Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1988, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 20. FEBRUAR 1988. Til sölu HONDA CIVIC ÁRG. 1986 Bflar vel með farinn, ekinn 36.000 km. Verð kr. 440.000. Góður staðgreiðsluafsláttur. Uppl. í síma 92-68459 Iancjar þiq í bíl ? víItu seIj'a bíl? Bendum einnig á smá- auglýsingar á bls. 56-63 Toppbílar!! Bílasalan SELFOSS Fleygmyndaður með lítilli loftmótstöðu; meira að segja hurðarhúnarnir innfelldir, ekki óáþekkt tveggja dyra gerð- um Fiat Uno. Bílasalan Selfoss v/Arnberg Sími 99-1416 og 99-1655 Toyota Hilux double Cab dísil árg. 1987, 4ra dyra, pickup, ekinn 23.000 km. Verð 940.000. Nissan Patrol, langur, árg. 1987, ekinn 15.000 km, hvitur. Verð 1.250.000. LuU9ia?rdia7a Lágmúli 5, Reykjavík Símí 91-681555 BÍLAR í SÉRFLOKKI Saab 900i árg. 1986, 5 gíra, 2ja dyra, ekinn 8.000 km, hvitur. Verð 650.000. Tvöfaldur dekkjagangur á felgum. Saab 900 GLE árg. 1984, sjálfsk., 4ra dyra, Ijósblár, ekinn 97.000 km. Verð 510.000. SPARAÐU STORFE! á innflutningi notaðra bíla frá Ameríku Við útvegum bíla á lægsta hugsanlega verði og sjáum um að koma þeim til landsins gegn lágmarksþóknun. Lánum allt að 60% af kaupverði Opið um helgina og á kvöldin INNFLUTTIR BÍLAR OG HJÓL SÍMI 79791 Laglegur bíll og rennilegur, hvort sem hann fær merkið Mazda 323 eða Ford Escort. Málin og hjólahafið eru sögð hin sömu og á núverandi Escort. Ný F ord-Mazda Snotur hlaðbakur - nýr Ford sem Ford ætlar að selja undir merki Es- cort í Asíu og Kyrrahafslöndum, samkvæmt því sem fréttir herma. Sagt er raunar að glænýr Escort, sem settur verður á markað í Evrópu eft- ir svo sem tvö ár, verði nauðalíkur þessum bíl um flest - kannski að því breyttu og bættu.sem vinum vorum i Asíu hefur þótt mega fara betur. Raunar herma fréttir líka að bíll þessi sé að langmestu leyti sams kon- ar og ný Mazda 323 sem væntanleg er á markaðinn innan tiltölulega fárra mánaða, allt annar gripur en sá sem nú er í boði. Þessi samkeyrsla Mazda og Ford er engan veginn ný bóla. Sá Escort, sem nú er seldur í Asíu og ' Kyrrahafslöndum, er sagður að stofni til núverandi Mazda 323, miklu fremur en jafngildi Evrópu-Escorts- ins, og þetta er gert af hagkvæmnisá- stæðum. Sá bíll, sem hér er sýndur, kemur aðallega af teikniborði Mazda þar sem hann gekk undir vinnuheitinu CT20. Hann verður settur á Asíu- og Kyrrahafsmarkað árið 1991. Fréttir herma raunar að Ford þyki tilrauna- bílamir of þungir, svo nemur nærri 150 kílóum, og muni auk þess fara fram úr áætluðum framleiðslukostn- aði. Þar mun fyrst og fremst um að kenna að hönnuðir bílsins hafa ekki viljað gefa eftir varðandi farþegaör- yggi en það þýðir sem kunnugt er meira stál og þyngri bíl. Raunar hafa ráðamenn Ford neitað því að nýi Escortinn, sem á að koma á markaðinn í Evrópu árið 1990, byggist að verulegu leyti á þessum CT20. Þó telja áreiðanlegar heimildir að margt í hönnun bílsins verði stælt til hins ýtrasta. Sagt er að nýi Escort- inn verði boðinn sem þriggja og fimm dyra bíll en ekki þverbakur, að minnsta kosti ekki fyrst um sinn. Það fer því aö styttast í nýjan Es- cort hjá okkur. Þó er það spá sér- fræðinga að sá gamli Escort muni framleiddur eitthvað áfram með skotti, þ.e. sá bíll sem við þekkjum undir nafninu Orion - hann komi bara til með aö fá Escortskilti í stað- inn fyrir Orion sem ekki hefur náð neitt viðlíka vinsældum og Escort- nafnið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.