Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1988, Page 2
2
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 1988.
Fréttir__________________________________________________________________________________dv
lceland Seafood Corporation:
Þolinmæði Long John
Silver var á þrotum
Ólafiir Amarson, DV, Harrísburg:
DV hefur fyrir því áreiðanlegar
heimildir að flótti hafi verið brostinn
í lið starfsmanna Iceland Seafood
Corporation undanfarnar vikur og
mánuði. Margir starfsmenn fyrir-
tækisins, sem DV ræddi við í gær,
lýstu því yfir við DV að þeir heíðu
alvarlega verið famir að íhuga að
hverfa til starfa annars staöar.
Ástæðan, sem starfsmenn gáfu upp,
var að andrúmsloftið í fyrirtækinu,
undir stjórn Eysteins Helgasonar og
Geirs Magnússonar, hafi verið orðið
þrúgandi og niðurdrepandi.
Einnig munu samskipti við stærstu
viðskiptavini fyrirtækisins hafa ver-
ið orðin mjög stirð og aö sögn ýmissa
heimildarmanna innan Iceland Sea-
food, mun þolinmæði forráðamanna
Long John Silver, sem er stærsti við-
skiptavinur fyrirtækisins, á þrotum
vegna samstarfsörðugleika við Ey-
stein Helgason. Það kom á óvart að
á blaðamannafundi í Reykjavík á
mánudag hélt Eysteinn Helgason því
fram að hann hefði ekki frétt af brott-
rekstri sínum fyrr en hann var
stöðvaður við hlið Iceland Seafood á
fimmtudagsmorgun. Mjög áreiðan-
legir heimildarmenn DV innan
Iceland Seafood hafa hins vegar tjáð
DV að þeim sé kunnugt um að Ey-
steinn, sem var á ferðalagi er stjórn
Iceland Seafood ákvað að reka hann
á miðvikudag fyrir viku, hafi frétt
af brottrekstrinum þegar hann var
staddur í höfuðstöðvum Long John
Silver eftir hádegi sama dag og á-
kvörðunin var tekin. Sömu héimildir
herma að þegar Eysteinn var stööv-
aður í hliðinu hafi samstundis verið
haft samráð við lögfræðing fyrirtæk-
isins sem var á staðnum. Hann
fyrirskipaði strax að Eysteini skyldi
hleypt inn og þar var haft eftirlit með
þvi þegar hann tók til sína hluti á
skrifstofu sinni. Þetta þykir sjálfsögð
varúðarráðstöfun og er höfð til að
tryggja að menn, sem hafa verið
reknir, taki ekki skjöl sem tilheyra
fyrirtækinu á brott með sér.
Nú hefur komið fram að endur-
skoðendafyrirtæki Iceland Seafood,
Laventol & Harward, hefur staðfest
að Guðjón B. Ólafsson hafi ekki feng-
ið hærri laun en um var samið þegar
hann var forstjóri Iceland Seafood.
Ýmsir háttsettir starfsmenn Iceland
Seafood tjáöu DV í gær að maður
með þá hæfileika og reynslu sem
Guðjón hefur til að bera hefði auð-
veldlega getað ráöið sig til annarra
fyrirtækja í Bandaríkjunum og feng-
ið margfold laun miðað við það sem
hann hafði sem forstjóri Iceland Sea-
food.
Heimildarménn skýrðu DV einnig
frá því að á meðan Guðjón var for-
stjóri Iceland Seafood hafi birgðir
fyrirtækisins alltaf verið bókfærðar
á lægsta verði eins og kveður á í
bandarískum lögum, jafnvel þó það
hafi þýtt að afkoma fyrirtækisins liti
ekki eins vel út og ef birgðir væru
reiknaðar á hærra verði. Hins vegar
hefði sú breyting oröið á á síðasta
ári að birgðirnar hefðu verið bók-
færðar á kaupverði þó markaðsverð
hafi verið mun teegra. Þessi aðferð
gefur ranga mynd af afkomu fyrir-
tækisins á árinu; auk þess sem
bandarískar reglur um uppgjör
banna slíkt athæfi.
Lögreglumenn við vettvangsrannsókn þar sem drengurinn var stunginn.
DV-mynd S
Unglingspiltur stunginn
með hnrfi í gærkvöldi
Launamál Guðjóns B. Ölafssonar:
Guðjón vill ekki
gefa upp laun sín
- Eriendur segir þau hafa numið 1,1 milljón á mánuði
Ólafiir Amarson, DV, Harrisburg:
Fellur kaupleigu-
frumvarpið
Kaupleigufrumvarp Jóhönnu Sig-
urðardóttur félagsmálaráðherra
fékk mikla umrvðu á Alþingi 1 gær
þegar það kom til fyrstu umræðu.
Geir H. Haarde, sem sæti hefur átt í
nefnd stjórnarflokkanna um kaup-
leigufrumvarpið, gagnrýndi harð-
lega málsmeðferð félagsmálaráð-
herra. Taldi hann ráðherra ekki gera
sér grein fyrir því að hún væri í
stjórnarsamstarfi og taldi bókun
hennar í ríkisstjórn á mánudaginn
vegna efnahagsráðstafana ríkis-
stjórnarinnar sýna það. Geir átaldi
að þingílokkar stjórnarflokkanna
hefðu ekki fengið að sjá frumvarfiið
áður en það var lagt fram. Geir sagði
að hann fyrir sitt leyti hefði samykkt
frumvarpið en ófært hefði verið aö
fá ekki að sjá það eins og þaö leit út
í endanlegri afgreiöslu til aö gera
athugasemdir.
Alexander Stefánsson, fyrrverandi
félagsmálaráðherra, hefur gagnrýnt
þetta frumvarp Jóhönnu mjög og
engin breyting varð á því í gær. Alex-
ander sagöi aö þingflokkur fram-
sóknarmanna gæti ekki stutt
frumvarpið sem stjórnarfrumvarp
fyrr en það hefði verið endanlega
samþykkt í ríkisstjórninni. Sagði
Alexander að þingmenn Framsóknar
væru ekki skuldþundnir til að styðja
þetta frumvarp eins og það liggur
fyrir núna.
Gagnrýndi Alexander sérstaklega
aðferð félagsmálaráðherra við að
leggja frumvarpið fram. Sagði Alex-
ander félagsmálaráðherra hafa beitt
vinnubrögðum sem ekki væri hægt
annað en að mótmæla.
Það er því greinilegt að þetta frum-
varp Jóhönnu mun eiga eríiða leið í
gegnum þing og ýjaði Alexander að
því að hann myndi hugsanlega leggja
fram nýtt frumvarp um kaupleigu-
íbúðir innan verkamannabústaða-
keriisins. Þá þykir frumvarpið ílókiö
og kvörtuðu þau Kristín Einarsdótt-
ir, Kvennalista, og formaður þing-
tlokks framsóknarmanna, Páll
Pétursson, yfir því.
Efnislega sagði Alexander að kaup-
leigufrumvarp Jóhönnu tæki ekki á
aðalvandamálinu - því að þaö vantar
meiri peninga inn t húsnæðiskerfið.
Eins og kaupleigukerfið lægi núna
fyrir kæmi það aðeins þeim efna-
meiri til hagsbóta.
Það er því ljóst að þetta frumvarp
mun eiga erfitt uppdráttar, aðeins
virðst vera eining um það innan
flokks félagsmálaráðherra. Páll Pét-
ursson sagði að þetta væri kosninga-
mál alþýðuflokksmanna, því væri
þetta mál knúið í gegn núna. Jó-
hanna lét að því liggja að betra væri
að ræða viö stjómarandstæðinga um
húsnæðismál en stjómarsinna. Má
því vera að hún ætli sér einhven
stuöning þaöan þegar máliö kemur
til afgreiðslu. -SMJ
Til átaka kom á milli tveggja ungl-
ingsdrengja í söluturni á Vesturgötu
í gærkvöldi. Annar drengjanna stakk
hinn með hnífi og særðist drengur-
inn talsvert. Mikið blæddi úr sárinu.
Drengurinn var fluttur á slysadeild
Siguxsteiim Melsted, DV, Bieiðdalsvik:
í fyrrinótt voru á ferð hér
óskemmtilegir gestir, þrjú ung-
menni, tveir pilar og ein stúlka, á bíl
sem þau höfðu stolið. Hann var með
Reykjavíkurnúmeri. Þau tóku fjóra
bíla traustataki og brutust inn í bens-
ínstöð þar sem þau tóku ýmislegt
smálegt. Brá eigendum hinna stolnu
bíla heldur betur í brún þegar þeir
komu út í g'ærmorgun ög farartæki
þeirra vora ekki á sínum stað. Einn
fann sinn bíl inn við flugvöll og fólk-
ið sofandi í honum en þangað er ekki
hægt að komast nema fara í gegnum
þorpið. Þau komu í fyrrakvöld í þorp-
ið á stolinni Lödu sport og fóru síðan
á báðum bílunum inn á dal. Þar óku
til aðgerðar.
Drengimir voru báðir undir áhrif-
um áfengis. Sá sem beitti hnífnum
gaf sig fram við lögreglu. Rannsókn-
arlögregla ríkisins hefur málið til
meðferöar. -sme
þau út af við Asrúnarstaði og festu
annan bílinn úti í mýri. Þar reyndu
þau að stela bíl en tókst ekki, fóra
þá á næsta bæ og tóku þar pickup
bíl og fóra á honum út í þorp aftur.
Þar tóku þau traustataki jeppa sem
skemmdist töluvert þegar hann var
settur í gang. Síðan lá leiðin inn allan
dal og upp á Breiðdalsheiði en hún
er lokuð. Á leiðinni óku þau niður
flestar vegstikur og keyrðu á fólksbíl
sem stóö við veginn, ýttu honum
langa leið eftir veginum og Utan í
girðingu og er sá bíll mikiö skemmd-
ur og hinn töluvert. Bílinn, sem þau'
komu upphaflega á, eyðilögðu þau
áður en þau yfirgáfu hann - brutu
allt sem hægt var að bijóta. Fólkiö
er nú í vörslu lögreglunnar.
Guöjón B. Ólafsson, forstjóri Sam-
bandsins, sagði í samtali við DV í
gærkvöldi að hann teldi nú tíma til
kominn að láta staðar numið í því
fjölmiðlafári sem undanfarna daga
hefur umleikið hann vegna brott-
rekstrar Eysteins Helgasonar og
Geirs Magnússonar og einnig vegna
ásakana Erlends Einarssonar um að
Guðjón hefði þegið hærri laun en um
var samið sem forstjóri Iceland Sea-
food Corporation.
Aðspurður vildi Guðjón ekkert tjá
sig um yfiriýsingar Erlends Einars-
sonar frá því í gær um að Guðjón
hefði haft jafngildi 1,1 milljónar
króna í mánaðartekjur er hann var
forstjóri Iceland Seafood.
Guðjón sagði að sér þætti miður
að þetta mál í Iceland Seafood hefði
verið blásið út í fjölmiðlum. Guðjón
sagði að það væri eðlilegt í Banda-
ríkjunum að þessi háttur væri
hafður á við mannaskipti í fyrirtækj-
um, sérstaklega þegar um yfirmenn
væri að ræða. Hann sagði að þegar
hann tók við fyrirtækinu 1975 hefði
hann þurft að reka þónokkra menn
og þá hefði ekkert veður verið gert
út af því.
Guðjón sagði að það hefði verið sér
óljúft að taka þátt í þessum fjölmiðla-
æsingi en að sú staöa hefði verið
komin upp að hann hefði verið knú-
inn til að skýra frá hlutunum til að
leiðrétta ýmsar rangtúlkanir og
gróusögur sem komnar hefðu verið
á kreik. Hann sagðist telja þennan
söguburð lítt til sóma þeim mönnum
sem staðið hefðu þar að baki.
Gísli Jónatansson:
Skýrsla endur-
skoðandans er
ekki neitt neitt
„Ég er alveg sannfæröur um að
Guðjón B. Ólafsson á mikla sök á
þeim samstarfsörðugleikum sem
hafa verið innan Iceland Seafood
Corporation í Harrisburg, ef þéir
þá hafa verið nokkrir. Hann hefur
rægt þá Eystein og Geir hvar sem
hann hefur komið því við í marga
mánuði. Hann hefur líka verið aö
róa í starfsfólkinu og skapa þannig
óánægju," sagði Gísli Jónatansson,
kaupfélagsstjóri á Fáskrúðsfirði og
stjórnarmaöur í Iceland Seafood, í
morgun.
„Þá finnst mér fúröulegt að menn
skuli telja að þessi skýrsla banda-
rísku endurskoðendana skuii vera
álitin einhver hvitþvottur á Guö-
jóni. Hún er ekki neitt neitt.
Endurskoðandinn sagðist ekki
hafa nein fylgiskjöl yfir þann
kostnaö sem hann hefði greitt.
Hann gat einungis lagt fram ein-
hvetja áætlun, sem eílaust er
komin frá Guöjóni. Ef útreikningar
Erlends hefðu verið á annan hátt
má allt eins búast við að teikning
endurskoðandans hefði orðið það
einnig.
Mér finnst menn því taka full-
stórt upp í sig í þessu máli. Ég vona
að sjálfsögðu það besta og er ekki
að segja aö um misferli hafi veriö
að ræða en menn skyldu bíöa eftir
niöurstöðum óvilhalls aðila, Geirs
Geirssonar, áöur en þeir hvitþvo
nokkum mann.“
-gse
Ungmenni á stolnum bfl í Breiðdal:
Fóru hamförum um
dalinn og eyði-
lögðu fjóra bða