Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1988, Side 6
6
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 1988.
Sandkom
Spennið
beltin!
Nýumferöarlögtókugildiigær. ,
Mörgum veittist erfltt að fara eftir
nýju ákvæðunum um að spenna bil-
beltin og að aka með Ökuljósin allan
sólarhringinn. Sumir gengu svo langt
að þeir þorðu ekki að slökkva bílljós-
in þótt þeir slökktu á vélinni og
yflrgæfu bílinn því lögreglan sagðí
að ökumenn ættu að lata loga á öku-
ljósunumallan sólarhringinn! Þeir
ökumenn vildu hafa allt sitt á hreinu
en komu s vo aftur að rafmagnslaus-
um bílunum.
En þetta með bilbeltin veittist fleiri
ökumönnum erfitt en notkun öku-
ljósa. Undirritaður lenti til dæmis í
þrengingum, í orðsins fyllstu merk-
ingu, í gærmorgun. Hann ókafstað
með Ijósin, eins og reyndar alla daga
allan daginn, því honum finnst það
Nú er elns gott fyrir ovana að fara aft vanja
síg við bílbeltin því þungar sektlr liggja viö
þvi að vera óspenntur og afslappaður í biln-,
um, auk þess sem öryggið eykst tii muna við
notkunina.
Og mundu eftir Ijósunum.
vera mikið öryggisatriði aö ökuljósin
séu kveikt. En er hann var kominn
hálfa leiðina á vinntistaðinn mundi
hann skyndilega eftir bílbeltunum.
Þau voru pínlega óspennt og löggan
allt í kring, spennt eftir að fá að sekta
óspennta vegfarendur.
Þess vegna reyndi undirritaður að
spenna beltin án þess að hægja ferð-
ina og kostaði það næstum eigi færri
en tvö umferðaróhöpp sem rekja
hefði mátt beinlínis til notkunar bíl-
belta. En þar mcð er sagan ekki öll
sögð.
Er komið var aö vinnustað og bíi-
stjórinn ætlaði að stiga út úr bifreið-
inni gekk það ekki sem skyldi. Hann
var sem bundinn bifreiöinni sem ekki
vildi sleppa ökumanni sínum. Og er
ökumaöurinn reyndi að losa takið
fannst enginn takki sem sleppti belt-
inu. Nú upphófúst nokkrar svipting-
ar milli ökumanns og bílbeltis og
vegfarendur, sem áttu lcið framhjá
stæðinu, undruðust hristinginn á bif-
reiðinni, sérlega þar sem ökumaður
virtist vera einn í bílnum. En allt
gekk þetta að lokum og héðan í frá
mun undirritaður silja upptendraður
og uppsponntur í ökutæki sínu.
Ný tíska
Sandkom hefur það fýrir satt að
prjónastofur, sem margar hverjar
voru að leggja upp laupana vegna
verkefnaskorts, séu nú aö keppast við
að hanna nýja tískuvöru, sem örugg-
lega mun tröllríða hinum islenska
markaði í kjölfar nýju umferðarlag-
anna. Þetta em pey sur og vesti í
ýmsum htum með svartri, breiðri
skárönd sem nær frá vinstri öxl og
niður að mitti hægra megin. Slíkar
peysur em taldar geta ruglað lög-
regluþjóna, sem era á höttunum eftir
óspenntum ökumönnum, í ríminu,
Fréttir
Samvinnuhreyfingin í sáram vegna valdatogstreitu:
Valur og Erlendur róa
að því öllum ámm
að bola Guðjóni burt
Þrátt fyrir þær alvarlegu væringar,
sem eru innan Sambandsins, hefur
Valur Arnþórsson, stjórnarformað-
ur þess, enn ekki kallað saman
stjórnarfund.
Samkvæmt heimildum DV stóð til
um síðustu helgi aö flýta reglulegum
fundi sem halda á fyrri hluta mars-
mánaðar. Á þeim fundi átti að taka
fyrir ákvörðun stjórnar Iceland Sea-
food um að reka Eystein Helgason
forstjóra og Geir Magnússon aöstoð-
arforstjóra frá fyrirtækinu. Fyrir lá
aö stjórnin sendi frá sér einhvers
konar yfirlýsingu þess efnis að hún
harmaði þær aðferðir, sem beitt var
við brottreksturinn, með skírskotun-
um til þess félagslega grunns sem
samvinnuhreyfingin er byggð á.
Stjórnarfundi skotið á frest
Þegar sjónvarpsstöðvarnar birtu
fréttir um stórfenglegar peninga-
greiðslur til Guðjóns umfram
samninga og yfirlýsing Guðjóns og
frekari fréttir komu í kjölfarið var
þessum stjórnarfundi skotiö á frest.
Þau átök, sem átt hafa sér stað innan
æðstu stjórnar Sambandsins, voru
allt í einu komin fram í dagsljósið
og fátt virtist geta hindrað að enn
frekari upplýsingar fylgdu í kjölfar-
ið. Fundur í stjórn Sambandsíns
hefði því ekki snúist um orðalag á
ákúrum á Guðjón B. Ólafsson, sem
krafðist brottrekstrar Eysteins og
Geirs, heldur hefði öll barátta um
völd í æðstu stjórn Sambandsins ver-
ið til umfjöllunar..
Erlendur tryggði sér áhrif
Forsögu þessarar togstreitu má
rekja allt aftur til þess er Erlendur
Einarsson var að undirbúa að stíga
upp úr forstjórastólnum.
A aðalfundi Sambandsins 1985
lagði hann fram umtalsverðar breyt-
ingar á samþykktum Sambandsins.
Þær fólu í sér minnkuð áhrif fram-
kvæmdastjórnar sem í eiga sæti allir
framkvæmdastjórar hinna ýmsu
deilda Sambandsins. Erlendur gerði
ráð fyrir nýrri stöðu, aðstoðarfor-
stjóra, sem starfaöi við hlið forstjóra
og saman heföu þessir menn meira
að segja um rekstur Sambandsins en
forstjórinn áöur. Þá gerði Erlendur
ráð fyrir því að stjórnarformaður
Sambandsins yrði fastur starfsmað-
ur með aðsetur í Reykjavík og hefði
eftirlit með starfseminni fyrir hönd
stjórnar.
Valur Arnþórsson stjórnarformað-
ur setti sig á móti þessum breyting-
um í meginatriðum og fannst sem
Erlendur ætlaði sér að hafa fullmikil
áhrif á framtíðarskipulag Sambands-
ins áður en hann afhenti völd sín til
annarra. Sumt úr tillögum Erlends
náði þó fram að ganga. Umtalsverð-
asta breytingin varð sú að Axel
Gíslason, framkvæmdastjóri skipa-
deildar, var ráðinn aðstoðarforstjóri
í kjölfar þessara breytinga.
En Erlendur tryggði sér áhrif á
framtíð Sambandsins á annan hátt.
Þannig réð hann Þorstein Ólafsson
sem framkvæmdastjóra þróunar- og
nýsköpunardeildar og Eggert
Sveinsson sem framkvæmdastjóra
fjárhagsdeildar þótt eðlilegt hefði
mátt telja að hann léti nýjum for-
stjóra eftir að velja sér samstarfs-
menn. Þegar kom að kjöri arftaka
Erlends í stjórn Sambandsins veitti
Erlendur Val Arnþórssyni ekki full-
an stuðning. Það hefur sjálfsagt orðiö
til þess að Valur naut einungis stuön-
ings sex stjómarmanna af níu. Valur
tók þá ákvörðun, sem flestum kom á
óvart, að gefa ekki kost á sér. Guðjón
B. Ólafsson var því ráðinn en auk
hans hafði hinn ungi aðstoðarfor-
stjóri, Axel Gíslason, veriö nefndur
til starfsins.
Guðjón fór ekki að vilja þeirra
Þótt Erlendur viki úr forstjóra-
stólnum var hann enn valdamikill
Fréttaljós
Gunnar Smári Egilsson
innan Sambandsins, bæði vegna
áhrifa sem fyrrverandi forstjóri og
ekki síður vegna setu sinnar í stjórn-
um flestra mikilvægustu dótturfyrir-
tækja Sambandsins.
Fljótlega eftir að Guðjón B. Ólafs-
son tók við starfi forstjóra kom í ljós
að hann var ekki á þeim buxunum
að fara að vilja þeirra sem áöur höfðu
stjórnaö. Hann dró úr áhrifum Axels
Gíslasonar, lagði niður þróunar- og
nýsköpunarsvið og þar með starf
Þorsteins Ólafssonar og setti Kjartan
P. Kjartansson yfir íjárhagsdeildina
þegar Eggert Sverrisson var fluttur
um set til Bretlands. Guðjón gekk því
þvert á þær ráöstafanir sem Erlend-
ur hafði gert til þess að tryggja
stjórnun á Sambandinu sem honum
væri að skapi.
Samkvæmt heimildum DV sauð þó
ekki upp úr fyrr en síðastliðið vor
þegar Guðjón setti sig alfarið á móti
tillögu Erlends og Vals Arnþórsson-
ar, sem höföu aftur náð sáttum, um
aö ráða Axel Gíslason sem fram-
kvæmdastjóra verslunardeildar í
stað Hjalta Pálssonar sem var að láta
af störfum. Þrátt fyrir ítrekuð til-
mæli Erlends pg Vals var Guðjón
óhagganlegur. Átökin um stöðu Ax-
els urðu í raun átök um það hver
hefði völdin.
Afstaða Guðjóns var löngu kunn
innan Sambandsins þegar hann til-
kynnti að hann hefði ráðið Ólaf
Friðriksson sem framkvæmdastjóra
verslunardeildar. Samkvæmt heim-
ildum DV hafa Erlendur og Valur
margsinnis staöiö í vegi fyrir ákvörð-
unum Guðjóns frá því um mitt
síðastliðið sumar. Samkvæmt heim-
ildum DV hefur varla verið hægt aö
túlka aðgerðir þeirra nema á þann
hátt að þeir rói að því leynt og ljóst
að koma Guðjóni frá með Axel í huga
sem eftirmann hans.
Deilur um laun og kostnað
Erfiðleika Guðjóns við að fá vilja
sínum framgengt varðandi brott-
rekstur Geirs Magnússonar, aðstoð-
arforstjóra Iceland Seafood, ber ekki
hvað síst að skýra í þessu ljósi. Jafn-
vel eftir að Guðjón lagði þessa-kröfu
fram í stjórn fyrirtækisins fékkst það
ekki samþykkt. Þegar Guðjón hélt
áfram að krefjast brottvikningar
Geirs og síðar einnig Eysteins lagði
Erlendur Einarsson fram útreikn-
inga í stjórn Iceland Seafood sem
bentu til þess að Guðjón hefði fengið
greiddan kostnað hjá fyrirtækinu
langt umfram það sem um var sa-
mið.
Eins og Guðjón hefur sjálfur sagt
var honum hótað með því að upplýs-
ingar um þessar deilur um launamál
hans yrðu gerðar opinberar ef hann
stæði við þann ásetning sinn að reka
Eystein og Geir. Sú hótun kom fram,
að sögn Guðjóns, á síðasta ári. Um
síðustu áramót fóru Valur Arnþórs-
son og Geir Geirsson, endurskoöandi
Sambandsins, vestur um haf til Harr-
isburg til þess að kanna hvað hæft
væri í þessum ávirðingum. Þá var
nokkuð um liðið síðan rannsókn á
einkahögum Guðjóns var hafin að
ósk stjórnarformanns Sambandsins,
Vals Árnþórssonar.
Forstjóranum hótað
Ástandið innan Sambandsins hef-
ur því verið æði annarlegt undanfar-
ið hálft ár eða svo. Samskipti
forstjóra og stjórnarformanns hafa
stirðnað eftir átökin um stöðu Axels
í sumar. Erlendur Einarsson, fyrr-
verandi forstjóri, lagði fram rök-
stuðning fyrir hörðum ásökunum á
hendur forstjóranum í stjórn Iceland
Seafood á sama tíma og allt virðist
hafa verið gert til þess að torvelda
Guðjóni að ná fram vilja sínum varð-
andi þetta fyrirtæki sem er sá hluti
Sambandsveldisins sem hann þekkir
best. Forstjóranum var sömuleiðis
hótað að þessir útreikningar yrðu
sendir til fjölmiðla ef hann fylgdi eft-
ir ákvörðun sinni. Á sama tíma
fyrirskipaði stjórnarformaður Sam-
bandsins rannsókn á einkahögum
forstjórans, að því er virðist án vit-
undar hans. Þessi rannsókn kom til
dæmis ekki inn á borö stjórnar Ice-
land Seafood, þár sem Guðjón er
formaður, fyrr en eftir að banda-
rískir endurskoðendur höfðu lýst því
yfir að launagreiðslur til Guðjóns
væru samkvæmt samningum.
í ljósi atburða síðustu daga verður
að teljast ólíklegt að um heilt grói
milli þeirra sem tekið hafa þátt í
þessum átökum. Svo virðist sem allir
aðilar liggi sárir. Guöjón B. Ólafsson
hefur fengið á sig harðar ásakanir frá
samstarfsmönnum sínum sem erfltt
er að túlka á annan hátt en að hann
hafi tekið sér svimandi upphæðir
umfram það sem honum bar þegar
hann var forstjóri Iceland Seafood.
Upplýst hefur verið að Erlendur Ein-
arsson bar fram þessar ásakanir í
stjórn Iceland Seafood og lagði til
þann útreikning sem þurfti til þess
að rökstyðja þær. Þá hefur komið í
ljós að Valur Arnþórsson fyrirskip-
Valur Arnþórsson stjórnarformaóur og Erlendur Einarsson, fyrrverandi forstjóri Sambandsins, takast þarna í hend-
ur. Valur hóf rannsókn á einkahögum Guðjóns og Erlendur bar fram ásakanirnar á hann í stjórn lceland Seafood.