Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1988, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1988, Page 3
FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1988. 19 Dansstaðir ABRACADABRA, Laugavegi 116 Diskótek fostudags- og laugardags- kvöld. ÁRTÚN, Vagnhöfða 11, sími 685090 Gömlu dansamir fóstudagskvöld kl. 21-03. Danssporið ásamt söngvurun- um Ömu Karls og Grétari. Á laugar- dagskvöldið nýju og gömlu dansarnir, hijómsveitin Danssporið ásamt Ömu Karls og Grétari. BROADWAY, Álfabakka 8, Reykjavik, sími 77500 Húsið lokað í kvöld vegna einkasam- kvæmis. Á laugardagskvöld verður húsiij opnað kl. 23.45. Hljómsveitin Verðir laganna leikur fyrir dansi. CASABLANCA, Skúlagötu 30 Maggi Scheving, Gústi og Bjöggi verða með aerobicflipp-show á föstu- dags- og laugardagskvöld. Diskótek. DUUS-HÚS, Fischersundi, sími 14446 Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. EVRÓPA v/Borgartún Diskótek föstudagskvöld. Á laugar- dagskvöld leikur Músikbandið fyrir dansi. GLÆSIBÆR, Álfheimum Hljómsveitin Hafrót leikur fyrir dansi á fóstudags- og laugardags- kvöld. Opið kl. 22.00-03.00. HOLLYWOOD, Ármúla 5, Reykjavík „Týnda kynslóðin" fóstudags- og laugardagskvöld. HÓTEL BORG, Pósthússtræti 10, Reykjavík, sími 11440 Diskótek föstudags- og laugardags- kvöld. Hótel Esja, Skálafell, Suðurlandsbraut 2 Reykjavík, simi 82200 Dansleikir fóstudags- og laugardags- kvöld. Kaskó leikur. Tískusýningar öll fimmtudagskvöld. HÓTEL ÍSLAND KK-sextett leikur um helgina. HÓTEL SAGA, SÚLNASAL- UR, v/Hagatorg, Reykjavík, sími 20221 Súlpasalur lokaður fóstudagskvöld. Á Íaugardagskvöld verður sýndur söngleikurinn „Næturgalinn-ekki dauður enn“ og byggist á tónhst Magnúsar Kjartanssonar í gegnum tíðina. LEIKHÚSKJALLARINN Hverfisgötu Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. LENNON v/Austurvöll, Reykjavík, sími 11630 Diskótek föstudags- og íaugardags- kvöld. LÆKJARTUNGL, Lækjargötu 2, simi 621625, Á föstudags- og laugardagskvöld verður leikin „tónlist Tunglsins". Á sunnudagskvöld verða jazztónleikar með jazzkvartettinum „Fars. ÚTÓPÍA, Suðurlandbraut, Diskótek fóstudags- og laugardags- kvöld. ÞÓRCAFÉ, Brautarholti, s. 23333 Þórskabarettinn Svart og hvitt, á tjá og tundri bæði fóstudags- og laugar- dagskvöld.Hljómsveitin Burgeisar leika fyrir dansi að lokinni sýningu bæði kvöldin. ÖLVER Álfheimum 74, s. 686220 Opið frá kl. 18-03 fóstudags- og laug- ardagskvöld. Tríóið Prógramm spilar frá kl. 22 fimmtudaga til sunnudaga. Morð í myrkri frumsýnd á morgun: Persónumar gjörbreyt- ast í kvikmyndinni - segir danski rithöfundurinn Dan Turéll Bridgehátíð 1988 hefst í kvöld: Heims- og Evrópumeistarar og Zia meðal þátttakenda Það verða margir heimsfrægir spilarar með Zia Mahmood, Pakist- an, Evrópumeistara Svía og Alan Sontag, USA, fyrrum heimsmeist- ara, fremsta í flokki, sem spila á Bridgehátíð 1988. Hún hefst í kvöld að Loftleiðahótelinu kl. 20. Davíð Oddsson borgarstjóri, snjall bridgemaður, setur hátíðina. Síðan hefst tvímenningskeppni. Á sunnu- dag verður sveitakeppni, Opna Flugleiðamótið. Nær allir bestu spilarar íslands eru einnig meðal þátttakenda víðs vegar að af landinu - keppendur hátt á þriðja hundrað. Erlendu keppendurnir eru 12, auk Zia og Sontag, þeir Anders Morath, P.O. Sundelin, Tommy Gullherg og Hans Göthe, Svíþjóð, Billy Smith, Billy Cohen, Pam og Matt Granovetter, Bandaríkjun- um, Mike Molson og George Mittelman, Kanada. Hann mun spila við Zia. Há peningaverðlaun eru en að hátíðinni standa Bridge- samband íslands, Bridgefélag Reykjavíkur og Flugleiðir. 48 pör spila í tvímenningskeppn- inni sem hefst í kvöld. Hún heldur svo áfram kl. 10 á laugardag og lýk- ur kl. 18. Sveitakeppnin hefst kl. 13 á sunnudag með þátttöku 48 Glæsimennið Zia Mahmood, Pakistan, ferðast um heiminn og spilar bridge með frábærum árangri. sveita. Metþátttaka og keppninni lýkur á mánudagskvöld. Heldur áfram kl. 16 á mánudag. Helstu leikir verða sýndir á sýningartöflu og sjónvarpsskermi og aðstaða fyr- ir áhorfendur verður mjög góð. Agnar Jörgensson verður keppnis- stjóri, Sigmundur Stefánsson mótsstjóri og Vigfús Pálsson reiknimeistari. -hsím Danski rithöfundurinn, ljóöskáld- ið, blaðamaðurinn og skemmti- krafturinn, svo ekki sé fleira talið, Dan Turéll, kom til landsins ásamt eiginkonu sinni, Chili, og dóttur í vikunni. Tilefni heimsóknarinnar er sýning á kvikmyndinni Morð í myrkri sem byggð er á samnefndri sakamálasögu hans. Regnboginn mun hefja sýningar á henni á morgun, laugardag. Ennfremur mun Turéll sýna á sér fleiri hliðar meðan á íslandsdvöl hans stendur. Hann mun ásamt eiginkonunni, sem er leikkona, verða með kaba- rettsýningar í dag kl. 13 í Há- skólabíói og á sunnudagskvöld kl. 20.30 í Norræna húsinu. Þá véröur Dan Turéll með fyrirlestur á veg- um Háskóla íslands í Odda kl. 17 í dag þar sem hann fjallar um ensk- amerísku glæpasagnahefðina og að síðustu mun hann segja frá sjálfum sér og lesa úr bókum sínum í Nor- ræna húsinu á sunnudag kl. 17. Sjálfsagt vekur kvikmyndin Morð í myrki einna mesta athygli af því sem fyrir augu ber á þessum Turéll dögum, eins og mætti kalla þá. Samnefnd skáldsaga hans kom út í íslenskri þýöingu Jóns Gunn- arssonar árið 1985 og ætti því aö vera þeim sem hana hafa lesið enn í fersku minni. Kvikmyndin hefur verið sýnd á annars staðar á Norð- urlönd við fádæma undirtektir gagnrýnenda sem og áhorfenda. „Kynæsandi karlmaður í aðalhlutverkinu“ DV hitti Dan Turéll að máli á blaðamannafundi sem haldinn var í vikunni í tilefni heimsóknar hans þar sem hann var fyrst spurður að því hversu mikinn þátt hann ætti í gerð myndarinnar? Hann svaraði Evrópa: Músíkbandið skemmtir „Músíkbandið er sprellijörugt dansband sem var stofnaö fyrir nokkr- um mánuðum," sagði Þórður Bogason, söngvari hljómsveitarinnar. Auk -Þórðar eru í hljómsveitinni þeir Einar Jónsson gítarleikari, Oddur Sigurbjörnsson trommuleikari, Pétur Pétursson á hljómborð og Kristófer K. á bassa. „Við komum fram í fyrsta skipti í veitingahúsinu Evrópu á laugar- dagskvöldið. Það leggst ágætlega i okkur að hefja ferilinn í Evrópu, þaö er hvort sem er ekki nema fyrir bjartsýnismenn að standa í því að spila í hljómsveitum;' - Hvemig tónlist ætlið þið að leika á laugardagirm? „Við ætlum að spila létta tóniist, tónlist sem aliir geta hafl gaman af,“ sagöi Þórður að lokum. því til aö hann hefði ekki komið nálægt henni nema skrifa söguna og ætti því engan þátt í kvikmynd- inni sem slíkri. „Bókin og kvik- myndin eru tveir ólíkir miðlar sem ekki er hægt aö bera saman. Á sama hátt getur bókin verið léleg en kvikmyndin góð, eða bókin góö en kvikmyndin slæm.“ - Varstu ánægður með útkomu myndarinnar og leikaravalið? „Eins og ég segi er ekki hægt að bera þessa tvo miöla saman því þær persónur, sem ég hef skapað og haft í huga um lengri tíma, gjör- breytast í höndum kvikmynda- mannanna. Aö ööru leyti finnst mér hún falleg og hrífandi." Varð- andi aðalhlutverk í Morð í myrkri, sem er í höndum danska rokk- söngvarans Michael Falch, kvað hann þaö mikinn kost fyrir mynd- ina að fá hann í þetta hlutverk þar sem hann væri mjög sjarmerandi og kynæsandi karlmaður og hlyti aö verka þannig á kvenfólkið. Að þessum oröum sögöum leit hann á konu sína, Chili, og spurði hana hvað henni fyndist um Michael í aðalhlutverkinu? „Það er of per- sónulegt til þess að ég geti svarað því,“ svaraði hún um hæl. Tvær kvikmyndir í deiglunni Á næstunni stendur fyrir dyrum að kvikmynda tvær sakamála- sagna hans til viðbótar og vinna við aðra þeirra vel á veg komin. Það verður því að teljast stór hlut- inn sem Dan Turéll eignast í danska kvikmyndaheiminum á næstu árum ef fram heldur sem horflr. í hlutfalli við íslendinga eru Danir ekki afkastameiri í þeim efn- um. Þeir framleiða 12 til 15 stór- myndir árlega meðan íslendingar framleiða að meðaltali 3 til 5 mynd- ir ef undan er skilið síðasta ár. En þetta er bara brot af skáldskap Turélls, hann hefur skrifað yfir 70 bækur; ljóð, smásögur og saka- málasögur, auk fastra dálka í dagblaðið Politiken, skrifaðsöngva og samiö útvarps- og sjónvarps- þætti. Hann verður því að teljast meö aíkastameiri rithöfundum þar sem hann er ekki nema 42 ára aö aldri enda er hann orðinn eins kon- ar goðsögn í lifanda lífi. Er það ekki síst síðan frá bítlaárunum þar sem hann var einn af leiðandi rit- höfundum þeirrar kynslóöar og umdeildur mjög. -GK- Mánaklúbbur: Tommy Hunt skemmtir Tommy Hunt er gestum Þórscafé að góðu kunnur en hann tekur um þessar mundir þátt í Þórscabarett sem er verið að sýna þar. En um helgina mun Tommy einn- ig skemmta gestum Mánaklúbbs, bæði föstudags- og laugardags- kvöld. Mánaklúbbur er frekar ungur skemmtistaður en hann er á homi Nóatúns og Brautarholts, salar- kynnum staðarins má skipta í þrennt „A la Carte“ veitingasal þar sem boðið er upp á sérréttamatseð- il. Bar með setustofu og danssal með aðstöðu fyrir um 170 manns. En þar er flutt lífleg tónlist og þar er hægt að njóta veitinga í vistlegu umhverfi. Tommy Hunt skemmtir í Mána- klúbb um helgina. Chili og Dan Turéll slá á létta strengi í Norræna húsinu á sunnudagskvöldið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.