Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1988, Page 15
FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1988.
15
Sigur Jóhanns Hjartarsonar stór-
meistara í undanúrslitum heims-
meistarakeppninnar í skák eykur
okkur íslendingum vissulega þjóö-
arstolt. Ýmislegt annað er til þess
að létta okkur skammdegið. Kristj-
án Jóhannsson stórtenór fær inni
í virðulegasta óperuhúsi veraldar,
La Scala í Milanó, íþróttamenn
okkar keppast við að gera garðinn
frægan og alltaf er Jón Páll Sig-
marsson sterkasti maöur heims.
Kvenleg fegurð af Fróni heldur
velli á alþjóðasviðinu og bráðum
mönnum við okkur líka upp að
skera úr um það hver fegurstur sé
karlpenings á íslandi. Einrnn með-
al vor, Thor Vilhjálmssyni, hlotn-
uðust líka bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs.
Tekjumat
í menningu og listum spjarar
norðurhjaraþjóðin sig því nokkuð
vel og er einnig þó nokkuð pattara-
leg á öðrum sviðum. Á síðasta ári
urðum við næsttekjuhæsta þjóð
veraldar og vorum reyndar flórðu
í röðinni árið þar áður. Stefnir
reyndar í eitt' tekjumetið enn á
þessu ári ef allt lukkast vel.
Ekki er því hægt að viðurkenna
annað en að það sé stuð á íslending-
um og átti kannski enginn von á
öðru, í fullri hæversku, eins og
stórtenórinn myndi orða það.
Verðbólgan enn
í efnahagsmálum skyggir aðeins
eitt verulega á og það er verðlags-
þróunin. Síðustu verðbólgutölur
slá okkur ískyggilega upp í óða-
verðbólgumarkið. Nú spyrja
margir: Er það virkilega nauðsyn-
legt annarri eins þjóð og okkur
íslendingum að dragnast sífellt
meö þessa verðhólgu? Er virkilega
ekki hægt að losna við þennan
smánarblett á hagstjóm á Islandi?
Svarið er einfalt. Vissulega er það
hægt enda er verið að framkvæma
það fullum fetum.
Við búum við gífurlegan hagvöxt,
gott atvinnustig, sæmilegan jöfnuð
við útlönd en mikla verðbólgu.
Okkur ætti ekki að verða skota-
skuld úr því að koma verðbólgunni
fyrir kattamef.
Ríkissjóðshallinn
Þegar núverandi ríkisstjóm tók
við völdum blasti núverandi
óheiUaþróun við. Þrátt fyrir hag-
stæð ytri skilyrði og fullnýtingu
allra framleiðsluþátta var ríkis-
sjóður rekinn með milljarða halla.
Þetta kæruleysi gat ékki þýtt annað
en verðhólgu. Fyrstu tillögur Al-
þýðuflokksins í ríkisstjórnar-
mynduninni voru því einfaldlega
að afnema þennan halla. Samstaða
tókst um það við Sjálfstæðisflokk-
inn og Framsóknarflokkinn. Þetta
þýddi bæði niðurskurð á eyðslu og
styrkingu tekjustofna ríkissjóðs.
Gífurleg vinna
Að þessu loknu þurfti að koma
saman fjárlögum fyrir yfirstand-
andi ár, fjárlögum sem tryggðu
jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Þessi
ríkisstjórn hafði einnig erft á-
kvörðun fyrri ríkisstjórnar um
staðgreiðslu skatta. Því blasti við
hið tröllaukna verkefni að jafn-
framt því sem bæta varð skattkerf-
ið í landinu þurfti að umbylta því
í staðgreiðslukerfi. Öll þessi mál
lögðu gífurlega vinnu á herðar yfir-
stjóm fjármála landsins. Fíármála-
ráðherra, Jón Baldvin Hannibals-
son, ásamt sínum mönnum í
fjármálaráðuneytinu og hagsýsl-
unni, vann að tillögunum dag og
nótt ásamt ríkisstjóminni allri og
fjárveitinganefnd. Að loknum tókst
að afgreiða fjárlögin hallalaust frá
Alþingi eftir fundi sem stóðu næst-
um sólahringum saman.
Þrekvirki embættismann-
anna
Homsteinninn hafði nú verið
lagður að þvd að koma verðbólg-
unni fyrir kattamef, að svo miklu
leyti sem það var á valdi þjóðarinn-
ar að ákveða það. Innflutnings-
verölag getur vdtaskuld alltaf
breyst. Nú kom til kasta skattstof-
anna í landinu, ríkisskattstjóra og
tollyfirvalda að koma hinu nýja
kerfi í gagnið. Verður að segja eins
og er að mörgum hefur ógnað það
vdnnuálag sem lagt var t.d. á skatt-
stofurnar og embætti ríkisskatt-
stjóra í staðgreiðslu- og söluskatts-
breytingunni.
Engum dylst að skattstofumar
hafa unnið þrekvdrki í þessum efn-
inn eins fámennar og þær em.
Takist að vdnna bug á verðbólgunni
á íslandi með því að bæta tekjuöfl-
un ríkissjóðs og þannig að koma í
veg fyrir fjárlagahallann þá má
ekki gleyma gífurlegu vdnnufram-
lagi undirmannaðra og oft van-
launaðra' skattstofa, sem háöu
hrimróðurinn af fullu kappi með
ríkisstjórninni og misstu aldrei
áralagið.
Þakka þeim sem þakka ber
Jóhann Hjartarson, Jón Páll
Sigmarsson og Kristján Jóhanns-
son eiga því á sínu svdði jafnoka í
embættiskerfi landsins þótt hljóð-
ara sé um þá. Þegar verðbólgunni
verður komið undir á þetta fólk
líka eftir aö auka okkur Islending-
um þjóðarstolt. Einhver ráðherr-
anna eða prentara í ríkisprent-
smiðjunni, sem prentaöi öll
eyðublöðin dag og nótt, ætti nú að
hringja í einhvern skattfulltrúann
og tjá þeim stolt þjóðarinnar yfir
dyggu vdnnuframlagi þeirra vdð ís-
lenska lýðveldið.
Lokakaflinn -fjósamaðurinn
Lokakaflinn í hetjulegri sókn
norðurhjaraþjóðarinnar gegn
verðbólgudraugnum er enn þá í
mótun. Hann byggist á þvd hvort
heiðarleg átök ríkisstjórnarinnar
með sínum mönnum vdð verð-
bólgudrauginn hafi komist til skila
til íslensks verkalýðs og trúnaðar-
manna hans, verkalýðsforingj-
anna. Maðurinn í stagbætta
fjósagallanum með flórlyktina,
bakverkinn og siggið í lófunum eft-
ir öll þrifin er auövdtað ekki í stakk
búinn í miðju erfiðinu, til aö slá
um sig og heyja eitthvert áróðurs-
stríð. Hann er að vdnna sitt verk
og merkin sýna verkin.
Gullkrónur
Enginn sannur umbjóðandi ís-
lensks verkalýðs getur látið slíkt
fram hjá sér fara. Loks hefur verið
tekið á fjármálum íslenska ríkisins
og mótuð heildarstefna í efnahags-
og kjaramálum, þannig að ekki
verði komið aftan að þeim lægst
KjaUaiinn
Guðlaugur Tryggvi
Karlsson
hagfræðingur
launuðu með verðbólgu eða svdkn-
ar krónur. Loksins stendur verka-
lýðsforingjunum til boða að semja
um gullkrónur sem breyta ekki
verðgildi sínu og halda þeim jöfn-
uði við þá lægst launuðu sem um
var samiö. Raunverulega bæta
þeim verst settu kjörin.
Öll á sama báti
Það hefur verið gæfa íslensks
verkalýðs að eiga réttsýna en jafn-
framt baráttuglaða foringja. Menn
sem skilja að sá sem er maður til
að hreinsa flórinn hjá ríkisvaldinu
og gengur hreint til verks er sá sem
vdll þeim heilt. Verkalýðsforingj-
arnir eiga að taka í framrétta hönd
fjármálaráðherra og ganga þannig
frá málum að íslenska lýðveldið
hafi sigur í lokasókninni gegn verð-
bólgunni. Bæði Guðmundur J.
Guðmundsson og Karvel Pálmason
hafa lýst því yfir að kjarabætur
fyrh- hina lægst launuðu séu núm-
er eitt. Engir vdta betur af biturri
reynslu en einmitt þeir hvað óða-
verðbólga þýðir fyrir slíkar kjara-
bætur. Ríkisstjómin, verkalýðs-
forystan og hinir lægst launuðu
eiga því samleiö í þessu máh. Svo
skemmtilega vdll til að öh þjóðin á
það einnig.
Guðlaugur Tryggvi Karlsson
„Loksins stendur verkalýðsforingjun-
um til boða að semja um gullkrónur
sem breyta ekki verðgildi sínu og halda
þeim jöfnuði við þá lægstlaunuðu sem
um var samið.“
Island er ekki tungl
„Geta okkar sjálfra til umhverfisspillingar verður æ meiri", segir greinar-
höfundur.
„Við erum venjulegt fólk sem hafnar
innihaldslausum slagorðum en vill
ómengaða náttúru og ómengað mann-
líf.“
Island er land ómengaðs vatns,
ómengaðs lofts, ómengaðra borga,
land ómengaðrar náttúru, ekki
satt?
Þjóðin, sem landið byggir, er talin
ein friðsamasta í heimi, heldur ekki
eigin her og iðkar sæmileg sam-
skipti sín á milli. Meðal þessarar
þjóðar tíðkast ekki sú forherta
stéttaskipting sem stunduð er í
mörgum nágrannalöndum okkar.
Álitið er að konur njóti hvergi
meira jafnréttis, fólk hefur svdg-
rúm til að iðka trú sína, ferðast og
tjá sig.
Hvaða erindi eiga samtök sem
beita sér fyrir umhverfisverndar-
málum, friðar- og jafnréttismálum
inn í slíkt samfélag?
Fyrir því eru margar ástæður.
ísland er ekki tungl
í fyrsta lagi er ísland ekki ein-
angrað tungl sem færist á braut um
jörðu, nægilega íjarlægt og torsótt
til aö þvi sé engin hætta búin af
válegri þróun jarðarinnar.
Við búum á þessari reikisljömu
og á þessari reikistjömu ráða þær
ríkissljómir ríkjum sem beita fyrir
sig vísindum og tækni á þann veg
að aht líf, hvort sem er líf mannsins
eða náttúmnnar, er í hættu.
Ósonog Nígería
Þótt íslendingar hafi búið svo öld-
um skiptir 1 nær algerri einangmn
er sú tíð nú hðin. Meö hverjum
degi verður heimurinn smærri, vdð
erum öðrum þjóðum háð efnahags-
lega og það sem gerist í fjarlægum
heimshornum hefur eldú minni
áhijdf á okkur en atburðir í næstu
nágrannalöndum. - Skreiðar- og
fisksala til Bandaríkjanna og Ní-
geríu, ohverð, við Persaflóa, eyðing
ósonlagsins yfir Suðurskautinu,
kjarnorkuslys í Sovétríkjunum.
Ógæfa íslands
Náttúra íslands er ekki einungis
í hættu erlendis frá, vdð getum
hæglega spillt henni sjálf og höfum
þegar hafið þá þróun.
Áform eru um tvöföldun álvers-
ins í Straumsvík, miskunnarlaus
meðferð hálendisins, stóraukin
mengim af útblæstri bifreiða og
almennt hirðuleysi í daglegri um-
gengni vdö umhverfið.
Það er því nauðsynlegt að í taum-
ana sé tekið strax. Því fyrr sem
þessari óæskilegu þróun er snúið
vdð því auðveldara verður að fást
vdð hana. Við höfum þegar séð ná-
grannaþjóðir okkar bíða andvara-
lausar þar til í óefni var komið.
Þeirrar ógæfu óskar enginn nátt-
úru íslands.
Hugarfarsleg mengun
íslendingar hafa hinar síðustu
aldir verið afburða friðsöm þjóð og
hafa ekki beitt fyrir sig ofbeldi
nema þá helst 1 sjálfsvöm og þá er
aðstæður hafa borið skynsemi
þeirra ofurhði.
Nú er hins vegar svo komið að
innan hinna gömlu mosavöxnu
stjómmálaflokka hafa menn brot-
ist til valda, komið sér í ríkisstjórn
og hafa nú tekið th að ausa yfir
þessa annars skynsömu þjóð svo
óskynsamlegum og forheimskandi
aðgerðum að þjóðin stendur nú á
öndinni. Hugarfarsleg mengun
þessara manna birtist í því að
skattleggja fmmþarfir fólks, halda
því fram að hagfræðileg mál eins
og t.d. verðbólga ög gengi lúti óvdð-
ráðanlegum lögmálum.
Afleiðingar óréttlátrar sijómun-
ar og heftra mannréttinda eru
almenn aukning ofbeldis, ójafnrétt-
is og þjóðfélagsflótta.
Við græningjar köllum ríkis-
stjórnina til ábyrgöar á afleiðing-
um mengaðs hugarfars hennar og
skorum á hana að leiðrétta stjóm
sína, snúa frá ranglæti og veita
full mannréttindi.
KjaUariim
Þór örn Víkingsson
félagi i Samtökum græningja
Núna, ekki á morgun
Náttúra og mannlíf íslands hafa
um aldaraöir verið tær og óspiht.
Nú er svo komiö að endurskoöa
verður þróun þjóðfélags okkar.
Líkur á stórfelldum umhverfisslys-
um á reikistjömu okkar síaukast.
Geta okkar sjálfra th umhverfis-
sphlingar verður æ meiri. Við
stjórnvöhnn eru menn sem gera
sér enga grein fyrir þessari þróun
eða afleiðingum hennar og bæta
gráu ofan á svart með óréttlæti og
sphlingu sem er undanfari al-
mennrar hugarfarsmengunar og
ofbeldis. Tækifæriö th þess að
hverfa af þessari braut er nú, ekki
síðar.
Ekki stjórnmálamenn
Erindi græningja í íslenskt sam-
félag er að benda á þessa hættu og
að fmna leiðir th að sneiða hjá
henni.
Við emm ekki stjómmálamehn.
Viö erum venjulegt fólk sem hafnar
innihaldslausum slagorðum en vhl
ómengaöa náttúru og ómengað
mannlíf. Þór örn Víkingsson