Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1988, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.1988, Blaðsíða 1
21 Víkingar fóru þjóðlegir í austurveg: Harðfiskur og hangikjöt í Moskvu íslenskt hangikjöt eins og það gerist best var á boðstólum Víkinga í lokaund- irbúningnum fyrir Evrópuleikinn í Moskvu í gær. Þeir tóku með sér birgðir af íslenskum mat í austurveg, harðfisk og meira góðgæti. „Við þekkjum af reynslunni að það er nauðsynlegt að hafa mat með sér í svona ferð og þorra- maturinn bragðaðist vel í Moskvu,“ sagði Hallur Hallsson, formaður handknattleiksdeildar Víkinga, í samtali við DV í gær. Sagt er frá leik Vík- ings og ZSKA á bls. 23. -VS • Steinar Birgisson. Norskur handknattleikur: Steinar sennilega kyrr hjá Runar Gauti Grétaisson, DV, Noregi: „Ég býst við því aö leika áfram með Runar næsta vetur,“ sagði Steinar Birgisson, fyrrum landsliðsmaður í handknattleik, í samtali viö DV í gær. Steinar og Snorri Leifsson hafa borið liðið uppi í vetur og a það nú góða möguleika á sæti í 1. deild - þarf að vinna anhan tveggja leikja sinna sem það á eftir. Snorri, sem lék áður með Haukum, hefur ekki ákveðið hvað hann gerir á næsta keppnistímabili. Alfreð áfram með Essen? - þýskur útvarpsþulur hafði orð um það eftir honum í gær sigurður Bjömsson, dv, Þýskaiandí: Sem kunnugt er hefur verið geng- —3---------------------------------------------------------------------- ið frá því sem öruggum hlut að í miöri lýsingu á leik Essen og Steaua í Búkarest, í Aifreð komi heim í vor og íeiki með Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik, sem fram fór í gær sagði KR næsta vetur. DV náði ekki í þulur vestur-þýska útvarpsins orðrétt: „Alfreð Gíslason sagði hér á hótel- hann í gærkvöldi þar sem hann var inu í Búkarest fyrir leikinn að það gæti farið svo að hann léki áfram í Búkarest og ekki væntanlegur með Essen á næsta keppnistímabili." heim fyrr en síðdegis í dag. Eigin- kona hans, Kara Melsteð, sagði í spjalli við DV að þetta væru nýjar fréttir fyrir sér - hins vegar hefði Essen reynt af öllum mætti að fá Alfreð til að skipta um skoðun og vera kyrr. Hún taldi að Essen væri í þann veginn að semja við danska leikmanninn Erik Veje Rassmus- sen um að leysa Alfreð af hólmi á næsta keppnistímabili. Essen komst í undanúrslit með jafntefli gegn Steaua og er nánar sagt frá leiknum á bls. 28. • Yvonne van Gennip frá Hollandi hlaut þrenn gullverðlaun í skautahlaupi í Calgary og setti eitt heimsmet. Sagt er (rá lokahelgi ólympiuleikanna á bls. 32 og 33. Símamynd Reuter Lokastaða vetrarieikanna í Calgary: Rússar fengu flest verðlaun G S B 9 Bandaríkin 2 1 3 1 Sovétríkin 11 9 9 10 Ítalía 2 1 2 9. A-Þýskaland 9 10 6 11 Frakkland 1 0 1 3 Sviss 5 5 5 12 Noregur 0 3 2 4 Finnland 4 12 13 Kanada 0 2 3 5 Svíþjóð 4 0 2 14 Júgóslavía 0 2 1 6 Austurríki 3 5 2 15 Tékkóslóvakía 0 1 2 7 Holland 3 2 2 16 Japan 0 0 1 8 V-Þýskaland 2 4 2 17 Liechtenstein 0 0 1 Norska knattspyrnan: Mikil ánægja með Teit hjá Brann - hefur lægt óánægjuraddirnar hjá félaginu Gauti Grétarsson, DV, Noregi: „Það ríkir mikil ánægja með Teit Þórðarson sem þjálfara hjá leik- mönnum Brann. Hann er með miklu skemmtilegri æflngar en við vorum vanir hjá Tony Knapp, leggur miklu meiri áher-slu á æfmgar meö bolta og lætur liðið leika meginlandsknatt- spyrnu i stað kýlinga og hlaupa á breska mátann," sagði Bjarni Sig- urðsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, í samtali við DV. Teitur hefur greinilega lægt óánægjuraddirnar hjá félaginu og fer vel af staö. Brann fór um helgina í æfingaferð til Jórdaníu og leikur þar gegn landsliðinu og liði úr 1. deild. í april dvelja Bjarni og félagar síðan í viku í æfingabúðum í Vestur-Þýska- landi. Frjálsar - Bandaríkin: Ragnheiður meistari suð austuriylkja Eggert Bogason, DV, Bandaríkjunum: Ragnheiður Ólafsdóttir varð í nótt meistari suð-austurfylkja Bandaríkjanna í 3000 metra hlaupi. Er blaðið fór í prentun var timi Ragnheiðar enn óstaðfestur én samkvæmt þeim upplýsingum sem fyrir lágu var hann taisvert frá íslandsmeti. Ragnheiður stefndi aðeins á sæti því hún hljóp einnig i míluhlaupi undir morgun. Úr- slit lágu ekki fyrir í því hlaupi er blaðið fór í prentun. • Svanhildur Kristjónsdóttir fór í úrslit í 400 metra hlaupi á sama móti og hjó nærri íslandsmeti sínu. Tímar voru óstaðfestir í nótt en gert var ráð fyrir að Svanhildur slægi íslandsmetið í sjálfu úr- slitahlaupinu. • Þá kastaði Guðbjörg Gylfadóttir kúlunni 14,14 metra og hafnaði hún í þriðja sæti. • Teitur Þórðarson. Tap hjá San Antonio „Þetta gekk því miður ekki nógu vel í nótt. Viö töpuðum 108-95 gegn Houston á útivelli en í hálfleik var Huston með forystu 57^15, “sagði Pétur Guðmundsson hjá San An- tonio Spurs í samtali við DV í- morgun. Pétur lék með í 21. jnínútu, hirti á 8 fráköst og skoraði tvö stig. ' Næsti leikur San Antonio Spurs á þriðjudagskvöld gegn Phoenix Suns á heimavelli og bjóst Pétur við sigri í þeim leik en Phoenix keypti Qóra nýja leikmenn í síðustu viku. -JKS Enska knattspyman: Luton loks á Wembley Luton Town leikur bikarúrslitaleik á Wembley-leikvanginum í London í vor - þann annan í sögu félagsins og þann fyrsta í 29 ár. Það er í deildabik- arkeppninni, gegn Arsenal - en Luton sigraði Oxford, 2-0, í síðari leik liðanna sem fram fór í Luton í gær. Liðin höfðu áður skilið jöfn í Ox- ford, 1-1, en í gær skoraði Brian Stein á 33. mínútu og Ashley Grimes á þeirri 42. Úrslitaleikur Luton og Arsenal fer fram þann 24. apríl. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.