Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1988, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1988, Side 25
FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1988. 41 Fólk í fréttum Guðmundur G . Þórarinsson Guðmundur G. Þórarinsson al- þingismaður hefur sagt í DV að hann vilji breyta búvörulögunum. Guðmundur Garðar er fæddur 29. október 1939 í Rvík, tók fyrrihluta- próf í verkfræði frá HÍ1963 og próf í byggingaverkfræði frá danska tækniháskólanum í Kaupmanna- höfn 1966. Hann var verkfræðingur í skipulagsdeild og síðar í gatna- deild borgarverkfræðings í Rvík 1966-1970. Guðmundur rak eigin verkfræðistofu í Rvík 1970-1979 en breytti henni þá í fyrirtækið Fjör- hönnun hf. í eigu starfsmanna. Harjn stofnaði ásamt fleirum Verk- fræðiskrifstofu Suðurlands á Selfossi 1973 og rekur ásamt fleir- um fiskeldisstöðina ísþór hf. í Þorlákshöfn síðan 1985. Guðmund- ur var borgarfulltrúi í Rvík 1970-1974 og hefur verið í fram- kvæmdastjórn og miðstjórn Framsóknarflokksins og var gjald- keri 1979-1986. Hann var í stjórn Stéttarfélags verkfræðinga 1969- 1970 og varaformaður 1970- 1971. Guðmundur var í hafn- arstjórn Rvíkur 1970-1974, í stjóm Innkaupastofnunar Rvíkur 1970-1974. Hann hefur verið for- maður byggingarnefndar Lista- safns íslands frá 1975 og var forseti Skáksambands íslands 1969-1974. Guðmundur hefur verið stjórnar- formaður ríkisspítalanna frá 1987, í stjóm Þróunarfélagsins og í samninganefnd um orkufrekan iðnað. Hann var varaþingmaður fyrir Suðurland 1974-1978, Reykja- vík 1978-1979, alþingismaður 1979-1983 og frá 1987. Guðmundur kvæntist 31. des- ember 1961 Önnu Björg Jónsdóttur, f. 15. maí 1939. Þau skildu. Foreldr- ar hennar em Jón Guðmann Bjamason, bílaviðgerðarmaður í Rvík, og kona hans, Guðbjörg Sveinbjarnardóttir. Böm Guö- mundar og Önnu eru Kristín Björg, f. 10. desember 1962, nemi í dýra- lækningum í Kaupmannahöfn, Þorgerður, f. 23. maí 1966, stúdent, sambýlismaður hennar er Þorkell Egilsson stúdent, Jón Garðar, f. 30. apríl 1968, og Ólafur Gauti, f. 15. febrúar 1978. Sonur Guömundar og Sigrúnar Valdimarsdóttur lyfja- fræðings er Valdimar Garðar, f. 12. nóvember 1987. Alsystkini Guðmundar eru Jó- hann Þórir Jónsson, f. 21. október 1941, ritstjóri og útgefandi Tíma- ritsins Skákar, kvæntur Sigríði Vilhjálmsdóttur kennara, og íris Guöfinna, f. 27. janúar 1943, gift Wemer Ibsen, sjómanni í Rvík. Hálfsystkini Guðmundar, sam- feðra, era Kristján Bjarnar, f. 19. nóvember 1944, framkvæmdastjóri í Rvík, Kristlaug Dagmar, f. 21. jan- úar 1945, starfstúlka á Sjúkrahús- inu á Selfossi, gift Snorra Þorlákssyni jarðýtustjóra, Kristín, f. 26. nóvember 1945, starfsmaður á auglýsingastofu Ríkisútvarpsins, gift Ómari Ólafssyni, birgðaverði hjá Rafmagnsveitu ríkisins, Símon- ía Ellen, f. 21. apríl 1949, verslunar- maður, gift Sveini Sighvatssyni, framkvæmdastjóra á Höfn í Horna- firði, Ingveldur Guðfinna, f. 21. apríl 1947, gift Ingjaldi Indriöasyni, b. á Stórakambi í Breiðuvík, Helgi’, f. 7. maí 1948, trésmiður á Flateyri, kvæntur Sólveig Sigurðardóttur, Sigurður Reynir, f. 13. nóvember 1950, lögreglumaður í Rvík, Ragn- heiður, f. 22. desember 1951, versl- unarmaður i Hverageröi, gift Sigurði Jakobssyni tæknifræðingi, Kolbrún, f. 22. desember 1951, gift Birni Eiríkssyni, rafvirkja í Vog- um, Þómnn Guðjóna, f. 21. apríl 1954, gift Björgvini Sveinssyni, tæknifræðingi í Rvík, Einar Matt- hías, f. 2. janúar 1955, fiskeldis- starfsmaður í Rvík, kvæntur Sigrúnu Hrafnkelsdóttur læknarit- ara, Jakob Sigurjón, f. 1. júli 1956, stöðvarstjóra fiskeldisstöðvar á Selfossi, kvæntur Arnheiði Auð- bergsdóttur, og Ólafur, f. 3. nóvember 1959, verslunarmaður á Selfossi, kvæntur Önnu Stefáns- dóttur. Hálfsystkini Guðmundar, sammæðra, eru Ingibjörg Kristj- ánsdóttir, f. 19. júlí 1947, verslunar- maður í Hafnaríirði, gift Hilmari Friðrikssyni, framkvæmdastjóra Parma hf., Ömar Kristjánsson, f. 3. september 1948, framkvæmda- stjóri Þýsk-íslenska verslunarfé- lagsins, kvæntur Kolbrúnu Methúsalemsdóttur og Jósteinn Kristjánsson, f. 21. mars 1950, fram- kvæmdastjóri Myndbanda hf., kvæntur Gyðu Brynjólfsdóttur. Foreldrar Guðmundar eru Þórar- inn Ólafsson, verkamaöur í Rvík, og Aðalheiður Sigríður Guðmunds- dóttir. Þórarinn var sonur Ólafs, verkamanns í Kaupmannahöfn, Péturssonar, sjómanns í Rvík, Þor- Guðmundur G. Þórarinsson. varðssonar, bróður Sveinbjarnar, langafa Friðriks Ólafssonar stór- meistara. Bróöir Péturs var Óh, afi Inga R. Jóhannssonar skákmeist- ara. Móðir Þórarins var Guðfinna Helgadóttir, systir Sveins, for- manns Prentarafélagsins. Aöalheiður er dóttir Guðmundar, sjómanns í Ólafsvík Þórðarsonar, b. í Ytri-Bug í Fróðárhreppi Þórar- inssonar, af Kópsvatnsættinni, bróður Þórarins, foöur Þórarins alþingismanns. Móöir Aöalheiðar var Ólafía Sveinsdóttir, systir Guö- rúnar, móður Ragnars Þórðarson- ar, kaupmanns í Rvík. Afmæli Birgir H. Eriendsson Birgir H. Erlendsson skipstjóri, Hjallabraut 86, Hafnarfirði, er sex- tugur í dag. Birgir fæddist á Siglu- firði og ólst þar upp hjá móður sinni fram til tvítugs. Hann fór snemma til sjós og byrjaði á síld fyrir norðan 1943 en var síðar á bátum frá Sandgerði, Hafnarfirði og fleiri stöðum á Suðvesturlandi. Birgir fór í Stýrimannaskólann og lauk þaðan prófi 1949 en var svo stýrimaður og skipstjóri á fiski- skipum næstu þrjá áratugina. Hann starfaði Hjá Miönesi í fjögur til fimm ár, var í fjögur ár með flskiskipið Margréti frá Siglufirði og var stýrimaður og afieysinga- skipstjóri á Eldborginni hjá tæknifræðingur og starfsmaður Vista í Reykjavík, kvæntur Krist- ínu Dóru Karlsdóttur húsmóður. Birgir á einn albróður og tvö hálf- systkini. Albróðir hans er Bragi Valgarður, rafmagnsverkfræðing- ur og starfsmaður hjá Straumsvík, f. 20.7.1930. Hálfsystkini Birgis eru Helga Bachmann kennari, f. 9.7. 1937, og Gunnar G. Bachmann kennari, f. 16.3. 1939. Foreldrar Birgis voru Erlendur, framkvæmdastjóri Síldarútvegs- nefndar, forseti bæjarstjómar á Siglufirði og alþingismaður, f. á Búðum á Fáskrúðsfirði, 12.6. 1906, og fyrri kona hans, Guðlaug Val- gerður, f. 4.9.1904. Móðurforeldrar Birgir H. Erlendsson. Gunnari Hermannssyni frá 1968—’81. Kona Birgis er Sigrún, f. 18.9. 1932, dóttir Theodórs, bílstjóra í Reykjavík, Guðmundssonar og konu hans, Sigurlaugar frá Súg- andafirði Sigurðardóttur. Theodór og Sigurlaug bjuggu lengi í Kópa- vogi en þau eru bæði látin. Birgir og Sigrún eiga þrjú börn á lífi. Þau eru: Arndís, f. 1951, hús- móðir í Hafnarfirði, gift Kristjáni Haraldssyni rafvélavirkja; Erlend- ur, f. 1954; og Hallur, f. 1957, Birgis voru Hallur, sjómaður og b. í Nýjabæ í Fáskrúðsfirði, Pálsson, og kona hans, Jónína Björg Jóns- dóttir, b. á Berunesi, Þorsteinsson- ar. Móöir Jónínu Bjargar var Ásdís, systir Þorbjargar, móður Jóns Guðmundssonar, skálds og ritstjóra. Ásdís var dóttir Jóns silf- ursmiðs í Dölum í Fáskrúðsfirði Guðmundssonar, b. á Bessastöð- um, Magnússonar, b. á Kollsstöð- um, Högnasonar, bróður Guðrúnar, ættmóður Stuðlaættar- innar. Móðir Ásdísar var Þorbjörg Pétursdóttir af Hákonarstaðaætt- inni. Föðurforeldrar Birgis voru Þorsteinn, sjómaður á Siglufirði, Sigurðsson, og fyrri kona hans, Helga Erlendsdóttir, b. í Hvammi í Fáskrúðsfirði, síðar á Eyri í Reyð- arfirði, Finnbogasonar. Systir Þorsteins var Ásdís, móðir Ingólfs Stefánssonar, framkvæmdastjóra Farmanna- og fiskimannasam- bandsins. Þorsteinn var sonur Sigurðar, b. í Berunesi i Reyðar- firði, Þorsteinssonar, bróður Jóns, fóður Jónínu Bjargar. Til ham lingiu með daginn QJ 80 ára 60 ára 40 ára Árni Jónsson, Dvalarheimilinu Lundi, Hellu á Rangárvöllum, er áttræður í dag. 70 ára Guðríður Matthiasdóttir, Túngötu 11, ísafiröi, er sextug í dag. Aðalheiður Þorleifsdóttir, Arnar- síðu 2G, Akureyri, er sextug í dag. Tómasína Einarsdóttir, Laugalæk 25, Reykjavík, er fertug í dag. Jóhanna S. Stefánsdóttir, Melgerði 9, Kópavogi, er fertug í dag. Áslaug Hallgrímsdóttir, Hjalla- Guðrún Jónsdóttir, Safamýri 44, Reykjavík, er sjötug í dag. 50 ára Páll Sveinsson, Hringbraut 50, Reykjavík, er sjötugur í dag. Þorsteinn Davíðsson verslunar- stjóri, Faxaskjóli 16, Reykjavík, er sjötugur í dag. Snjólfur Hörður Pálmason, Bá- senda 3, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Hann verður ekki heima á afmælisdaginn. braut 21, Hafnarfirði, er fertug í dag. Ingibjörg Reykdal, Hamragarði 5, Keflavík, er fertug í dag. Andlát Björn Sveinbjörnsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, lést 10. febrú- ar. Hólmgeir Árnason frá Flatey á Skjálfanda, til heimilis aö Lauga- brekku 20, Húsavík, andaðist á sjúkrahúsi Húsavíkur miðviku- daginn 10. febrúar. Gunnar L. Guðmundsson, Steins- stöðum, Akranesi, lést á heimili sínu 10. febrúar sl. Snorri Bergsson, Ijjarðargötu 34a, Þingeyri, lést í Landspítalanum aðfaranótt fimmtudagsins 11. fe- brúar. SigríðurSigurðardóttir, Sörlaskjóli 82, Reykjavík, lést á gjörgæslu Landspítalans 10. febrúar. Ragnheiður Guðjónsdóttir Norðdahl, lést í Borgarspítalanum 11. febrúar. Jóhannes Gunnarsson Jóhannes Gunnarsson bifvéla- virki, Heiðargerði 15, Akranesi, er sjötíu og fimm ára í dag. Jóhannes fæddist að Kistufelli í Lundar- reykjadal og ólst þar upp í foreldra- húsum til tvítugs en þá flutti fjölskyldan til Akraness þar sem Jóhannes hefur átt heima síðan. Jóhannes var gjarnan í kaupa- vinnu þegar hann var ungur maður en 1939 hóf hann nám í bif- vélavirkjun og lauk hann prófi í iðninni á Akranesi 1943. Eftir það hefur Jóhannes unnið aö mestu við bifreiðaviðgeröir, fyrst hjá Daníel Friðrikssyni í ellefu ár, svo hjá Bílaverkstæði Akraness til 1957 en síðan þá starfaði hann hjá Sem- éntsverksmiðju ríkisins fram að síöustu áramótum er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Sambýliskona Jóhannesar er Steinunn, dóttir Þorsteins, b. í Hít- arkoti í Hraunhreppi i Mýrasýslu, Erlendssonar og Þorgerðar Magn- úsdóttur, en þau em bæði látin. Jóhannes átti tvö hálfsystkini. Þau eru Ingvar, f. 17.11.1898, verka- maður á Akranesi, sem nú er látinn fyrir nokkrum árum, og Guðrún, f. 23.12. 1900, vinnukona á Akra- nesi, en dvelur nú á Dvalarheimil- inu Höfða á Akranesi. Foreldrar Jóhannesar voru Gunnar, b. í Gröf í Lundarreykja- dal og síöar á Kistufelli í sömu sveit, Ólafsson, f. 12.5.1863, d. 21.6. 1953, og seinni kona hans, Guðbjörg Jóhannesdóttir, f. 28.9. 1877, d. 9.6. 1970. Föðurforeldrar Jóhannesar voru Ólafur, b. í Langholtskoti í Hrunamannahreppi, Jónsson og kona hans, Guðrún Pálsdóttir. Móðurforeldrar Jóhannesar voru Jóhannes, b. í Stóraási, og síðar b. að Skáney í Reykholtsdal, Hannes- son, f. 26.9. 1835, d. 30.12. 1924, og kona hans, Þóra Guðmundsdóttir, f. 30.12.1831, d. 28.6.1882. Foreldrar Jóhannesar í Stóraási voru Hannes Sigurðsson, b. á Úlfsstöðum, og Hofsstööum í Hálsasveit og Sigríð- ur Jónsdóttir. Foreldrar Hannesar voru Sigurður Auðunsson frá Hrís- um í Flókadal og Halldóra Þórólfs- dóttir frá Síðumúla. Foreldrar Þóru voru Guðmundur Jónsson og Ingibjörg Guðlaugsdóttir, hjón að Kollslæk í Hálsasveit. Tilmæli til afmælisbarna Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frænd- garð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi tveimur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir Afsöl og sölutilkynningar Ertu að kaupa eða selja bíl? Þá höfum við handa þér ókeypis afsöl og sölutilkynningar á smáauglýsingadeild

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.