Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1988, Side 8
8
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 1988.
Viðskipti
ión Helgason hefur sett 190%
gjald á innfluttar franskar
Jón Helgason landbúriaöarráð-
herra hefur sett 190 prósent jöfnun-
argjald á innfluttar franskar
kartöflur. Þetta gjald var áður 40
prósent. Tilgangurinn er að styrkja
íslensku kartöfluverksmiðjurnar í
Þykkvabæ og á Svalbaröseyri. Jöfn-
unargjaldiö er hækkað á öllum
kartöílum og vörum unnum úr þeim,
eins og flögum, snakki og kartöflu-
mús. Reiknað er með að gjaldið skili
um 60 milljónum á ári, samkvæmt
UDplýsingum Sveinbjarnar Eyjólfs-
sonar, deildarstjóra í iandbúnaðar-
ráðuneytinu, í gær.
Þetta er ótrúlegt
„Þetta er ótrúlegt af hálfu ráð-
herra. Rikið ætlast til þess að
almenningur og kaupmenn leggist á
eitt um aö halda dýrtiðinni niöri en
þetta er svo fordæmið sem fólkið fær
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækur ób. 19 22 Lb.Sb. Ab
Sparireikningar
3ja mán. uppsogn 20.5-25 Ab.Sb
6mán. uppsogn 21,5 27.5 Ab
12mán.uppsogn 23 30,5 Ab
18mán. uppsogn 32 Ib
Tékkareikningar, alm. 8 12 Ab
Sértékkareikningar 10 25 Ab
Innlan verötryggö Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 2 Allir
6 mán. uppsogn 3.5 4 Ab.Úb. Lb.Vb. Bb
Innlán með sérkjörum 19 34 Sb
Innlángengistryggð
Bandarikjadalir 5.75 7 Vb. Ab. Sb
Sterlingspund 7.75 8.25 Úb
Vestur-þýsk mork 2 3 Ab
Danskar krónur 7.75-9 Vb.Ab
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvixlar(forv-) 29,5 35 Sp
Viðskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi
Almennskuldabréf 31 37 Sp
Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir
. Hlaupareikningar(vfirdr.) 32.5 39 Sp
Utlan verötryggö
Skuldabréf 9,5-9.75 Allir nema Ub
Útlán tilframleiðslu
Isl. krónur 30.5 34 Lb.Bb
SDR 7.75-8.25 Lb.Bb. Sb
Bandarikjadalir 8.75 9.5 Lb.Bb. Sb.Sp
Sterlingspund 11-11.5 Úb.Bb. Sb.Sp
Vestur-þýskmork 5-5,75 Úb
Húsnáeðislán 3.5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 51.6 4.3 á mán.
MEÐALVEXTIR
överðtr. fcb 88 36.4
Verðtr. feb. 88 9.5
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitala feb. 1958 stig
Byggingavisitala feb. 344 stig
Byggingavisitala feb. 107.4stig
Húsaleiguvisitala Hækkaði 9% 1 . jan
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Ávoxtunarbréf 1.3927
Einingabréf 1 2.664
Einingabréf 2 1,551
Einingabréf 3 1.674
Fjolþjóðabréf 1.268
Gengisbréf 1.0295
Kjarabréf 2.660
Lifeyrisbréf 1.346 Markbréf
1,374 Sjóðsbréf 1
1.253 Sjóðsbréf 2
1.173 Tekjubréf
1.363
HLUTABRÉF
Söluverö að lokinni jofnun m.v. 100 nafnv.:
Almennartryggingar 130kr.
Eimskip 384 kr.
Flugleiðir 255 kr.
Hampiöjan 138kr.
Iðnaðarbankinn 155kr.
Skagstrendingur hf. 189 kr.
Verslunarbankinn 135 kr.
Útgerðarf. Akure. hf. 174kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaukpa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank-
inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb = Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýsingar um penjngamarkað-
inn birtast f DV á fimmtudögum.
hjá stjórnvöldum. Svo er að sjá að
ríkið gangi á undan á öllum sviðum
í hækkunum," segir Haukur Hjalta-
son hjá Dreifingu sf., einum helsta
innflytjanda franskra kartaflna.
„Ég tel að heimild ráðherra til að
hækka jöfnunargjaldiö með þessum
hætti standist ekki. Heimildin er
.veitt vegna þess að sagt er aö kart-
öfluverð sé niðurgreitt erlendis. En
svo er einfaldlega ekki og því er
heimildin veitt ranglega," segir
Haukur ennfremur.
Jón Baldvin staðfesti frelsið
i innflutningnum
Stutt er síðan Jón Baldvin Hanni-
bafsson fjármálaráðherra tók af
allan vafa um að franskar kartöflur
væru ekki leyfisvara heldur væri
innflutningurinn frjáls en áhugi hef-
ur verið á því meðal kartöflubænda
að banna innflutning á frönskum
kartöfium.
Fyrir áramót lagðist 40 prósent toll-
ur ofan á innkaupsverð franskra
kartaflna. Þar ofan á kom vörugjald
og síðan 40 prósent jöfnunargjald.
Um áramótin var tollurinn lækkaður
Jón Helgason hefur sett jöfnunar-
gjaldið á franskar i 190 prósent.
niður í 30 prósent og vörugjaldið fellt
niður en jöfnunargjaldið var 40 pró-
sent eins og áður. Það voru þessi
síðastnefndu 40 prósent sem breytt-
ust skyndilega í 190 prósent í gær.
Tómas Tómasson, veitingamaður i Hard Rock. „Hefði kosíð annað,“ segir
hann um hækkunina.
Líst illa á þessa hækkun
- segir Tómas Tómasson
„Mér líst illa á þessa hækkun, hún
þýðir að hækka þarf verð á frönskum
kartöflum á veitingastööum og því
taka neytendur að sjálfsögöu illa.
Þess vegna hefði ég kosið að þessi
hækkun hefði ekki átt sér stað,“ seg-
ir Tómas Tómasson, veitingamaður
í Hard Rock Café, um hækkun jöfn-
unargjaldsins á innfluttar franskar
kartöflur í 190 prósent.
Tómas segir ennfremur að þvi mið-
ur séu gæði íslensku frönsku kart-
aflnanna ekki eins jöfn og innfluttra
franskra. „Þess vegna velja veitinga-
menn frekar innfluttar franskar
kartöflur. Óstöðugleikinn er versti
óvinur veitingamannsins."
Að sögn Tómasar eru góðar ís-
lenskar franskar kartöflur samt sem
áður hreint lostæti og mjög vinsælar.
„Og á vissan hátt skil ég sjónarmið
innlendra framleiðenda. Það er verið
aö reyna að koma í veg fyrir að fram-
leiðsla á íslenskum frönskum kart-
öflum stöðvist.”
-JGH
segir Haukur Hjaltason.
Jöfnunargjaldið á innfluttum flög-
um og snakki hækkaði einnig í gær.
Það fór úr 40 prósentum í 100 pró-
sent. Þetta er gert til aö hjálpa
Þykkvabæjarverksmiðjunni í
Garðabæ sem framleiðir flögur,
skrúfur og fleira nasl sem auglýst
hefur verið hressilega.
Þá hækkaði ráðherra jöfnunar-
gjaldið á kartöflumús. Músin bar
áður 40 prósent jöfnunargjald en eft-
ir gærdaginn 50 prósent jöfnunar-
gjald.
Peningarnir renna í
ríkiskassann
- En renna þessir auknu skattar til
framleiðenda innanlands, til við-
bótar við bætta samkeppnisaðstöðu?
„Nei. Jöfnunargjaldinu er ætlað að
styrkja samkeppnisstöðu innlendra
framleiðenda. Peningarnir renna í
ríkissjóð en það segir hvergi að þeir
eigi að renna til framleiðendanna,“
segir Sveinbjörn Eyjólfsson í land-
búnaðarráðuneytinu.
-JGH
Eggert hefur ekki
keypt nýtt skip
í stað Gísla Áma
Eggert Gíslason, einn kunnasti
skipsijóri landsins, hefur ekki
keypt nýtt skip í stað loðnubátsins
Gísla Árna sem hann seldi á dögun-
um og kom mörgum á óvart. „Það
veröur bara aö koma í ljós hvort
ég kaupi nýtt skip, það er ekkert
frágengiö í þeim efnum,“ segir Eg-
gert.
Um þaö hvers vegna hann hefði
selt Gísla Árna sagöi Eggert aö
margt heföi komið til, en erfitt hefði
verið fyrir hann einan að reka skip-
iö eftir aö Einar Árnason hætti með
honum í rekstri skipsins fyrir rúm-
um þremur árum.
Það vár Fiskimjöl og lýsi í
Grindavík sem keypti Gísla Árna.
Framkvæmdastjóri þess fyrirtækis
er Pétur Antonsson, en hann var
áöur framkvæmdastjóri Krossa-
nesverksmiðjunnar á Akureyri í
nokkur ár.
-JGH landsins. „Reksturinn var erfiður."
Jón Baldvin Hannibalsson staðfesti
nýlega að fullt frelsi væri til að flytja
inn franskar kartöflur en kartöflu-
bændur hafa viljað banna innflutn-
ing þeirra.
Verðið rúmlega tvöfaldast
„Þetta þýðir að kílóið af innfluttum
frönskum kartöflum, sem áður kost-
aði um 75 krónur i heildsöluverði, fer
í um 145 krónur við þessa hækkun,“
Verð landbúnaðarvara í
Þýskalandi og á íslandi
Kjúklingar
456
Smjör Rjómi Mjólk
Ísland-Þýskaland. Island hefur vænan vinning í verði á landbúnaðarvörum. Um kíló er að ræða, nema í mjólkinni,
þar er miðað við litra, og í rjomanum þar sem miðað er við hálfan lítra.
Verð landbúnaðarvara er mun
hærra á íslandi en í Þýskalandi.
Þetta ér samkvæmt hinu þekkta riti
um matvælaiðnaðinn í Þýskalandi,
Deutsche Lebensmittel Zeitung. Mið-
að er við heildsöluverö, það verð sem
verslanir og hótel þurfa að kaupa
vörurnar á. Vakin er athygli á að
framleiðsluverðið er mun hærra
vegna niðurgreiöslna sem bændur
fá.
Það er sérlega athyglisvert hvaö
smjör og ijómi er miklu dýrara á
íslandi en í Þýskalandi. Eins er mun-
urinn mikill á kjúklingaverði.
En lítum á meðfylgjandi súlurit.
Grafík getur veriö sögu ríkari.
-JGH