Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Blaðsíða 2
34 LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988. Bflar suzuki mimsm uuau BÍLAKJÖR, HÚSIFRAMTÍÐAR, FAXAFENI 10, SÍMI 686611. TEGUND ÁRG. EKINN VERÐ M. Benz 190 E, 4 cyl., steingrár 1987 47.000 1.270.000 Toyota Hilux 2200, yfirb., rauð. 1984 39.000 950.000 Mazda 323 GTi 1600, grár 1986 33.000 550.000 Cadillac Cimaron 2800, grár 1985 34.000 895.000 Toyota Tercel RV special 1500k dökkblár 1987 23.000 650.000 Ford Sierra XR4i 2,8, hvítur 1984 54.000 690.000 Dodge Aries 2200, vínrauður 1987 11.000 670.000 Pontiac Grand-Am 4 cyl., svart. 1987 12.000 1.150.000 Ford Escort XR3i 1600, svartur 1987 45.000 690.000 AUDI 80S 1800 árg. 1987, ekinn 9.000 km, dökkblár. Verð 940.000 Framkvæmdastjóri: Finnbogi Ásgeirsson. Sölustjóri: Skúli Gíslason. Sölumenn: Jónas Ásgeirsson, Kjartan Baldursson, Ingibjörg P. Guðmundsdóttir. - Nýtt símanúmer - 686611 Hámarkshraði er rávallt miflaður við bestiT aðstæður í umferfllnni. Aðgát og tlllltssemi gera umferfllna greiðari. RAD Úrval notaðra CITROÉN^ bíla á góðu verði Citroen BX 16 TRS árg. 1984, beinsk., 5 dyra, ekinn 80.000, brún- sans. Verð 400.000. Citroen BX 16 TRS árg. 1984, beinsk., 5 dyra, ekinn 59.000 km, blásans. Verð 430.000 Citroen CX 25 D árg. 1984. beinsk., 5 dyra, hvitur, 8 manna. Verð 640.000. Citroen BX 1987, ekinn 27.000, silf- urgrár, 5 dyra, beinsk. Verð 490.000. Citroen BX 16 TRS árg. 1984, bein- skiptur, 5 dyra, ekinn 62.000 km, blásans. Verð 430.000. Citroen BX 19 TRD dísil árg. 1985, beinskiptur, 5 dyra, ekinn 149.000 km, silfurgrár. Verð 450.000. Opið laugardag og sunnudag kl. 13-17 Lágmúli 5, Reykjavík Sími 91-681555 Mælaborð og stjórntæki eru „japönsk" í útliti og aðgengileg. Mælaborðið er ágætt aflestrar en stór klukka prýð- ir mælaborðið þar sem snúningshraðamælir ætti með réttu að vera en hann er í dýrari gerðunum. Hanskahólfið er lítið og litil nýting á hillunni sem er undir því. Inn- og útstig er ágætt. Sætin veita góðan stuöning í akstri en eru hörð. Aö aftan ber hann svip af uppruna sínum f Asíu og minnir nokkuð á Niss- an Sunny. keppir hann? Excel er 4.088 mm lang- ur, eða nánast jafnlangur Ford Escort sem er 4.022 mm að lengd. Eins er hann nánast jafnlangur fimm dyra Nissan Sunny. í verði er Excel heldur hagstæðari en til dæmis Ford Escort því þriggja dyra Escort með 1300 vél kostar um 465 þúsund krón- ur en þriggja dyra Excel með 1500 vél kostar um 428 þúsund krónur. Því má segja að í Excel fáist heldur meira fyrir peningana og að hann keppi við bíla í sama stærðarflokki en þá eru þeir flestir með minni vél. Töluverður verðmunur er frá ódýr- ustu gerðinni, Excel L, þriggja dyra, fjögurra gíra, sem kostar um 428 þúsund krónur, upp í dýrustu gerð- ina, GLS, fjögurra dyra, með sjálf- skiptingu, sem kostar um 588 þúsund krónur. Taka veröur mið af að bíll- inn er búinn til sölu á Kanadamark- aði og því miðaö við aðra staðla en við eigum að venjast frá Evrópu- markaði. Byggja verksmiðju í Kanada Hyundaibílamir hafa átt mikilli velgengni að fagna í Kanada og nú einnig upp á síðkastið í Bandaríkjun- um. Vegna velgengninnar á Kanada- markaði hefur Hyundaisamsteypan ákveðið að reisa verksmiðju í Bro- mont í Quebec í Kanada. Sú verk- smiðja á að verða fullbúin árið 1991 og þar eiga 1.500 manns aö framleiða yfir eitt hundrað þúsund bíla á ári. Hyundai hefur fest sig í sessi á Kanadamarkaði en byrjunin var sal- an á Ponybílnum þar 1984 og gekk hún vel. Síðan kom Stellar 1985, bíll í millistærðarflokki, sem oft hefur verið líkt við Ford Cortina, og loks var hinn framhjóladrifni Excel kynntur þar 1986 og þá tók markað- urinn fyrst verulega við sér. Hyundaisamsteypan er stærsta iðnaðarfyrirtæki Suður-Kóreu og var stofnað 1947. Það kemur víða við en stærst er skipasmíði fyrirtækis- ins. í dag sigla um 240 skip um heimshöfin, smíðuð af Hyundai, flest þeirra risastór olíuskip. Samkvæmt bandaríska viðskiptablaðinu For- tune er Hyundai í 44. sætl yfir stærstu fyrirtæki í heiminum. í dag eru fólksbílar, vörubílar og fólks- flutningabílar frá fyrirtækinu seldir í 65 löndum og nú hefur ísland bæst í hópinn. Niðurstaða í heild má segja eftir reynsluakstur Hyundai Excel GL að þetta er lipur fjölskyldubíll. Hann hefur ekkert fram yfir aðra bíla í sama stærðar- flokki en heldur ekkert á móti sér sem orð er á gerandi. Hönnunin er dæ'migerð fyrir bíla frá Asíu og ber mikinn svip af japönskum bílum í þessum stærðarflokki. Hann hefur gott innanrými og veghæð er góð, eða 16,6 sentímetrar. Aksturseiginleikar eru í meðallagi; bíllinn er stífur í akstri, bæði vegna fjöðrunar og eins eru sætin frekar hörð. Hins vegar er verðið hagstætt miðað við búnaö og þá sérstaklega vélaraflið sem er fylli- lega nægilegt. Jóhannes Reykdal Hyundai Excel GL - framhald farangursgeymslu þá berst nokkurt veghljóð inn í bílinn þá leiðina en ekki svo mjög að það sé til vansa. Hemlar eru diskar að framan og skálar að aftan. Þeir eru meö hjálpar- afli sem gerir það að verkum að þeir svara vel. Mikið vélarafl Excel er búinn 1468 rúmsentí- metra, fjögurra strokka þverstæðri 12 ventla vél (3 ventlar á hveijum strokki), 71 hestafl viö 5.000 snúninga á mínútu, sem gefur bílnum gott við- bragö og mikið togafl. GL-bíllinn er búinn fimm gíra kassa sem hæflr vélaraflinu vel. Gír- skiptingar eru liprar en fylgja þarf vel eftir þegar sett er í fimmta gírinn. Við hvaða bíla keppir Excel? Hyundai Excel er fyrst og fremst venjulegur fjölskyldubíll í milli- stærðarflokki. En við hvaöa bíla Hyundai Excel GL-fimm dyra hlaðbakur: Lengd: 4.088 mm Breidd: 1.604 mm Hæð: 1.373 mm Þyngd: 975 kíló Minnsta hæð frá jörðu: 166 mm Vél: Fjögurra strokka, þrír ventl- ar á hverjum strokki, þverstæö, 1.468 rúmsentímetrar, 71 hestafl við 5.000 snúninga á mínútu. Þjöppun: 9,4:1 Girkassi: Fimm gíra. Framhjóla- drifinn. Fjöðrun: Sjálfstæð McPherson- gormafjöðrun að framan, gormar með sveifluörmum að aftan. Stýri: Tannstangarstýri. Snún- ingsradius: 4,8 m. . Hemlar: Kældir diskar að fram- an, skálar að aftan. Hjálparafi. Hjól: 155/80R13, Michelin radial heilsársdekk. Eyðsla: 8 litrar á 100 km i blönd- uöum akstri Verð: 524.000 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.