- ingu. Réttur helgarinnar: Ásgeir Jónsson, matreiðslu- meistari á Café Rosenberg, lætur lesendum DV í té uppskrift að sér- lega góðum gratíneruðum skötusel. Uppskriftin er ætluð fyrir tvo. Það sem til þarf er: 600 g skötuselur 30 g kræklingur 50 g rækjur 25 g rifinn ostur um það bil fjórðungur af rauðri papriku, smátt skorinni, ‘A camembertostur rjómi og hvítvín Byrjið á því að hreinsa skötuselinn og skerið hann því næst í bita, um það bil 3 cm á kant. Veltið honum upp úr hveiti og brúnið hann beggja vegna á pönnu. Skvettið ögn af hvítvíni yfir fiskinn á pönnunni. Skerið camembertostinn í bita og bætið á pönnuna. Þá er smálögg af rjóma bætt í og suðan látin koma upp. Síðan er paprikunni, krækl- ingnum og rækjunni dreift yfir fiskinn. Að lokum er rifna ostinum stráð yfir og pönnunni stungið inn í heitan ofn. Rétturinn er tilbúinn þegar osturinn er orðinn fallega Ásgeir Jónsson matreiðslumeistari. gullinn. Með þessum rétti er gott að hafa kryddhrísgrjón eða steiktar kart- öfiur. (Svona alveg í lokin má benda lesendum á að mysa getur í flestum tilfellum komið í stað hvítvíns í mataruppskriftum.) Gratíneraður skötuselur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.