Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Blaðsíða 1
Reynsluakstur Hyundai Excel GL: Citroen BX 19 TRS station, hvitur, ek. 18.000, sjálfskiptur, vökvastýri, sportfelgur, sumardekk og vetrar- dekk, útvarp, segulband. Verd 890.000. Wiilys CJ7 Laredo árg. 1984, svart- ur, ek. 71.000, 6 cyl., sjálfsk., vökvast., krómfelgur. Toppbíll, verö 1.080.000, skipti skuldabréf. M. Benz 200 1986, vínrauöur, ek. 39.000, sjálfsk., vökvast., sóllúga, litað gler, útvarp, segulband, sum- ar- og vetrardekk. Veró 1.280.000, ath. skuldabréf. ORG Toyota Hiace 1985, hvítur, ek 83.000, bensín. Verð 550.000, ath skuldabréf. Range Rover 1984, silfurg., ek. 53.000, sjálfsk, vökvastýri, 4 dyra. Verð 1.150.000, ath. skuldabréf. Mazda RX7 1987, rauður, ek. 11.000, 5 gíra, vökvastýri, rafm. í rúðum, sóilúga, sportfelgur. Verð Spennum beltin og notum ökuljós 1-18000°. skuidabréf. Allar gerðir bíla vantar á söluskrá - mikil sala. Opið laugardaga kl. 10-18. BÍLATORG Vélin er aflmikil, 71 hestafl, sem er fyllilega nóg fyrir þennan bíl. NOATUN 2 - SIMI 621033 Neðst í Nóatúni eru viðskiptavinir okkar efstir á blaði. Bandaríkin og Kanada hafa þótt vera höfuðvígi bíla sem framleiddir eru í Bandaríkjunum og innflutning- ur þangað á hílum einkennst af því að þangað hafa verið fluttar dýrari gerðir evrópskra bíla og eins hafa japanskir bílar verið að taka æ stærri skerf af markaðnum. Ein er sú bíla- tegund sem þó hefur náð mikilli hylli á þessum stóra markaði en það er Hyundai frá Suður-Kóreu sem hefur náð því að verða söluhæsti innflutti bíllinn á Kanadamarkaði og sækir fast á í Bandaríkjunum. Fyrir skömmu nam Hyundai land hér á íslandi og er hingað kominn með viðkomu í landi vetrarólympíu- leikanna, Kanada, frá því landi sem halda mun sumarólympíuleikana á sumri komanda, Suður-Kóreu. Það er Hyundai Excel sem við ætl- um að hta nánar á í dag en bíllinn fæst í þremur meginútgáfum, þriggja dyra, íjögurra dyra og loks sem fimm dyra hlaðbakur. Bílamir eru misjafnlega búnir og fást í L, GL og GLS-útgáfum. Það er flmm dyra GL- bíll sem DV-BíIar fjalla um í dag eftir þriggja daga reynsluakstur. Japanskt yfirbragð Við fyrstu sýn ber bíllinn það með sér að hann er ættaður úr Asíu. Það má segja að yfir honum sé japanskt yfirhragð, án þess að hægt sé að segja að rekja megi bein áhrif frá ein- hveijum einum framleiðanda. Meira .að segja hér uppi á íslandi vefst fyrir mönnum að ákveða upprunann því að hingað kemur Excel frá Kanada, smíðaður í Suður-Kóreu, en einhver í BifreiðaeftirUtinu hefur ruglast í ríminu því í skoðunarvottorðinu stóð framleiðsluland: Japan. En þetta var nú útúrdúr. Þegar Hyundai hóf bílaframleiðslu fyrir nokkrum árum var fengin tæknileg aðstoð frá japönskum bíla- framleiðendum, þar á meðal Mitsu- bishi, en nú síðari ár hafa verksmiðjumar staðið á eigin fótum í hönnun og smíði bílanna. Þrátt fyr- ir það hafa þær greinilega farið 1 smiðju til nágranna sinna og til dæm- is svipar fimm dyra bílnum nokkuð til Nissan Sunny svo dæmi sé tekið. Hyundai Excel GL-lipurfjölskyldubíll frá Suður-Kóreu sem numiö hefur land á Islandi með viðkomu í Kanada. Að mínu mati vantar Hyundai Ex- cel „karakter", hann er frekar sviplítill en þó með snoturt yfirbragð. Rúmur að innan Innanrými í hílnum er ágætt og fótarými er nægilegt, bæði fyrir þá sem era frammí og eins aftursætis- farþega. Til þess að gera innanrýmið meira hefur meðal annars verið grip- ið til þess ráðs að gera handfóng innan á hurðum þynnri þannig að þau veita ekki mikinn stuðning og eins er ekki gott að grípa um þau þegar hurðum er lokað. Smámuna- hirslur eru ekki miklar, litlir vasar úr formsteyptu plasti innan á fram- hurðum og htil hiha felld inn í mælaborðið undir hanskahólfinu. Hólfið er furðu htið, miðað við allt rýmið í mælaborðinu undir því sem er ónotað. Sætin eru ágæt en bólstrun fuh- hörð að mínu mati. Framsætin veita ágætan hhðarstuðning. Aftursætin eru með skiptanlegu baki, 'A-2A, sem eykur notagildi farangursrýmis. Farangursrýmið er ágætt og laus hilla aftan við aftursætisbak lokar því frá bílnum. Með aftursætisbakið í upprétt'ri stöðu rúmar það 366 htra en sé bakið aht lagt fram er heildar- rýmið 750 htrar. Mælaborð og stjómtæki eru ,jap- önsk“ og eftir því aðgengileg. Hnappar fyrir afturrúðuhita og þurrku á afturrúðu eru sinn til hvorrar handar í mælaborðinu. Hnappar fyrir ljósstyrk á mæla- borðslýsingu og biðrofi fyrir þurrkur eru neðarlega í mælaborði þannig að teygja þarf sig eftir þeim. Mælaborðið í GL-gerðinni er með stórri klukku vinstra megin og hraöamæh hægra megin. Á milli þeirra er útlínumynd af bílnum og þar kvikna viðvörunarljós, þar á meðal merki um opnar dyr. Þar und- ir eru bensínmælir og hitamæhr. Það er nánast óskiljanlegt hve margir bílaframleiðendur halda enn fast við það að hafa stóra klukku í stað snún- ingshraöamælis í mælaborði þar sem vitað er að hvórt tveggja kostar svip- að. Snúningshraðamælirinn er ekki staðalbúnaður nema í GLS-gerðinni. Þegar hann er í mælaborðinu er digi-' talklukka í miðju mælaborðsins. Ljósarofi er í stefnuljósastönginni. Ekki er hægt að hafa stillingu ljósa- rofa þannig að ljósin kvikni þegar bíhinn er gangsettur heldur þarf að slökkva hverju sinni eftir notkun, nokkuð sem gjarnan hefði mátt vera í bílnum nú þegar aka þarf með Ijós allan sólarhringinn með nýjum um- ferðarlögum frá 1. mars næstkom- andi. Viövörunarbjalla sér um að minna ökumann á að slökkva ljósin og eins.að taka kveikjulykilinn úr að akstri loknum. Sama bjalla minnir á að spenna öryggisbeltin í upphafi ferðar,- Ánnað smáatriði, sem vantar í GL-bílinn, er snyrtispegill innan á sólskyggni, hann er aðeins í GLS- gerðinni. Fer vel á vegi í heild má segja að Hyundai Excel fari vel á vegi. Aksturseiginleikar bera þess merki að fjöðrunin er frek- ar stíf. GL-bílhnn er með venjulegu tannstangarstýri sem er hpurt en á það til að rétta sig hægt af eftir beygju. Fiöðrun er sjálfstæö McPher- son gormafjöðrun að framan en sveifluarmafjöðrun að aftan. Fjöðr- unin er heldur stíf aö mínu mati og þegar ekið var yfir klakabrúnir, sem víöa eru á malbiki þessa dagana, tók það snöggt í bíhnn. Bíllinn var búinn heilsárshjólbörðum frá Micheiin. Þessi dekk eru millistig á milli þess að vera mjúk sumardekk upp í ónegld snjódekk. Dekkin gera það að verkum að híllinn virðist rása eilítið til en þó ekki meira en svo að það er innan vel viðunandi marka. Vegna þess að fimm dyra gerðin er með opið úr farþegarými aftur í Sjá næstu síðu r G ÆÐABÍLAR í SÉRFLOK K l!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.