Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1988, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1988, Síða 6
30 FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1988. Leikhús - Leikhús - Leikhús - Leikhús - Leikhús - Leikhús - Leikhús - Ás-leikhúsið Farðu ekki Ás-leikhúsið varð til á þann veg að leikstjóri þessarar sýningar, Ásdís Skúladóttir, fékk áhuga á að setja upp þetta leikverk eftir að hafa kynnst því á leikhstarhátíð í Osló. I framhaldi af því sótti hún um styrk til menntamálaráöuneyt- isins til þess verkefnis og .hlaut hann. Hún fékk til liðs við sig Ragn- heiði Tryggvadóttur, Jakob Þór Einarsson, Jón Þórisson og Gunnar Gunnarsson til að standa sameigin- lega að þessari sýningu án nok- kurra fyrirséðra launa fyrir vinnu sína. Höfundur Farðu ekki, Margaret Johansen, sem Ás-leikhópurinn valdi sem sitt fyrsta verkefni, hafði lagt gjörva hönd á margt áður en hún sneri sér að ritstörfum fyrir alvöru. Margaret fæddist árið 1923 en smásagnasafn hennar, Um kon- ur, kom út 1971. Síðan þessi fyrsta’ bók hennar kom út hefur hún sleg- ið í gegn og nýjasta bók hennar, Mánudagsböm, sem kom út 1984, vakti þjóðarathygU í Noregi. Farðu ekki er samið upp úr tveimur skáldsögum Margaretar, í fyrmefndu bókinni fjallar Margar- et um karlmanninn í hjónaband- inu, en í þeirri síðari færir hún athyglina á konuna. í leiktextanum leitast hún við að góma bæði kyn- in, báðar leikpersónurnar í eitt, stutt leikrit. Þegar Kvennaathvarflð var stofnað í Reykjavík fyrir fáeinum árum varð mörgum á að spyrja tfl hvers slíkt skjól væri eiginlega og margir efuðust um að konum og bömum væri misþyrmt í stórum stíl á íslenskum heimilum. Fljót- lega vom menn leiddir í aÚan sannleika um ofbeldi á heimflum og þörfina fyrir kvennaathvarf; og þörfina fyrir að við horfumst í augu við samfélagsmeinsemd sem hlýtur að teljast smánarblettur á þjóð- félagi upplýstra manna. Höfundur Farðu ekki skrifaði leikritiö í þeim tilgangi að benda fólki á að í fæstum tilvika geti kon- ur, sem misþyrmingum sæta, „bara farið". Á sunnudagssýningu Ás-leik- hússins ætla konur úr Kvennaat- hvarfmu að koma og eftir sýninguna verða umræður um innihald verksins. Jakob Þór Einarsson í hlutverki Jakobs í sýningu Ás-leikhússins, Farðu ekki. Kvikmyndahús - Kvikmyndahús Stjörnubíó Nadine er sakamálamynd með gamansömu ívafi. Hún gerist í Tex- as og fjallar um unga konu sem verður vitni að morði og áður en hún veit af er hún hundelt af glæpamönnum. Fyrrverandi eigin- maður hennar reynir að rétta hjálparhönd en ekki fer betur en svo að hann er ásamt Nadine grun- aður um morðið. Jeff Bridges og Kim Basinger eru í aðalhlutverk- um. Leiksfjóri er Robert Benton sem meðal annars á að baki Kra- mer versus Kramer. Þá er hin ágæta gamanmynd Roxanne með Steve Martin einnig sýnd í Sfjömubíói. Þetta er mynd sem byggð er á hinu sígilda leikriti Cyr- ano De Bergerac en snúið upp á nútímann og gamansemin látin vera í fyrirrúmi. Háskólabíó Kæri sáli (The Coach Trip) er kostuleg gamanmynd þar sem Dan Aykroyd fer á kostum í hlutverki fanga á geðsjúkrahúsi. Hann er vandræðagripur sem á frekar heima í fangelsi en geðsjúkrahúsi. Hann sleppur af hælinu og með smásvindli fer hann að sfjóma út- varpsþætti sem hefur það markmið að aðstoða taugaveiklaða. Kæri sáli er góð skemmtun og hefur Dan Aykroyd ekki verið betri og Walter Matthau stendur vel fyrir sínu sem fyrri daginn. Laugarásbíó Fyrir um það bil tveimur áram leit dagsins Ijós Creepshow nokkuð góð hryllingsmynd sem gerö var eftir smásögum Stephen King. Lék meira að segja þessi konungur hryllingssagnanna eitt aðalhlut- verkið. Leikurinn hefur verið endurtekinn. Hrollur 2 byggir enn á smásögum Kings eða hugmynd- um þótt ekki sé hann nálægur í þetta skiptið. Þeir fjölmörgu unn- endur ritverka Kings vita vafalaust hveiju búast má við. Hugmynda- leysið hefur aldrei hrjáð þann mann. Þá má geta þess að hin frá- bæra sakamálamynd Öll sund lokuð (No Way Out) býður upp á allt það sem góð sakamálamynd á að hafa, spennu, rómantík og óvæntan endi. Bíóhöllin Kvennabósinn (The Woo Woo Kid) er enn ein bandarísk mynd um kynþroska ungling sem þráir að eiga kærustu. Honum verður að ósk sinni. Gallinn á gjöf Njarðar er sá að kærastan er nokkra eldri en hann og tveggja bama móðir. Regnboginn Morð í Af og til slæðast gæðamyndir frá nágrannalöndum okkar inn fyrir dyr kvikmyndahúsanna og svo mun verða á laugardaginn þegar Regnboginn frumsýnir dönsku kvikmyndina Morð í myrkri (Mord i Morket). Meðal viðstaddra verður danski rithöfundurinn Dan Turéll en hann er höfundur bókarinnar sem myndin er gerð eftir. Morð í myrkri er spennumynd er sýnir skuggahliðar stórborgar og gerist myndin meðal gleði- kvenna og þjófa. Aðalpersónan er nafnlaus blaðamaður er vinnur á síðdegisblaöi. Hann er rannsóknar- myrkri blaðamaður er fer sínar eigin leiðir. Þegar myndin byijar hefur hann fengið nóg af ofbeldi, neitar að fara að fyrirsögn ritstjóra síns og er rekinn. Hann fer á heimaslóðir en flækist fljótlega í hættulega at- burðarás þegar vinur hans er myrtur... Morð í myrkri hefur alls staðar fengið góða dóma þar sem hún hef- ur verið sýnd og hefur myndin verið vinsæl á Norðurlöndum. Að- alhlutverkið, blaðamanninn, leik- ur söngvarinn Michael Falch og þykir hann standa sig með prýði. -HK Kvikmyndahús Aðalhlutverkin leika Patrick Dempsey og Bevery D’Angelo. Af öðrumn myndum í Bíóhöllinni má nefna nýjustu mynd Mel Brooks, Spaceball, sem ekkert er heilagt. Hann nær sér ágætlega á strik þótt hann hafi áður gert betur. Brooks hefur eins og alltaf ágætt lið leikara með sér. í fremstu röð í þetta skipti era John Candy og Rick Moranis. Bíóborgin Martin Puzo varð heimsfrægur þegar hann skrifaöi The Godfather og enn frægari þegar tvær gæða- kvikmyndir vora gerðar eftir sögu hans. Nýjasta skáldsaga hans, Sik- ileyingurinn, er í óbeinum tengsl- um við Guðfóðurinn. Corleone ættin kemur viö sögu en aðalper- sónan er Salvatore Giuliano, hetja fólksins á Sikiley, maöur sem felur sig fyrir yfirvöldum en er dýrkaður af almenningi. Leikstjóri er Micha- el Cimano sem á að baki eina frábæra kvikmynd, Deer Hunter, og aðrar mun síðri. Ekki hafa dóm- ar erlendis verið honum vinsam- legir. Þá hefur Christopher Lambert, en hann fer með aöal- hlutverkið, ekki farið varhluta af lélegri gagnrýni. Þá má benda á hina ágætu gamanmynd Á vakt- inni (Stakeout) sem er gamanmynd er fær alla til að brosa. Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn - Söfn Sýningar Listasafn Háskóla íslands í Odda, nýja hugvísindahúsinu, er opið daglega kl. 13.30-17. Þar eru til sýnis 90 verk í eigu safnsins, aðallega eftir yngri listamenp þjóðarinnar. Aðgangur að safninu er ókeypis. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7 Safnið er opið alla daga kl. 11.30-16.30, nema laugardaga og sunnudaga er opið til kl. 19. Þar er nú uppi sýningin Aldar- spegill, íslensk myndlist 1900-1987. Leiðsögn fer fram í fylgd sérfræðings alla föstudaga kl. 13.30-13.45. Kaföstofa húss- ins er opin á sama tíma og safnið. Mokka, Skólavörðustíg Þessa dagana sýnir Ameríkumaðurinn James Francis Kwiecinski verk sín á 'Mokkakaffi. Sýningin stendur í þrjár vik- ur. Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns, Einholti 4 Opið á sunnudögum kl. 14-16. Norræna húsið í kjallara Norræna hússins er síðasta sýningarhelgi á málverkum Tuma Magn- ússonar. Myndimar eru málaðar á síðustu 18 mánuðum. Tumi hefur haldið margar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum á íslandi og erlendis frá 1978. Sýningimni lýkur á sunnudags- kvöld og er opin daglega kl. 14-19. í anddyri hússins stendur yfir sýning á grafikverkum eftir sænska listamanninn Lennart Iverus. Á sýningunni eru teikn- ingar og grafik, mestmegnis koparstung- ur. Sýningin veröur opin daglega fram til 28. febrúar. Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3 Ingólfur Amarsson sýnir í Nýhstasafn- inu. Á sýningunni em lágmyndir og teikningar. Sýningin er opin virka daga kl. 16-20 og 14-20 um helgar. Sýningunni lýkur 14. febrúar. Stofnun Árna Magnússonar Handritasýning Áma Magnússonar er í Ámagarði við Suðurgötu á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögumkl. 14-16 Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8, Hafnarfirði Opnimartími í vetur er laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Skólafólk og hópar geta pantaö tíma í síma 52502 alla daga vikunnar. Póst- og símaminjasafnið, Austurgötu 11 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aðgangur ókeypis. Þjóðminjasafn íslands Nýlega var opnuð sýning í forsal Þjóð- minjasafns fslands á ýmsum mimum sem fúndust við fomleifarannsóknir á Bessa- stöðum á sl. ári. Safnið er opið þriðju- daga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Sýning í Náttúrufræðistofu Kópavogs Nú hefur enn einu sinni verið opnuð sýn- ing NFSK. í þetta skipti hefur hið fjöl- breytta lífríki Kársnesfjöru orðið fyrir valinu. Er reynt að gefa sem gleggsta mynd af einni gróskumestu Qöru á höfuð- borgarsvæðinu. Þá verða sýndar allar tegundir andfugla sem finnast hér á landi, auk þess eitt fullkomnasta lindýra- safn (skeldýr) á íslandi o.fl. Opnunartími kl. 13.30-16.30 á laugardögum, annar tími eftir samkomulagi ef um skóla eða aðra hópa er að ræða. Símar 40680 eða 40241. Daði Guðbjörnsson sýnir hjá Félagi starfsfólks í húsgagnaiðnaði í húsakynnum Félags starfsfólks í hús- gagnaiðnaði, Suðurlandsbraut 30,2. hæð, stendur nú yfir málverksýning Daða Guðbjömssonar. Á sýningunni em 17 verk, unnin á síðustu þremur árum. Sýn- ingin er opin alla virka daga kl. 10-17 en laugardaga og sunnudaga kl. 15-17. Henni lýkur sunnudaginn 14. febrúar. AKUREYRI Gallerí Glugginn, Glerórgötu 34, Akureyri Á morgun kl. 14 opnar Bjöm Bimir mál- verkasýningu í Glugganum. Bjöm hefur haldið sýningar hér heima og erlendis. Sýningin stendur til sunnudagsins 21. febrúar og er opin daglega kl. 14-18 en lokað á mánudögum. ÍSAFJÖRÐUR Slunkaríki, ísafirði, Birgir Ándrésson sýnir myndverk sín í' Slunkaríki. Sýningin er opin á auglýstum opnunartíma sýningarsalarins. Birgir hefur haldið fjölmargar einkasýningar hér heima og erlendis og einnig tekiö þátt í samsýningum. Málverkasýning í Bókasafni Kópavogs Þórhallur Fihppusson sýnir málverk í Bókasafni Kópavogs. Sýningin er opin mánudaga til föstudaga kl. 9-21 og laug- ardaga kl. 11-14. Sýningin stendur til 16. febrúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.