Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1988, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 1988. 11 UÓNSTILKVNNING VEGNA ÖKUTÆKJA LEIÐBEININGAR UM NOTKUN rHvenœr á að nota tjónstilkynninguna? Tjónstilkynningin er að evrópskri fyrirmynd og eru tilkynningar af þessu tagi notaðar í flestum ríkjum Vestur-Evrópu. Tjónstilkynninguna á að nota vegna tjóna á ökutækj- um eða tjóna sem rakin verða til ökutækja. Kveðja ber til lögreglu verði slys á fólki. 'Árekstur Við árekstur milli tveggja ökutækja ber að nota eitt sett tjónstilkynningarinnar. Hafi fleiri en tvö ökutæki lent í árekstri verður að nota fleiri sett en eitt. Skulu þá upplýs- ingar varðcindi öll hlutaðeigandi ökutæki koma fram eins og unnt er á hverju setti til- kynningar sem notað er og þau undirrituð af öllum ökumönniinum. Afstaða cillra öku- tækjanna (merkt A, B, C, D OA.frv.) skal þannig gefin til kynna með afstöðumynd cif vettvangi (13. liður tjónstilkynningarinncir). Útafakstur, ekið á gangandi vegfaranda o.þ.h. Eigi aðeins eitt ökutæki hlut að máli, t.d. við útafakstur, þegar ekið er á gangandi veg- faranda, ökutæki brennur eða því stolið, ber einungis að fylla út framhlið tilkynning- arinnar vinstra megin (A) auk bcikhliðar. 'Á vettvangi Ökumaður A og ökumaður B útfylla báðir framhlið tilkynningarinnar vegna ökutækja sinna. Getið um nafn og heimili hugsanlegra vitna (5. liður), en það er afar brýnt ef ökumenn eru ósammála um málsatvik. í 12. lið ber að merkja með x í viðeigandi reiti. Reitir vinstra megin eiga við ökutæki A en hægra megin eiga við ökutæki B. Mikilsvert er að fjöldi merktra reita sé tilgreindur fyrir hvort ökutæki um sig. Munið að merkja ökutækin A og B á afstöðumynd af vettvangi (13. liður). Tjónstilkynningin skal undir- , rituð af báðum ökumönnum og tekur hvor sitt eintak. Við heimkomu Þegar heim er komið fylla aðilar sjálfir út bakhlið tilkynningarinneir. Alls ekki má breyta nokkru atriði eða bæta við á framhlið tilkynningarinnar eftir að aðilar hafa undirrtitað hana. Aðilum ber síðan að koma tjónstilkynningunni til vátryggingarfélaga sinna hið allra fyrsta. Árekstur við erlent ökutœki Verði árekstur við ökutæki sem skráð er erlendis og ökumaður þess hefur þessa evrópsku tjónstilkynningu á erlendu máli mega báðir aðilar nota framhlið þeirrar til- kynningar og eftir atvikum undirrita hana. Einstakir liðir tjónstilkynningarinnar og númer þeirra eru eins þótt tilkynningin sé prentuð á öðru máli. 'Athugið vel! Notið kúlupenna eða velyddan blýant við útfyllingu tilkynningarinnar þannig að bæði frumrit og afrit verði læsileg. Skrifið ekki á bakhlið tilkynningarínnar fyrr en ein- tökin, þ.e. frumrit og afrit, hafa verið skiiin að. Hafi tjónstilkynning verið notuð, hún skemmst eða týnst ber mönnum að fá nýtt eintak hjá vátryggingarfélagi sínu. f SJÓNVARPINU f KVÖLD verður sýndur leiðbeiningar- og kynningarþáttur um notkun tjónstilkynningarinnar. RÚV kl. 20.35 STÖÐ2 í 19:19 VERTUMEÐ - ÞVf ÞETTA ÞARFTU AÐ VITA! BIFREIÐATRYGGINGAFÉLÖGIN Utlönd Flýðu til Miðjarðarhaf Fjórir líbýskir orrustuflugmenn lentu í gær orrustuþotum sínum, sem eru sovéskar og af geröinni MIG 23, á herflugvelli í vesturhluta Egyptalands og taliö er að þeir hyggist biðjast hælis þar í landi sem flóttamenn. Flugmennimir fjórir voru í gær fluttir til Kaíró þar sem þeir veröa yíirheyrðir um þaö hvaö þeim gekk til meö komunni til Egyptalands. Fjórmenningamir flugu þotum sínum mjög lágt yflr landamæri Líbýu og Egyptalands, aö því er viröist til þess að forðast líbýskar ratsjárstöðvar. Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, sagði í gær að flugmennirnir fjór- ir væru velkommr í Egyptalandi. Talið er fullvíst að atvik þetta eigi eftir að valda verulegum vand- kvæðum í sambúð Egyptalands og Líbýu, en til landamæraátaka kom á milli þeirra áriö 1977 og hafa samskipti þeirra verið stirð undanfarin ár. Vopn frá Libýu Sérstök rannsóknamefnd, sem skipuö var af Duarte, forseta E1 Salvador, hélt í gær sýningu á vopnabúnaði sem tekinn hefur ve- rið af skæruliðum vinstrisinna i landinu undanfariö. Formaður rannsóknamefndarinnar, Ricardo Perdomo, sagði viö þetta tækifæri að stór hluti vopna þessara hefði verið rakinn beint til Líbýu. Hefðu vopnin verið hluti af sendingu frá vopnaverksmiöjum til líbýska flug- hersins á áttunda áratug aldarinn- ar. Þessi vígbúnaður væri hins vegar nú notaður af sveitum skæmliða í E1 Salvador, nánar til- tekið hópum borgarskæruliða i San Salvador, höfuðborg landsins. Bush og Dukakis unnu Michael Dukakis, fylkisstjóri Massachusetts, vann auðveldan sigur í forkosningum demókrata í Vermont í Bandaríkjunum í gær og George Bush varaforseti vann sigur í forkosningum repúblikana í fylkinu. Sigur þeirra tveggja kom lítið á óvart því búist hafði verið við aö þeir leiddu baráttuna í þessu fylki. Frammistaöa Jesse. Jackson, eina blökkumannsins sem sækist eftir útnefhingu sem forsetaefni, kom hins vegar nokkuð á óvart. Jackson hlaut nær þrjátíu prósent atkvæða demókrata, þrátt fyrir að í Vermont búi mjög fáir blökkumenn. Óveður á Spáni Mikil snjókoma hefur gengið yfir hluta Spánar undanfama daga. Víða í norðurhluta landsins dengdi niöur allt að sextiu sentímetra djúpurn jafnfollnum srrjó sem veld- ur miklum vandkvæöum í sam- göngum, auk þess að valda öðrum búsifjum. Spánverjar eru ákaflega óvamr veðrabrigðum af þessu tagi og því illa búnir undir þau. Lika í Þýskalandi Þá hefur gengið mikið vetrarveð- ur yfir hluta af Vestur-Þýskalandi undanfarið og hefur spjókoma og hálka valdið miklum vandkvæöum í samgöngum, þótt Vestur-Þjóð- veijar séu auðvitaö mun vanari snjókomu heldur en Spánverjar. Nauðsynlegt hefur veriö að nýta mikið af vinnutækjum til að að- stoða illa stadda ökumenn á þjóðvegum landsins. Þessi vetur hefur hins vegar ekki verið verulega harður í Evrópu og hvergi nærri jafnkaldur eða ógnvekjandi og siðastliðinn vetur var.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.