Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1988, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 1988.
13
Ég þoli ekki mánudaga.
Höfundur: Martin Eimer.
Þýöandi: Þórgunnur Skúladóttir.
Útgelandi: Iðunn 1987.
Ég þoli ekki mánudaga er gaman-
söm unglingasaga eftir höfundinn
Martin Elmer. A baksíðu segir að
hún hafi fengið alþjóðleg verðlaun
sem besta unglingabókin 1987. Ekki
er tilgreint hvaða verðlaun þetta
voru né heldur hvar eða hvenær
bókin kom fyrst út.
í spéspegli
skólalíflð kemur kunnuglega fyrir
sjónir þó að einnig þar sé glensið
númer eitt. „Lífiö hefst þegar
skólagöngu lýkur. En þá er þaö
kannski um seinan.“ Þetta er
veggjakrot sem Daníel hefur fundið
upp. Þrátt fyrir endalaust mánu-
dagsklandur og raunar klúður
vikuna út oft á tíðum þá er Daníel
hugsandi strákur og hér er blandað
saman viö ofurlítilli alvöru og
veruleikaskoðun, en sagan er stað-
sett í Kaupmannahöfn að því ég
best fæ séð.
Á margan hátt minna efnistök
höfundar og ýkjur á stíl Auðar
Haralds. Tvö lítil dæmi: „Augun á
Áka stækka um fjögur númer.“ (39)
„Mér tekst að drusla Jesper með
inn á salernið. Hann hrasar niður
í daunillt niðurfallið og grenjar
eins og stunginn grís. Ég verð að
halda honum meðan hann sprænir
ofan í annan skóinn minn.“ (69-70)
Alls staðar þar sem tilefni gefast
er raunveruleikinn skoðaður í spé-'
spegli og hafa báðir höfundarnir
sérstakt yndi af óhöppum og fárán-
leika.
Hér er á ferðinni skemmtileg bók,
full af fjöri, frásagnargleði og viö-
burðaríkri atburðarás. Það ætti því
engum að leiðast við lestur hennar.
Menning
Bókmenntir
Hildur Hermóðsdóttir
Þýðingin er góð, skrifuð á krass-
andi máli svo sem er greinilega við
hæfi þessarar sögu. Prágangur
bókarinnar er einnig góður fyrir
utan það að pappírinn er fremur
grófur og láðst hefur að skrá
praktískar upplýsingar s.s. um höf-
undinn, útgáfustaðinn og ekki síst
kápuhönnuð. Ég þykist þar kenna
handbragð Brians Pilkingtons en
þaö er getgáta.
HH
Óvenjulegar aðstæður
Daníel lifir við óvenjulegar að-
stæður. Hann býr með föður sínum
sem hefur heima hjá sér nk. dýra-
rannsóknarstöð. Hann vinnur sem
dýrafræðingur við íjölmiðla og
vegna rannsókna sinna heldur
hann hitabeltisfugla, skriðdýr og
alls kyns kvikindi sem kreflast
drjúgs hluta af frítima feðganna.
Móðir Daníels er dáin fyrir nokkr-
um árum og hann hefur úti allar
klær eftir kvonfangi handa fóður
sínum því hann sér að það mundi
létta þeim heimilisstöfin. Margar
kvensur koma við sögu í þessu
sambandi m.a. pilsklædd skraut-
vera sem reynist karlmaður og
óttast Daníel lengi vel um afdrif
fóður síns í því sambandi en margt
fer öðruvísi en ætlað er eins og
fram kemur í lokin.
Skólasystkini og kennari Daníels
koma einnig við sögu og er þar
misjafn sauður í mörgu fé. Skóla-
skemmtun er á döfinni og uppreisn
verður vegna meints kynþáttahat-
urs kennarans og er Daníel þar
potturinn og pannan, reyndar að
nokkru leyti óvart. Vegna þessa og
þess að hann tekur flakkara upp á
arma sína lendir hann í nokkru
klandri en allt fer vel að lokum,
jafnvel ástamál feðganna.
Glens oggaman
Eins og menn geta getið sér til
af framsögöu er hér á ferðinni
farsakennd saga þar sem glens og
grín er i fyrirrúmi. Persónur allar
eru mjög kómískar og gildir það
jafnt um aðalpersónur og aukaper-
sónur s.s. nöldursama nágranna
með nefið í hvers manns koppi,
flakkarann sífulla, óþekktarorm-
inn Jesper, afana með sínar dellur
og sérviskur, klæðskiptinginn,
kennarann o.fl. o.fl. Skólasystkini
Daníels hafa líka hvert sín sér-
kenni en eru þó nær veruleikanum
heldur er margar aðrar söguper-
sónur. Viðfangsefni þeirra og
Beta
VERKFÆRI
ISELCO SF.
Skeifunni 11d — simi 68646S
25%afsláttur
til 15. mars
HANDVERKFÆRI
VERKFÆRAVAGNAR
OG VERKFÆRASKÁPAR
r
„ EG ER ...vegna þess að ég hugsa,
- og ég les fréttatímaritið
til þess að fylgjast með ”!
Þjódlíf
Samtímaspegill íslenskra og erlendra
málefna.
Spennandi fréttatímarit sem lætur sér
ekkert mannlegt óviðkomandi.
FÆST Á NÆSTA BLAÐSÖLUSTAÐ